Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 6
6 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
U
ngir sem aldnir Reyk-
víkingar, og raunar
miklu fleiri Íslend-
ingar, hafa haft hug-
ann við húsin sem
brunnu sl. miðvikudag í miðbæ
Reykjavíkur. Margir eiga minningar
bundnar þessum húsum.
„Árið 1911 keypti faðir minn, Pét-
ur Halldórsson, síðar borgarstjóri
Reykjavíkur árin 1935 til 1940,
Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar að
Lækjargötu 2,“ segir Ágústa Pét-
ursdóttir Snæland og sýnir blaða-
manni mynd af föður sínum fyrir
framan umrætt hús, sem hún á í al-
búmi sem hún hefur safnað í mynd-
um úr gömlu Reykjavík.
„Faðir minn rak þessa verslun þar
til við erfingjar hans seldum hana
Almenna bókafélaginu en þá var
verslunin löngu komin í Austur-
stræti 18, þar sem hún er enn dag
starfandi,“ bætir Ágústa við.
Hún man ekki eftir föður sínum
við verslunarstörf í Lækjargötu 2.
„En það var oft talað um þennan
tíma, hann keypti Bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar í Lækjargötu 2
skömmu áður en hann og móðir mín
Ólöf Björnsdóttir gengu í hjóna-
band. Þetta var því mikilvægur tími
fyrir þau.“
Austurstræti 22
Ágústa á líka ýmsar minningar
bundnar Austurstræti 22.
„Haraldur Árnason rak þar versl-
un sem ég kom mjög oft í. Fyrst var
þetta lítil búð en seinna stækkaði
Haraldur verslunina og þá varð hún
tvær deildir. Enn síðar byggði hann
við að vestanverðu, alla leið að Nýja
bíói og þá kom þriðja deildin, þar
voru prjónavörur. Loks bætti Har-
aldur við fjórðu deildinni, hún var
uppi á lofti fyrir ofan gömlu búðina
og þar var kvenfatnaður. Þangað var
gaman að koma,“ segir Ágústa og
flettir enn albúminu og bendir mér á
mynd af föður sínum og Haraldi
Árnasyni.
„Þeir voru miklir vinir faðir minn
og Haraldur og höfðu margt saman
að sælda. Þeir báru mikið traust
hvor til annars. Haraldur fór meðal
annars með föður mínum þegar
hann fór utan til þess að fá lán til
þess að koma Hitaveitu Reykjavíkur
á laggirnar, þetta var skömmu fyrir
seinna stríð.“
Enn flettir Ágústa albúminu og
bendir mér nú á mynd af litlum,
hvítklæddum stúlkum.
„Þarna sérðu dætur Haraldar
Árnasonar, þær voru góðar vinkon-
ur mínar og skólasystur. Við vorum
fengnar til þess, ásamt dætrum
Georgs Ólafssonar bankastjóra, að
taka á móti kónginum 1921,“ segir
hún.
„Þetta er eins og ég man það,“
segir hún og leggur albúmið aftur.
„Meira get ég ekki um þessi hús
sagt,“ segir hún og lætur albúmið í
poka svo ég geti fengið að taka eftir
þeim myndum sem hún hefur bent
mér á.
Mikilvægur tími
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Lækjargötu 22 Myndin er tekin um 1911. Pétur Halldórsson stendur utan-
dyra en Hólmfríður systir hans er í dyragættinni. Hún vann í versluninni um tíma. Hinar konurnar eru vegfarendur.
„Þetta var mikilvægur
tími fyrir þau,“ segir
Ágústa Pétursdóttir
Snæland í samtali við
Guðrúnu Guðlaugs-
dóttur, um kaup föður
síns á Bókabúð Sigfús-
ar Eymundssonar,
Lækjargötu 2, en kaup-
in voru einmitt gerð um
sama leyti og foreldrar
hennar gengu í hjóna-
band. Sjálf fæddist hún
ekki fyrr en 1915.
Morgunblaðið/Ásdís
Minningar Ágústa Pétursdóttir Snæland fæddist í Reykjavík 1915. Hún
man ekki eftir föður sínum við störf í Bókabúð Eymundsson í Lækjargötu
22. „En í versluninni Austurstræti 18 var alltaf mikið um að vera.“
Vinir Kaupmenn í Austurstræti – Haraldur Árnason og Pétur Halldórsson
(sá með dökka hattinn), fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur.
