Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 56

Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar MIKIÐ hefur verið deilt um það á undanförnum vikum hversu mikill ójöfnuðurinn er í landinu. Ég held að það sé alveg óþarfi að fara í ein- hverjar fræðimannsstellingar til þess að deila um hvort ójöfnuðurinn sé meiri eða minni en áður hefur ver- ið. Kjarni málsins er að ójöfnuðurinn hér á landi er gríðarlegur. Nægir að rifja upp fréttir liðinna daga af kjör- um fólks því til staðfestingar. Ann- arsvegar höfum við fengið að heyra af fólki sem er svo fá- tækt að það þarf að og þiggja mat- argjafir reglulega. Fátæktin er slík að útrunnin matvæli eru vel þegin, jafnvel þau matvæli sem runnu út fyrir þremur árum. Á sama tíma berast fregnir af stjórnarmönnum bankanna sem voru rétt í þessu að hækka við sig launin. Það er sem sagt ekki nóg að keppa í bruðli og flottræfilshætti með nýársveislum sem kosta svo mikið að ég efast um að ég kunni að nefna slíkar tölur. Nei, nú eru það launin enn og aftur. Fram kom í fréttum Stöðvar tvö hinn 1. mars að laun stjórnarmanna bankanna geta numið 350.000 krónur á mánuði fyrir einn einasta fund. Í sömu frétt kom einnig fram að nokkrir stjórn- arformenn eru komnir með yfir eina milljón á mánuði. Þetta er sam- félagsgerðin sem sköpuð hefur verið undanfarin ár og geri ég ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir séu sælir með þennan árangur sinn. Við sem stöndum að framboði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs erum hinsvegar ekki sátt við þessa misskiptingu. Í æ ríkari mæli er verið að skipta þjóðinni upp eftir efnahag og breikkar bilið svo mikið að hæglega má tala um siðleysi í þessu samhengi. Að taka dæmi af börnum er nærtækt: Hvernig blasir þessi misskipting við börnum? Hvað halda þau börn sem lifað hafa á korn- flexi sem rann út fyrir þremur árum að þau og fjölskyldur þeirra séu þeg- ar þau heyra af börnum sem eiga foreldra sem fá 350.000 krónur fyrir að mæta á einn fund á mánuði og eru þá ekki aðrar tekjur taldar með? Er það virkilega svona samfélag sem Íslendingar vilja byggja? Er einhver hér á landi sem á það skilið að borða útrunnar matvörur frá hjálparsamtökum á meðan hægt er að borga öðrum 350.000 kr. fyrir einn fund? Svari nú hver fyrir sig. Ég veit hvert svar Vinstri grænna er. Útrunnin matvæli og hundruð þúsunda fyrir einn fund á mánuði Eftir Jóhann Björnsson Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík- urkjördæmi suður.Teikningar og nánari upplýsingar á www.kjoreign.is Arkitektar: T.ark, Brautarholti 6 GLÆSILEGAR SÉRHÆÐIR MEÐ ÚTSÝNI YFIR ELLIÐAVATN KLAPPAKÓR 1 - 203 KÓPAVOGI • VANDAÐAR INNRÉTTINGAR OG INNIHURÐIR MEÐ SÉRVÖLDUM EIKARSPÓN • STAÐSETNING HÚSANNA ER FRÁBÆR OG ÚTSÝNI STÓRBROTIÐ • FULLBÚNAR SÝNINGARÍBÚÐIR UM ER AÐ RÆÐA SÉRLEGA VÖNDUÐ OG VEL STAÐSETT HÚS Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ Húsin eru alls fimm og eru 2-4 íbúðir í húsi. Tíu íbúðanna eru 3ja herb. 88,5 fm og sjö íbúðir eru 5 herbergja 153,4 fm. Að auki fylgir íbúðunum sérmerkt stæði og sérgeymsla í lokuðu bílastæðahúsi. Íbúðirnar eru til afhendingar fljótlega tilbúnar án gólfefna. Þó eru baðherbergi flísalögð á vandað- an hátt í hólf og gólf. Lofthæð íbúðanna er meiri en venja er og hurðirnar eru í yfirstærð. Ármúla 21 • Reykjavík • Sími 533 4040 Netfang: kjoreign@kjoreign.is • Fax 533 4041 Karl Gunnarsson lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK UNNARBRAUT – SELTJARNARNESI Stílhreint, vandað og vel viðhaldið 286 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr, vel staðsett á Nesinu sunnanverðu. Á neðri hæð eru m.a. 2 stofur, eldhús, gestasnyrting og þvottahús en uppi eru 4-6 herbergi og baðherbergi. Nýlegar innréttingar og gólfefni að hluta. Sérhannaður, upplýstur og skjólgóður