Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigrún Gunn-arsdóttir fædd-
ist á Borgarfirði
eystra 21. júlí 1917.
Hún lést á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð hinn 15.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ragn-
heiður Stefánsdóttir
frá Teigarseli á Jök-
uldal og Gunnar
Jónsson frá Háreks-
stöðum í Jökuldals-
heiði, oftast kennd-
ur við Fossvelli á Jökuldal. Sigrún
var þrettánda í röðinni af fjórtán
systkinum, en þrettán þeirra kom-
ust til fullorðinsára. Nokkur systk-
inanna kenndu sig við Fossvelli á
Jökuldal. Af systkinunum er að-
eins eitt á lífi, Bergþóra, f. 1912.
Áður eru látin: Guðrún Jónína, f.
1899, d. 1988, Stefán Björgvin, f.
þeirra eru: 1) Sigríður, f. 19. júní
1948, d. 26. október 2003, áður gift
Sveinmari Gunnþórssyni. Börn
þeirra eru Jón Kristinn, Hólm-
fríður, Sigurður Rúnar, Fjóla og
Sóley. 2) Kristinn, f. 22. mars
1950, kvæntur Jakobínu Reyn-
isdóttur. Dætur þeirra eru Berg-
lind og Dagbjört. 3) Hermann
Ragnar, f. 8. júní 1952, kvæntur
Sigurlaugu Guðmundsdóttir. Börn
þeirra eru Aron Freyr, Rakel,
Guðmundur Ólafur, Gunnar Máni
og Ragnheiður. 4) Guðný Jóhanna,
f. 22. ágúst 1956, gift Óskari Sig-
urpálssyni. Guðný Jóhanna var áð-
ur gift Steinari Óla Gunnarssyni.
Börn þeirra eru Sigrún, Sævar og
Sonja. 5) Fjóla, f. 21. júlí 1959, d. 8.
september sama ár. 6) Gunnar, f.
14. júlí 1961, kvæntur Jóhönnu
Andrésdóttur. Börn þeirra eru
Andrés, Sigrún, Guðbjörg Sandra
og Hermann. Barnabörnin eru því
19 talsins og langömmubörnin eru
orðin 20.
Sigrún verður jarðsungin frá
Glerárkirkju á Akureyri í dag og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
1901, d. 1999, Ragn-
ar, f. 1902, d. 1967,
Þórdís, f. 1903, d.
1995, Guðný, f. 1905,
d. 1984, Helgi, f.
1906, d. 1988, Þor-
valdína, f. 1907, d.
sama ár, Einar Að-
alsteinn, f. 1909, d.
1988, Þorvaldína, f.
1910, d. 1998, Karl, f.
1914, d. 1988, Bald-
ur, f. 1915, d. 1998 og
Jóhann Hermann, f.
1920, d. 1951.
Hinn 13. sept-
ember 1947 giftist Sigrún Jóni
Kristni Sigtryggssyni verkamanni
og vörubifreiðarstjóra frá Hall-
dórsstöðum í Eyjafirði, f. 11. des-
ember 1916, d. 23. mars 1965. For-
eldrar hans voru hjónin Sigríður
Jónsdóttir og Sigtryggur Guð-
laugsson. Sigrún og Jón Kristinn
bjuggu alla tíð á Akureyri. Börn
Elskuleg móðir mín Sigrún Gunn-
arsdóttir var fædd á Borgarfirði
eystra 21. júlí 1917. Foreldrar hennar
voru hjónin Gunnar Jónsson og Ragn-
heiður Stefánsdóttir, þau eignuðust
fjórtán börn en þrettán þeirra komust
til fullorðinsára. Gunnar og Ragnheið-
ur bjuggu á ýmsum stöðum á Austur-
landi. Árið 1918, þegar móðir mín var
ársgömul, flutti fjölskyldan í Fossvelli
og þar bjó fjölskyldan lengst af síðan.
Á Fossvöllum var póst- og símstöð og
gestagangur því mikill. Segja mátti að
Fossvallaheimilið lægi um þjóðbraut
þvera. Átti það vel við Gunnar því
hann var mannblendinn og gestrisni
og fyrirgreiðsla hvers konar honum í
blóð borin. Gunnar og Ragnheiður ólu
börn sín upp af mikilli alúð og um-
hyggju og höfðu heimiliskennara fyrir
barnahópinn, lögð var áhersla á að
afla þeim menntunar eftir föngum þó
ekki væri auður til skipta handa svo
stórum barnahópi. Móðir mín fór í
húsmæðraskóla á Hallormsstað og
átti hún mjög góðar minningar frá
þeim stað. Um tíma bjó hún í hjá elstu
systur sinni Guðrúnu Jónínu ljósmóð-
ur og fjölskyldu í Bakkagerði í Hró-
arstungu. Árið 1945 flutti hún norður í
land og gerist kaupakona á Krossum
á Árskógsströnd.