Konungskoma Móttaka kóngsins 1921, f.v. í neðri röð Eufemia Georgsdóttir
og Kristín Haraldsdóttir. Efri: Ágústa Pétursdóttir og Dagný Georgsdóttir.
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur
ákveðið að skipa framkvæmda-
nefnd til að fylgja eftir tillögum
nefndar um endurskoðun örorku-
mats og eflingu starfsendurhæf-
ingar. Tillögurnar miða að því að
breyta núgildandi örorkumati
þannig að það verði sveigjanlegra
og taki fremur mið af starfsgetu
einstaklingsins en örorku.
Einnig er gert ráð fyrir að starfs-
endurhæfing verði stórefld og
skipulag hennar bætt þar sem m.a.
verði lögð áhersla á að saman fari
læknisfræðileg endurhæfing og
starfsendurhæfing eftir því sem við
á og að hún hefjist eins fljótt og
hægt er, segir í fréttatilkynningu.
Þessar tillögur hafa verið sam-
þykktar í ríkisstjórn og skal fram-
kvæmdanefndin tryggja að þær
komi til framkvæmda svo fljótt sem
auðið er.
Bolli Þór Bollason er formaður
nefndarinnar, tilnefndur af forsæt-
isráðuneytinu. Aðrir í nefndinni
eru Davíð Á. Gunnarsson, tilnefnd-
ur af heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, Gylfi Arnbjörns-
son, tilnefndur af ASÍ, Hallgrímur
Guðmundsson, tilnefndur af fjár-
málaráðuneytinu, Hannes G. Sig-
urðsson, tilnefndur af SA, Helga
Jónsdóttir, tilnefnd af BSRB, Pétur
H. Blöndal, tilnefndur af forsætis-
ráðuneytinu, Ragnar Gunnar Þór-
hallsson, tilnefndur af Öryrkja-
bandalaginu, Hrafn Magnússon,
tilnefndur af Landssamtökum líf-
eyrissjóða og Þór G. Þórarinsson,
tilnefndur af félagsmálaráðu-
neytinu.
Framkvæmda-
nefnd um
endurskoðun
á örorkumati
BORGFIRÐINGAR eystra vænta
þess fastlega að frambjóðendur til
alþingiskosninga, er setja sam-
göngumál á oddinn, eigi leið í
Bakkagerðisþorpið og kynnist þá af
eigin raun hversu hörmulegur
Borgarfjarðarvegurinn er og á
köflum vart ökuhæfur öðrum tækj-
um en traktorum. Í það minnsta
þarf að fara um drjúgan hluta veg-
arins milli Sands og Unaóss á
traktorshraða ætli menn að koma
sér og ökutækjum sínum heilum á
áfangastað. Segir á vefnum borgar-
fjordureystri.is að langir kaflar séu
orðnir slitlagslausir og strax í
fyrrasumar hafi þvottabretti, holur
og stórgrýti sem skagi upp úr veg-
inum orðið ökumönnum skeinu-
hætt. Aðeins hilli þó undir lagfær-
ingar á hluta vegarins því nú sé
búið að aka möluðu efni í stóran
hrauk við Bóndastaðaháls sem nota
eigi til að klæða á milli Móbergs og
Laufáss.
Vilja fram-
bjóðendur
í holurnar
ÞRÍR voru handteknir grunaðir um
fíkniefnamisferli aðfaranótt laugar-
dags í Reykjanesbæ. Lítilræði af
hassi fannst á hinum handteknu en
einn af þeim var einnig grunaður
um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Um er að ræða tvö aðskilin mál.
Aðilar voru látnir lausir eftir
skýrslutöku. Þá var einn ökumaður
kærður á laugardagsmorgun fyrir
meintan akstur undur áhrifum ólög-
legra fíkniefna. Sá var stöðvaður við
akstur í Reykjanesbæ.
Innbrot í MH
Tilkynnt var um innbrot í nýbygg-
ingu í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð í nótt, þar var stolið tölvuskjá og
telur lögregla að þjófurinn hafi falið
sig og látið læsa sig inni í skólanum í
gærkvöldi, enginn er í haldi vegna
málsins, en það er í rannsókn.
Fíkniefnamál
í Reykjanesbæ