Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 55

Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 55 menning ÞEIR BLAZE-feðgar þeysa um Bandaríkin á vélhjólunum og sýna hrikaleg áhættuatriði. Þegar fað- irinn greinist með krabbamein gerir Johnny (Cage) sonur hans svohljóð- andi samning við djöfulinn (Fonda): „Ég undirritaður sel fjandanum sál mína ef hann pabbi minn verður heill heilsu.“ Gömul saga og ný, en því miður, hvorki sótt í Faust né þjóð- sögurnar af Sæmundi fróða, heldur teiknimyndasöguútgáfuna Marvel. Þar á bæ er Ghost Rider – Johnny Blazer með vinsælli hetjum og að- eins tímaspursmál hvenær kappinn birtist á hvíta tjaldinu líkt og Spider- Man, The Fantastic Four og Hulk, svo nokkrar af gersemum fyrirtæk- isins séu nefndar og hafa orðið met- sölumyndir. Því miður eru áhorfendur orðnir það sjóaðir í brellumyndaglápi að Ghost Rider kemur alltof sjaldan á óvart. Einu sinni eða tvisvar bregð- ur manni dálítið og brellurnar eru í sjálfu sér ágætlega unnar. Það sem á vantar er betri saga og betri leik- stjórn, hvortveggja er flatt og líf- laust í höndum Johnsons, sem á að baki Marvel-myndina Daredevil, sem var ögn skárri. Eftir því sem á líður gerast eld- tungurnar, brennisteinninn og log- andi hauskúpurnar æ leiðigjarnari og ástarsagan á milli Blaze og frétta- mannsins Roxanne (falleg en stein- runnin Mendes) er pínlegri en orð fá lýst: „Það er ljótt með hann Johnny minn,“ segir hún við vin hans og fé- laga, „Ég veit ekki hvort þú trúir mér, hann seldi sál sína djöflinum.“ Og annað eftir því. Einu mennirnir sem lífga upp á draugaganginn eru gömlu kemp- urnar Sam Elliott og Peter Fonda, en koma lítið við sögu. Sálin hans Jóns míns Draugareið Það sem á vantar í Ghost Rider er betri saga og betri leik- stjórn, að mati Sæbjörns Valdimarssonar gagnrýnanda. KVIKMYNDIR Sambíóin, Smárabíó, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Mark Steven Johnson. Aðal- leikendur: Nicolas Cage, Eva Mendes, Wes Bentley, Peter Fonda, Donal Logue, Sam Elliott. 114 mín. Bandaríkin 2007. Dauðinn ríður/ Ghost Rider  Sæbjörn Valdimarsson Upplyfting í skammdeginu! Opið hús og samfelld dagskrá frá kl. 13.30 til 17.30 Söngskólinn í Reykjavík ‰ 13.45 Rósa Jóhannesdóttir • Zigaunerlieder Johannes Brahms ‰ 14.30 Egill Árni Pálsson • Aríur og ljóðasöngvar ‰ 15.15 Unnur Sigmarsdóttir • Haugtussa Edvard Grieg ‰ 16.00 Magnús Guðmundsson • Norðurevrópskir ljóðasöngvar ‰ 16.45 Gréta Hergils • Aríur og þýskir ljóðasöngvar Einsöngstónleikar /Vikivakadansar / Fjöldasöngur /Veitingar Sýningin er opin virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 • www.gerduberg.is GERÐUBERG Viðburðir á Vetrarhátíð! Í dag 23. febrúar kl. 9:00-16:30 Menningardagar eldri borgara í Breiðholti Kynning á félagsstarfinu í Gerðubergi Í kvöld 23. febrúar er opið til kl. 24:00 Safnanótt „Fallin á tíma?“ Eggert Pálsson og Pétur Grétarsson flytja tónlistargjörning kl. 20:00 og 22:00 Í kvöld 23. febrúar kl. 21:00 verður Rúrí með leiðsögn um sýningu sína Tími - Afstæði - Gildi Sjónþing, ritþing og tónleikaskrár seld í kílóavís á Safnanótt! Laugardagur 24. feb kl. 13:00-18:00 Heimsdagur barna Listsmiðjur fyrir börn og unglinga frá öllum heimsins hornum! Digeridoo - Rapp & rímur - Bollywood - og margt fleira spennandi! Vissir þú... ...að í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og móttökur Sjá nánari upplýsingar og verðskrá á www.gerduberg.is Menningarmiðstöðin Gerðuberg • Gerðubergi 3 -5 • 111 Reykjavík sími 575 7700 • www.gerduberg.is GERÐUBERG Viðburður á Vetrarhátíð! Safnanótt „Fallin á tíma?