Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 22
Við vorum öll að yrkja og aðvinna í handritum oglangaði að koma okkur áframfæri. Sú hugmynd að vekja upp Nykur vaknaði síðan fyr- ir tilviljun og við ákváðum að hafa samband við Davíð (A. Stef- ánsson),“ segir Emil Hjörvar Pet- ersen. Í dag samanstendur Nykurs- hópurinn af rúmum tug einstaklinga á aldrinum 21-26 ára auk eldri Nyk- ursmanna. „Það er sameiginleg sýn allra Nykurs-manna að fjölbreytnin sé styrkur. Við erum öll afar ólíkir einstaklingar og yrkjum því sam- kvæmt því. Frelsi skáldsins á að vera sem mest og við veitum hverju skáldi fyrir sig aðhald á sínum eigin forsendum,“ segir Emil. Nykur er sjálfsútgáfa. Skáldin gefa sjálf út sín eigin verk og þurfa að borga allan kostnað á útgáfu sinna verka. En Nykursmenn hagn- ast þó ávallt með því að vera hluti af félagsskapnum. „Við höfum útvegað okkur ýmsa samninga sem skáldin geta nýtt sér. Auk þess lesum við yfir og rit- stýrum hvort öðru. Upplestrarkvöld eru haldin reglulega og heimasíða er í bígerð þar sem fólk getur aflað sér upplýsinga um hvert skáld fyrir sig og svo framvegis. Nykur býður því upp á afar góðan vettvang fyrir skáld sem vilja koma sér á fram- færi, segir Emil. „Nykur er alls ekki lokaður fé- lagsskapur heldur eru allir sem hafa áhuga á ljóðagerð velkomnir til að taka þátt í að ræða um ljóðlist og skiptast á hugmyndum og skoð- unum,“ bætir Kári Páll Óskarsson við. Ringulreið og jafnvægi Fyrsta ljóðabók Emils Hjörvars nefnist Gárungagap. „Hún samanstendur af um 36 ljóðum og er gróflega skipt upp í þrjá hluta. Megin þema bókarinnar er ringulreið. Ég hef verið að hugsa mikið um ringulreiðina og hún er að mínu mati hið fullkomna ástand. Ringulreiðin er í raun í allri okkar hugsun. Hún er það sem mótar okk- ur. Við erum nefnilega aldrei neitt eitt heldur er margræðni í öllu. Ringulreiðin er því drifkraftur fyrir lífið og listsköpun. Nafnið á bókinni er vísun í Ginnungagap í norrænni goðafræði, sem var ringulreiðarást- and áður en heimurinn tók á sig mynd. Gárungar eru einstaklingar sem eru montnir og miklir með sig, en eru í raun ekkert annað en spé- fuglar, svona svipað eins og uppar okkar tíma. Þannig að það má segja að Gárungagap sé ringulreið upp- anna, sem er ansi steikt ástand, eins og ljóðin í bókinni sýna að mörgu leyti.“ Emil vill ná fram ákveðnum hug- hrifum með ljóðum sínum. „Stílar ljóðanna er af mörgum toga; ádeila, rómantík, kímni og frjálst hugrenningarflæði. Ég vil ná fram ákveðnu jafnvægi þarna á milli og góðu flæði á milli mismunandi stíla. Með þessu reyni ég að gera lestur bókarinnar skemmtilegan, samhliða því að lesendur geti upp- lifað ljóðin á lýrískan hátt.“ Skáldið hefur raunsæjar vænt- ingar til framtíðarinnar. „Framtíðardraumurinn er að geta unnið við skriftir í fullu starfi. Ég er að vinna að skáldsögu og skrifa mikið af smásögum. Auk þess er ég með hugmynd að ljóðabálki. Ég ætla þó að sjá hvernig viðtökur Gárungagap fær og halda síðan ótrauður áfram. Ég reyni að vera jákvæður og raunsær á það sem ég geri. Vonandi kemur eitthvað stór- kostlegt út úr því.