Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 26
daglegt líf
26 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
að ef eitthvað kemur til mín, reyni ég
að fylgja því.“
Frá þessum tíma hefur Helena
mikið verið viðloðandi kvikmyndahá-
tíðir. „Ég er búin að vinna í nánast
öllum stóru kvikmyndahátíðunum
sem haldnar hafa verið á Íslandi síð-
an Nordisk Panorama 1999, gömlu
kvikmyndahátíðinni í Reykjavík,
Shorts & Docs, Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Reykjavík RIFF.
Það er eitthvað sem togar alltaf í mig
við kvikmyndahátíðir og þær eru
tækifæri til að sjá fullt af myndum og
kynnast fólki. En mig langar líka að
fara meira með eigin myndir á hátíð-
ir,“ segir Helena sem verður fram-
kvæmdastjóri heimilda- og stutt-
myndahátíðarinnar Reykjavík
Shorts & Docs á næsta ári. Næsta
hátíð verður haldin í maí og verður
nýjasta stuttmynd Helenu sem ber
nafnið Anna sýnd þar. Ætlar Helena
að hefja undirbúning næstu hátíðar
strax í sumar og byrja á því að aug-
lýsa eftir myndum.
Helena heldur mikið upp á Tjarn-
arbíó og langar að endurvekja það
sem bíó. „Ég frumsýndi Önnu þar
því mig langaði að hafa heimilislega
stemningu og ég var líka að halda
upp á afmælið mitt,“ segir hún en
þetta var í janúar. „Sjarmi hússins
passar líka vel við þá stemningu sem
ríkir á kvikmyndahátíðum.“
Henni finnst kvikmyndahátíðir
mikilvægar til að kynna fjölbreyttari
kvikmyndir en ella eru sýndar í bíó-
húsum. „En það þarf meira til að fólk
fari að melta almenntilegt bíó. Holly-
wood-formúlan er bara afþreying og
peningamaskína. Sem stendur erum
við ekki að ala börnin okkar upp í því
að meta aðra tegund af kvikmynd-
um.“ Helenu finnst menntakerfið
gegna þarna mikilvægu hlutverki.
„Það er mikilvægt að börn lesi og
virkji ímyndunaraflið í gegnum sköp-
un og handavinnu. Það væri gaman
ef það væri meiri sköpun inni í skól-
anum eins og með myndbönd. Ekki
bara áhorf, heldur beinlínis að leyfa
börnum að búa til myndir. Vídeóið er
ört vaxandi miðill.“
Helena var fyrir nokkrum árum
með stuttmynd á barnakvikmynda-
hátíð á Norðurlöndum og segir þar
hafa verið mikið af frábæru efni fyrir
börn og unglinga. „Ekkert af þessu
kemur til Íslands. Eina sem er í boði
eru Disney-kvikmyndir og ámóta.“
Lengi að vinna
Helenu er þetta meðal annars
hugleikið vegna þess að hún á þrjú
börn, Stefán 19 ára og Kolfinnu 16
ára, en bæði eru þau Nikulásbörn og
frönsk í aðra ættina. Svo á hún Ilmi
Maríu, sem verður fimm ára í maí,
með eiginmanni sínum Arnari Steini
Friðbjarnarsyni. Saman reka þau
kvikmyndafyrirtækið Undraland við
Mýrargötu.
Helena hefur gert fjórar stutt-
myndir og nokkrar fræðslumyndir
og segist vera frekar lengi að vinna.
„Ég er búin að sætta mig við það. Ég
fékk hugmyndina að Önnu árið 1999
og gekk með hana í maganum í tvö
ár. Ég skrifaði handritið og sótti um
styrk 2002 hjá Kvikmyndamiðstöð.
Fékk athugasemdir við handritið og
gerði breytingar á því samkvæmt
þeim og var svona ár að því. Ég bætti
lítilli ástarsögu í myndina, tók hana
2005 og frumsýndi í byrjun árs
2007.“
Korters stuttmyndin Anna segir
frá konu sem er með Tourette-
sjúkdóminn og hermir eftir fólki.
Hugmyndina fékk Helena úr stuttri
mannlýsingu í bók eftir Oliver Sachs.
