Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TVINNBÍLAR eru í miklu uppá- haldi hjá umhverfissinnum enda tald- ir raunhæf og hagkvæm leið til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda frá bílaumferðinni. Þeir fram- leiðendur sem hafa veðjað á smíði slíkra bifreiða hafa vart annað eft- irspurn og vestanhafs hafa kvik- myndastjörnur í Kaliforníuríki reynt að ganga á undan með góðu fordæmi með því kaupa tvinnbíla. Slíkir bílar hafa einnig verið til um- ræðu hér heima og fyrr í vikunni reiknaði Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, út fyrir Morgunblaðið hvernig hægt væri að draga úr losun slíkra loftteg- unda frá nýjum bílum um 35 prósent, að því gefnu að tvinnbílar væru þrír fjórðu innflutningsins árið 2012. Flest bendir hins vegar til að slíkt markmið sé torsótt og margar ástæð- ur fyrir því að þessi tískubylgja hefur haft afar takmörkuð áhrif á samsetn- ingu bílaflotans hér heima. Fyrir það fyrsta standa íslenskum neytendum aðeins þrír tvinnbílar til boða, þeim mun fara fjölgandi en á móti kemur að margir framleiðendur hafa meiri trú á bifreiðum knúnar efnarafölum. Fyrirhuguð reglugerð Evrópusam- bandsins, ESB, um strangari kröfur á hendur bílaframleiðendum um los- un gróðurhúsalofttegunda, kann að hraða þessari þróun. Það skal tekið fram strax í upphafi að hér er vísað til bifreiða sem ganga fyrir eldsneyti og rafmagni, þótt einn- ig sé vikið að annars konar tveggja orkugjafa útfærslum. Alls hafa selst 222 tvinnbílar á Ís- landi og eru þeir allir frá Toyota. Mest, eða 149, hefur selst af Toyota Prius-fólksbílnum. Sérstaka athygli vekur að af 114 Lexus-lúxusjeppum sem voru seldir hér á landi í fyrra voru 56 í tvinnbílaútfærslu og segir Haraldur Þór Stefánsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs hjá Toyota á Íslandi, að þeir séu kraftmeiri en bensínútgáfurnar. „Ég held að almenningur telji að umhverfisvænir bílar séu kraftlaus- ir,“ segir Haraldur. Lexus-tvinnjepp- inn er t.d. miklu kraftmeiri en bens- ínbíllinn. Fólk kann að halda að það þurfi að setja bílana í samband við rafmagn.“ Aðeins þrír á Evrópumarkaði Haraldur segir ekki fleiri Toyota- tvinnbíla komna á Evrópumarkað og að ekki sé hægt að frá samþykki framleiðandans til að flytja slíka bíla frá Bandaríkjunum hingað til lands. Þrettán slíkir jeppar til viðbótar seldust haustið 2005, auk fjögurra Lexus GS 450h-fólksbíla í fyrra. Sala tvinnbíla á Íslandi er þá upp talin. Haraldur segir ríkisstjórnina hafa tvöfaldað afslátt af vörugjöldum tvinnbíla úr 120.000 krónum í 240.000 krónur árið 2005. Hann telur hins vegar ekki nógu langt gengið, það sé „alveg klárt“ að ríkið þurfi að lækka vörugjöld af tvinnbílum. Hann er jafnframt þeirrar hyggju að „sala á tvinnbílum muni aukast gríðarlega á næstu árum“ meðal ann- ars út af mengunarreglum ESB og aukinni umhverfisvitund almennings. Því megi vænta fjölbreytilegra úrvals af tvinnbílum frá Toyota á næstunni. Benedikt Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Bílabúðar Benna, er hins vegar andvígur sérstökum vöru- gjöldum fyrir tvinnbíla, telur þau „gjörsamlega út í hött“. Hann segir ekki standa til að flytja inn slíka bíla en leggur áherslu á að smærri gerðir sem hann hafi til sölu mengi jafnvel minna sé miðað við akstur utanbæjar. Þá sé framleiðsla tvinnbíla mjög mengandi. Þúsund kílómetra á tankinum Tvinnbílar eru oft gagnrýndir fyrir að vera þyngri en aðrir bílar, einkum vegna rafgeymanna um borð. Stefán Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir