Morgunblaðið - 25.03.2007, Side 71

Morgunblaðið - 25.03.2007, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 71                   Tónleikar Selkórsins mánudaginn 26/3 og miðvikudaginn 28/3 kl. 20 flytur Selkórinn ásamt kammersveit og 4 einsöngvurum Nelson - messu e. Joseph Haydn í Seltjarnarneskirkju Stjórnandi: Jón Karl Einarsson Einsöngvarar: Hulda B. Garðarsdóttir, sópran Sesselja Kristjánsdóttir, alt Jónas Guðmundsson, tenór Davíð Gíslason, bassi Konsertmeistari: Auður Hafsteinsdóttir Miðasala í bókasafni Seltjarnarness og við innganginn árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20. Klassík leikur. Ferðaklúbbur FEB: Fróðleg og skemmtileg ferð til Færeyja og Hjaltlands 11.–18. júní. Farið verður um eyjarnar með leiðsögn heima- manna, merkilegir staðir skoðaðir og reynt að kynnast lífi fólksins og menningu. Uppl. í s. 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9– 16.30 er fjölbreytt dagskrá, veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Fimmtud. 29. mars kl. 13.15, „Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist, samstarf eldri borgara og Fellaskóla. Garðheimar veita verð- laun, stjórn. Kjartan Sigurjóns, allir velkomnir. Fös- tud. 30. mars kl. 10.30: lancier-dans. Hæðargarður 31 | Komdu og kynntu þér dag- skrána. Skapandi skrif mánud. kl. 16. Framsögn miðvikud. kl. 9–12. Bókmenntahópur miðvikud. 28. mars. kl. 20. Leiðbeiningar á tölvu. Bútasaumur, myndlist o.fl. í Listasmiðju. Páll Bergþórsson í Sparikaffi föstud. 30. mars kl. 14. Hali í Suðursveit 20.–22. apríl. S. 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun, mánudag, er ganga frá Egilshöll kl. 10 og bocchia á Korpúlfs- stöðum kl. 13.30. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir alla krakka. Almenn samkoma kl. 14. Helga R. Ármanns- dóttir predikar. Lofgjörð, fyrirbænir, barnagæsla á meðan á samkomu stendur og kaffisala að henni lokinni. Allir velkomnir. 80ára afmæli. Þriðjudag-inn 27. mars nk. verður Guðmundur Bjarnason raf- virkjameistari áttræður. Af því tilefni býður hann ættingjum og vinum til samfagnaðar í Fé- lagsheimili OR, Rafveituheim- ilinu, Elliðaárdal, frá kl. 17 til 20 á afmælisdaginn. Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur, Ylfa Björt Jónsdóttir og Helena Guðrún Eiríks- dóttir, héldu tombólu við verslunina Samkaup – Úrval í Hrísalundi og styrktu Rauða krossinn með ágóðanum. dagbók Í dag er sunnudagur 25. mars, 84. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Fjölmenningarsetur og Há-skólasetur Vestfjarða efna tilráðstefnu á Ísafirði dagana26. til 28. mars um þátttöku og móttöku innflytjenda í dreifbýli. Ráð- stefnan er haldin á Hömrum undir yf- irskriftinni Eru innflytjendur hvalreki eða ógn fyrir samfélögin á landsbyggð- inni? Skipuleggjendur hafa fengið til ráð- stefnunnar fjölda fyrirlesara, m.a. Alp Mehmet sendiherra Bretlands, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og norsku fræðikonuna Marit Anne Aure sem segir frá rannsókn sinni á að- stæðum farandverkafólks í N-Noregi. Einnig er meðal fyrirlesara Philo- mena de Lima sem rannsakað hefur hagi erlends vinnuafls á Bretlands- eyjum: „Í sveitum Skotlands eins og víða annars staðar hefur fækkun fæð- inga, vaxandi hlutfall aldraðra og mögu- legur skortur á fólki á starfsaldri kallað á umræður um velferðarmál, og afkomu samfélagsins til lengri tíma litið,“ segir Philomena. „Staða og hlutverk innflytj- endavinnuafls er áberandi í þessari um- ræðu, sérstaklega í ljósi stækkandi evr- ópsks vinnumarkaðar. Viðhorf meðal bresks almennings hefur reynst marg- breytilegt og flókið, og spannar allan skalann, frá því að fagna fjölbreytileika yfir í kynþátta- og útlendingahatur.