Morgunblaðið - 25.03.2007, Side 25

Morgunblaðið - 25.03.2007, Side 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 25 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Áhersluatriði • Skipulagning viðskiptafunda • Fræðsla • Íslandskynning Nánari upplýsingar um viðskiptasendinefndina má finna á vef Útflutningsráðs www.utflutningsrad.is Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við Guðjón Svansson, gudjon@utflutningsrad.is, Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is eða Ingu Hlín Pálsdóttur, inga@utflutningsrad.is til að skrá þátttöku og fá nánari upplýsingar um viðskiptasendinefndina. Skráningarfrestur er til 27. mars. Viðskiptasendinefnd ferðaþjónustufyrirtækja til Norður-Englands P IP A R • S ÍA Útflutningsráð ásamt samstarfsaðilum stendur fyrir viðskiptasendinefnd ferðaþjónustu- fyrirtækja til Norður-Englands 24. - 27. apríl nk. ÁRANGUR Á ÖLLUM SVIÐUM » Þetta framboð hefur algjörasérstöðu; það er grænt í gegn en ekki lokað úti á öðrum kantinum í litrófinu hægri- vinstri. Ómar Ragnarsson , formaður bráða- birgðastjórnar Íslandshreyfingarinnar, sem hyggst bjóða fram í öllum kjör- dæmum í alþingiskosningunum 12. maí. » Það er auðvelt að trúa því aðreglur um ófyrnileika leysi einhvern vanda en ég tel nánast engar líkur á að svo verði og sakfellingardómum mun vænt- anlega ekki fjölga vegna þess- arar breytingar. Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor um nýtt ákvæði laga sem kveður á um að kynferðisbrot skuli ekki fyrnast. Eitt síð- asta verk Alþingis fyrir núverandi leyfi var að samþykkja frumvarp til laga um breytingu á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. » Sjálf fer ég ekkert að röltaúti á götu. Herdís Sigurgrímsdóttir sem er á leið til starfa í Bagdad í Írak á vegum Íslensku friðargæslunnar. Herdís mun búa á „græna svæðinu“ svonefnda í borginni sem er afgirt og telst því nokkuð öruggt. »Ég er þeirrar skoðunar aðsamtöl okkar Guðmundar hafi stuðlað að því, að samstarf tókst milli flokka okkar, sem nú hefur staðið í tæp 12 ár og reynst ákaflega farsælt fyrir þjóðina. Björn Bjarnason , dóms- og kirkjumála- ráðherra, upplýsir í nýjasta hefti Þjóð- mála að eftir kosningarnar 1995 hafi hann, með samþykki Davíðs Oddssonar, þáver- andi formanns Sjálfstæðisflokks, rætt við Guðmund Bjarnason, þáverandi varafor- mann Framsóknarflokks. Stjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks hélt velli í kosningunum en í síðarnefnda flokknum reyndist ekki áhugi á frekara samstarfi. »Miðað við þessar tölur erubörn á Íslandi í dag ber- skjölduð fyrir klámi og ofbeldi á Netinu. Petrína Ásgeirsdóttir , framkvæmdastjóri Barnaheilla, um könnun sem gerð var á notkun níu til 16 ára barna á Netinu. »Maður getur ekkert gert ogfær náttúrlega sjokk. Guðbjartur B. Ólafsson , starfsmaður Vegagerðarinnar, sem lenti í snjóflóði við störf á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. » Hvernig í ósköpunum áttuþeir að geta lesið af vörum fólks sem talaði tungumál sem þeir þekktu ekki? Hafið þið les- endur góðir, einhvern tíma reynt að lesa af vörum Rússa? Sigríður Jóhannesdóttir á blog.is um að- stæður tveggja heyrnarlausra bræðra sinna þegar táknmál var talið óæskilegt á Íslandi. » Ég ætla að drepa djöfulinn íRúmeníu, ganga frá spilling- unni og lygunum dauðum. Gigi Becali fyrrum smali og nú einn rík- asti maður Rúmeníu, hyggst með stjórn- málaþátttöku sinni ná framangreindum árangri. Ummæli vikunnar Stjórnmál Ómar skiptir um ham. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.