Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hlynur Heið-berg Konráðs- son fæddist í Reykjavík 5. mars 1973. Hann lést af slysförum 8. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Konráð Eggerts- son, f. 5. maí 1952, og Jakobína Guð- mundsdóttir, f. 14. apríl 1950. Systir Hlyns er Perla Lund Konráðs- dóttir, f. 28. apríl 1976, sambýlismaður Högni Hallgrímsson, f. 12. október 1973, börn þeirra eru Salka Heiður, f. 8. mars 2005, og Katla Móey, f. 9. janúar 2007. Sonur Hlyns og Sigríðar Önnu Ásgeirsdóttur, f. 8. apríl 1972, er Hugi Snær, f. 13. september 2000. Unnusta Hlyns er Rósa Hjörv- ar, f. 28. september 1980. Hlynur ólst upp fyrstu árin í Reykjavík en fluttist fjögurra ára gamall til Húsavíkur þar sem fjölskyldan bjó næstu átta árin. Þá fluttist fjölskyldan til Akureyrar og bjó þar í fimm ár. Lá þá leiðin aftur til Reykjavíkur. Hlyn- ur stundaði nám í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk námi af tölvubraut. Hann vann ýmis störf á sumrin og í námsleyfum, s.s. hjá Sanitas, DNG og Blikksmiðjunni Höfða. Að námi loknu starfaði Hlynur í upplýsingatæknigeiranum, með- al annars hjá Friðriki Skúlasyni, Netverki, Landsbankanum og Reykjavíkurborg. Nú síðast starfaði hann hjá Iceland Ex- press. Útför Hlyns verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Brósi. Ég get ekki skilið að þú sért farinn frá okkur. Ég get ekki skilið að ég fái aldrei að knúsa þig aftur, aldrei að labba niður Laugaveginn með þér aftur, aldrei að fara í hádegismat með þér aftur, aldrei að plana afmælis- og jólagjaf- ir með þér aftur, aldrei að syngja „Þrjú tonn af sandi“ með þér aftur, aldrei að djamma með þér aftur, aldrei að sjá þig knúsa sólargeisl- ann þinn hann Huga Snæ aftur, aldrei að brosa út að eyrum að uppátækjum Sölku Heiðar aftur. Ég get ekki skilið að Salka Heið- ur og Katla Móey fái ekki að kynn- ast þér, get ekki skilið að við verð- um ekki aftur samankomin öll fjölskyldan í Litlahjallanum í sunnudagssteik, get ekki skilið að við rífumst ekki aftur um besta bit- ann á lambalærinu, get ekki skilið að það verði ekki fleiri heimsóknir, ekki fleiri símtöl, ekki fleiri emailar, ekki fleiri msn-samtöl, ekki fleiri sms. Ekkert. Tilhugsunin er mér ofviða. Þú sem varst svo góður, alltaf svo góður við litlu systur, passaðir hana svo vel. Þú varst svo glaður þegar við Högni fórum að vera saman og þegar við stofnuðum fjölskyldu. Þú varst svo ánægður með litlu frænk- ur þínar. Þú varst svo skemmtilegur, fékkst fólk til að hlæja, með kenn- ingunum þínum, skilgreiningum og ótal sögum. Þér þótti gaman að segja sögur og varst góður í því, ég gat hlegið að sögunum þínum þótt ég hefði heyrt þær hundrað sinnum. Þú varst svo ótrúlega stoltur pabbi. Hugi Snær var svo sannar- lega stolt þitt og gleði. Þið voruð svo miklir félagar. Missir hans er svo ólýsanlega mikill. Ohh, elsku Hlynur, hvernig gat þetta gerst? Hvernig getur einhver hlotið svo grimmileg örlög ? Hvern- ig getur lífið verið svona óréttlátt? Þú sem ætlaðir að hætta að vinna um sextugt, flytja til Spánar og rækta þinn eigin vínvið, já, þá ætl- uðum við að kunna að segja meira á spænsku en bara „hestar borða ekki kjúklinga“. Við Högni söknum þín ótrúlega mikið, þú varst svo stór hluti af lífi okkar beggja. Það verður