Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 32
umhverfismál
32 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Montreal
17. maí
frá kr. 33.990
Vikuferð - Síðustu sætin
Frá kr. 49.990
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgun-
verði í 7 nætur, 17.-24. maí. Aukagjald fyrir
einbýli kr. 19.900. Ferðir til og frá flugvelli
kr. 1.900.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Ótrúlegt tilboð
aðeins
10 herbergi í boði
Heimsferðir bjóða
frábært tilboð á síðustu
sætunum í aukaferð til
Montreal 17. maí.
Þetta er einstakt tæki-
færi til að njóta vorsins
og lífsins í þessari
stórkostlega spennandi
borg sem er önnur
stærsta borg Kanada.
Í borginni mætast gamli
og nýi tíminn, rík sagan
og iðandi nýbreytnin á
einstaklega skemmti-
legan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í
Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða
og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal
og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.
Frá kr. 33.990
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með
sköttum, 17.-24. maí.
Beint flug
HLUTVERK stjórnmálamanna
hvað varðar umhverfismál er fyrst
og fremst að virkja atvinnulífið og
þjóðina alla til að draga úr mengun
og nýta náttúruauðlindir skyn-
samlega og á sjálfbæran hátt þar
sem því verður við komið, segir Ill-
ugi Gunnarsson, frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins, og leggur
áherslu á að það þurfi að vera jafn-
vægi milli þess hvernig við nýtum
náttúruna og hvernig við verndum hana.
Illugi segir að frumkvæði ríkisstjórnarinnar að
minnka tolla og gjöld á umhverfisvænni bílum sé gott
dæmi um hvernig hægt sé að beita hagrænum hvöt-
um. „Það er þó ekki til að draga úr þeim lífsgæðum
sem við höfum, heldur til að tryggja sömu lífsgæði án
þess að við göngum á náttúruna,“ segir Illugi og bæt-
ir við að með lífsgæðum eigi hann bæði við þægindi
einstaklinga á borð við að geta keyrt í vinnuna og
lífsgæði samfélagins að geta haldið úti efnahags-
starfssemi sem skili nægum peningum til að byggja
upp heilbrigðisþjónustu, skólakerfi o.s.frv. „Það er
ekki þannig að við ætlum að bremsa allt af og stoppa,
heldur einmitt að virkja markaðinn til að koma með
nýja tækni til að framleiða vöru og þjónustu með um-
hverfisvænni hætti og nýta um leið hagræna hvata til
að fá fyrirtæki til að vera umhverfisvæn,“ útskýrir
Illugi.
Skógrækt ekki endanleg lausn
Aðspurður um skógrækt segir Illugi að hún hjálpi
til en sé engin endanleg lausn. „Skógrækt getur brú-
að bilið meðan við erum að færa okkur yfir í um-
hverfisvænni framleiðsluhætti, enda getur það tekið
nokkra áratugi.“
Hvað áframhaldandi virkjanaframkvæmdir varðar
segist Illugi telja að áherslan verði lögð á jarðgufu og
að ekki verði ráðist aftur í virkjun sambærilega Kára-
hnjúkavirkjun. „En ef meiri stóriðja rúmast innan
þeirra mengunarmarka sem við höfum og stangast
ekki á við kröfur sem við gerum um náttúruvernd, þá
er ekkert sem segir að við séum á móti henni. Nú
þegar er hafin vinna við að skilgreina þau svæði sem
við viljum vernda og svo þau sem okkur þykir í lagi
að virkja,“ segir Illugi.
Að virkja þjóðina til að draga úr mengun
Illugi Gunnarsson
„UMRÆÐAN
um umhverfismál
er að mörgu leyti
á villigötum,“
segir Sigurjón
Þórðarson, þing-
maður Frjáls-
lynda flokksins,
og leggur áherslu
á að það að vera
„vænn og grænn“
leiði ekki óhjá-
kvæmilega af sér að vera á móti öllu
heldur séu ótal tækifæri sem felist í
því. „Það að vera umhverfisvænn er
að fara betur með hráefni og nýta
hlutina betur. Þau fyrirtæki sem
hafa náð verulegum árangri hafa
ekki aðeins setið uppi með grænni
framleiðslu heldur líka hagkvæmari
og það þarf að halda því á lofti,“ seg-
ir Sigurjón.
Hann leggur áherslu á skýrar
reglugerðir og raunhæf markmið
þegar kemur að umhverfismálum.
