Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 55 menning ÞEIR BLAZE-feðgar þeysa um Bandaríkin á vélhjólunum og sýna hrikaleg áhættuatriði. Þegar fað- irinn greinist með krabbamein gerir Johnny (Cage) sonur hans svohljóð- andi samning við djöfulinn (Fonda): „Ég undirritaður sel fjandanum sál mína ef hann pabbi minn verður heill heilsu.“ Gömul saga og ný, en því miður, hvorki sótt í Faust né þjóð- sögurnar af Sæmundi fróða, heldur teiknimyndasöguútgáfuna Marvel. Þar á bæ er Ghost Rider – Johnny Blazer með vinsælli hetjum og að- eins tímaspursmál hvenær kappinn birtist á hvíta tjaldinu líkt og Spider- Man, The Fantastic Four og Hulk, svo nokkrar af gersemum fyrirtæk- isins séu nefndar og hafa orðið met- sölumyndir. Því miður eru áhorfendur orðnir það sjóaðir í brellumyndaglápi að Ghost Rider kemur alltof sjaldan á óvart. Einu sinni eða tvisvar bregð- ur manni dálítið og brellurnar eru í sjálfu sér ágætlega unnar. Það sem á vantar er betri saga og betri leik- stjórn, hvortveggja er flatt og líf- laust í höndum Johnsons, sem á að baki Marvel-myndina Daredevil, sem var ögn skárri. Eftir því sem á líður gerast eld- tungurnar, brennisteinninn og log- andi hauskúpurnar æ leiðigjarnari og ástarsagan á milli Blaze og frétta- mannsins Roxanne (falleg en stein- runnin Mendes) er pínlegri en orð fá lýst: „Það er ljótt með hann Johnny minn,“ segir hún við vin hans og fé- laga, „Ég veit ekki hvort þú trúir mér, hann seldi sál sína djöflinum.“ Og annað eftir því. Einu mennirnir sem lífga upp á draugaganginn eru gömlu kemp- urnar Sam Elliott og Peter Fonda, en koma lítið við sögu. Sálin hans Jóns míns Draugareið Það sem á vantar í Ghost Rider er betri saga og betri leik- stjórn, að mati Sæbjörns Valdimarssonar gagnrýnanda. KVIKMYNDIR Sambíóin, Smárabíó, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Mark Steven Johnson. Aðal- leikendur: Nicolas Cage, Eva Mendes, Wes Bentley, Peter Fonda, Donal Logue, Sam Elliott. 114 mín. Bandaríkin 2007. Dauðinn ríður/ Ghost Rider  Sæbjörn Valdimarsson Upplyfting í skammdeginu! Opið hús og samfelld dagskrá frá kl. 13.30 til 17.30 Söngskólinn í Reykjavík ‰ 13.45 Rósa Jóhannesdóttir • Zigaunerlieder Johannes Brahms ‰ 14.30 Egill Árni Pálsson • Aríur og ljóðasöngvar ‰ 15.15 Unnur Sigmarsdóttir • Haugtussa Edvard Grieg ‰ 16.00 Magnús Guðmundsson • Norðurevrópskir ljóðasöngvar ‰ 16.45 Gréta Hergils • Aríur og þýskir ljóðasöngvar Einsöngstónleikar /Vikivakadansar / Fjöldasöngur /Veitingar Sýningin er opin virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 • www.gerduberg.is GERÐUBERG Viðburðir á Vetrarhátíð! Í dag 23. febrúar kl. 9:00-16:30 Menningardagar eldri borgara í Breiðholti Kynning á félagsstarfinu í Gerðubergi Í kvöld 23. febrúar er opið til kl. 24:00 Safnanótt „Fallin á tíma?“ Eggert Pálsson og Pétur Grétarsson flytja tónlistargjörning kl. 20:00 og 22:00 Í kvöld 23. febrúar kl. 21:00 verður Rúrí með leiðsögn um sýningu sína Tími - Afstæði - Gildi Sjónþing, ritþing og tónleikaskrár seld í kílóavís á Safnanótt! Laugardagur 24. feb kl. 13:00-18:00 Heimsdagur barna Listsmiðjur fyrir börn og unglinga frá öllum heimsins hornum! Digeridoo - Rapp & rímur - Bollywood - og margt fleira spennandi! Vissir þú... ...að í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og móttökur Sjá nánari upplýsingar og verðskrá á www.gerduberg.is Menningarmiðstöðin Gerðuberg • Gerðubergi 3 -5 • 111 Reykjavík sími 575 7700 • www.gerduberg.is GERÐUBERG Viðburður á Vetrarhátíð! Safnanótt „Fallin á tíma?