átak að halda lífinu áfram án þín, en við verðum. Við eigum ótal minningar um þig til að ylja okkur við og segja dætrum okkar frá. Ég elska þig. Þín systir, Perla Lund. Hörmulegt dauðsfall ungs manns veldur jafnan almennri hryggð í fá- mennu samfélagi, en næsta óvænt að okkur skyldi vera jafn brugðið sem raun varð á og gripin svo sár- um söknuði við andlátsfregn óskylds manns, sem við höfðum að- eins hitt einu sinni eða tvisvar í margmenni en þekktum einungis af umtali vina hans og kunningja, sem skilur eftir leifturmyndir af einstak- lega góðum og skemmtilegum fé- laga og vini, sem aldrei var til ama, en vakti glaðværð og skapaði hlýju hvar sem hann fór og raunar líka þar sem hann var væntanlegur; góðum syni og bróður og um- hyggjusömum föður. Og okkur fannst við ekki síst hafa kynnst hon- um í svip og orðum dóttur okkar, sem nýlega hafði bundist honum svo að ætla mátti að við fengjum að hafa meira af honum að segja í ná- inni framtíð. En það átti ekki að verða og veld- ur söknuði sem lengi mun vara. Sá söknuður veitir okkur ofurlitla inn- sýn í þá þungu sorg sem hans nán- ustu heima á Íslandi þurfa nú að líða. Þeim vottum við öllum innilega samúð. Helga og Úlfur Hjörvar, Kaupmannahöfn. Við heyrðum það á haustdögum á henni Rósu okkar að það sem Hlyni Konráðssyni fannst og sagði og gerði þótti henni merkilegra en annað. Skemmtilegt var að kynnast mannkostum hans í þeim vonglöðu frásögnum og seinna honum sjálf- um. Það er eins og verið hafi í gær að við fögnuðum öll saman áramót- unum hér á þakinu á Hólavallagöt- unni. Hvað nýja árið bar í skauti sér vissi þá enginn. Og varla að við vit- um það enn svo óskiljanleg sem ör- lög geta verið. Framtíðin björt er í einni svipan minning ein. Þeim sem mest hafa misst og ást- vinum hans öllum sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Helgi Hjörvar, Þórhildur Elín og dætur. Elsku Hlynur minn. Það er skrýt- ið að hugsa til þess að þú sért farinn og komir ekki aftur. Ég hafði ein- hvern veginn aldrei búist við því að þú færir úr minni tilveru jafnhratt og við kynntumst. Þegar við kynnt- umst fann ég strax ákveðnar taugar á milli okkar sem erfitt er að lýsa með orðum og sérstaklega á tíma sem þessum. Það var svo margt við þig sem gerði þig öðruvísi en okkur hin og þú varst á margan hátt mesti sérvitringur en um leið ótrúlega skilningsríkur og umburðarlyndur gagnvart öðru fólki og skoðunum þess. Aldrei fannst mér ég verða „fórnarlamb“ sérvisku þinnar og þótt við værum ólíkir á mjög mörg- um sviðum tókst okkur einhvern veginn alltaf að mætast einhvers staðar þar sem báðir voru sáttir. Þú kunnir að njóta lífsins og þá oftar en ekki þessara litlu hluta sem við hin látum oft fara fram hjá okkur án þess að hugsa. Til dæmis gastu búið til lúxusmáltíð úr pylsum og nostrað við að elda góðan mat á meðan ég sat nýskriðinn að heiman frá mömmu og kunni ekki að sjóða egg. Aldrei kom ég að tómum kofun- um hjá þér við að spjalla um heima og geima og komst að því með tím- anum að þú hafðir ótrúlega gaman af því að spá og spekúlera í ólíkleg- ustu hlutum og hafðir oftar en ekki auga fyrir hlutum sem ekki allir komu auga á og spáðu í. Það var svo gaman að fylgjast með því hvernig þú spáðir í fólk og varst í raun bú- inn að útspekúlera heilu