Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 53 menning Á árlegum lista yfir þá sem valdamestirþykja í breskum bókaheimi eru efstusætin jafnan skipuð þeim sem selja bækur frekar en þeim sem semja þær eða gefa út. Á lista síðasta árs var þannig inn- kaupastjóri bóka hjá Tesco í öðru sæti og Amanda Ross, sem stýrir bókaklúbbi sjón- varpsþáttarins Richard & Judy, í fyrsta sæti. Það ætti þó ekki að koma á óvart að Ross sé í fyrsta sæti, því téður bókaklúbbur er gríð- arlega áhrifamikill og segja má að þeir rit- höfundar sem lenda í náðinni á þeim bæ séu hólpnir.    Richard & Judy-bókaklúbburinn er hlutiaf vikulegum sjónvarpsþætti þar sem sagt er frá nýjum bókum og mælt með einni þeirra sem bók vikunnar. Málið er þó ekki svo einfalt að meðmælin ein dugi til að koma bók á metsölulista – ef lesendum líkar ekki bækurnar þá fjarar fljótt undan slíkum klúbb. Amanda Ross, sem stýrt hefur bóka- klúbbnum alla tíð, síðustu fimm ár, hefur þó greinilega gott auga fyrir góðum bókum eins og vinsældir klúbbsins sanna og hún er svo sannarlega áhrifamikil – af þeim hundr- að bókum sem seldust mest í Bretlandi á síð- asta ári tók 21 bók flugið eftir að hafa verið í þætti þeirra Richard og Judy.    Í ferð til Cannes fyrir stuttu keypti égnokkrar af þeim bókum sem Richard og Judy mæla með um þessar mundir og las þær á leiðinni. Bækurnar voru Half of a Yel- low Sun eftir Chimamanda Ngozi Adichie, The Testament of Gideon Mack eftir James Robertson, Restless eftir William Boyd og This Book Will Save Your Life eftir A.M. Homes.    Þessar bækur eru býsna ólíkar og í raunmerkilega fjölbreyttar. Half of a Yellow Sun segir frá tvíburasystrunum Olanna og Kainene með Biafra-stríðið og hörmungar þess í bakgrunninum, The Testament of Gi- deon Mack segir frá skoskum presti sem fellur niður um sprungu og hittir þar fyrir veru sem gæti verið djöfullinn, mjög skemmtileg bók og bráðfyndin, Restless er óvenjuleg njósnasaga, segir frá konu sem á sér sérkennilegt leyndarmál, og This Book Will Save Your Life segir frá manni sem fær óbærilegan sársauka óforvarandis og hring- ir í neyðarlínuna, en áttar sig svo smám saman á því að sársaukinn sem heltekur hann er í raun andlegur.    Stundum lýsir maður bók svo að hún lesisig sjálf, að það sé svo þægilegt að lesa hana að maður renni sér í gegnum hana áreynslulaust. Það eiga líka þessar bækur Richard & Judy sameiginlegt að þær eru sérdeilis þægilegar aflestar. Ekki vil ég þó flokka þær sem flugvélabókmenntir, því inn- takið er víða býsna gott, til að mynda í öll- um þeim bókum sem ég nefni hér, og þótt þær séu auð- og jafnvel fljótlesnar situr ým- islegt eftir. Sjálflesandi bækur AF LISTUM Árni Matthíasson » Stundum lýsir maður bóksvo að hún lesi sig sjálf, að það sé svo þægilegt að lesa hana að maður renni sér í gegn um hana áreynslulaust. Rithöfundur Chimamanda Ngozi Adichie skrifaði bókina Half of a Yellow Sun sem Richard & Judy-bókaklúbburinn mælir með. Góð A. M. Homes er höfundur bókarinnar This Book Will Save Your Life sem fjallar um mann sem er heltekinn af andlegum sársauka. arnim@mbl.is Hvað segirðu gott? Ég segi allt stórfínt, takk fyrir. Hverra manna ertu? Ég nenni ekki í ættfræðirakningu. Áhugasamir geta flett þessu upp í Íslendingabók. Hvernig tómatsósu kaupir þú? