Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 3

Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 3
ER HAGSTÆTT AÐ TAKA HÚSNÆÐISLÁN Í ERLENDRI MYNT? Opinn fundur um húsnæðisfjármögnun 24. apríl á Nordica Hotel Opinn fundur um húsnæðisfjármögnun verður haldinn á Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2, þriðjudaginn 24. apríl og hefst kl. 20:00. Sérstakur gestur fundarins er Magnús Árni Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics og fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarseturs í húsnæðis- málum við Háskólann á Bifröst og mun hann fjalla um mismunandi tegundir húsnæðislána, kosti þeirra og galla og leiðir til að draga úr áhættu. Fundurinn er öllum opinn en sætafjöldi er takmarkaður. Boðið verður upp á kaffiveitingar að fundi loknum. Vinsamlega skráðu þátttöku þína á www.glitnir.is eða í þjónustuveri Glitnis í síma 440 4000 fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 24. apríl. Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta og hlökkum til að sjá þig. Starfsfólk Glitnis 19:30 Húsið opnar Ráðgjafar Glitnis veita persónulega ráðgjöf í anddyri. 20:00 Opnun fundar Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Glitnis á Íslandi. 20:10 Hvert stefnir krónan og hagkerfið? Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningardeild Glitnis. 20:30 Fjölbreytni í húsnæðisfjármögnun er allra hagur Magnús Árni Skúlason, frkv.stj. Reykjavík Economics ehf. og fyrrv. for- stöðumaður Rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Háskólann á Bifröst. 20:55 Nýtt helmingaskipt húsnæðislán Glitnis Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri Glitnis í Þarabakka. 21:10 Spurningar og svör Fundarstjóri: Jóhanna Vilhjálmsdóttir. 21:30 Fundi slitið Ráðgjafar Glitnis veita persónulega ráðgjöf í anddyri. Boðið upp á kaffiveitingar. Dagskrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.