hópana í mannlífsflórunni og hafðir lag á því að sjá fyrir hegðun og viðbrögð frá fólki við hinar ýmsu aðstæður. Þú varst kannski svolítill prófessor inni við beinið. Þú áttir alltaf auðvelt með að kynnast nýju fólki og eign- ast vini og þér hafði til dæmis tekist að verða vinur mömmu minnar, sem þótti ótrúlega vænt um þig, litla bróður míns og margra vina minna án þess að ég kæmi þar nærri eða væri viðstaddur. Þú áttir enga óvini en marga vini. Hlynur, það er ekki hægt að minnast þín án þess að hugsa til hlaupa-maníunnar sem greip okkur nánast frá fyrsta degi, fyrsta hlaup- ið okkar fram og til baka Nýlendu- götuna (alla 650 metrana) verður trúlega seint talið merkilegur ár- angur þar sem við vorum báðir úr- vinda eftir þetta. Hins vegar gerð- um við einhvern veginn þessi blessuðu hlaup, sem hófust sem grín, að einhverju sem við áttum saman og ég man hvað við vorum ánægðir með að stunda eitthvert smá heilbrigt líferni sem nokkurs konar mótvægisaðgerðir við aðra og síður heilbrigða hluti. Þú kallaðir þetta Debet-Kredit líf. Það er svo gaman að hafa hlaupið þessi hlaup með þér og farið öll þessi ár í Reykjavíkurmaraþonið og ekki síst þegar því fylgdu hrekkirnir gagn- vart Gústa vini okkar. Alltaf gátum við fundið okkur eitthvað að brosa og hlæja að og húmorinn þinn var hárbeittur og það var alltaf eitthvað skemmtilegt sem spannst úr vit- leysunni sem okkur datt í hug. Síð- ustu árin fannst mér vinskapurinn okkar breytast og ég skil það kannski fyrst núna að við vorum orðnir ótrúlega góðir vinir og sálu- félagar því það þurfti ekki endilega orðin til þess að við skildum hvor annan. Ég er svo glaður að við skyldum ná að hittast rétt áður en þú kvaddir og mér fannst þú vera svo sáttur við lífið og tilveruna og ég sá alveg þegar þú varst að glotta að því hvað ég var ótrúlega brösu- legur það kvöld og ég veit hvað þú hugsaðir. Ég var svo ánægður með hvað þú varst stoltur faðir og tókst hlutverk þitt gagnvart Huga alvar- lega, við vorum kannski bara byrj- aðir að þroskast aðeins. Ég finn til með þínum nánustu því missirinn er mikill. Konni, Bína, Perla, Högni og Rósa mín, ég vil að þið vitið að hug- ur minn er hjá ykkur. Hlynur minn, það er sárt að missa þig og ég veit að ég mun ekki hitta neinn í líkingu við þig aftur á lífsleiðinni en á sama hátt er svo auðvelt að minnast þín því stundirnar eru allar svo góðar. Ég er þakklátur og stoltur af að hafa fengið þessi ár með þér, elsku vinur. Það er bara einn Hlynur. Almar Örn Hilmarsson. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson.) Fallinn er í valinn Hlynur Heið- berg Konráðsson, Norðlendingur er átti sér ólgandi anda, blik í augum og bros sem bar í senn vott um glettni og góðan þokka. Vinahóp- urinn stendur hnípinn eftir á ögur- stundu og minnist glaðværra sam- funda sem nú eru taldir í kjölfar óskiljanlegs harmleiks á erlendri grundu. Í einu vetfangi er mannslíf horfið og spurningum, bornum fram af veikum mætti, ósvarað. Hver má þýða heilög ragna ráð? Æðruleysið er okkar eina haldreipi í bölsins brimi. Nú er ráð að líta fram á veg- inn en minnast jafnframt samskipta okkar við Hlyn þau ár sem þeirra naut við. Við vinirnir höfum um nokkurt skeið skipað hóp sem hitt- ist fjórum sinnum yfir árið og ræðir landsins gagn og