Á Akureyri kynntist hún eigin-
manni sínum og föður mínum Jóni
Kristni Sigtryggssyni verkamanni og
vörubifreiðarstjóra, f. 11. desember
1916. Þau giftust 13. september 1947
og hófu búskap í Norðurgötu 47. Þar
bjuggu þau til ársins 1960, þegar þau
fluttu í nýbyggt hús í Byggðavegi 140.
Mikið vinnuálag var á þeim báðum því
ekki mátti taka lán til húsbyggingar-
innar. Jón Kristinn var mjög góður
orgelleikari og man ég stundirnar við
orgelið þegar hann fékk okkur börnin
til að syngja með sér lög eins og „Nú
sefur jörðin sumargræn“ og „Þú vor-
gyðjan svífur úr suðrænum geim“.
Sigrún og Jón Kristinn eignuðust sex
börn, en fimm þeirra komust til full-
orðinsára. Jón Kristinn lést eftir
stutta sjúkdómslegu hinn 23. mars
1965, rétt 48 ára að aldri. Þegar hann
lést var húsið í Byggðaveginum ekki
fullbyggt, en Sigrún gafst ekki upp og
lauk verkinu með mikilli prýði. Í dag
veit ég að lífsbarátta hennar hefur
verið erfið, en hvað skynjar maður á
unglingsárum þegar allir hlutir eru
sjálfsagðir.
Mikil reisn var yfir öllu heimilis-
haldi og gestrisni henni í blóð borin.
Þrátt fyrir það að hún vann utan
heimilis fullan vinnudag, hélt hún öllu
heima, úti sem inni, í fyrirmyndar
ástandi. Hún var mikil félagsvera og
hafði gaman af að hafa fólk í kringum
sig. Hún var okkur góð fyrirmynd í líf-
inu og hún brýndi fyrir okkur trú-
mennsku og heiðarleika. Þegar elsta
dóttirin Sigríður stofnaði sína fjöl-
skyldu og bjó á neðri hæðinni, veit ég
að börn hennar áttu ætíð gott skjól
hjá ömmu, sem og önnur börn í fjöl-
skyldunni sem hún passaði. Fyrstu
árin vann Sigrún í Prentsmiðju POB
en seinni árin á Ullarverksmiðjunni
Gefjuni. Þegar hún varð áttatíu ára
fórum við með henni á æskuslóðirnar
á Austurlandi og var hún mjög ánægð
með þá ferð. Þegar stór hluti af lífi
manns hverfur skyndilega verður eft-
ir stórt skarð. Það fyllir enginn í
skarðið, þeir sem eldri eru og reynd-
ari vita að það tekst aldrei. Sigrar og
ósigrar móta okkur allt æviskeiðið á
enda. Þannig er það bara. Síðustu
þrjú árin voru erfið hjá Sigrúnu, þá
dvaldi hún þrotin að kröftum á dval-
ar- og hjúkrunarheimilum. Hún lést
hinn 15. febrúar síðastliðinn og vor-
um við öll börnin hennar hjá henni við
dánarbeðinn. Ég las bæn og svo fór-
um við í lokin með faðirvorið. Þegar
því var lokið hafði hún kvatt þessa
jarðvist. Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að halda í höndina
á henni og kveðja hana á réttan hátt,
það er mér mikils virði og ég veit að
hún vissi af okkur börnunum sínum
hjá sér.
Blessuð sé minning mömmu minn-
ar Sigrúnar Gunnarsdóttur.
Hermann Ragnar Jónsson.
Í dag kveð ég þig, elsku amma, en
þótt þú værir tengdamóðir mín, kall-
aði ég þig alltaf ömmu.
Kynni okkar hófust fyrir 35 árum
þegar ég og Hermann sonur þinn
rugluðum saman reytum okkar. Ég
man þig fyrst á þínu fallega heimili í
Byggðaveginum þar sem þú lagðir al-
úð í hvert unnið verk, bæði úti og inni.
