Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 1

Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 108. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR ELDJÁRN, HLÚJÁRN PÓLITÍSKUR MUNAÐARLEYSINGI KOSNINGAR 1968 >> 27 VINSÆL Á JAÐRINUM HIN KANADÍSKA ARCADE FIRE KINGSBURY Í VIÐTALI >> 72 FEGURÐ Í MYNDUM GEGN FÍKN FJÖL- MIÐLA Í ÓHROÐANN JACQUES DEBS >> 28 Eftir Pétur Blöndal og Ragnhildi Sverrisdóttur FORMENN stjórnmálaflokkanna eru sammála um að efna eigi til kosninga um mikilvæg grundvallarmál sem varða þjóðina alla. Einnig eru þeir sammála um að sum þýðingarmikil mál eigi að útkljá með kosn- ingum á vettvangi sveitarfélaganna. Þá eru þeir á einu máli um að kjósendur ættu að hafa úrræði til að kalla eftir slíkri atkvæðagreiðslu. Hjá Samfylkingu og Íslandshreyfingunni er talað um að 20% kjósenda eigi að geta farið fram á slíka atkvæðagreiðslu, 15% hjá Frjálslynda flokknum og 12–15% hjá Vinstri grænum. Almennt eru formenn stjórnarflokkanna varkárari í yfirlýsingum sínum um aukið vægi beins lýðræðis. Báðir segja þeir koma til álita að aukinn meirihluta þurfi til svo að niðurstöður teljist bindandi, en Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur fram að það yrði þá í mikilvægustu málum. Þá kemur fram hjá Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknarflokksins, að hann telji að bera eigi undir þjóðaratkvæði sérstök álitamál sem forseti Íslands eða Alþingi kjósi að vísa til þjóðarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, er því fylgjandi að tryggt sé að atkvæða- greiðsla fylgi málskoti forseta Íslands og að sett séu sérstök lög um framkvæmd hennar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir allt gott um atkvæðagreiðslur í sveitarfélögum eða á tilteknum svæðum að segja þótt málið varði fleiri, en þá beri að líta svo á að íbúarnir séu aðeins að afgreiða málið fyrir sitt leyti. Málið sé ekki endanlega ákveðið, nema því sé hafnað. | 10–17 Þjóðin kjósi um grundvallarmál  Formenn stjórnmálaflokka eru einhuga um að kjósendur eigi að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu  12 til 20% kjósenda eru nefnd í því sambandi Í PÓLLANDI hafa verið sett „hreinsunarlög“ til að uppræta kommúnista og ná þau til 750 þús- und manna. Fyrirhuguð réttarhöld yfir Wojciech Jaruzelski eru líkleg til að magna deiluna, sem lögin hafa valdið. VIKUSPEGILL Jaruzelski ákærður á ný Á UMBÚÐUM snyrtivara má oft lesa fögur fyrirheit um virkni þeirra. Þversögnin er sú að ef þær stæðu undir merkjum ætti að selja þær sem lyf. Fegrun og þversagnir FYRST var farið að selja brjósta- haldara fyrir 100 árum og þótti bylting. Enn eru hugmyndir um að þróa flíkina og er ýmist boðaður hátæknihaldari eða margnota. Aldargömul undirföt HELENA Stefánsdóttir er kvik- myndagerðarkona með meiru en hún vinnur nú að gerð heimildamyndar um Kárahnjúka. „Þetta verður mynd um mitt persónulega ferðalag í sam- bandi við náttúru Íslands og stór- iðjuvæðinguna. Mig langar líka að sýna sögu fólksins sem verður fyrir beinum áhrifum af framkvæmdunum. Það er alltaf verið að segja að þetta sé í almannaþágu en þarna er fólk sem þarf að hætta búskap eða annarri at- vinnustarfsemi og yfirgefa heimili sín. Fólk sem verður fyrir beinum neikvæðum áhrifum, fjárhagslegum eða tilfinningalegum. Þetta fólk er hluti af fjöldanum. Myndin á að gefa mynd af þessu fólki og líka landinu sem fer undir.“ Vill auka veg stuttmynda Helena hefur einbeitt sér að stutt- myndagerð og vill veg listformsins sem mestan. „Stuttmyndin er í mörg- um löndum virt og viðurkennd sem sérstakt listform. Hér er litið á hana sem æfingu fyrir mynd í fullri lengd. Það getur auðvitað verið þannig en stuttmyndin sjálf er mjög spennandi og allt annað en mynd í fullri lengd. Ég hef metnað til að koma stutt- myndinni á blað á Íslandi og veit að hér er hópur fólks sama sinnis. Það þarf að skapa vettvang fyrir stutt- myndina, hann er ekki til nú.“ Anna, stuttmynd eftir hana, verður sýnd á Reykjavík Shorts & Docs í vor en Helena verður framkvæmdastjóri þessarar heimilda- og stuttmynda- hátíðar á næsta ári. | 24 Kvikmyndagerðarkonan og umhverfisverndarsinninn Helena Stefánsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Í miðbænum Helena við heimili sitt í bakhúsi við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur, ekki langt frá kaffihúsinu sínu, Hljómalind við Laugaveg. Vill sýna sögu fólksins Vinnur að gerð heimildamyndar um Kárahnjúka og stóriðjuvæðingu Anna Úr nýjustu stuttmynd Helenu, sem ber nafnið Anna og segir frá konu með Tourette-sjúkdóminn. BANDARÍKJAMENN eru byrjaðir að reisa um 5 km langan og um fjögurra metra háan múr í norðurhluta Bagdad í Írak í þeim tilgangi að aðskilja Adhamiya-hverfi súnníta frá sjítahverfum í nágrenninu og reyna þannig að bæla niður aukið ofbeldi á svæðinu. Að sögn The New York Times er gert ráð fyrir að múrinn verði full- gerður í lok næsta mánaðar. Í honum verða varðstöðvar þar sem her- menn heimamanna munu hafa eftirlit með ferðum fólks. Íbúar í Adhamiya hafa gagnrýnt framkvæmdina og segja aðgerðina ómanneskjulega. Þeir segja að múrinn auki spennuna og hatrið á milli stríðandi fylkinga og sé auk þess liður í áætlun ríkisstjórnarinnar, sem sjítar fari fyrir, um að einangra súnníta. Reisa fjögurra metra háan múr í Bagdad

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.