nauðsynjar. Er þar „farið yfir stöðuna“ eins og við köllum það gjarnan. Þessum hópi tilheyrði Hlynur síðustu ár og var þar ávallt hrókur alls fagnaðar. Naut sín þar einkum fínstillt skop- skyn hans auk hins næma auga fyr- ir mannlífinu sem oftar en ekki horfði frá öðrum sjónarhóli en okk- ar hinna. Við þetta bættist sú náð- argáfa margra, er rekja kyn sitt norður um land, að Hlynur var býsna góður sögumaður og kunni þá list að glæða frásagnir sínar lif- andi sagnaanda sem hélt hlustend- um föngnum. Við félagarnir brugðum undir okkur betri fætinum í fyrravor og dvöldumst helgarlangt í Kaup- mannahöfn enda sumir okkar ýmist með annan eða báða fætur erlendis vegna atvinnu. Ekki lét Hlynur sig vanta í þá för enda hefði okkur þótt dauf vistin án hans. Áttum við þar geislandi samverustund sem okkur þótti mikils um vert enda ekki áhlaupaverk að finna eina helgi sem hentar öllum þegar barnauppeldi og sífellt umsvifameiri starfsskyldur knýja dyra með auknum þunga. Gott er nú að líta til þessarar farar þegar svo mikið og illt skarð er fyrir skildi sem raun ber vitni. Margt er auðvitað minnisstætt þaðan en strax kemur upp í hugann sú for- gangsstaða sem ungur sonur Hlyns skipaði í huga hans. Var honum mjög umhugað um að velja drengn- um gjöf til að færa honum við heim- komuna og var allur hópurinn tek- inn með í leiðangur um leikfangaverslanir borgarinnar sem við töldum okkur auðvitað bæði ljúft og skylt. Við færum Hlyni Konráðssyni okkar hinstu kveðju með virðingu og þökk fyrir þau góðu kynni sem seint líða okkur úr minni. Aðstand- endum hans biðjum við allrar bless- unar og vottum okkar dýpstu sam- úð á sorgarstundu. Atli Steinn, Birgir, Páll Egill og Regin Freyr. Í dag kveðjum við góðan vin, Hlyn Heiðberg Konráðsson. Leiðir okkar strákanna lágu fyrst saman þegar Hlynur flutti til Ak- ureyrar fyrir rúmum 20 árum. Á Akureyri eignaðist þú marga vini, meðal þeirra vorum við, og hefur vinskapurinn haldist alla tíð. Þó svo að við héldum allir okkar leið að loknu námi og dreifðumst um allt land hélt þessi vinahópur alltaf sam- bandi. Þú varst virkilega trúr og traust- ur þínum vinum og alltaf tilbúinn að gera eitthvað skemmtilegt með okk- ur. Við eigum margar góðar minn- ingar um þig sem við munum geyma með okkur um ókomna tíð. Það var okkur mikið áfall að frétta af fráfalli þínu og sorg okkar er mikil. En við gleðjumst yfir því að hafa kynnst þér og erum þakk- látir fyrir þær stundir sem við átt- um saman. Við vottum fjölskyldu Hlyns okk- ar dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Þínir vinir Gunnar Níels, Hilmar Þór, Ingi Þór, Þorvaldur Egilson og Vernharð. Elsku Hlynur minn, símtalið sem ég fékk frá Perlu, systur þinni, er í þoku, ég heyrði það sem hún sagði, en samt ekki. Þegar við byrjum saman 10. mars 1989 erum við ung og leikum okkur, með allt lífið fram- undan. Svo þegar foreldrar þínir ákváðu að flytja til Reykjavíkur skelltum við okkur í að taka bíl- prófið, þú hafðir nú ekki mikinn áhuga á því. En svo hættir þú líka að keyra! Það var svo ekki fyrr en 10 árum seinna að þú fórst að keyra til að geta verið meira með honum Huga Snæ, syni þínum, sem er þitt stolt og yndi. Það er svo margt sem mig langar til að rifja upp með þér Hlynur minn, en ég ætla bara að hlaupa yfir