Þú varst mikill fagurkeri og snyrti-
mennskan ávallt í fyrirrúmi. Fáir
unnu af eins miklum dugnaði og elju
og var ótrúlegt hvað þú komst miklu í
verk, alltaf sívinnandi, kvik og létt í
hreyfingum. Bjart var brosið að
loknu dagsverki og stolt sýndir þú
mér hvað þú hafðir verið að sýsla. Ég
man alltaf eftir hve þú varst ánægð
með fallega garðinn þinn enda voru
rósirnar og annar gróður ákaflega
fallegur í þínum grænu höndum. Þú
vannst fullan vinnudag á Gefjun í 40
ár og varst ekkja ung með fimm börn
svo ekki hefur nú alltaf verið úr miklu
að moða. Þrátt fyrir alla erfiðleikana
komst þú öllum börnum þínum vel til
manns og hafðir samt tíma fyrir svo
margt annað. Þú fórst líka að
blómstra þegar þú hættir að vinna
úti, þú lést þér nú ekki aldeilis leiðast,
tókst þátt í félagsstarfi aldraðra af
miklum krafti, fórst að mála postulín
og gerðir handavinnu þér til mikillar
ánægju. Auðvitað naut fjölskyldan
góðs af öllum þínum fallegu munum
sem þú náttúrlega gafst flesta því
mikil gjafmildi var einnig einn af þín-
um mörgu kostum. Alltaf naustu þín
best í hópi þinnar stóru fjölskyldu og
margir laugar- og sunnudagarnir
fóru í að baka vöfflur og pönnukökur
og snúast í kringum barnahópinn
þinn sem alltaf fjölmennti með maka
og börn í heimsókn um helgar. Þú
naust þess að ferðast og alltaf var nú
skemmtilegast að fara austur á Jök-
uldal á bernskuslóðirnar og þá sagðir
þú okkur frá fólkinu og stöðunum
sem voru þér svo kærir. Þú sagðir svo
skemmtilega frá að okkur fannst sem
við hefðum líka verið þarna með þér.
Nú hefur þú fengið langþráða hvíld
og ert komin í hóp ástvina þinna sem
kvöddu jarðlífið á undan þér. Ég
þakka þér af alhug samfylgdina,
elsku amma, og veit að þú hvílir sæl í
faðmi Guðs.
Sigurlaug Guðmundsdóttir.
Mér hlotnaðist sá heiður að bera
nafn ömmu minnar, Sigrún, og að fá
að alast upp að hluta til hjá henni í
Byggðaveginum á Akureyri. Það voru
alltaf sérstök bönd á milli mín og
ömmu sem ég á erfitt með að útskýra.
Þegar ég var 10 ára fluttist ég með
foreldrum mínum og bróður til Seyð-
isfjarðar en það kom ekki í veg fyrir
að þessi sterku tengsl væru til staðar,
það fann ég þegar ég flutti aftur til
Akureyrar 17 ára gömul. Ég var þá
nemi í Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri og fór ég í flestum hléum og í mat
á laugardögum í mjólkurgraut til
ömmu. Alltaf töfraði hún fram dýr-
indis mat og ekki þýddi neitt fyrir mig
að segja nei við því, hún hlustaði ekki
á það.
Margar áttum við stundirnar þegar
við sátum og spjölluðum saman. Ég
man að eitt sinn var ég að gera ritgerð
um gamla daga og fór þá til ömmu og
hlustaði á hana segja frá lífinu á Jök-
uldal, fermingunni og þegar hún var
send í burtu til að vinna mjög ung.
Það var yndislegt að fá að sitja hjá
henni og hlusta á hana segja frá. Þær
stundir eru mér ómetanlegar og mun
ég aldrei gleyma þeim.
Elsku amma, ég veit að þetta eru
fátækleg orð en ég á erfitt með að lýsa
því hversu sárt ég á eftir að sakna þín.
Ég elska þig amma mín.
Sigrún Steinarsdóttir.
Elsku amma verður jarðsungin í
dag, 23. febrúar, en hún lést 15. febr-
úar síðastliðinn. Eftir langa bið ertu
loksins komin til afa. Þín verður sárt
saknað en við vitum að þú kveður sátt.
Í okkar augum varst þú hetja, sterk,
ákveðin og fyrst og fremst frábær
persóna. Við eigum margar góðar
minningar um þig og munu þær ylja
okkur um ókomna tíð. Þú tókst ávallt
vel á móti okkur og voru alltaf kræs-
ingar á borðum. Það er okkur minn-
isstætt að alltaf þurftum við að klára
blessað kaffið og þótt við værum á sjö-
unda bolla þá sagðirðu: „Er þetta
svona vont kaffi hjá mér, þið drekkið
ekki neitt.“ Þetta lýsir þér einstaklega
vel. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
okkar og viljum við kveðja þig með
eftirfarandi orðum:
Þú ert laus frá lífsins þrautum
og liðin jarðarganga.