“ Philomena fjallar meðal annars um orðaval í umræðunni um innflytjendur: „Neikvætt viðmót kristallast í notkun neikvæðra hugtaka, t.d. þegar rætt er um „flóð“, og „kaffæringu“ þegar lýst er áhrifum innflytjenda á menningu Bret- lands. Viðhorf af þessu tagi eru ekki bundin við Bretlandseyjar, heldur finn- ast einnig á löndum á borð við Ísland, og í öðrum löndum Evrópu.“ Að sögn Philomenu reynist ímyndin um sælu sveitalífsins oft áskorun þeim sem ekki eru taldir falla að samfélagi landsbyggðarinnar: „Einnig benda rannsóknir til að innflytjendur fáist einkum við störf í iðnaði og landbúnaði þar sem kjör og aðbúnaður eru hvað verst. Vinnuveitendur virðast hins vegar meta vel erlent vinnuafl, tala um góðan starfsvilja, áreiðanleika og sveigj- anleika.“ Ráðstefnan er öllum opin og aðgang- ur ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.hsvest.is. Hvalreki eða ógn?  Philomena de Lima fæddist 1955. Hún lauk MA- gráðu í félagsfræði frá Edinborgarhá- skóla 1979 og legg- ur stund á dokt- orsnám við Háskólann í Stirl- ing. Hún hefur unnið fjölda rannsókna á stöðu inn- flytjenda og farandverkamanna á Bretlandseyjum og setið í margs kon- ar opinberum nefndum og ráðum tengdum málaflokkinum, samhliða kennslustörfum. Philomena er gift og á tvo uppkomna syni. Samfélag | Ráðstefna um þátttöku og móttöku innflytjenda í dreifbýli Tónlist Langholtskirkja | Óperukórinn í Reykjavík, Unglingakór Söngskól- ans og Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna í dag kl. 17 og 20. Ein- söngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Bergþór Pálsson. Stjórnandi: Garðar Cort- es. Miðasala á www.midi.is/í s. 552 7366/við innganginn. Salurinn, Kópavogi | Uppselt á tónleika Helenar Eyjólfsdóttur í kvöld. Aukatónleikar hafa verið settir 15. apríl kl. 20. Miðasala er hafin í s. 570 0400 og á sal- urinn.is. Miðaverð: 2.500 kr. Leiklist Fjölbrautarskólinn í Garðabæ | Söngleikurinn Öskubuska sýndur í hátíðarsal skólans. Frábær sýning uppfull af húmor og góðri tónlist. Miðapantanir í síma 520 1600. Iðnó | Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni eru í leikferð um landið með söngleikinn „Í fyrra- sumar“. Þau sýna í Iðnó í Reykja- vík nk. mánudagskvöld, 26. mars, kl. 20. Kvikmyndir Fjalaköttur | Bleikar myndir frá Japan sýndar í Tjarnarbíói á veg- um Fjalakattarins. Sýndar kl. 17– 19 og 21 í dag og kl. 19 og 21 á morgun. Sjá www.filmfest.is. Skriðuklaustur | 700IS, Menn- ingarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Gunnarsstofnun bjóða upp á heimildarmyndaveislu kl. 13 í dag og á laugardaginn kemur. Mun listamaðurinn James P. Graham tala um mynd sína „Iddu“ og verður hún sýnd ásamt 12 öðrum heimildarmyndum. Ókeypis við- burður. Sjá nánar á www.700.is. Fyrirlestrar og fundir Askja – Náttúrufræðahús Há- skóla Íslands | Á morgun kl. 12–13 heldur Dick Ringler, prófessor emeritus við Wisconsin-háskóla í Madison, opinn fyrirlestur á veg- um HÍ í Odda við Sturlugötu. Hann mun ræða um fornenska frásagnarljóðið Bjólfskviðu (Beo- wulf) sem verður gefið út í nýrri þýðingu fyrirlesarans síðar á þessu ári. Askja við Sturlugötu, salur N-132 | Fræðsluerindi Hins ís- lenska náttúrufræðifélags verður flutt á morgun kl. 17.15. Dr. Kristín Svavarsdóttir plöntuvistfræð- ingur hjá Landgræðslu ríkisins flytur erindið: Skeiðarársandur – séður með augum plöntuvist- fræðings. