Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UPPHAF Baugsmálsins, óuppgerðir reikningar og fundur í Flórída var meðal þess sem bar á góma í skýrslu- töku yfir Jóni Gerald Sullenberger í gær. Ítrekað vísaði Jón Gerald til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem „drengsins“ en leiðrétti sig sjálfur eða var leiðréttur jafnóðum. Nokkrir til viðbótar voru raunar nefndir með þessum hætti, enginn þó nándar nærri eins oft og Jón Ásgeir. Jón Ger- ald kom í gær fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur bæði sem sakborningur og vitni. Hann er ákærður fyrir að hafa útbúið kreditreikning upp á 62 milljónir íslenskra króna og hann bar vitni í ákærulið sem varðar rekstur bátsins Thee Viking. Jón Gerald lýsti aðdragandanum að útgáfu reikningsins svo að hann hefði verið á fundi í Bandaríkjunum 30. ágúst 2001 þegar Tryggvi, þáver- andi aðstoðarforstjóri Baugs, hringdi í hann og bað hann um að gera sér greiða með því að útbúa kreditreikn- ing upp á fyrrnefnda fjárhæð. Jón Gerald kvaðst síðan hafa útbúið reikninginn án þess að hugsa meira út í það. Reikninginn hefði hann gert í tölvukerfi Nordica sem væri þeirrar gerðar að það byggi sjálfkrafa til númer og dagsetningu á reikninginn. Hann hefði síðan prentað reikninginn út, án þess að vista hann í tölvukerf- inu, sent hann með faxi og síðan talið sig hafa eytt honum. Þetta gæti verið skýringin á því hvers vegna til er ann- ar reikningur frá Nordica með sama númeri og umræddur reikningur. Frumrit fannst um síðir Jón Gerald tók skýrt fram að alls engin viðskipti hefðu legið að baki þessum reikningi, hann hefði aldrei komið til tals milli hans og Jóns Ás- geirs og Baugsmenn hefðu aldrei minnst á hann aftur fyrr en eftir að Jón Gerald greindi frá honum hjá rík- islögreglustjóra í ágúst 2002. Þá fyrst, í janúar 2003, hefðu þeir gert tilraun til að innheimta reikninginn með því að gefa út stefnu í Bandaríkj- unum en henni, líkt og öllu sem þeir hefðu borið til Bandaríkjanna, hefði verið mokað út aftur. Í yfirheyrslum hjá lögreglu í ágúst 2002 sagði Jón Gerald að hann ætti ekki frumrit kreditreikningsins en í september sama ár fundu lögreglu- menn frá ríkislögreglustjóra reikn- inginn í skjalabunka á skrifstofu Nor- dica í Flórída. Jón Gerald gaf þá skýringu í gær að hann hefði talið sig hafa hent honum en líklega hefði hann lagt reikninginn með öðrum skjölum á borð og síðan hefði hann endað neðst inni í skáp. Jón Ásgeir hefur gefið þá skýringu á reikningnum að hann hefði verið vegna „vandræðalagers“ Nordica. Jón Gerald sagði að þetta væri galin og alröng skýring og benti á að það hefði verið í höndum starfsmanna Baugs að panta vörurnar sem hann sendi þeim. Stærstu vöruliðirnir hefðu verið auðseljanleg niðursuðu- vara s.s. frá Green Giant og Del Monte. Ávallt hefði verið talið út úr gámunum þegar þeir komu til Íslands og hefði pakkningar vantað eða eitt- hvað verið skemmt hefði það þegar í stað verið leiðrétt. Upphæðirnar hefðu verið lágar, frá 20–30 dölum upp í nokkuð hundruð. Í miklum kröggum Garðar Valdimarsson meðdómari spurði Jón Gerald hvort hann hefði ekki hugsað sig tvisvar um áður en hann útbjó kreditreikning en með því væri hann að viðurkenna að Baugur ætti kröfu á Nordica fyrir 62 millj- ónir. Jón Gerald svaraði því til að á þessum tímapunkti hefði hann verið í miklum fjárhagskröggum vegna van- efnda Baugsmanna. Tryggvi hefði heitið því að aðstoða hann, og því hefði hann ekki talið sér stætt á öðru en að gera honum þennan greiða. Hann neitaði algjörlega spurningu saksóknara um hvort hann hefði hugsanlega lagt fram kæruna til að komast hjá því að greiða reikninginn. Í gær, líkt og margoft áður, kom fram að á sínum tíma ríkti afar mikið traust í samskiptum Jóns Geralds við Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson og voru samningar, jafnvel um milljóna viðskipti, gerðir munnlega. Jón Gerald sagði í gær að haustið 2001 hefði traustið verulega tekið að bresta. Ástæðan hefði verið sú að Jón Ásgeir hefði ekki staðið við munnleg- an samning sem þeir hefðu gert árið 1999 um að tryggja að viðskipti Baugs við Nordica næmu