En áfram lifir á andans brautum
ævidaga langa.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
Aftur færðu aukinn þrótt
í eilífð ofar skýjum.
Þú alltaf verður einstök rós,
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran)
Takk fyrir allt, elsku amma. Hvíl í
friði.
Þín barnabörn,
Aron Freyr og Rakel.
Við kveðjum þig amma, með mikl-
um söknuði í hjarta.
Þegar við vorum yngri var alltaf
gaman að koma í heimsókn til þín og
fikta í öllu fína dótinu þínu sem ekki
mátti fikta í eins og „strálamoanum“
sem stóð í horninu á stofunni, krist-
alsskálinni og já eiginlega öllu dótinu
þínu sem þú varst búin að safna í
gegnum tíðina. En þú tókst því alltaf
með jafnaðargeði þótt litlir puttar
væru fiktandi í öllu og ekki munum
við eftir að hafa verið skömmuð, jafn-
vel þó sitt hvað hafi brotnað.
Það situr í minningu okkar lyktin
og bragðið af heimsins bestu vanillu-
hringjum sem þú bakaðir fyrir hver
jól. Eitt sinn komstu austur til okkar á
Seyðisfjörð þegar við bjuggum þar og
bakaðir vanilluhringi í nokkra dunka,
en þeir voru fljótir að tæmast, það tók
okkur ekki marga daga að gleypa þá í
okkur þó svo að þá ætti að geyma, en
þá bakaðir þú bara fleiri.
Elsku amma, nokkur orð fá ekki
lýst hversu mikið við eigum eftir að
sakna þín.
Sigrún, Sævar og Sonja
Steinarsbörn.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund. Ýmsar minningar og
góðar stundir rifjast upp í huga mér á
meðan ég skrifa þessi kveðjuorð til
þín. Mínar fyrstu minningar um þig
voru á Byggðarvegi þar sem ég ólst
upp. Ég var það lánsamur að þú bjóst
í sama húsi, það var því mjög oft sem
við systkinin hlupum upp til þín til
þess að hitta þig. Þegar ég var 9 ára
flutti fjölskyldan mín en tengslin milli
okkar voru mikil og ég var duglegur
að heimsækja þig. Eftir að ég eign-
aðist mína fjölskyldu varð það fastur
liður að kíkja til þín í Lindarsíðuna.
Ekki stóð á heimabökuðu kræsingun-
um sem þú töfraðir fram að þinni
snilld hvort sem það voru pönnukök-
ur, rjómatertur svo ekki sé minnst á
vanilluhringina þína, þeir bestu í
heimi, elsku amma. Kaffið, já kaffið,
það þurfti alltaf að klára. Gaman þótti
mér einnig að hlusta á frásagnir þínar
um bernskuárin þín.
Elsku amma, ég veit að síðustu árin
hafa verið þér erfið. Takk fyrir allt
sem þú gafst mér.
Kveðja
Jón Kristinn.
Elsku amma, þá er komið að því að
kveðja.
Núna ertu komin í góðar hendur,
þú og afi eruð saman á ný eins og þú
varst búin að þrá svo lengi.
Núna þegar þú ert farin þá förum
við að hugsa til baka um allar góðu
minningarnar sem við varðveitum um
þig.
Það var svo gott að koma inn í
hlýjuna til þín þegar það var kalt úti,
þú varst alltaf svo ánægð að sjá rjóðu
kinnarnar eftir útiveruna, þú tókst
alltaf svo vel á móti okkur með kaffi
og kökur á borði, við fundum að við
vorum alltaf velkomin til þín.
Það eru svo margar minningar sem
ekki komast niður á blað sem við
geymum í huga okkur og hjarta og
svo margt sem við höfum lært af þér,
margt sem á eftir að nýtast okkur alla
tíð.
Elsku amma, takk fyrir sam-
veruna.
Við lítum upp til þín alla tíð.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Sigrún Gunnarsdóttir, Guðbjörg
Sandra Gunnarsdóttir, Andrés
Gunnarsson og Sóley Sveinmars-
dóttir.
Amma hefur kvatt þennan heim á
nítugasta aldursári. Hún skipaði stór-
an sess í fjölskyldunni og var stór
hluti af okkar lífi.
