Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 50

Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Gunnar Sölufulltrúi Viðskiptafræðingur 899 0800 Bóas Sölufulltrúi 699 6165 AÐ KAUPA OG SELJA FASTEIGN SNÝST UM ÞJÓNUSTU OG HJÁLPSEMI Hringdu í okkur við erum fagmenn Bóas 699 6165/Gunnar 899 0800 FASTEIGNIR TRAUST • VIRÐING •ÞJÓNUSTA RE/MAX FASTEIGNIR •Engjateig 9 • 105 Reykjavík •Sími: 578 8800 Stefán Páll Löggiltur fasteignasali Kík tu á ww w.b oas .is Glæsileg neðri sérhæð í þríbýlishúsi sem er að birtu flatarmáli 129,0 fm þ.m.t. 23 fm bílskúr. Hæðin er endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt, m.a. gler, gólfefni, innréttingar, innihurðir, rafmagnslagnir o.fl. Baðherbergi er flísalagt í gólf og veggi og glæsileg ný innrétting í eldhúsi. Borðaðstaða er í eldhúsi og útgangur á svalir til suðurs. Hús að utan nýlega viðgert. Sér geymsla í kjallara fylgir. Laus til afhendingar við kaupsamning. Verð 41,9 millj. Hæðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-16. Verið velkomin. Bólstaðarhlíð 32 Neðri sérhæð ásamt bílskúr Opið hús í dag frá kl. 15-16 Björt og vel skipulögð 87 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð, íbúð 0103, auk sér geymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, bjarta stofu/borð- stofu með útgangi á svalir til suðurs, eldhús með snyrtilegri innréttingu, 2 góð herbergi, fataherb. innaf hjónaherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu, flísalagt í gólf og veggi. Góð íbúð á góðum stað með skóla og alla þjónustu í göngufæri. Verð 22,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Íbúð merkt 0103. Verið velkomin. Álftamýri 54 3ja herb. íbúð á 1. hæð Opið hús í dag frá kl. 14-16 Falleg 80 fm íbúð á 3. hæð (efstu), íbúð 0302, með sérinngangi af svöl- um ásamt stæði í bílageymslu. Eldhús með sprautulakkaðri innréttingu, björt stofa/borðstofa, 2 herbergi með skápum og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Ljóst parket á gólfum. Suðvestursvalir. Frábært útsýni yfir Faxaflóann úr eldhúsi. Sameign í góðu ástandi, nýlega máluð. Stutt í leikskóla, skóla og aðra þjónustu. Verð 22,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-14. Íbúð merkt 0302. Verið velkomin. Skeljagrandi 1 3ja herb. útsýnisíbúð með sérinngangi Opið hús í dag frá kl. 13-14 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Við höfum verið beðin um að útvega fjársterkum kaupanda hús í Fossvogi. Staðgreiðsla fyrir réttu eignina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST FRAMKOMA af hálfu Trygg-ingastofnunar ríkisins gagnvart þegnum þjóðfélagsins er í anda frægrar söguhetju úr verkum Dic- kens, hr. Scrooge. Nirfils- og eig- inhagsmunagæsla ráðamanna ís- lensku þjóðarinnar kristallast í gjörðum sextíu og þriggja leikara þjóðarleikhússins við Austurvöll eins og nirfilshátt- urinn kemur fram í sögu Dickens. Sem liður í samlík- ingunni við Scrooge í sögu Dickens er frá- sögn eins af þegnum þessa þjóðfélags. Hann fékk útreikn- aða lífeyrisgreiðslu af reiknimeisturum ölm- usustofnunarinnar fyr- ir árið 2005 að upphæð u.þ.b. 192.000 kr. Frá því var dregið um 70.000 kr. í stað- greiðslu skatta svo að útborgað var um 120.000 kr. það árið. Er komið var fram á vetur næsta árs fékk þessi þegn þjóðfélagsins hirðisbréf frá ölmusustofnuninni þar sem hann var krafinn um end- urgreiðslu u.þ.b. 192.000 króna. Með fylgdi í anda Scrooge hótun þess, sem telur sig hafa valdið, um að viðkomandi ætti að borga þetta strax að viðlögðum óþægindum. Krafan ber með sér að hún er sett fram af níðingsskap og í anda þess sem telur sig hafa valdið. Endurgreiðslukrafan hljóðar upp á upphæð sem er tæplega 1000 krónum lægri en viðkomandi hafði samkvæmt kúnstum reiknimeist- aranna fengið frá ölmusustofn- uninni með sköttum. M.ö.o. þá átti hann að endurgreiða þær u.