Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 78

Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 78
78 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Búdapest Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu í gær til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is Sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins! Besti tíminn í Búdapest Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábært tilboð í þriggja nátta helg- arferð í beinu flugi til Búdapest 4. maí. Maí er frábær tími í Búdapest, vorið allsráðandi og borgin öll í blóma og skartar sínu fegursta. Góðir gistivalkostir í boði. Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu enda er hér að finna hið gamla menningarhjarta Evrópu sem státaði af því besta í menningu, listum og húsagerðarlist. Borgin er staðsett á einstökum stað við Dóná sem rennur í gegnum borgina miðja og skiptir henni í tvo hluta; Búda sem er byggð í hlíð vestan megin við ána og er eldri hluti borg- arinnar og hinsvegar Pest. Í boði eru spennandi kynnisferðir um borgina með fararstjórum Heimsferða. 4.-7. maí Frá 39.990 kr. Verðdæmi og valkostir: Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Hotel Atlas *** 39.990 50.790 10.800 Hotel Mercure Korona **** 46.990 57.290 10.300 Innifalið: Flug, skattar, gisting með morgunverði í 3 nætur og íslensk fararstjórn. Ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar, en þær kosta kr. 1.800 báðar leiðir. Verð er netverð á mann í tvíbýli. Þú sparar 10.300-10.800 kr. á mann E N N E M M / S IA • N M 26 72 0 Íöllu stúlknasveitaflóði sjöundaáratugarins var ein söngsveitsem skar sig úr, var meðdjarfara útlit, á þess tíma mælikvarða í það minnsta, og beitt- ara inntak í textum, óþekkar stelp- ur, sem sungu undir nafninu The Shangri-Las. Lögin voru frábær, „Remember (Walking in the Sand)“ og „Give Him a Great Big Kiss“ prýðileg dæmi um það, en meist- araverkið „Leader of the Pack“, sem gerði allt vitlaust sumarið 1964 hljómar jafn ferskt og forðum. Segja má að með því lagi hafi „dauðapopp- ið“ ná hámarki, létt popplög sem snerust um dauðsföll og voveifleg örlög elskenda. Systrasveit Shangri-Las-stúlkurnar voru fjór- ar, systurnar Mary og Elizabeth „Betty“ Weiss og tvíburasysturnar Marguerite „Marge“ og Mary Ann Ganser. Þær voru alla jafna þrjár á tónleikum, myndum og í sjónvarpi, Mary Weiss og Marge og Mary Ann Ganseren, en sungu fjórar inn á plöt- urnar. Þær Weiss-systur, sem ólust upp við sára fátækt, byrjuðu að syngja með vinkonum sínum á skóla- böllum í upphafi sjöunda ára- taugarins rétt komnar á táningsald- urinn. Fyrsta prufuupptakka þeirra skilaði engu en síðan komust þær á mála hjá snjöllum upptökustjóra og eftir það fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan var Simon Says, sem kom út 1963, en á henni söng Betty Weiss aðalrödd. Snemma árs 1964 gerðu stúlk- urnar síðan samning við plötufyr- irtæki, en þar sem þær voru ekki lögráða gengu foreldrar Ganser- systra og móðir Weiss-systra frá samningnum sem var vægast sagt slæmur eins og átti síðar eftir að koma í ljós. Mary var fimmtán ára, Betty var sautján ára og Ganser- systur sextán ára. Fyrsta lagið sem þær tóku upp á nýjum samningi var „Remember (Walking in the Sand)“ sem varð gríðarlega vinsælt og næsta lag, „Leader of the Pack“, enn vinsælla. Næstu fjögur árin má segja að þær stöllur hafi verið á ferðalagi um þver og endilöng Bandaríkin á milli þess sem þær tóku upp ný lög. Eftir því sem Mary Weiss hefur lýst þessum árum var lítið eftirlit með þeim stöll- um og lítið um þær hugsað yfirleitt – þær þurftu alla jafna að sjá um sig sjálfar, sem varð til þess að Mary, þá nítján ára gömul, keypti sér byssu eftir að fullorðinn maður hafði reynt að ryðjast inn á hana á hóteli. Samningaflækja Þegar smekkur ungmenna breytt- ist, ný gerð tónlistar tók við, hallaði undan fæti hjá þeim stöllum, en þeg- ar þær hugðust breyta til, gera nýj- an samning og snúa sér að annarri gerð tónlistar kom í ljós að þær voru réttlausar; foreldrarnir höfðu samið svo af sér fyrir þeirra hönd að þær gátu ekki um frjálst höfuð strokið. Á endanum fór svo að Mary Weiss, og þær stöllur allar reyndar, lögðu tón- listina á hilluna, hættu að syngja, og ekkert heyrðist til þeirra framar. Þar til nú að Mary Weiss snýr aftur með fyrirtaks sólóskífu. Mary Weiss fluttist til San Frans- isco og síðar til New York þar sem hún gerði lítið annað en slæpast að því hún segir sjálf. Þegar hún hafði ekki efni á því lengur fékk hún sér vinnu sem einkaritari og síðustu ár hefur hún stýrt húsgagnafyrirtæki. Þó þær Shangri-Las stöllur hafi horfið augum manna var tónlistin enn til og 1977 gerðu þær samning við Sire-útgáfuna um að taka upp nýja plötu. Útkoman þótti þó ekki góð og hætt var við að gefa plötuna út. Á næstu árum kvarnaðist úr sveitinni, Ganser-systur eru báðar látnar, önnur úr ofneyslu fíkniefna og hin úr krabbameini, og Betty Weiss sagði algerlega skilið við tón- listina. Sagan ekki öll Sagan var þó ekki öll og í kjölfar útgáfu Rhino á safnkassa með stelpusveitum, One Kiss Can Lead to Another, hitti Mary Weiss að- standendur útgáfunnar sem voru ekki seinir á sér að bjóða henni að fara í hljóðverið aftur. Hún féllst á það með einu skilyrði – hún ætlaði ekki að fara að syngja eitthvert gamalt dót. Þeir voru henni hjart- anlega sammála og þar með var kominn grunnur að samningi. Greg Cartwright, leiðtogi þeirrar ágætu sveitar Reigning Sound tók að sér upptökustjórn og skrifaði að auki níu lög af þeim fjórtán sem eru á plötunni. Hann nær að uppfæra hljóminn, gera plötuna nýstár- og nútímalega, en gætir þess einnig að vísa í gamla tíma, að draga fram það sem best var á þessum árum. Rödd- in á Mary Weiss hefur breyst, sem vonlegt má telja, á þeim fjörutíu ár- um sem liðin eru frá því sveitin sló í gegn, en ekki svo mikið, maður þekkir hana undireins. Mary Weiss snýr aftur Shangri-Las var ein helsta stelpusveit sjöunda áratugarins og Mary Weiss, aðalsöngkona þeirr- ar sveitar, er mörgum eftirminnileg. Fyrir ýmsar sakir sagði hún skilið við tónlistina í rúma þrjá áratugi en snýr nú aftur með sólóskífuna Dan- gerous Game. Dauðapopp Mary Weiss og Shangri Las fluttu létt popplög sem snerust um dauðsföll og voveifleg örlög elskenda. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.