í minnsta lagi tveimur milljónum Bandaríkja- dala á ári eða greiða ella það sem upp á vantaði. Þessi samningur hefði verið algjör forsenda þess að hann réðst í að leigja vöruhús o.fl. til að merkja bandarískar vörur fyrir Baug. Jón Ásgeir hefði aldrei staðið við þetta samkomulag með þeim afleiðingum að haustið 2001 hafði safnast upp verulegt tap hjá Nordica. Afar erfitt hefði reynst að ná í Jón Ásgeir til að ræða þessi mál. Loks hefði Jón Ás- geir boðað komu sína, Tryggva og fleiri til Flórída í febrúar 2002. Þar hefði Tryggvi tilkynnt honum að þeir myndu borga honum það sem þeir skulduðu, um eina milljón Banda- ríkjadala. Jón Gerald kvaðst hafa verið sáttur við þessi málalok og því hefði það komið verulega illa við sig þegar Tryggvi hringdi örstuttu síðar, á meðan Jón Gerald var í bílnum á heimleið af fundinum, og sagði að hann hefði gleymt að taka fram að hann vildi að Jón Gerald kæmi á fund með lögmanni sem þegar hefði verið pantaður. Á fundinum hefði verið far- ið fram á að hann færði eignarhaldið á Thee Viking yfir á eignarhaldsfélagið Miramar á Bahamas en því hefði hann harðneitað, enda ábyrgur fyrir öllum lánum sem hvíldu á bátnum. Hann hefði þess í stað krafist að fyrst myndu Baugsmenn gera upp sína skuld við Nordica. Í kjölfarið hefðu tölvupóstsendingar um málið gengið manna á milli og Jón Ásgeir m.a. sagt að engar greiðslur myndu berast til Nordica fyrr en Jón Gerald hefði gengið frá bátamálunum við Tryggva. Að lokum hefðu þeir verið komnir að því að ná samkomulagi um að Jón Gerald myndi fá 350.000 dali fyrir sinn hlut í bátnum. Síðan hefði ekkert heyrst meira frá þessum mönnum. Gríðarlegt trúnaðarbrot Það næsta sem gerðist í málinu, að sögn Jóns Geralds, var að þegar hann var að rökræða þessi mál við eigin- konu sína hefði dottið upp úr henni, í hita samræðnanna, að hann gæti ekki treyst Jóni Ásgeiri þar sem hann hefði farið á fjörurnar við hana. Þetta hefði gerst í samkvæmi í ágúst 2000, eftir því sem hann minnti. Jón Ásgeir hefði boðið eiginkonu hans og nokkr- um vinkonum hennar í samkvæmi heima hjá honum. Þar hefði Jón Ás- geir hvíslað í eyra eiginkonu hans hvort hún vildi ekki senda vinkonur sínar heim því hann hefði skynjað strauma á milli þeirra og hefði hún við það þegar í stað yfirgefið húsið. „Þetta var gríðarlegt trúnaðarbrot,“ sagði Jón Gerald. Í kjölfarið hefði hann orðið fokillur og „misst sig“ við Tryggva og lesið Jóhannesi Jónssyni pistilinn. Jón Gerald sagði að eftir þetta hefði hann farið að leita að lögmanni á Íslandi. Þar sem hann vissi að Baugs- menn væru valdamiklir, m.a. hefði hægri hönd Jóns Ásgeirs, Hreinn Loftsson, verið aðstoðarmaður Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra. „Þannig að ég hafði miklar áhyggjur af því hvort ég gæti treyst nokkrum manni,“ sagði hann. Eftir að hafa fengið þau svör frá nokkrum, m.a. Jónínu Benediktsdóttur, að Jóni Steinari Gunnlaugssyni væri treyst- andi hefði hann farið á hans fund, lagt gögnin á borðið og jafnframt tjáð Jóni Steinari að hann óskaði eftir því að yf- irvöld væru látin vita af því sem væri að gerast í höfuðstöðvum Baugs. Jón Gerald var spurður að því hvort Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, eða Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, hefðu blandast í mál- ið en því neitaði Jón Gerald alfarið. Bátaeign mátti ekki fréttast Jón Gerald var ítarlega spurður út í eignarhald og rekstur Thee Viking og tveggja forvera hans, Víkings 1 og 2. Kom m.a. fram hjá honum að Jón Ás- geir hefði lagt ríka áherslu á að það myndi ekki fréttast að hann ætti dýr- an bát á Flórída þar sem það kæmi illa út fyrir hann sem eiganda lág- vöruverðsverslunar og m.a. hefði ver- ið bannað að taka myndir um borð. Reikninga vegna bátsins hefði hann m.a. sent á Baug og Gaum. Skýrslu- taka yfir Jóni Gerald heldur áfram í dag. Segir skýr- ingar Baugs- manna galnar Morgunblaðið/G.Rúnar Vörn Jón Gerald Sullenberger fer yfir gögn ásamt verjanda sínum, Brynj- ari Níelssyni hrl. Jón Gerald var yfirheyrður sem sakborningur og vitni. Í HNOTSKURN Dagur 9 » Jón Gerald Sullenbergervar í gær yfirheyrður sem ákærður