“ Eggert Pálsson og Pétur Grétarsson, sem mynda slagverkstvíeykið BENDU, flytja tónlistargjörninginn Fallin á tíma? í kvöld kl. 20:00 og 22:00 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÚTVARPSÞÁTTURINN Hlaup- anótan á Rás 1 er á þeysispretti um þessar mundir ef svo mætti segja, dagskrárgerðin einkennist af mikl- um metnaði og framsýni og skemmst er að minnast þess að fyrir hans til- stilli flutti hljómsveitin múm nokkur lög í útvarpssal sem enn eru óútkom- in. Í takt við þetta stendur þátturinn fyrir tónleikum í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsi í kvöld. Tónleik- arnir eru liður í Vetrarhátíð Reykja- víkurborgar og fram koma Eiríkur Orri Ólafsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Lost in Hildurness (Hildur Ingveldardóttir Guðnadótt- ir), Ólöf Arnalds, Sigurður Hall- dórsson sem mun leika verk eftir Svein Lúðvík Björnsson og Ben Frost sem frumflytur nýtt verk og nýtur þar liðsinnis sjö gítarleikara. Býflugnabú Frost er Ástrali og hefur verið bú- settur hérlendis í tvö ár. Í fyrrahaust gaf hann út plötuna Theory of Mach- ines, undir merkjum Bedroom Community sem var stofnað af upp- tökustjóranum og tónlistarmann- inum Valgeiri Sigurðssyni ásamt fleirum. Platan kemur út á al- þjóðavettvangi 5. mars næstkom- andi. Tónlistin sem Frost flytur í kvöld er hins vegar spánný. Verkið er í þróun en á samt eins konar að- draganda í hljóðinnsetningu sem Frost setti upp í Madrid fyrir stuttu en þar leikur tónlist um sex bý- flugnabú. „Ég sé svona um að stýra gít- arleikurunum en gítarhljómunum verður staflað hverjum ofan á annan þannig að þeir myndi eitt lagskipt hljóð. Ætlunin er að komast að ein- hverjum kjarna, og í þeim tilgangi reyni ég að strípa þetta niður þannig að úr verður einhvers konar míni- malískt verk. Þetta er verk sem áheyrendur þurfa að baða sig í ef svo mætti segja, það opinberar sig ekki strax heldur þarf dálítinn tíma. Ann- ars er verkið enn í vinnslu og ég er svona að sjá hvert hægt er að fara með það. Það má segja að flutning- urinn í kvöld feli einnig í sér nokkurs konar hugmyndaleit.“ Frost segir því að ekkert sé fast í hendi með hvernig þetta verk muni enda, hvort þetta sé upphaf að nýju verkefni eða nýrri plötu. Það komi allt saman í ljós. Ísland Ben Frost á nokkuð langan feril að baki sem listamaður og hefur snert á mörgum sviðum (sjá nánar á www.ethermachines.com). Hann segist ávallt hafa verið áhugasamur um samstarf ólíkra listgreina og verk sín í gegnum tíðina beri því merki. Og ástæðan fyrir því að hann starfar hér er einföld: „Hér á ég heima og mér líður vel hér. Það var ekki starfsins vegna sem ég flutti hingað eða neitt svoleið- is. Mér finnst einfaldlega gott að búa á Íslandi. En það sakar ekki að hafa kynnst öllu þessu frábæra fólki sem ég hef starfað með að undanförnu.“ Tónlist | Ben Frost leikur á tónleikum Hlaupanótunnar í Hafnarhúsinu í kvöld ásamt valinkunnu tónlistarfólki Morgunblaðið/Kristinn Kjarni Listamaðurinn Ben Frost kemur frá Ástralíu en hefur verið búsett- ur á Íslandi í tvö ár og spilar í Hafnarhúsinu í kvöld ásamt fleirum. Verk í vinnslu Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis. Einnig verða þeir sendir út beint á Rás 1. www.vetrarhatid.is myspace.com/theghostofben- frost myspace.com/hlaupanotan Hljómsveitirnar We Made God,Amos og Sudden Weather Change hyggjast troða upp í kvöld á rokkbarnum Dillon við Laugaveg. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21 og ku tilefnið vera stórafmæli Friðjóns Fannars Hermannssonar. Tónleikarnir eru þrátt fyrir allt opn- ir hverjum þeim sem á vilja hlýða og er aðgangur ókeypis. Dillon hefur að und- anförnu sótt í sig veðrið innan rokkkreðsunnar með skemmti- legum tónleikum og má búast við að kvöldið í kvöld verði þar engin undantekning, enda eru sveitirnar ungar og upprennandi líkt og Frið- jón Fannar. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.