þ.b. 120.000 kr. er hann hafði fengið greiddar frá stofnuninni en að auki átti hann að greiða það sem starfs- menn stofnunarinnar höfðu dregið af honum í staðgreiðslu skatta að frádregnum u.þ.b. 1000 kr. Þegar leitað var til stofnunar- innar varðandi skýringar á þessu og farið fram á að sjá útreikninga var fátt um svör. Einu skýring- arnar sem fengust hjá umræddri ölmusustofnun voru þær að kerfið væri svona og manninum væri holl- ast að borga umyrðalaust því ann- ars bættist við kostnaður og óþæg- indi. Til að forðast óþægindi og kostn- að greiddi maðurinn kröfuna en var ekki sáttur við málalok eins og flestir munu skilja. Á síðustu dögum þingsins eru leikarar þjóðarleik- hússins í kappi hver við annan um að bjóða eldri borgurum gull og græna skóga ef þeir veita þeim braut- argengi í komandi kosningum. Leik- ararnir eru búnir að hafa tæp fjögur ár til að sýna sitt innra eðli og hafa gert það af miklum sóma að eigin mati en vilja lofa meiru. Hafa þeir, leik- ararnir, stundað þá iðju að bæta eigin hag með því að hækka sín laun og enn þá hærri eftirlaun. Nú rignir yfir þjóðina miklum ósannindavaðli af loforðum sem þegar er ákveðið að svíkja eins og loforðin sem gefin voru fyrir síð- ustu kosningar. Af því flóði loforða sem rennur frá hræddum leikurum þjóðarleik- hússins er ljóst að leikararnir eru orðnir hræddir við þá óánægju sem komið hefur fram á meðal eldri borgara, sem stefna að framboði til Alþingis. Er allt gert til þess að draga úr hinni miklu óánægju eldri borgara með hátíðlegum loforðum sem augljóst er að ekki stendur til að efna á neinn hátt. Andstætt því sem viðgengst á hinum almenna vinnumarkaði ráða leikarar í þjóðarleikhúsinu eigin vinnutíma. Þeir þurfa ekki að skila 40 stunda vinnuviku eða fullu starfsári. Hafa leikararnir ákveðið að hætta störfum þeim sem þeir voru kjörnir til að inna af hendi og snúa sér að því að ljúga að kjós- endum um sitt eigið ágæti og reyna að véla kjósendur til fylgis við sig. Þeir ætla sér sjö vikur af starfs- tíma sem þeir eiga að skila til þess að útdeila sinni ósannindavisku á meðal landsmanna. Vinnutíma sem tekinn er ófrjálsri hendi ef einhver sanngirni væri ríkjandi í vinnu- tilhögun samanborið við aðra þegna þjóðfélagsins. Auk þess sem leik- ararnir halda fullum launum sam- kvæmt eigin ákvörðun í þeim sjö vikna vinnutíma sem tekinn er ófrjálsri hendi hafa þeir einnig gerst fingralangir og láta þegna þjóðfélagsins standa straum af öll- um kostnaði við að ferðast um land- ið og dreifa sínum ósannindavaðli á meðal þegnanna. Þeir hafa gengið þannig frá málum að öðrum en þeim sem eru áhangandi sitjandi leikurum í þjóðarleikhúsinu er gert illmögulegt að keppa við þá, þar sem þeir settu sjálfir leikreglurnar um upphæð fjárstuðnings sem hver einstaklingur hefur heimild til að veita til samkeppnisaðila sem ekki á aðild að mafíufjölskyldunni sem leikur á sviði þjóðarleikhússins. Gamalt máltæki segir: Með lög- um skal land byggja og ólögum eyða. Er nú komið að því að þörf sé á byltingu til þess að hindra frekari setningu ólaga? Þeim ólögum og stjórnarskrárbrotum sem leik- ararnir hafa velt yfir á þjóðina þarf að snúa við ef ekki á að koma til eyðingar á velferðarþjóðfélaginu á Íslandi. Snúa þarf við þeirri óheillaþróun sem gengið hefur yfir þjóðina á síðustu árum. Sú svívirð- ing sem leikararnir hafa sýnt með þjóðnýtingu fyrsta lífeyrissjóðs allra landsmanna, grunnlífeyrir, og að gefa vildarvinum þau fyrirtæki sem allir landsmenn stóðu að að byggja upp, s.s. bankana, Símann, Íslenska aðalverktaka o.fl. Snúum vörn í sókn og skiptum um menn í stólum þjóðarleikhúss- ins. Siðlaust og ólöglegt athæfi Kristján Guðmundsson skrifar um samfélagsmál »Með lögum skal landbyggja og ólögum eyða. fv skipstjóri Höfundur er fv. skipstjóri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.