hins vegar smíði slíkra geyma í stöðugri þróun. Hugmyndir um notk- un sambærilegra rafhlaðna og eru nú í farsímum og fartölvum kunni að verða að veruleika. Stefán bendir jafnframt á hug- myndabíl frá GM sem komist allt að 700 km á „einum vinnuhring“. Um sé að ræða rafmagnsbíl með ljósavél, sem grípi til lítillar bensínvélar þegar nauðsyn krefur. Helga Guðrún Jónasdóttir, kynn- ingarstjóri hjá B&L, segir ekki standa til að flytja inn tvinnbíla í nán- ustu framtíð, ef undan er skilinn Ren- ault Kangoo sem hafi verið seldur í metanútfærslu. Þessi mál séu þó allt- af í skoðun. Á móti komi að Hyundai og Renault vinni að þróun bifreiða knúnum efnarafölum, sem kunni að verða fáanlegar hér síðar. Hyundai miði að notkun vetnis sem orkugjafa en Renault að fjölnota efnarafölum, sem gangi m.a. fyrir vetni og etanóli. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssvið Bernhard efh., segir í undirbúningi að flytja inn tvinnbílaútfærslu af Honda Civic. Ekki sé í bígerð að flytja inn aðrar tegundir, Honda- verksmiðjurnar bjóði ekki upp á fleiri tvinnbíla í Evrópu. Gunnar er bjartsýnn á að Civic- bílarnir muni seljast vel, íslenskir neytendur muni „án efa“ taka þeim vel. Útblástur á koltvísýringi, CO2, sé 109 grömm á kílómetra og með- aleyðslan 4,6 lítrar á hverja hundrað km. Því sé hægt að aka hátt í 1.000 km á 50 lítra tanki. Peugeot-bílar, sem Bernhard flytur einnig inn, eru hins vegar ekki fáanlegir í tvinnbí- laútfærslum. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, segir fyrirtækið hafa flutt inn Volvo-tvinnbíl, sem hafi gengið fyrir hefðbundnu eldsneyti og metangasi, en aðeins selt eitt eintak til Sorpu. Þá hafi 25 samskonar Citr- oën Berlingo metan-tvinnbílar selst hér á landi. Egill segir Ford-verk- smiðjurnar, sem Brimborg hefur um- boð fyrir, ekki anna eftirspurn vest- anhafs á tvinnbílum sem gangi fyrir eldsneyti og rafmagni. Meðal þeirra sé Escape-jeppinn sem kom á Banda- ríkjamarkað 2002 og Brimborg hafi óskað eftir að fá að flytja hann inn til landsins. Hægt að fjölga tvinnbílum umtalsvert á næstu árum Mikið hefur verið rætt um hvernig megi draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda frá umferð- inni með fjölgun tvinn- bíla. Í HNOTSKURN »Tvinnbílar hagnýta heml-unarorku og þykja því mjög hentugir í innanbæj- arakstri. »Reiknað er með að þeirverði léttari eftir því sem rafhlöðurnar um borð verða fullkomnari. Morgunblaðið/ÞÖK Vinsæll Lexus RX 400h tvinnjeppinn seldist í nánast sama magni í fyrra hjá Toyota á Íslandi og mjög sambærileg bensínútgáfa af jeppanum. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Hlíf mælir með stækkun álversins í Straumsvík og skorar á Hafnfirðinga að greiða stækkun álversins í Straumsvík at- kvæði sitt í væntanlegri skoð- anakönnun og renna með því styrk- ari stoðum undir atvinnulífið í bænum. Á fundi sem haldinn var í Verkalýðsfélaginu Hlíf síðastliðinn miðvikudag var samþykkt ályktun um málið. Þar segir að Hlíf mæli „með fyrirhugaðri stækkun álvers- ins í Straumsvík í allt að 460.000 tonna framleiðslugetu á ári, enda verði þar settar upp bestu meng- unarvarnir sem völ er á hverju sinni“. Þrátt fyrir að álframleiðsla Alcan í Straumsvík meira en tvöfald- ist eftir stækkunina verða loftgæði, með tilliti til heilsu fólks og meng- unar gróðurs og jarðvegs, undir öll- um mörkum sem sett hafa verið inn- an sem utan lóðarmarka álversins. „Fundurinn skorar á Hafnfirðinga að greiða stækkuninni atkvæði sitt í væntanlegri skoðanakönnun og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum.