Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 23

Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 23 MENNING SUSANNA Majuri er 29 ára ljós- myndari frá Finnlandi sem um þess- ar mundir sýnir verk sín í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Þið þessi norrænu“ (You nordic). Alls sýnir hún 17 ljósmyndir og virkar hver þeirra sem sjálfstæð frásögn, augna- blik í mynd með ímyndaða forsögu og framhald. Þessi sviðsettu augna- blik hafa í sér vissa tilgerð sem flyt- ur mann frá hversdagsleikanum og á vit fantasíunnar og sýnast ljósmynd- irnar því oft vera kyrrmyndir úr kvikmyndum frekar en augnablik úr raunverunni. Hreinir litir leika þar mikilvæga rullu. Æpandi rauður eða fagur blá- grænn (turquish) stinga út í um- hverfinu á áberandi hátt og gefa myndunum malerískan eða jafnvel teiknimyndalegan blæ, ekki ósvipað og Pedro Almodóvar gerir í kvik- myndum sínum einmitt til að gefa dramatískri frásögn fantasíukennda mynd. Litirnir virðast hvort tveggja hafa táknfræðilegan og tilfinninga- legan tilgang hjá Majuri, s.s. líkami eða ástríða, vatn eða frelsi, og eru þannig inngangur inn í lifandi frá- sagnarheim listakonunnar. Auk ljósmyndanna sýnir listakon- an 3 myndskeið af DVD. Í hreyfi- myndunum þykir mér hún missa marks þar sem hún nær ekki að skapa álíka eftirvæntingu eða spennu augnabliksins og í ljósmynd- unum, heldur býr hún til stutt atriði (clips) sem hafa upphaf og endi og virðast frekar marklaus. DVD- verkin ýta þó undir visst kæruleysi sem svífur yfir sýningunni og poppa hana upp. Máski hefur íslenska krútt-kynslóðin haft einhver áhrif í heimsóknum listakonunnar til Ís- lands, þótt maður geti varla eignað krúttunum kæruleysið né heldur úti- lokað að krúttáhrifin kunni að spíra í annarri jörð. Mér fannst engu að síð- ur forvitnilegt að skoða sýninguna í samhengi við strauma í íslenskri samtímalist. Sérstaklega hvað varð- ar notkun á ljósmyndaforminu. Finnland er jú Mekka ljósmyndunar á Norðurlöndum og skartar mörgum af virtari samtímaljósmyndurum heims. Majuri hefur því í margbrot- inn brunn að sækja. Í samtímaljósmyndun á Íslandi er brunnurinn aftur á móti fastbundinn við „konseptúal“ nálgun. Þar trónir endurtekin skrásetning á toppnum, þ.e. þegar hugmynd er tæmd (eða fyllt) með endurtekningu, t.d. með því að taka myndir af öllum bens- ínstöðvum við hringveginn eða mynda sjálfan sig í sömu annarlegu stellingunni í ólíku umhverfi í út- löndum. Þessi skrásetningarárátta hefur fest sig í sessi hérlendis eftir að Dieter Roth skrásetti öll hús í Reykjavík og á Seyðisfirði á lit- skyggnur. Af öðrum erlendum stór- stjörnum á Íslandi hafa Roni Horn og Ólafur Elíasson leikið svipaðan leik eftir og því eðlilegt að margir Ís- lenskir listamenn tileinki sér þessa aðferð. Hins vegar er óeðlilegt að ekki skuli finnast pláss til að skapa meiri breidd fyrir ljósmyndaformið í samtímalistinni og satt að segja man ég ekki eftir neinum íslenskum sam- tímalistamanni, allavega af þeim sem eru sýnilegir í senunni, sem sviðsetur eða stýrir ljósmyndinni þannig að formið nýtist til drama- tískrar frásagnar með álíka hætti og Susanna Majuri gerir, sem og ótal aðrir listamenn úti í hinum stóra heimi. Vel heppnuð og hugmyndarík sýning Susönnu Majuris kemur því sem fersk áminning á samtíma- ljósmyndun á Íslandi og það eitt og sér ætti að hvetja listunnendur til að gefa sér tíma til að sækja sýninguna áður en yfir lýkur. MYNDLIST Norræna húsið Opið kl. 12–17. Lokað á mánudögum. Sýningu lýkur 4. mars. Aðgangseyrir 300 krónur. Susanna Majuri Jón B.K. Ransu Áminning Vel heppnuð og hugmyndarík sýning Susönnu Majuris í Norræna húsinu kemur sem fersk áminning á samtímaljósmyndun á Íslandi, að mati Jóns B.K. Ransu, gagnrýnanda Morgunblaðsins. Dramatísk frásögn í fantasíukenndri mynd Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.