“ Meðvitað frumverk Oubliette er einnig fyrsta ljóða- bók Kára Páls. „Oubliette er mjög meðvitað frumverk. Bókin fjallar um það að byrja að yrkja, sjálfsblekkingu, þunglyndi og annað í þeim dúr. Hún er óvenjuleg að því leyti að áhrifa- valdanir koma frá enskum og frönskumælandi skáldum. Ég byrj- aði ekkert að fást við skáldskap fyrr en ég fór að læra þessi mál í Há- skóla Íslands og um leið kom áhug- inn á skáldskap. Að vissu leyti finnst mér ég því vera að stíga bak- dyramegin inn í íslenska ljóðagerð,“ segir Kári Páll og útskýrir nafn bókarinnar: „Oubliette er ákveðin tegund af dýflissum sem er aðeins aðgengileg gegnum þakhlera. Hún er myndlík- ingin sem bókin byggist á. Orðið merkir einnig að gleyma.“ Eitt helsta einkenni bókarinnar er fjöldi vísana og textatengsla. „Ég vísa mikið í erlendan skáld- skap. Þannig beini ég athyglinni út fyrir hinn íslenska viðmiðunar- ramma sem ég tel afar þröngan. Vísanirnar eru viðleitni af minni hálfu til að víkka út þennan viðmið- unarramma. Textavensl verða ekki umflúin, það eru alltaf textatengsl til staðar í skrifum og því þýðir ekk- ert að afneita þeim. Bókin mín get- ur því verið torskilin á köflum. Það geri ég til að draga athygli að þeim bókum sem hafa mótað mig. Ég fann mig knúinn til að birta eft- irmála með skýringum vegna þessa.“ Spurður út í stílbrögð ljóðanna svarar Kári Páll því til að hann telji sig enn vera að þroskast. „Stíll ljóðanna er oft frekar hlað- inn, hálf-barokklegur og drama- tískur. Því ræður bara minn smekk- ur, hrifning af skáldskap eins og til dæmis mörgum ljóðum T.S. Eliot sem eru hálf dramatísk að upp- byggingu. Nú eða þá Shakespeare. Þetta er frumverk eins og áður seg- ir og ég er leitandi að einhverjum stíl sem gæti talist minn eigin.“ Fleiri verka er að vænta frá Nykri, meðal annars ljóðasafns með ljóðum allra Nykurfélaga. Líflegur ljóðaheimur Morgunblaðið/Ásdís Nykurskáld Kári Páll Óskarsson og Emil Hjörvar Petersen hafa báðir gefið út sína fyrstu ljóðabók og eru meðal rúmlega tuttugu liðsmanna skáldafélagsins Nykurs. Það er mikil orka í ljóðaheiminum þessa dagana. Fjölmörg ungskáld eru að koma sér á framfæri og vettvangur þeirra virðist vera mun aðgengilegri en áður hefur verið. Guðrún Hulda Pálsdóttir ræddi við Emil Hjörvar Petersen og Kára Pál Óskarsson sem eru liðsmenn skáldafélagsins Nykurs. Í HNOTSKURN »Nykur var fyrst stofnaðurárið 1995. »Björgvin Ívar og AndriSnær Magnason stofnuðu félagið, sem var þá útgáfuhóp- ur ungskálda sem höfðu hug á að gefa út ljóðabækur sínar. »Alls komu út þrettán bæk-ur undir nafni Nykurs á þeim átta árum sem félagið starfaði. »Seinni part síðasta árs varNykur endurvakinn af hópi ungskálda. daglegtlíf Jacques Deps fékk Íslending til að syngja í mynd sinni Múslím- ar í Evrópu, Kristnir í Miðaust- urlöndum. » 28 kvikmyndir Eiríkur Finnsson sér um mötu- neyti fyrir 640 nemendur og starfsfólk og er uppátækjasam- ur dellukarl. » 40 frumkvöðull Slavoj Zizek þykir einn af for- vitnilegustu heimspekingum samtímans og greinir umhverf- ið með sínum hætti. » 38 heimspeki Hver er stefna flokkanna í um- hverfismálum nú þegar litur kosningavorsins hefur sjaldan verið grænni? » 30 umhverfi Helena Stefánsdóttir er nátt- úruverndarsinni, kvikmynda- gerðarkona, listakona, dansari og grænmetisæta. » 24 lífshlaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.