„Hún er að reyna að bjóða nágrann-
anum í kaffi en það tekst ekki. Að-
alsöguhetjurnar eru tvær og það er
ekkert tal. Sjúkdómnum fylgir alls-
konar þrjáhyggja, sem er komin á
hátt stig hjá Önnu en hún býr ein.“
Katherine Baldwin, vinkona Hel-
enu frá háskólaárunum í París, leik-
ur Önnu. „Hún er loftfimleikakona
en líka með mastersgráðu í að semja
söngleikjatexta og er mjög flottur
performer.“
Anna vann til annarra af tvennum
verðlaunum sem veitt voru á mynd-
banda- og kvikmyndahátíðinni 700IS
Hreindýralandi, sem haldin var á
Egilsstöðum fyrr á árinu. Helena er
ánægð með verðlaunin og hefur
mikla trú á þessari hátíð og telur að
hún eigi eftir að vaxa. Á hátíðinni
voru sýnd 85 verk, valin úr þeim 500
sem send voru frá öllum heims-
hornum.
Hún vonast eftir að Anna eigi eftir
að fara víðar á hátíðir. „Hún er svo
glæný að ferlið er rétt að byrja.
Kvikmyndamiðstöð sér um að sækja
um stóru kvikmyndahátíðirnar. Ég
er sjálf að sækja um á neðanjarðar-
hátíðum og vona bara að þetta eigi
eftir að ganga vel. Ég er nú þegar
búin að fá boð á stóra kvik-
myndahátíð í Mexíkó. Skipuleggj-
endur báðu um myndina að fyrra
bragði eftir að hafa séð hana á mark-
aði í Frakklandi.“
Heillaðist algjörlega
Helena er sem stendur að vinna að
heimildamynd, sem hún segir að með
sínum hætti hafi verið lengi í fæð-
ingu. „Þetta byrjaði sumarið 2005
þegar ég og maðurinn minn fórum
með litlu dóttur okkar í mótmæla-
búðir við Kárahnjúka. Ég heillaðist
algjörlega af svæðinu og trúði ekki
að það ætti að eyðileggja það. Það
hafði mikil áhrif á mig að virða fyrir
mér þetta stórkostlega landslag og
heyra sprengingarnar úr stíflugerð-
inni í bakgrunninum. Upplifunin var
sterk og ég ákvað að gera mynd um
þetta. Ég fékk handritsstyrk til að
þróa verkefnið og gerði það síðasta
sumar og fékk svo framleiðslustyrk
síðasta haust. Það var góð tilfinning
því ég er búin að vera að vinna svo
mikla sjálfboðavinnu í umhverfisbar-
áttunni,“ segir Helena sem hefur
unnið mikið starf í umhverfisvernd-
arbaráttunni með Íslandsvinum,
Náttúruvaktinni og Hætta!-hópnum,
sem m.a. stóð fyrir stórtónleikum í
Laugardalshöll til að vekja athygli á
málstaðnum.
Myndin verður þó engin áróð-
ursmynd heldur listræn heimild-
armynd, segir hún, en tökur standa
Landið Arnar Steinn,
Kolfinna, Ilmur María
og Helena á Kára-
hnjúkum árið 2005 með
Snæfell í baksýn.
Fermingardagur Kolfinnu Nútímafjölskyldan saman
komin. Helena með börnum sínum þremur, núverandi
og fyrrverandi eiginmanni (Arnari Steini og Nicolas)
ásamt Halldóru eiginkonu Nicolasar og Flóka syni þeirra.
Á ströndinni Helena ásamt börnum sínum Ilmi Maríu, Kolfinnu og Stefáni í Púertó Ríkó.
Foreldrar Helenu Magnea Reinaldsdóttir
og Stefán Geir Karlsson.
Þessi stóru álfyr-
irtæki hafa svo
mikið vald og eig-
in leiðir til að fá
það sem þau
vilja. Ég efast um
að þau fari að
hætta við bara af
því að við fílum
þetta ekki.
KVENFRELSI ER LÍKA OKKAR MÁL
Paul Nikolov
3. sæti Reykjavíkurkjördæmi Norður
Ögmundur Jónasson
1. sæti Suðvesturkjördæmi
Gestur Svavarsson
3. sæti Suðvesturkjördæmi
Atli Gíslason
1. sæti í Suðurkjördæmi