Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 55

Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 55 UMRÆÐAN LÆTIN í Kaupmannahöfn hafa ekki farið fram hjá mörgum. Í þætt- inum „Ísland í dag“, á Stöð 2 hinn 2. mars voru mættir í viðtal Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður, og Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði. Hafði Ólafur Teitur uppi stór orð um þennan uppreisnarlýð sem gengst upp í látum og ætti að taka hart á honum, setja í steininn hið snarasta með hörku og tók framsóknarmað- urinn undir. Að sögn hafði Ólafur Teitur kynnt sér málin. Þetta er einnig vandamálið hjá nú- verandi borgarstjórn í Kaupmanna- höfn, fordómar og heimska. Fyrst skal það leiðrétt að þetta eru ekki bara einhverjir ofbeldismenn eða útlenskir uppreisnarseggir. Þetta er fyrst og fremst ungt heim- ilislaust fólk, sem flytur í tóm hús eða á þá staði sem það getur hallað höfði, því það hefur ekki efni á leigu og stundum ekki mat. Einnig eru þetta vinir, nágrannar, ættingjar og stuðn- ingsmenn. Hinsvegar er eignarrétt- urinn mannréttindum þeirra æðri og er þeim ætíð hent út þegar verktak- arnir koma með vélarnar. Svo er sagt að þeim sé nær að fá sér vinnu og koma sér heim! … oft er enga vinnu að fá, hvað þá til staðar heimili eins og flestir þekkja það. Klókindi stjórnmálamanna er böl umkomuleysingja Deilan nú snýst fyrst og fremst um Ungdomshuset, en það hangir meira á spýtunni. Þetta er gamalt hús, eins- konar Alþýðuhús hverfisins í margar kynslóðir. Fólkinu í hverfinu hefur ætíð þótt það eiga þetta hús. En í stað þess að borgin styðji við og efli félagsstarfið, seldu sósíaldemókratar húsið til að losa sig úr vandanum sem því fylgdi. Slíkt var hugleysi þeirra. En nú er sagt að nýju eigendurnir vilji rífa húsið og allir út. Sniðugt ekki satt? Eignarrétturinn skal virt- ur en borgin þarf ekki að sinna íbú- um sínum, nema þeim sem þókn- anlegir eru. Hvar er virðing yfirvalda við eignarréttinn þegar sófum, stól- um, skápum og öðrum húsgögnum fólksins í Ungdomshúsinu var hent út um gluggana í ruslagáma fyrir neðan og lögreglan bjó um sig í tjaldi fyrir framan húsið til að fara í gegn- um aðrar eigur fólksins sem sat í fangelsi á meðan? Margir telja að yfirvöld í Kaup- mannahöfn séu að æfa sig fyrir að hreinsa út úr Kristjaníu. Því hafi Ungdomshúsinu verið stillt upp með þessum hætti. Það er ekki það versta í heiminum fyrir þetta fólk að lenda í fangelsi, Ólafur Teitur Guðnason, því kannski finnst sumum það ekki síður vera fangelsi að þurfa að búa við þann lygaheim sem fréttir í sjónvarpi fær- ir okkur. Kannski er sú hræsni sem slík huggulegheit færir manni inn á heimilið ekki það líf sem allir kjósa sér. Lene Espersen, dómsmálaráð- herra í Íhaldsflokknum, tjáði sig einnig um málið og sagði að það væri ekki einræði í Danmörku, en sér fyndist að foreldrar þeirra barna og unglinga sem þarna voru að verki ættu að þrífa upp eftir þau. Á sama tíma og hún og aðrir stjórn- málamenn láta lögregluna þrífa upp eftir sig, finnst henni hún geta sett sig á háan hest og fordæmt það sem hún hefur ekki nokkurn skilning á. Oft eru engin heimili til staðar eins og flestir þekkja það. Heldur fólk virkilega að þessir krakkar eigi bara að koma sér heim, hætta þessum fíflaskap, skipta um föt og fá sér eitt- hvað að borða? Fólkið á Nørrebro hefur sagt í við- tölum í útvarpi og sjónvarpi að það séu engin læti þarna nema þegar lög- reglan kemur. Dómsmálaráðherra Dana hefur gefið þá skipun til sinna manna að nú skuli ekki sýna neina miskunn, en það er ekki ný upplifun hústökufólks í Kaupmannahöfn eða öðrum stór- borgum Evrópu. Að lifa öðruvísi er ekki ógn, nema það gangi upp Þetta fólk upplifir sig í stríði við yf- irvöld. Þau eru annars flokks borg- arar, vandamál sem skal leysa, en á forsendum yfirvalda. Fólkið sem bjó í Ungdómshúsinu var sumt búið að vera þar í nokkur ár. Þeir sem búa í Kristjaníu hafa margir búið þar í nokkrar kynslóðir. Íhaldsmönnum finnst mörgum ómögulegt að það skuli þrífast öðruvísi samfélag meðal vor, sem lýtur sínum eigin reglum eða bara engum reglum! Það ógnar huggulegheitunum. En nú eru það verktakarnir sem eru búnir að semja um nýja Kristjaníu og vilja komast að. Kaupmannahöfn er mikil menn- ingarborg, sú fremsta á Norð- urlöndum. Áhrif þeirrar menningar ná langt yfir borgarmörkin en yf- irvöld þar eiga ekki ein borgarmenn- inguna. Það er fólkið sem sinnir henni, tekur þátt í og nærir þá menn- ingu sem þar þrífst og ber hana uppi, þess vegna útlendingar úr næstu borgum, Evrópubúar. Tjón á eignum almennings er óá- sættanlegt, en hvernig er hægt að ætlast til að heimilislausir beri virð- ingu fyrir eigum annarra, þegar þeir hafa aldrei kynnst því hvað það er, heldur oftar hinu? Sem betur fer er látum nú að linna en það er enginn sátt. Það hefði mátt gera stórgóða frétt um öryggisleysi ungs fólks og ann- arra sem kjósa að búa öðruvísi. Það hefði mátt fjalla um lífssýn þeirra og ofbeldi yfirvalda, sem ráðast á heim- ili þess, með guð sér við hlið. Sú um- fjöllun hefði gefið okkur meira en vit- leysan í „Íslandi í dag“. Heimska huggulegheitanna Ólafur Sigurðsson gagnrýnir viðteknar skoðanir á mótmæl- um í Kaupmannahöfn » Þetta fólk upplifir sigí stríði við yfirvöld. Þau eru annars flokks borgarar, vandamál sem skal leysa, en á for- sendum yfirvalda. Ólafur Sigurðsson Höfundur er matvælafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.