nokkur skemmtileg tímabil og atvik. Því við eigum svo margar góðar minningar saman. Við vorum mjög dugleg að flytja eftir að við komum til Reykjavíkur, en þó stendur upp úr hjá mér Laugavegurinn og Bollagatan. Það var yfirleitt alltaf einhver í heim- sókn eða einhver sem fékk að gista á sófanum eina nótt og jafnvel fleiri. Ég held að við höfum verið ein- staklega dugleg að ganga á þessum árum! Manstu þegar við fórum í sumarbústaðinn hjá mömmu minni og pabba, Sverrir fór úr axlarlið, sem var nú ekkert nýtt, og svip- urinn á pabba þegar hann kom dag- inn eftir og sá tvær veiðistangir á pallinum! Eða þegar við giftum okk- ur í göngugötunni á Akureyri í hópi fjölda fólks einhverja nóttina, og hringurinn var kókflipi. Svo þegar við fórum til Spánar og Portúgals, en ekki varst þú mikið fyrir sólina, Hlynur minn, þú varst alltaf mjög fljótur að finna þér skuggsælan stað. Eins og þegar þú og Sverrir voruð í sundlauginni og Sverrir gleymdi sér aðeins og var bara hálfur í skugganum. Rosalega hlógum við um kvöldið þegar eft- irköstin komu í ljós! Þegar okkar tæplega níu ára sambandi lauk gat ég samt alltaf talað við þig og leitað til þín með allt á milli himins og jarðar. Og þú sagðir, eins og for- eldrar þínir sögðu líka, að ég losnaði ekkert úr þessari fjölskyldu þó að við værum hætt saman. Enda var það ekki inni i myndinni og verður aldrei, þetta er mín fósturfjöl- skylda. Og þegar ég sagði foreldr- um þínum að ég væri ófrísk að eldri dóttur minni varð mamma þín svo glöð yfir því að vera að fá fyrsta „ömmubarnið“ og nokkrum heim- sóknum síðar sagðist hún vera að fá annað ömmubarn, Hlynur væri að verða pabbi líka, mánuði á eftir mér! Það var svolítið fyndið og við hlógum mikið að þessu. Þú tókst þér alltaf tíma til að koma og spjalla við mig. Við gátum talað saman um allt, okkur í den og okkur núna. Börnin okkar og hvað við værum ferlega montin af þeim, sem segir ansi mikið um hversu gott og ein- stakt samband við áttum. Ég get ekki vanist þeirri hugsun að þú munir ekki oftar hringja í mig eða senda mér sms. Ég veit að ég á ósjálfrátt eftir að skyggnast um eft- ir þér. Ég náði hvorki að kveðja þig né þakka þér fyrir öll árin okkar saman en ég vona að þessi orð nái til þín þrátt fyrir allt og ég mun ávallt hugsa til þín og sakna þín, þú munt alltaf eiga vissan stað í mínu hjarta. Elsku Bína, Konni, Perla og Hugi Snær. Hjarta mitt er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum og mun ávallt vera. Halldóra. Okkur langar til að minnast með nokkrum orðum bjarta og svipfal- lega unga mannsins sem kom inn í líf okkar árið 2001. Hann varð einn af fjölskyldunni í nokkur ár og sannur vinur allt til hinsta dags. Hlynur var á margan hátt óvenju- legur maður og þess vegna einstak- lega eftirminnilegur. Í honum sam- einaðist margt það besta sem eina manneskju má prýða. Þar má telja einstakar gáfur og fjölþætta hæfi- leika, frumlega hugsun og kjark til að takast á við ögrandi viðfangsefni. Hann var samhliða þessu mjög við- kvæmur og næmur, eiginlega feim- inn. Þannig að hann var að mörgu leyti maður mikilla andstæðna. Við töluðum stundum um það okkar í milli að Hlynur væri eins og persónugervingur fyrir kynslóð Hlynur Heiðberg Konráðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.