Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 37 áhangendurnir sprella og berja í bumbur, sýndi sig endurtekið alla síðustu öld. Í upphafi febrúarmánaðar gátu hvorutveggja Sotheby’s og Cris- tie’s, státað af hærri samanlögðum uppboðstölum en nokkru sinni fyrr í upphafi, annað 45,7 en hitt 106,5 milljónum punda. Nefna má að málverk einhvers Peter Dougs frá 1990-91 klifraði frá 1,2 millj- ónum punda upp í 5,73, sem er hæsta verð sem gefið hefur verið fyrir verk lifandi evrópsk lista- manns. Á að hafa verið í eigu Charles Saatchi, sem festi sér það í upphafi tíunda áratugsins og galt fyrir 50.000 pund! Einnig var mál- verk eftir Francis Bacon slegið á metverði, eða 14 milljónir punda. Alrangt og misvísandi semreynt hefur verið að teljamönnum hér á skerinu í trú um, að uppgangurinn tengist alveg sérstökum geira málara- listarinnar. Á við yfir alla línuna, gamalt sem nýtt, hlutbundið sem óhlutbundið, jafnvel einnig hand- málað postulín. Þá kemur Asía sterkt inn í þessari þróun, einkum fjölmennustu þjóðirnar; Rússland, Kína og Indland. Viðbrögðin í efnahagslegum uppgangi hér á landi í litlu samræmi við það sem gerist ytra, með undantekningum þó, og því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að fjölmiðlar haldi vöku sinni og greini á skilvirkan og gagnsæjan hátt frá framvindunni. Þá er vænlegra að útrás ís- lenskrar myndlistar gerist á breið- um grunni en ekki vera undirorp- inn miðstýringaráráttu og einka- rétti afmarkaðs hóps. Hér viðgengst furðulegt lýðræði og út- jöfnunarárátta sem á sér enga hliðstæðu norðan Alpafjalla og hvergi eiga útlendir erfiðara með að gera sér hlutlæga grein fyrir listiðkun þjóðarinnar á nýjum tím- um. Hins vegar stendur þjóð- minjasafnið sig vel hvað fortíðina snertir og þar má finna ótal margt sem gefur tilefni til rannsókna á sjónmenntaarfinum sem mætt hef- ur afdrifaríkum afgangi. Listiðkun á landinu hófst engan veginn með táknsæinu og klassíska módern- ismanum. Ekki langt síðan ég greindi frá listasprengjunni í austri, nánar til- tekið 10. september 2006, meðal annars að málverk kínverjans Zhang Xiaogang væru að rjúfa milljón dollara múrinn, það hefur nú gerst með tilþrifum því nýlega var verk eftir hann slegið á 2,11 milljónir hjá Sotheby’s í mars! Annað sem vakið hefur undrun og gífurlega athygli í uppboðs- heiminum var að málverk eftir rússann Konstantin Semov, metið á 388-583 þúsund dollara, klifraði upp í 5,2 milljónir hjá Christie’s í London 29. nóvember! Og loka- boðið í par af máluðu keisara- postulíni frá tíma Nikulásar I, metið á 3,5 milljónir á sama upp- boði var 5,5 milljónir, svo það er fleira en málverk sem ávaxtar sig á markaðinum. Í framhjáhlaupi má geta þess að Semov hafði drjúg áhrif á Kandinsky ungan. Má vera að spár virts listakaup- manns í London um að listaverk og dýrgripir frá austrinu geti hækkað 10-30 falt á næstu árum, einkum Kína, muni ganga eftir. En þetta er einungis þefur-inn af réttunum og í næstapistli fer ég nákvæmar í saumana, menn skulu þó hafa ríkt í huga að verð á myndlistar- verkum þarf ekki að undirstrika yfirburða gæði þeirra, því fer fjarri, margt fleira kemur til. Megum þó vera þess meðvitaðir að við lifum mitt í tímum mikilla umbrota og umsnúninga á lista- markaði og listheiminum öllum sem sjálfsagt verður iðulega vitn- að til í framtíðinni ekki síður en níunda áratugs síðustu aldar sem öllu umturnaði. Rétt að hér komi fram aðvegna breytinga á blaðinuog að mynd skilaði sér ekki duttu tveir pistlar út, einnig að líkast til verður lengra á milli skrifa minna í framtíðinni. Nokkuð mál að halda úti vikulegum pistl- um þótt aldrei hafi verið meira á baugi og ekkert útlit fyrir skort á umræðuefni um langa framtíð, en það eru annars konar nýjungar sem gegnsýra landann og glepja honum heila sýn. Einkum að rífa niður og breyta til, sem hefur þó minna með nýjungar að gera en þá áráttu nýríkra að fylgja gefinni línu í rótlausum heimi þykjust- unnar… 50% erlendar lágvaxtamyntir - 50% íslenskar krónur. Þannig færðu lánið á lægri vöxtum en býrð við mun minni gengisáhættu en ef lánið væri 100% í erlendri mynt. Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í útibúum Glitnis eða í þjónustuveri í síma 440 4000. 4,5% * M.v. vaxtatöflu og 1 mánaða libor vexti 13.04.2007 ** Verðtryggt jafngreiðslulán *** 50% íslenskar krónur / 50% erlent lán í CHF og JPY **** EUR, USD, GBP, CHF og JPY samanburður á lánum 100% íslenskar krónur** nýtt helmingaskipt lán*** Engin hófleg Mikil Lág lág Há Hæg Í meðallagi Hröð 4,95% 4,50%* 6,14%*100% erlend myntkarfa**** Vextir greiðslubyrðigengisáhætta eignamyndun ný helmingaskipt húsnæðislán með lægri vöxtum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.