Sem stelpa fór ég oft með mömmu
að sækja ömmu í vinnuna á Gefjun, þá
var spennandi að skoða allar vélarnar
og útskýrði amma hvernig þær virk-
uðu og fannst manni þetta óskaplega
merkilegt. Foreldrar mínir byrjuðu
búskap sinn á neðri hæðinni hjá
ömmu og nutum við systkinin um-
hyggju hennar, og ófáar voru máltíð-
irnar hjá ömmu og alltaf gott að geta
hlaupið upp til hennar.
Á jólunum var amma ætíð hjá okk-
ur á aðfangadagskvöld og var siður að
fara í kirkju. Hún fór þá ávallt í pels-
inn sinn og ég man hvað mér fannst
amma fín og svo strauk ég mjúka
pelsinn með aðdáun. Jólabaksturinn
var ákaflega merkileg stund og nán-
ast heilög því amma lagði mikla alúð í
baksturinn. Oft fékk ég að hjálpa
henni og man ég sérstaklega eftir
vanilluhringjunum því amma var
ákaflega ánægð með þá og hélt því
stöðugt fram að hún bakaði bestu
hringina. Þá var ég ansi stolt að hafa
tekið þátt í baka þessa „heimsfrægu“
vanilluhringi. Hún sendi mér vanillu-
hringi fyrir jólin til Bandaríkjanna
þegar ég var þar, svo ómissandi voru
þeir. Einnig fékk ég stundum að
hjálpa til við kleinugerð og var það
óskaplega gaman.
Amma lagði mikla áherslu á að
gera hlutina vel og snyrtilega, þegar
maður fékk hrós frá henni þá hafði
maður gert vel.
Sláturgerð var á hverju hausti og
var amma þar ómissandi enda á
heimavelli í þeim verkunum.
Það þótti ógurlega gaman að fá að
sofa hjá ömmu og mikið hlógum við
systkinin þegar hún sofnaði fyrir
framan sjónvarpið og hraut svona óg-
urlega. Einnig þegar hún tók út úr
sér tennurnar og gretti sig.
Nokkrar voru útilegurnar sem
amma fór með okkur barnabörnin
saman og var það afskaplega gaman.
Það þurfti auðvitað að keyra okkur og
sækja því ekki hafði amma bílpróf.
Amma gaf barnabörnunum úr í
fermingargjöf og mikið var ég spennt
þegar við amma fórum í bæinn og ég
valdi mér fallegasta úrið. Einnig man
ég hvað ég var glöð að fá sálmabók
fyrir ferminguna sem hún var búin að
láta skrautskrifa í smátexta frá sér.
Lífsstarf ömmu finnst mér hafa
verið virðingarvert því ung varð hún
ekkja með fimm börn. Auðvelt er að
ímynda sér að erfitt hafi verið að
halda heimili ein með börnin öll en
aldrei man ég eftir að amma hafi
minnst á það. En alltaf sá maður sorg
í augum þegar hún minntist afa heit-
ins.
Í Lindarsíðunni var oft margt um
manninn og aldrei fór maður þaðan
svangur. Það var fastur liður að fara í
heimsókn til hennar, spjalla um
heima og geima yfir kaffibolla og
kökusneið.
Það var reisn yfir ömmu alla tíð og
var hún ætíð vel til fara. Hún átti fal-
legt heimili og lagði mikla áherslu að
það væri hreint og fínt hjá sér.
Straujuðu viskustykkin, tuskurnar og
sængurfötin báru vitni um það.
Ég kveð nú elsku ömmu mína með
þakklæti og blessuð sé minning henn-
ar.
Fjóla Sveinmarsdóttir
Hjartahlýja og gestrisni eru orð
sem koma upp í hugann þegar ég
minnist föðursystur minnar Sigrúnar
Gunnarsdóttur, sem kvatt hefur
þennan heim nær 90 ára að aldri. Ég
minnist hennar ungur drengur aust-
ur í Jökulsárhlíð, góð og hjálpsöm við
lítinn frænda sinn, einnig vinátta
hennar og móður minnar sem hélst í
yfir 60 ár, og var þeim báðum mikils
virði. Það var eins þegar hún hafði
sest að á Akureyri: eignast góðan
mann og fimm börn, alltaf var hægt
að taka á móti, hvort heldur maður
var einn eða með konu og börn.
Allir dagar eiga kvöld
allar nætur daga
þannig verða árin öld
aldir mannkynssaga.
(Haraldur frá Kambi)
Blessuð sé minnig þín Silla frænka.
Við Sjöfn sendum börnum hennar og
fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur.
Hermann Ragnarsson.
Sigrún Gunnarsdóttir
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Hermann Gunnarsson.
HINSTA KVEÐJA