Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 8

Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 8
8 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svona, svona, Kolla kúltúr, bara aðeins að láta blóðið væta góm. VEÐUR Síðasta skoðanakönnun Capa-cent-Gallup sýnir svo ekki verð- ur um villzt, að Samfylkingin er að tapa fylgi til beggja átta. Þegar tekið er mið af úrslitum alþing- iskosninganna 2003 og skoðana- kannana nú ætla um 20% af kjós- endum Samfylkingarinnar árið 2003 að kjósa Vinstri græna nú.     Þetta er ekkisízt athygl- isvert í ljósi þess, að þegar Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, hafði verið kjörin for- maður Samfylk- ingar sendi hún út sérstakt ákall til stuðnings- manna Vinstri grænna, sem hún taldi að ættu heima í sínum her- búðum, um að snúa heim.     Þetta ákall virðist hafa snúizt uppí andhverfu sína.     En jafnframt er ljóst að Samfylk-ingin er einnig að missa fylgi til hægri. Um 8% þeirra, sem kusu Samfylkinguna árið 2003 ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú.     Það verður að teljast nokkuðljóst, að hér er um að ræða fyrrverandi kjósendur Alþýðu- flokksins, sem eru ósáttir við Sam- fylkinguna og telja sig ekki lengur eiga heima þar.     Samfylkingin er að þessu leyti ísvipaðri stöðu og Framsókn- arflokkurinn, að flokkurinn er að missa fylgi bæði til hægri og vinstri og augljóslega erfitt fyrir talsmenn Samfylkingar að stilla málflutning sinn þannig af að þeir nái til beggja átta.     Það hefði kannski verið skyn-samlegra að leita liðsinnis þeirra, sem geta haldið gömlum Al- þýðuflokkskjósendum við efnið?! STAKSTEINAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Samfylking tapar til beggja átta SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                     * (! +  ,- . / 0     + -                    !            12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   " " "   #$$# $  $  #$$# #$$#  $       :  *$;<=  %%                                                     !  "   #        $         *! $$ ; *!   &'()% %(%   *+ >2  >!  >2  >!  >2  &) $#%, $ -%.#$/  == $              87  & $' %%() % $$$0 $ 1%$%/ %*%$$2%3* *% 1%$ %$$  2 6  2  & $' %%#$$#% $$$0 #%( $ $ 1%$%$$ %  #%  %%  2%4 %%  %% #1   %$ $ $ 2 ;  56$ % $' %%#$$#1 $ %  $ $ 1%$ !   %'%7 $ 2%8 $  "%- %  # 2%4 %%  % #1% (  %*%$$2 9## %'%:: $#%*'%5 *%, $ %; 2% $% 2%2 < 3'45?4 ?*>5@ AB *C./B>5@ AB ,5D0C).B 2 1 1 1 2      2 2 2      2  2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gísli Freyr Valdórsson | 20. apríl Lækkum skatta Það er vonandi að stjórnmálamenn átti sig á þessu líka og lækki skatta enn frekar. En þeir eru reyndar dáldið á milli steins og sleggju. All- ir vilja fá eitthvað frá hinu opin- bera. Daglega heyrir maður að einhver hagsmunahópurinn er að krefja hið opinbera um meira fjár- magn í hitt og þetta. Allt of marg- ir líta þannig á að fé úr sjóðum hins opinbera sé töfralausn við öll- um vandamálum. Meira: http://gislifreyr.blog.is Guðmundur Magnússon | 20. apríl Athafnastjórnmál Ég verð svolítið óró- legur þegar ég heyri þetta orð. Misskiljið mig ekki. Ég er ekki að biðja um sinnulausa skrifborðsmenn í stjórnmálin. Af og frá. Auðvitað þurfa stjórnmálamenn að vera vakandi og drífandi. En ef at- hafnastjórnmál merkir að stjórn- málamenn eigi að fara að vasast í hlutum sem við heilbrigðar að- stæður eru á verksviði atvinnurek- enda og framtaksmanna, þá segi ég: Nei, takk! Meira: gudmundurmagnusson.blog.is Jón Magnússon | 20. apríl Bitnar á hjáleigunni Guðni landbún- aðarráðherra ætti að vita það að flestallir vilja frekar vera á höf- uðbólinu en hjáleig- unni. Þess vegna kjósa menn Sjálfstæð- isflokkinn en ekki Framsóknar- flokkinn. Það er hvort eð er sami rassinn undir báðum flokkum. Flokkarnir eru búnir að vera svo lengi saman í stjórn og standa saman að svo mörgum vafasömum aðgerðum að fólk lætur það bitna á hjáleigunni. Meira: http://jonmagnusson.blog.is Anna K. Kristjánsdóttir, 21. apríl Sovét-Ísland Sovét-Ísland, drauma- landið, hvenær kemur þú? Þessi orð eins hinna Rauðu penna hafa löngum verið höfð að háði og spotti meðal íslenskra hægrimanna sem fundu skoðunum íslenskra vinstrimanna allt til foráttu á fyrri hluta tuttugustu aldar og þá sér- staklega trú þeirra á hinum ungu Sovétríkjum, en einnig misréttinu sem ríkti þar austur frá. Nú er misréttið komið til Íslands til að vera. Hér er búsett ný stétt manna sem ferðast á milli á einka- þotum og lifir lífi sem við sauð- svartur almúginn þekkjum ekki og vart í okkar villtustu draumum, fá dýrustu skemmtikrafta heims til að skemmta sér og fjölskyldum sínum í afmælum og um áramót og eiga allt það flottasta sem hægt er að kom- ast yfir. Þessi nýja stétt veður í peningum og greiðir einungis 10% skatt en fær þó fulla þjónustu. Ég er í sjálfu sér ekki að mót- mæla þessu að sinni, fremur því þjóðskipulagi sem mismunar þegn- unum á þann hátt að hún skiptist í tvær þjóðir í sama landinu, hina for- ríku og alla hina. Í Sovétríkjunum voru líka tvær þjóðir, háttsettir í flokknum og svo allir hinir. Nú hef- ur hið hataða skrifræði Sovétríkj- anna einnig náð til Íslands. Lettn- eskur trésmiður og eiginkona hans sem vinnur við þrif, fá ekki dag- heimilispláss fyrir börn sín. Ástæð- an. Íslenskt skrifræði á tímum sem hörð hægristjórn hefur setið hér við völd í tólf ár. Ekki verður lettnesku hjónunum kennt um að lifa á fé- lagslega kerfinu, greinilega harð- dugleg hjón sem skila sínu til sam- félagsins og fá ekkert í staðinn. Alls ekkert. Ekki einu sinni dagheim- ilispláss fyrir börnin. Í þessu tilfelli er börnunum refsað fyrir að vera til og að hafa ekki uppfyllt ýtrustu kröfur um gildistíma vegabréfa og nú bíður fjölskyldunnar löng og ströng leið um hið íslenska skrif- ræði áður en þau fá að njóta dvalar sinnar hér á landi. Ég held að við þurfum ekki leng- ur að bíða eftir komu Sovét-Íslands. Það er hérna undir vökulum augum ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks, allavega sá hluti þess sem líkt er við misrétti og skrifræði. Meira: http://velstyran.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.