„Ef markmiðin eru óraunhæf fallast
mönnum hendur. Þá eru kannski
bara gerðir bæklingar um áform og
mótuð langtímastefna, sem aftur
rekst jafnvel á við skammtímastefnu
stjórnvalda,“ segir Sigurjón. „Nær-
markmiðin þurfa að vera raunhæf-
ari.“
Má draga línuna aftar
Sigurjón vill breyta umhverf-
islöggjöfinni með þeim hætti að
þvingunarúrræði séu virk en að
sama skapi megi „draga línuna aftar
í ýmsum reglugerðum“. „Reglurnar
þurfa að vera skýrar til að þeim sé
framfylgt og umhverfisráðuneytið
þarf að hafa einhver úrræði.“
Sigurjóni þykir eðlilegt að auð-
lindir landsins séu nýttar á vistvæn-
an hátt og að það eigi líka við um
orkuauðlindir. „Að okkar mati á
orkufrekur iðnaður rétt á sér þegar
hann auðgar íslensk atvinnulíf og við
eigum að horfa á hann með opnum
huga. En á þeim stöðum þar sem
ríkir mikil þensla sjáum við enga
ástæðu til að rjúka í frekari fram-
kvæmdir,“ segir Sigurjón en styður
álversuppbyggingu á Húsavík.
Sigurjón leggur áherslu á að þótt
allir möguleikar til notkunar á met-
ani í bílaflota landsmanna væru
nýttir yrði það samt ekki nóg til að
minnka útblástur á gróðurhúsa-
lofttegundum ef þróunin verður
áfram með sama hætti og hún hefur
verið undanfarinn áratug. „T.d.
þurfum viðað skoða hvort ekki sé
hægt að nýta umhverfisvænni lausn-
ir, t.a.m. með því að líta til almenn-
ingssamgangna, styttingu aksturs-
leiða og skipaflutninga,“ segir
Sigurjón.
Umræða á villigötum
Sigurjón
Þórðarson
Kyoto-bókunin?
Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og er
kennd við japönsku borgina Kyoto þar sem hún var
samþykkt árið 1997 og gildir fram til ársins 2012.
Samkvæmt bókuninni skuldbinda ríki heims sig til
að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Öllum
ríkjum eru sett sérstök mörk. Sum þurfa að minnka
losun gróðurhúsalofttegunda en önnur þurfa að
gæta þess að losun aukist ekki umfram ákveðin
mörk. Ísland er í síðari hópnum en samkvæmt sér-
stöku íslensku ákvæði má útblástur ekki aukast um
meira en 10% hér á landi miðað við árið 1990.
Sjálfbær þróun?
Sjálfbær þróun er í raun ævaforn hugmynd en
það var þó Gro Harlem Brundtland, fyrrum for-
sætisráðherra Noregs, sem setti fyrst fram form-
lega skilgreiningu á hugtakinu. Meginhugmyndin
er að þörfum samtíðarinnar sé fullnægt án þess að
ganga á möguleika komandi kynslóða til að skerða
sína eigin möguleika. Náttúruauðlindir ber að nýta
á hófsaman hátt og þannig að ekki hljótist af meng-
un eða spilling umhverfisins á annan hátt. Þá er með
sjálfbærri þróun lögð áhersla á að allar ákvarðanir
séu teknar út frá umhverfislegum, félagslegum og
efnahagslegum þáttum.
Staðardagskrá 21?
Staðardagskrá 21 er áætlun sem sveitarfélögum
heimsins ber pólitísk og siðferðisleg skylda til að
gera og fylgja og snýst um að öll þau skref sem þarf
að stíga í átt að sjálfbærri þróun. Hún nær ekki að-
eins til umhverfislegra þátta heldur einnig sam-
félagslegra og efnahagslegra. Staðardagskrá 21 á
að vera áætlun alls samfélagsins og í stöðugri end-
urskoðun enda lýkur henni í raun aldrei.
Heimild: Vísindavefur HÍ.
Hvað er ...
„OKKAR mark-
mið á auðvitað
að vera að lifa í
sátt við um-
hverfið og geta
bæði nýtt og
notið náttúrunn-
ar,“ segir Guð-
jón Ólafur Jóns-
son, þingmaður
Framsóknar-
flokksins, og
leggur áherslu á að best sé að
byrja heima fyrir þegar kemur að
umhverfisvernd. „Hver og einn
þarf að taka til í sínum ranni því
við viljum öll koma vel fram við
náttúruna og umhverfið. Maður
sér alls staðar í borginni hvernig
umhverfið hefur liðið fyrir ágang
mannsins.“
Guðjón Ólafur segir Framsókn-
arflokkinn sprottinn úr þannig far-
vegi að virðing fyrir náttúrunni sé
grundvallarstef í stefnu flokksins.