“ Hlíf skorar á Hafnfirðinga SAMKVÆMT könnun sem Capa- cent Gallup gerði fyrir Náttúru- verndarsamtök Íslands vilja 72,8% aðspurðra að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22,6% telja að flokkarnir leggi hæfilega áherslu á þennan málaflokk og 4,6% svöruðu því til að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á málaflokkinn. Rúm 37,2% telja að leggja beri miklu meiri áherslu á umhverfis- vernd og 35,6% nokkru meiri. Að mati Náttúruverndarsamtak- anna er þessi niðurstaða áminning til ráðamanna um að stjórnmálaflokk- arnir geri skýra grein fyrir áformum sínum varðandi verndun náttúru landsins, virkjanir, uppbyggingu ál- vera, vegagerð á hálendinu, sam- drátt í útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda og fræðslu til almennings um umhverfismál, svo dæmi séu tekin. Fjöldi svarenda var 800 og af þeim tóku 742 eða 92,8% afstöðu. Könn- unin var gerð dagana 31. janúar til 12. febrúar. Vilja meiri áherslu á umhverfismál ♦♦♦ ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er ágætis veiði núna. Við erum langt komnir með að dæla úr ríflega 700 tonna kasti og vorum áður búnir að fá 400 tonn. Þetta er ágætis síli og nú erum við að fiska í hrognatöku,“ sagði Helgi Valdimarsson, skipstjóri á Sighvati Bjarna- syni VE. Hann var þá ásamt fleiri skipum að veiðum rétt við Stafnes. Loðnuaflinn á vertíðinni var í gær orðinn 130.000 tonn. Leyfilegur heildarafli er 300.000 tonn. Fyrsti túr í hrognatöku „Það er víða loðna hérna, ágætis útlit. Það er bara veður sem hefur verið að trufla okkur við veiðarnar. Þetta er fyrsti túr í hrognatöku svo núna getum við einfaldlega fyllt skipið. Við eigum í landi eitthvað ríflega 6.000 tonn og höfum að- allega verið í vinnsluskaki og búið að frysta um 1.800 tonn af okkur. Við tókum þá bara hæfilegan skammt fyrir vinnsluna, ekkert að fylla skipið, sem ber 1.500 tonn. Við eigum 8.000 tonna kvóta eftir og það kemur bara í ljós hvort hann næst. Það er oft sem loðnan er nokkuð fljót að leggjast á botninn. Annars eru hrognin ekkert orðin mjög laus í þessari loðnu sem við erum í núna. Hún á eftir töluvert í hrygningu. Það er loðna alveg austur undir Eyjar, en það er bara alltaf vitlaust veður þar og ekkert hægt að skoða þetta. Annars er þetta ósköp venjuleg loðnuvertíð og töluvert magn á ferðinni. Hún er að ganga til okkar á löngu belti, nánast með allri suðurströndinni. Það hefur bara verið erfitt að átta sig á því vegna veðurs. Það fór um daginn töluvert af loðnu utan við Eyjar, sem var ekki hægt að komast í vegna veðurs og hefur ekki verið hægt í heila viku,“ sagði Helgi Valdimars- son. Með 700 tonna kast á síðunni Morgunblaðið/Ómar Veiðar Sighvatur Bjarnason var út af Stafnesi í gær. Hann var að dæla um borð úr 700 tonna kasti. SJÓMENN við Nýja-Sjáland hafa veitt risavaxinn smokkfisk, sem tal- inn er vera sá stærsti sem nokkurn tímann hefur veiðzt. Hann veiddist á Suðurskautshafinu og tók það tvo klukkutíma að landa honum. Smokkurinn vó um 450 kíló og var um 10 metra langur. Þetta mun vera fyrsti fullorðni risasmokk- urinn sem tekizt hefur að landa óskemmdum. Risasmokkurinn finnst í Suðurskautshafinu. Teg- undin var fyrst greind árið 1925, en mjög fáir fiskar hafa fundizt. Fyrsti fiskurinn sem náðist óskemmdur var hrygna sem vó 150 kíló árið 2004. Það voru tannfiskveiðimenn sem náðu þessu risavaxna kyk- vendi, en það var að éta tannfisk, þegar það náðist. Risavaxinn smokkfiskur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.