maður og sem vitni. » Jón Gerald er ákærður, ílið 15, fyrir að hafa útbúið tilhæfulausan kreditreikning sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sak- aðir um að hafa notað til að fegra bókhald Baugs. » Jón Gerald sagði alls eng-in viðskipti hafa legið að baki reikningnum, hann hefði einvörðungu verið að gera Tryggva greiða með útgáfu hans. » Fram kom að vinátttaJóns Geralds og Jóns Ás- geirs hafði verulega súrnað haustið 2001 og upp úr sauð þegar kona Jóns Geralds tjáði honum að Jón Ásgeir hefði farið á fjörurnar við sig. Þessu hefur Jón Ásgeir neitað. » Jón Gerald bar einnigvitni vegna ákæruliðar 18 en sá liður varðar rekstur á skemmtibátnum Thee Viking. Jón Ásgeir og Tryggvi eru sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið almenningshluta- félagið Baug greiða kostnað við bátinn. » Jón Gerald sagði m.a. aðBaugur hefði greitt reikn- inga vegna bátsins og að ekki hefði mátt fréttast að Jón Ás- geir ætti hlut í honum. Leitaði eftir lögmanni á Íslandi eftir trúnaðarbrot gagnvart eiginkonu JÓN Ásgeir Jóhannesson kom á ný fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær eftir að yfirheyrsla Sigurðar Tóm- asar Magnússonar saksóknara yfir honum var stöðvuð á fimmtudag í liðinni viku. Var lokið við að yf- irheyra hann vegna reksturs Thee Viking en hann mun síðar koma fyrir dóminn sem vitni vegna ákæruliðar 19. Sem fyrr hafnaði Jón Ásgeir því algjörlega að Baugur hefði verið látinn greiða fyrir rekstur bátsins eða lán af honum. Jón Ásgeir sagði „líkindareikninga“ saksóknarans um að um áramótin 1999 og 2000 hefði Baugur tekið við að greiða reikninga vegna bátsins, enda stemmdu upphæðir við reikninga sem áður voru greiddir af Gaumi, ekki standast og væru til marks um þráhyggju saksóknarans. Spurningar saksóknara tóku um klukkustund og síðan spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, hann í um hálftíma. Spurður um áhrif málsins á rekstur Baugs sagði Jón Ásgeir að Baugur væri „tólf síl- indra tryllitæki“ en vegna málsins hefði það þurft að keyra í fyrsta og öðrum gír og hefði sannanlega misst af mörgum tækifærum. Þá hefðu ítrekaðar ábendingar hans til ríkislögreglustjóra, um að rann- saka það sem gæti styrkt málstað hans, verið hunsaðar. Jón Ásgeir sagði einnig að Baugsmálið ætti sér pólitískar ræt- ur og hefði byrjað eftir frægan fund Davíðs Oddssonar og Hreins Loftssonar í byrjun ársins 2002 en á fundinum hefði Davíð hótað Hreini að fyrirtækið yrði fyrir barðinu á lögreglunni, skattinum og sam- keppnisyfirvöldum. Á þessum fundi hefði nafn Jóns Geralds Sullen- berger borið á góma. Jóni Gerald hefði verið att út í að kæra. Þetta hefði m.a. komið í ljós í tölvu- póstum Jónínu Benediktsdóttur til Styrmis Gunnarssonar og þessi mynd styrktist enn þegar horft væri til vals á lögmanni fyrir Jón Gerald. „Tengslin eru alveg aug- ljós,“ sagði hann. Aðspurður hvers vegna Baugur hefði verið tekinn af markaði sagði Jón Ásgeir að eftir innrás lögreglu hefði verið óhugsandi að hafa fé- lagið skráð á hlutabréfamarkað þar sem félagið hefði þurft að skýra op- inberlega frá því í hvert skipti sem gögn væru afhent lögreglu. Slíkt myndi hafa mikil áhrif á gengi fyr- irtækisins og hefði valdið hlut- höfum stórtjóni. Uppphaf Baugsmálsins pólitískt Morgunblaðið/Ásdís Aftur Jón Ásgeir Jóhannesson kom aftur fyrir dóm í gær. Jón Gerald Sullenberger var yf- irheyrður í gær. www.mbl.is/mm/ frettir/frett.html?nid=1255001 VEFVARP VEGNA orða Arnars Jenssonar, fyrrum yfirmanns í efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra, í Frétta- blaðinu í gær, óskaði Tryggvi Jónsson eftir því að árétta að lög- reglumenn hefðu sagt hann vera „aukaleikara“ í málinu og að hann hefði fengið óformlegt tilboð um að ef hann segði „satt og rétt frá“ myndi staða hans breytast. „Ég fékk ekki skriflegt tilboð en mér var sagt að mín staða myndi breytast ef ég segði það sem þeir kalla satt og rétt, eins og ég hefði ekki gert það þá þegar. Þetta finnst mér sýna hvaða hugarfar starfsmenn ríkislögreglustjóra höfðu alla tíð til málsins,“ sagði Tryggvi. Árétting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.