„Framsókn hefur alltaf lagt
áherslu á nýtingu auðlinda í sátt
við umhverfið eða það sem í dag
kallast sjálfbær þróun,“ segir Guð-
jón Ólafur en áréttar að horfa
þurfi á hlutina í samhengi. Tekj-
urnar til að standa undir velferð-
arkerfinu komi ekki að sjálfu sér.
Að sögn Guðjóns Ólafs leggur
Framsókn áherslu á að Ísland
standi við skuldbindingar sínar
samkvæmt Kyoto-bókuninni en
einnig á að vinna að bindingu kol-
tvíoxíðs, m.a. með landgræðslu og
skógrækt. „Núna eru t.d. í gangi
merkilegar rannsóknir á Hellis-
heiði þar sem er verið að reyna að
dæla gróðurhúsalofttegundum aft-
ur ofan í jörðina,“ segir Guðjón
Ólafur. „Við bindum líka miklar
vonir við vistvæna orkugjafa,“
bætir hann við og tekur sem dæmi
rannsóknir á nýtingu vetnis í sjáv-
arútvegi.
Ekki álver í hverjum firði
Guðjón vill að Ísland sé áfram í
fararbroddi í nýtingu orkulinda og
flytji út þekkingu á því sviði. „Yfir
70% af allri orku á Íslandi er vist-
væn og sem dæmi má nefna að
Evrópusambandið stefnir að því að
komast í 20% fyrir árið 2020,“ seg-
ir Guðjón Ólafur og vekur athygli
á lögum sem samþykkt voru fyrir
þinglok og fela í sér að stóriðju-
fyrirtæki fái ákveðna losunarkvóta
en fari þau yfir heimild sína þurfa
þau að verða sér úti um kvóta með
öðrum hætti, t.d. með því að
kaupa hann að utan. „En það er
alveg ljóst að í Framsóknar-
flokknum eru ekki frekar en í öðr-
um flokkum einhverjar útópískar
hugmyndir um 500 þúsund tonna
álver í hverjum firði og að hver
smáspræna sé virkjuð,“ segir Guð-
jón Ólafur.
Best að byrja
heima
Guðjón Ólafur
Jónsson
„VIÐ TELJUM að umgangast beri
landið af virðingu og fara varlega í
hvers konar jarðrask, hvort sem er
vegna stíflugerðar eða framkvæmda
á viðkvæmum svæðum,“ segir Einar
Guðmundsson, Baráttusamtök-
unum, og leggur áherslu á að sam-
þykki heimamanna liggi fyrir þegar
ráðist er í stórar framkvæmdir.
Einar segir að í náinni framtíð
eigi að nýta orku úr iðrum jarðar í
ríkari mæli en nú er gert til orku-
freks iðnaðar. „Hér er um að ræða geysimikla óbeisl-
aða orku sem ber að nýta þjóðinni til hagsbóta,“ segir
Einar. „En náttúrufegurð landsins á ávallt að vera í
öndvegi í meiriháttar framkvæmdum.“
Einar tekur sem dæmi að Kárahnjúkastífla hafi ver-
ið óþarflega stórt mannvirki og þá ekki síst þar sem
vatn sem nemi fimm Elliðaám sé látið renna framhjá
stíflunni. „Þarna var drekkt óþarflega miklu land-
svæði sem eftirsjá er af og svona virkjanafram-
kvæmdir þurfa að vera skoðaðar miklu betur.“
Ekki á móti álverum
Baráttusamtökin leggjast ekki gegn frekari virkj-
anaframkvæmdum og Einar segir Húsavík og Helgu-
vík vera ofarlega á blaði. „Við leggjum ekki bann við
álverum eða slíkt. Við verðum að fá að nýta orkuna
sem við eigum,“ segir Einar en bætir þó við að Ísland
þurfi að fylgja Sameinuðu þjóðunum í baráttunni gegn
hlýnun jarðar. Ekki eigi að eyðileggja lofthjúpinn með
eiturefnum.
Einar segist hlynntur allri skógrækt og þá ekki síst
ræktun sandanna. Hins vegar þurfi að ganga betur
um landið almennt og að minnka mætti bílanotkun á
höfuðborgarsvæðinu talsvert, m.a. með því að nýta
betur almenningssamgöngur. „Það væri góður póst-
ur,“ segir Einar sem jafnframt er hlynntur umhverf-
isvænni orkugjöfum á borð við vetni, enda sé það
framtíðin.
Gengið sé um landið af virðingu
Einar
Guðmundsson