suðurgarður. Góð bílastæði. TILBOÐ ÓSKAST. VIÐ búum við það að almennt er ekki lögð sú skylda á atvinnurek- endur að tilgreina ástæður þess að launafólki er sagt upp. Einhliða til- kynning um uppsögn nægir og at- vinnurekandi getur leyst starfsmann þegar í stað frá störfum en ber eðli- lega að greiða laun á uppsagnarfresti. Uppsagnir, svo ekki sé talað um geðþóttauppsagnir, valda mikilli röskun í lífi launamanna. Þær eru álitshnekkir og oft til þess fallnar að meiða æru launafólks þegar ráðning- arsamband hefur staðið lengi og tor- velda janframt möguleika þess sem sagt er upp að fá nýtt starf. Bak við órökstuddar uppsagnir búa oft ástæður sem fela í sér mis- munun vegna kynferðis, aldurs, trúarbragða, skoðana, þjóðernisupp- runa, kynþáttar, litarháttar, efna- hags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Órökstuddar uppsagnir þrífast í skjóli leyndar Alþekkt er sú mismunun sem kon- ur sæta í íslensku þjóðfélagi vegna kynbundins launamunar og kyn- bundins ofbeldis. Þær sæta einnig órökstuddum upp- sögnum vegna kyn- ferðis síns auk þess að vera mismunað við ráðningar á lakari kjör í víðustu merk- ingu þess orðs. Þá færist það mjög í vöxt, að miðaldra og eldra fólki með lang- an starfsaldur sé sagt upp og yngra starfsfólk ráðið í staðinn. En leyndin, sú staðreynd að ekki þurfi að rök- styðja uppsagnir, útilokar ávallt alla sönnun um að þeim sem sagt er upp hafi verið mismunað. Reynslan virðist vera sú að harka og óbilgirni í samskiptum atvinnu- rekenda við starfsfólk færist í vöxt. Svo er sjá að ný kynslóð auðmanna, sem hafa á undanförnum árum keypt eða yfirtekið hvert stórfyrirtækið af öðru, gjarnan að frumkvæði og fyrir fjármagn bankanna, beri meiri virð- ingu fyrir arði af fjármagni sínu og bankanna en fólki. Það er skelfilegt að horfa til þess að starfsfólki sé sagt upp fyrirvaralaust og gert að hirða persónuleg gögn sín og hypja sig af vinnustað samdægurs undir eftirliti eins og um glæpamenn væri að ræða. Vinstri græn vilja styrkja rétt launafólks Í samþykkt Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar frá 1982 um upp- sögn og ráðningarsamninga (ILO-158) er kveðið á um að sú meg- inregla gildi að atvinnurekandi megi ekki segja starfsmanni upp, nema ákvörðun sé byggð á atvikum er varða hæfni og hátterni hans eða ástæðum sem varða atvinnurekst- urinn. Gerð er krafa um gildar ástæð- ur. Svipaðar reglur hafa verið teknar upp í alþjóðasáttmála, svo sem fé- lagsmálasáttmála Evrópu. Samþykkt Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar hefur ekki verið innleidd hér á landi. Í löggjöf flestra Evr- ópuríkja hafa verið sett lög sem tak- marka uppsagnarrétt atvinnurek- enda. Þau hafa lögleitt skilyrði um það að gildar og málefnalegar ástæð- ur verði að liggja til grundvallar ákvörðun um uppsögn. Dómstólar hafa einnig verið afar tregir til að dæma miskabætur. Atli Gíslason hrl., sem skipar 1. sæti framboðslista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, hefur samið slíkt frumvarp og lagt fram á Alþingi með þingmönnum VG til að koma í veg fyrir hömlulaust frelsi atvinnurekenda til uppsagna starfsmanna. Það hefur í tvígang ver- ið endurflutt en hvorki Framsókn- arflokkurinn né Sjálfstæðisflokk- urinn hafa léð máls á jafn sjálfsögðum réttarbótum. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur yfir höfuð ekki verið hljómgrunnur fyrir því að rétta við hlut launafólks eða skapa lagalegan grunn til að tryggja rétt þess. Það er tími til kominn að skipta út mannskapnum í brúnni! Nú er lag. Vinstri græn vilja stórefla starfsöryggi launamanna Eftir Sigurlaugu B. Gröndal og Ölmu Lísu Jóhannsdóttur: Sigurlaug skipar 13. sæti Vinstri grænna í Suður- kjördæmi, Alma Lísa skipar 2. sæti Vinstri grænna í Suðurkjör- dæmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.