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Bústaðakirkja | FBA-fundur í dag kl. 11–13 í Bústöðum (í kjallara kirkjunnar), leitum úrræða til að komast út úr mynstri alkóhólísks uppeldis með hjálp 12 sporanna. Opinn fundur. Eiðar | 700IS, MMF og Eiðar ehf. standa fyrir listamannaspjalli á Eiðum í kvöld kl. 20. Listamenn- irnir Steina Vasulka, Rúrí og Finn- bogi Pétursson munu fara yfir verk sín og svara spurningum áhorfenda. Ókeypis aðgangur. Sjá nánar á www.700.is. Kvennakirkjan | Laugavegi 59. Á morgun kl. 18.30–20 ræðir Ragn- heiður Inga Bjarnadóttir kven- sjúkdómalæknir um breyt- ingaskeiðið. Allar velkomnar. Landakot | Fræðslufundur á veg- um RHLÖ, Rannsóknastofu í öldr- unarfræðum, verður haldinn fimmtudaginn 29. mars kl. 15 í kennslusalnum á 7. hæð á Landa- koti. Hlíf Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur mun segja frá námsferð sem farin var til Hol- lands síðastliðið haust og greina frá öldrunarmálum þar í landi. Frístundir og námskeið Mímir símenntun ehf. | Byrjenda- og framhaldsnámskeið í golfi fyrir konur og karla. Kennt verður í Básum í Grafarholti og hefjast námskeiðin í apríl nk. Nánari uppl. í s. 580 1808 og á mimir.is. Sveinbjarnargerði – Eyjafirði | Verkun heys í útistæður. 12. apríl kl. 10.30. Námskeið fyrir kúa- bændur. Fjallað verður um ýmsa þætti votheysverkunar, frá slætti til geymslu. Skoðaðar verða kröf- ur til tæknibúnaðar og rætt um þá reynslu sem safnast hefur. Fjallað verður um vélvæðingar- og vinnuþörf o.fl. www.lbhi.is. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Laugarvatni sýnir leikritið Í fyrrasumar í Iðnó við Tjörnina annað kvöld kl. 20. Krakkarnir hafa ferðast víða með verkið og er þetta næstsíðasta sýning en sú síðasta er í Þykkvabæ á þriðju- daginn. Í fyrrasumar er frum- saminn söngleikur í anda Grease en gerist í íslenskum veruleika á síðari hluta sjöunda áratugarins. Miðaverð fyrir fullorðna er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir börn. Menntaskólinn á Laugarvatni í Reykjavík Leikritið Í fyrrasumar sýnt í Iðnó á morgun MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynn-ingar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber-ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið rit- stjorn@mbl.is, eða senda tilkynn-ingu og mynd í gegnum vefsíðu Morg-unblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn "Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynn- ingu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla áÁrnað heilla,Morgunblaði- nu,Hádegismóum 2110 Reykjavík. Í TILEFNI af 75 ára afmæli SPRON hinn 28. apríl nk. var nýverið undirritaður 12 milljóna króna samstarfssamningur til þriggja ára við Hjálparstarf kirkjunnar. Með styrknum er ætl- unin að koma upp 75 vatnsbrunnum í Malaví og Mósambík í Afríku eða einum brunni fyrir hvert ár sem SPRON hefur starfað. Markmið samningsins er að hjálpa fólki í þess- um löndum að afla vatns og nýta það á marg- víslegan hátt. Þátttakendur í verkefninu eru sjálfsþurftarbændur og fjölskyldur þeirra. Upp- skera þeirra er stopul vegna þurrka og fátækt- ar. Með nýjum brunnum SPRON mun fólkið fá að- gang að hreinu vatni til drykkjar og mat- argerðar en auk þess verður hægt að koma á fót áveitum, gera fiskiræktartjarnir og halda skepn- ur. Uppskeran verður öruggari og meiri, afkom- an mun byggjast á fleiri þáttum og því verða tryggari, fæðið verður fjölbreyttara og betra og eflir heilsufar á svæðinu. Öllum brunnum fylgir fræðsla um hreinlæti og smithættu. Samstarfssamningur Á meðfylgjandi mynd skrifa Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar, og Guðmundur Hauks- son sparisjóðsstjóri undir samninginn. Gefa 75 vatnsbrunna til hjálparstarfs AÐALFUNDUR Krabbameinsfélags Reykjavík- ur verður haldinn mánudaginn 26. mars. Fund- urinn verður í húsakynnum í Skógarhlíð 8 og hefst kl. 20. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum flytur Sigmundur Guðbjarnason, fyrrum háskólarektor, erindi sem hann nefnir: „Hvernig geta lífvirk náttúruefni í grænmeti og öðrum heilsujurtum styrkt forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum, heilabilun og krabba- meini?“ að því er segir í fréttatilkynningu. Kaffi- veitingar verða á boðstólum og nýir félagsmenn eru boðnir velkomnir. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.