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Helgu Margréti Þorsteinsdóttur.) Rauða, oftast nær. Kanntu þjóðsönginn? Ég kann náttúrlega ljóðið að mestu. En ég gæti ekki sungið lagið þótt mér væri hótað líkamsmeiðingum, enda lagið erfitt og leiðinlegt. Ég vil skipta um þjóð- söng. Furðulegasta ferðalagið? Það var Aþenudvölin í kringum síðustu Evróvisjón- keppni. Það var ekkert normal við þann sirkus. Stórskemmtileg ferð. Uppáhaldsmaturinn? Ég er brjálaður í sushi. Borða það alltof sjaldan samt. Bragðbesti skyndibitinn? Ég er með doktorsgráðu í skyndibitamat og mér finnst jafn ósmekklegt að gera upp á milli óhollusturétta og barnanna minna. Hvaða bók lastu síðast? Síðast kláraði ég Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck. Góð bók. Hvaða leikrit sástu síðast? Ég fer ákaflega sjaldan í leikhús og man ekki hvað ég sá síðast. Næst ætla ég hins vegar á Abbababb eftir dr. Gunnar Lárus. En kvikmynd? Síðast sá ég spennumyndina Inconvenient Truth með kyntákninu Al Gore. Áhættuatriðið með honum í lyft- aranum var óborganlegt. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Enga sérstaka. En nýja Arcade fire-platan er á leiðinni undir geislann. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Rás tvö og Exið. Besti sjónvarpsþátturinn? Kastljós og Gettu betur að sjálfsögðu. Svo er ég mjög hrifinn af Lost og Prison break. Góðir fræðslu- og heimildaþættir höfða einnig mikið til mín. Hvað uppgötvaðir þú síðast? Nýja hlið á sjálfum mér sem er ekki til útflutnings. Helstu kostir þínir? Aðrir geta betur metið það. En gallar? Oft naumt skammtað plássið á þessum vettvangi til að gefa tæmandi svar. Hljómsveitin Rass býður þér í partí. Þegar þú mætir er Óttar Proppé sá eini í húsinu. Hann býður þér upp á vodka og lakkrís og spyr svo hvort þú sért hættur að ganga í kvenmannsfötum. Hverju svararðu? „Nei Óttar minn,“ og klæði mig úr upphlutnum. Þú ferð á grímuball sem … Í fullri alvöru þá held ég að ég hafi aldrei farið á grímu- ball. Ertu með bloggsíðu? Já, en ég kýs frekar að kalla þetta regluleg dagbók- arskrif á Netinu. Bloggið er dautt. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hvort hann nenni ekki að taka til í geymslunni minni? Með doktorsgráðu í skyndibita Aðalsmaður vikunnar er Kastljós- maður, bloggari og spyrill í spurn- ingaþættinum Gettu betur sem hef- ur sjónvarpsgöngu sína í Ríkissjón- varpinu í kvöld. Sigmar Guðmunds- son svarar nokkrum nærgöngulum spurningum um líf sitt og tilveru. Morgunblaðið/G.Rúnar Aðall Sigmar segir ferð sína til Aþenu á síðasta ári hafa verið einkar áhugaverða. Íslenskur aðall | Sigmar Guðmundsson ÆVINTÝRAMYNDIN Bridge to Terabithia verður frumsýnd í Sam- bíóunum í dag. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Katherine Paterson sem hún hlaut m.a. Newberry-verðlaunin fyrir. Í myndinni segir frá tveimur krökkum, Jess Aarons og Leslie Burke, sem búa í sveitaþorpi. Þau eiga það sameiginlegt að falla ekki inn í hópinn og enda á að verða bestu vinir. Leslie hefur gaman af því að segja ævintýrasögur og Jess hefur gaman af því að teikna. Sam- an skapa þau hið leynda konungs- ríki Terabithia, töfrastað sem að- eins er hægt að fá aðgang inn í með því að sveifla sér í gömlu reipi yfir á í skóginum nálægt þorpinu. Þarna stjórna vinirnir konungsríkinu, berjast við óvini og leggja á ráðin hvernig þau geta náð sér niðrá stríðnispúkunum í skólunum. Æv- intýraveröldin í Bridge to Tera- bithia er vakin til lífsins af þeim sömu og teiknuðu The Lord of the Rings og King Kong. Að þessari mynd standa líka sömu framleiðendur og gerðu The Chronicles of Narni í samstarfi við Walt Disney. Með aðalhlutverk fara: Josh Hutcherson, Anna Sophia Robb, Zooey Deschanel, Robert Patrick, Bailee Madison og Lauren Clinton. Ævintýri Í myndinni segir frá tveimur krökkum sem skapa sinn eigin heim. Frumsýning | Bridge to Terabithia Skapa sitt eigið konungsríki Erlendir dómar: Metacritic 74/100 Washington Post 90/100 The New York Times 80/100 Variety 70/100 Entertainment Weekly 58/100 (allt skv. Metacritic).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.