Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 52
|föstudagur|23. 2. 2007| mbl.is
staðurstund
Íslandsvinurinn Jude Law leik-
ur aðalhlutverkið í kvikmynd-
inni Breaking and Entering sem
frumsýnd er í dag. » 56
kvikmyndir
Sigmar Guðmundsson er að-
sópsmikill á mörgum sviðum og
er m.a. spyrill í Gettu betur.
Hann segir allt stórfínt. » 53
íslenskur aðall
Leikhópurinn Skámáni setur
upp Killer Joe í samstarfi við
Borgarleikhúsið. Leikritið er
stranglega bannað börnum. » 61
leikhús
Dauðinn ríður eða Ghost Rider
sló ekki í gegn hjá gagnrýnanda
sem gefur kvikmyndinni tvær
stjörnur af fimm. » 55
bíódómur
Tónlistarmaðurinn Ben Frost
kemur fram á tónleikum út-
varpsþáttarins Hlaupanót-
unnar í kvöld. » 55
tónlist
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Ólafur Arnalds er réttskriðinn yfir tvítugt, enhefur engu að síðurverið afar virkur í tón-listinni undanfarin ár,
einkanlega í rokksenunni sem kennd
hefur verið við harðkjarna. Hann
hefur þannig trommað með sveitum
á borð við Mannamúl, Fighting Shit
og I Adapt og þá einnig með félaga
sínum Þóri í verkefni þess síð-
arnefnda, My Summer As A Salva-
tion Soldier. Angurværð þeirrar tón-
listar er það eina sem mögulega er
hægt að tengja inn á sólótónlist
Ólafs, þar sem hún á lítt skylt við það
bylmingsrokk sem hinar hljómsveit-
irnar spila. Plata Ólafs, Eulogy For
Evolution, inniheldur fallega, miní-
malíska tónlist, sem er borin uppi af
strengjum og píanóleik og minnir
sumpart á það sem Jóhann Jóhanns-
son hefur verið að gera.
Tónlistarfjölskylda
„Gaurinn sem rekur Progress(ion)
Records (útgáfufyrirtæki Ólafs) er
gítarleikari í Heaven Shall Burn,“
segir Ólafur en Heaven Shall Burn er
allsvakalegt harðkjarnaband frá
Þýskalandi sem hefur sótt landann
heim tvisvar. Ólafur talar frá Lond-
on, þar sem hann er á leið í inntöku-
próf fyrir tónlistarháskóla.
„Á einum tónleikunum lét ég hann
hafa disk með svipaðri tónlist og er á
plötunni. Hann bað mig í kjölfarið um
að búa til inngangs- og útgangsstef
fyrir plötu Heaven Shall Burn, Anti-
gone (2004). Þessi verk mín vöktu
víst talsverða athygli og nú er ég
fyrsti listamaðurinn sem hann gerir
samning við og platan er fyrsta út-
gáfa merkisins.“
Ólafur hefur mest verið á bak við
trommusettið í áðurnefndum hljóm-
sveitum en leikur á flest hljóðfæri
önnur líka.
„Ég hef spilað á píanó og gítar síð-
an ég var pínulítill en einhvern veg-
inn þróaðist það þannig að ég endaði
alltaf á trommunum hjá þessum
hljómsveitum. Það vantar alltaf
trommara virðist vera. Ég hef þó
vanalega séð um að semja lögin, t.d.
samdi ég allt fyrir Fighting Shit und-
ir það síðasta. Ég hef alltaf verið að
semja, en fyrir um fjórum árum fór
ég að semja svona rólega tónlist á pí-
anóið.“
Ólafur er voða lítið lærður að eigin
sögn en er þó með 6. stig á trommur
úr F.Í.H.
„Ég hef verið að taka klassíska
hljómfræði til hliðar við það,“ segir
hann. „En ég fikraði mig áfram með
allt hitt sjálfur. Mér finnst betra að
finna bara út úr þessu sjálfur, frekar
en að vera að lesa mikið í bók.“
Ólafur kemur úr mikilli tónlistar-
fjölskyldu segir hann, allir eru eitt-
hvað að fikta við tónlist og má nefna
kunna ættingja eins og Eyþór Arn-
alds, Ólöfu Arnalds og Matthías Arn-
alds (úr BOB).
Ólafur fór með efnið af Eulogy For
Evolution á stuttan túr um Þýska-
land í desember. Hann lék á píanó en
með honum var strengjakvartett.
