Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 38

Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 38
kvikmyndir 38 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ C ate, Cate, hér, hér í horninu, nei, hingað, hey, Cate, já, svona, halló, Cate, Cate …“ Þannig hrópa ljós- myndararnir hver í kapp við ann- an, veslings Cate Blanchett veit ekki hvert hún á að snúa sér, og þó – hún veit það vel því þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún kynn- ir kvikmynd með sjálfri sér í framlínu. Hún snýr sér á alla kanta og brosir, það er mjög æft bros. Tveir menn bætast í litla hópinn í myndatökuherberginu, annar er Steven Soderbergh leikstjóri, hann er snoðaður og hálfbrosandi með gamaldags gleraugu, hann opnar leðurjakkann eins og vön fyrirsæta og sýnir bol með mynd af Ampelmann, við töluverðan fögnuð. Ampelmann er græni kall- inn á gönguljósunum í Austur- Berlín, það passar, við erum í Berlín. Þriðji maður er Christian Olivier, þýskur leikari sem er að ryðja sér braut í Hollywood; öll unnu þau að gerð myndarinnar Góði Þjóðverjinn (The Good Ger- man) og þetta er Þýskalands- frumsýningin. Fjórði maður, sjálf- ur George Clooney, komst ekki með. Upptekinn við tökur á nýrri mynd. Þessi gæi er kvikmyndastjarna Góði Þjóðverjinn er byggð á samnefndri skáldsögu Josephs Ka- non frá 2001 og segir frá banda- rískum stríðsfréttaritara, Jake Ge- ismer (George Clooney), sem staddur er í Berlín haustið 1945 vegna Potsdam-ráðstefnu banda- manna, og dregst þar inn í morð- mál þar sem fyrrum ástkona hans (Cate Blanchett) og bílstjóri (Toby Maguire) koma við sögu. Loft er lævi blandið eftir mestu stríðsátök aldarinnar og fjallar myndin ekki síst um það hvernig einstaklingar og heilar þjóðir lifa af stríð og reyna með öllum ráðum – ekki endilega heiðarlegum – að tryggja sér líf eftir stríðið. Eða eins og segir í kynningarlínunni: Ef stríð er helvíti, hvað kemur þá í kjölfar- ið? Lýstu samstarfi ykkar George Clooney, er fyrsta spurning sem Soderbergh fær og viðstaddir ljóma. „Það var mikið happ að kynnast George. Við vorum báðir á skrýtnum stað í lífinu þegar við hittumst og eftir á að hyggja veit ég ekki hvar ég væri ef við hefð- um ekki gert Úr augsýn (Out of Sight). Ég þurfti lífsnauðsynlega að gera mynd sem einhver vildi sjá, hann þurfti hlutverk sem sannaði leikhæfileika hans,“ segir Soderbergh og bætir við: „Þegar ég sá George fyrst í Bráðavaktinni þá hugsaði ég strax: Þessi gæi er kvikmyndstjarna! Það var ekkert vafamál í mínum huga. Við komum auga á það besta hvor í öðrum og nú höfum við gert einar sex mynd- ir saman á fremur skömmum tíma og það hefur verið alveg frábært.“ Úr augsýn var, þegar þarna var komið sögu á ferli Soderberghs, hans vinsælasta mynd – á móti Clooney lék Jennifer Lopez og kom frammistaða hennar mörgum á óvart. Klipping myndarinnar var og sérstök, óhefðbundinn taktur sem Soderbergh bjó til með hinni reyndu klippikonu Anne V. Coa- tes. Í kjölfarið hófst samkrull So- derberghs og Clooney, sem nær sem fyrr segir til sex mynda og raunar enn fleiri ef taldar eru þær sem þeir hafa framleitt í félagi. Cate Blanchett lýsir tvíeykinu Soderbergh og Clooney. „Sam- vinna Stevens og George er hröð, áreynslulaus og hrikalega mikil skemmtun og allir þessir þættir einkenndu vinnuna á tökustað,“ segir hún. „Og já, George er frá- bær, hann er alveg ótrúlega fynd- inn náungi, að mínum dómi einn fyndasti maður … veraldar,“ segir hún í leit að betra orði. „Og á hvíta tjaldinu er hann íkon, eins og leikarar á fimmta áratugnum voru, og þess vegna hentar hann þessari mynd vel.“ Dýrt að brjóta rúður Segja má að í meginatriðum sæki Góði Þjóðverjinn innblástur til Casablanca (1942), The Third Man (1949), Der Verlorene (1951) og A Foreign Affair (1948); sem fyrr segir er myndin svarthvít en fleiri einkenni kvikmyndagerðar 4. og 5. áratugarins svífa yfir vötn- um. Þannig var leikmyndin byggð með eins snjöllum hætti og unnt var, rétt eins og í stúdíóum þess tíma, lýsingin höfð af sama meiði og tónlist spennuþrungin (tilnefnd til Óskars). Soderbergh segir að listrænir aðstandendur mynd- arinnar hafi gert ýmsar rann- sóknir á stíl fyrirmyndanna. „Helmingur tímans fór í að ákveða hvað við vildum sjá, hinn helmingurinn fór í að finna út hvernig við gætum „svindlað“, eins og vaninn var að svindla á gullaldarárum kvikmyndaveranna. Reuters Rökkurmynd Cate Blanchett og George Clooney í atriði úr myndinni Góði Þjóðverjinn. Stemmningin minnir á myndir á borð við Casablanca og Þriðja manninn. Inn og út úr tímanum Kvikmynd Stevens Soderberghs, Góði Þjóðverj- inn (The Good German) er svarthvít en samt glæný. Hún fjallar um líf og framtíð fólks við lok síðari heimsstyrjaldar, en fæstir leikaranna muna þann tíma. Hún er byggð á skáldsögu eftir Jo- seph Kanon, en fyrst og fremst er hún þó byggð á kvikmyndaastíl 4. og 5. áratugarins í bland við samtímatilfinningu Soderberghs, en hann er m.a. kunnur fyrir myndirnar Sex, Lies & Videotape, Out of Sight, Ocean’s Eleven og Twelve og ekki síst Traffic sem aflaði honum Óskarsverðlauna árið 2001 sem besta leikstjóra. Hann er einn af óskasonum kvikmyndabransans og þykir í senn duglegur, mistækur, yfirlætislaus og snjall. REUTERS Glaðbeitt Steven Soderbergh leikstjóri og leikararnir Cate Blanchett og Christian Oliver stilla sér upp til að fyrir ljósmyndara á kvikmyndahátíð- inni í Berlín í febrúar. Soderbergh klæddist sérstaklega bol með mynd af græna gönguljósakarlinum, arfleifð frá Austur-Berlín. Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.