“ Eggert Pálsson og Pétur Grétarsson, sem mynda slagverkstvíeykið BENDU, flytja tónlistargjörninginn Fallin á tíma? í kvöld kl. 20:00 og 22:00 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÚTVARPSÞÁTTURINN Hlaup- anótan á Rás 1 er á þeysispretti um þessar mundir ef svo mætti segja, dagskrárgerðin einkennist af mikl- um metnaði og framsýni og skemmst er að minnast þess að fyrir hans til- stilli flutti hljómsveitin múm nokkur lög í útvarpssal sem enn eru óútkom- in. Í takt við þetta stendur þátturinn fyrir tónleikum í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsi í kvöld. Tónleik- arnir eru liður í Vetrarhátíð Reykja- víkurborgar og fram koma Eiríkur Orri Ólafsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Lost in Hildurness (Hildur Ingveldardóttir Guðnadótt- ir), Ólöf Arnalds, Sigurður Hall- dórsson sem mun leika verk eftir Svein Lúðvík Björnsson og Ben Frost sem frumflytur nýtt verk og nýtur þar liðsinnis sjö gítarleikara. Býflugnabú Frost er Ástrali og hefur verið bú- settur hérlendis í tvö ár. Í fyrrahaust gaf hann út plötuna Theory of Mach- ines, undir merkjum Bedroom Community sem var stofnað af upp- tökustjóranum og tónlistarmann- inum Valgeiri Sigurðssyni ásamt fleirum. Platan kemur út á al- þjóðavettvangi 5. mars næstkom- andi. Tónlistin sem Frost flytur í kvöld er hins vegar spánný. Verkið er í þróun en á samt eins konar að- draganda í hljóðinnsetningu sem Frost setti upp í Madrid fyrir stuttu en þar leikur tónlist um sex bý- flugnabú. „Ég sé svona um að stýra gít- arleikurunum en gítarhljómunum verður staflað hverjum ofan á annan þannig að þeir myndi eitt lagskipt hljóð. Ætlunin er að komast að ein- hverjum kjarna, og í þeim tilgangi reyni ég að strípa þetta niður þannig að úr verður einhvers konar míni- malískt verk. Þetta er verk sem áheyrendur þurfa að baða sig í ef svo mætti segja, það opinberar sig ekki strax heldur þarf dálítinn tíma. Ann- ars er verkið enn í vinnslu og ég er svona að sjá hvert hægt er að fara með það. Það má segja að flutning- urinn í kvöld feli einnig í sér nokkurs konar hugmyndaleit.“ Frost segir því að ekkert sé fast í hendi með hvernig þetta verk muni enda, hvort þetta sé upphaf að nýju verkefni eða nýrri plötu. Það komi allt saman í ljós. Ísland Ben Frost á nokkuð langan feril að baki sem listamaður og hefur snert á mörgum sviðum (sjá nánar á www.ethermachines.com). Hann segist ávallt hafa verið áhugasamur um samstarf ólíkra listgreina og verk sín í gegnum tíðina beri því merki. Og ástæðan fyrir því að hann starfar hér er einföld: „Hér á ég heima og mér líður vel hér. Það var ekki starfsins vegna sem ég flutti hingað eða neitt svoleið- is. Mér finnst einfaldlega gott að búa á Íslandi. En það sakar ekki að hafa kynnst öllu þessu frábæra fólki sem ég hef starfað með að undanförnu.“ Tónlist | Ben Frost leikur á tónleikum Hlaupanótunnar í Hafnarhúsinu í kvöld ásamt valinkunnu tónlistarfólki Morgunblaðið/Kristinn Kjarni Listamaðurinn Ben Frost kemur frá Ástralíu en hefur verið búsett- ur á Íslandi í tvö ár og spilar í Hafnarhúsinu í kvöld ásamt fleirum. Verk í vinnslu Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis. Einnig verða þeir sendir út beint á Rás 1. www.vetrarhatid.is myspace.com/theghostofben- frost myspace.com/hlaupanotan Hljómsveitirnar We Made God,Amos og Sudden Weather Change hyggjast troða upp í kvöld á rokkbarnum Dillon við Laugaveg. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21 og ku tilefnið vera stórafmæli Friðjóns Fannars Hermannssonar. Tónleikarnir eru þrátt fyrir allt opn- ir hverjum þeim sem á vilja hlýða og er aðgangur ókeypis. Dillon hefur að und- anförnu sótt í sig veðrið innan rokkkreðsunnar með skemmti- legum tónleikum og má búast við að kvöldið í kvöld verði þar engin undantekning, enda eru sveitirnar ungar og upprennandi líkt og Frið- jón Fannar. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.