„Okkur brá vægast sagt, því að
tónlistin mín er orðin furðu útbreidd
þarna. Á suma tónleika komu nokkur
hundruð manns. Fólk þekkti þessi
lög sem ég gerði fyrir Heaven Shall
Burn og þekkti nafnið mitt þaðan en
hljómsveitin er risastór innan þýsku
harðkjarnasenunnar.“
Eftir túrinn rigndi tilboðunum yfir
Ólaf um frekari tónleika. Aðili sem
sér um að bóka Jose Gonzales, Peter
Björn and John og fleiri, kom honum
í tónleikaferð með bandarísku ný-
rokksveitinni Cursive sem farin verð-
ur í mars. Þá er og mögulegt að Ólaf-
ur fari til Japan í sumar.
Sumir eiga e.t.v. erfitt með að
skilja hvernig Ólafur fer að því að
sveifla sér fram og til baka úr brjál-
uðum hávaða yfir í lágstemmdar
kyrrðarstemmur. Ólafur hlær við
þegar þetta er borið undir hann.
„Þetta er bara mismunandi vett-
vangur fyrir mismunandi tjáningu.
Ólíkar tilfinningar þurfa ólík tjáning-
arform ef svo mætti segja. Ef ég væri
bara í þessum harðkjarnaböndum
fengi ég ekki nægilega útrás fyrir
tjáningarþörfina. Aðalmálið er þó að
báðir hlutir eru skemmtilegir, það er
nú það sem skiptir mestu á end-
anum.“
Úr Fighting Shit í fágaða fegurð
Ljósmyndir: Stuart Bailes
Tónskáldið Ólafur fetar ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun sinni og lætur hluti eins og stefnur og reglur ekki flækja
fyrir sér. Hann var á leið í inntökupróf í tónlistarskóla í London þegar Morgunblaðið náði tali af honum.
Fyrsta plata trommarans Ólafs
Arnalds vekur athygli víða
Ljósmyndir: Stuart Bailes
Frændgarður Ólafur deilir tónlist-
argenum sínum með fólki eins og
Eyþóri og Ólöfu Arnalds.
myspace.com/olafurarnalds
Á FJÖLBREYTTRI dagskrá
Vetrarhátíðar í ár má finna ýmsar
uppákomur í gömlu kartöflu-
geymslunum í Ártúnsbrekkunni.
Í dag verða þar til dæmis opn-
aðar tvær þó heldur ólíkar sýn-
ingar. Önnur ber yfirskriftina
Ólátagarður en um er að ræða
samsýningu 11 listamanna sem
sýna verk sem öll eru innblásin af
graffítí-menningu. Í samtali við
Morgunblaðið sagði Ómar Ómar,
einn umsjónarmanna Ólátagarðs,
að þótt ekki væri um eiginleg
graffítíverk að ræða sæktu þau öll
innblástur til þeirrar umdeildu
listgreinar. Ómar sagði einnig að
ekki væri fráleitt að halda því
fram að sýningin miðaði meðal
annars að því að sýna jákvæðar
hliðar graffítílistar.
„Yfirvöld í Reyjavíkurborg neita
enn að viðurkenna þetta listform á
meðan til dæmis í Hafnarfirði fá
graffarar sérstök yfirráðasvæði til
að graffa,“ segir Ómar.
Hin sýningin, sem einnig verður
opnuð klukkan 17 í dag, ber yf-
irskriftina Dýrið í mér. Þar sýna
sex listamenn frá Héraði verk sem
hvert og eitt vísar til heitis sýn-
ingarinnar. Sýningarnar verða
einnig opnar mili klukkan 14 og 21
á laugardag.
Dagská laugardagsins í kart-
öflugeymslunni hefst á sýningu
kvikmyndarinnar Reykjavík 1944
eftir Loft Guðmundsson.
Dansleikhús með ekka stígur á
pall klukkan 20 á laugardags-
kvöldið en flokkurinn fagnar 10
ára afmæli sínu um þessar mund-
ir. Kvöldinu lýkur svo með tón-
leikum tríósins Flís og Stein-
tryggs.
Kartöflugeymslurnar í Ártúni
öðlast nýtt líf um helgina
Morgunblaðið/ÞÖK
Færir Flís kemur fram ásamt Steintryggi í Kartöflugeymslunni.
Fjölbreytt dagskrá á Vetrarhátíð 2007