Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 43

Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 43 þar sem vinstri flokkarnir hafa óneitanlega oft tekið skattalækkunum illa. Lýðræðisleg nauðsyn? B laðið hefur eftir Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrum formanni Alþýðuflokksins, í dag, laugardag, að það sé „lýðræðisleg nauðsyn að skipta um lið“, og sjálfur segir hann í samtalinu við Blaðið: „Ef við eigum ekki annarra kosta völ – eftir tólf ár – en að kjósa óbreytt ástand, þá virkar lýðræðið ekki lengur í landinu.“ Er það svo? Virkaði lýðræðið ekki lengur í Sví- þjóð, þegar Tage Erlander, leiðtogi jafnaðar- manna var búinn að vera við völd í 12 ár? Var það sem eftir var af valdatíma hans ólýðræð- islegt, þegar þar var komið sögu? Auðvitað er ekki hægt að setja kosningarnar nú í þetta ljós. Það hefði mátt ætla, að kjósendur væru farnir að þreytast á langri setu núverandi stjórnar- flokka í ríkisstjórn. En ef tekið er mið af skoð- anakönnunum þá er stærri stjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn að stóreflast. Og hér kemur að þeirri athyglisverðu stað- reynd að það er sáralítill munur á afstöðu flokka til meginmála fyrir þessar kosningar, eins og fjallað hefur verið um hér að framan. Þess vegna er erfitt fyrir kjósendur að taka afstöðu til flokka og framboða vegna mismunandi afstöðu til mál- efna. Það er liðin tíð að deilt sé af mikilli hörku um afstöðu til varnarliðs á Keflavíkurflugvelli eða aðildar að Atlantshafsbandalaginu. Og þegar svo er komið byggist afstaðan til flokkanna kannski meira á forystumönnum þeirra og frambjóðendum. Skoðanakannanir benda til þess, að í þeim efnum standi Sjálfstæð- isflokkurinn langtum framar öðrum flokkum og framboðum. Og kemur kannski ekki á óvart. Jón Baldvin sjálfur lýsir afstöðu sinni til Samfylk- ingar með þessum orðum í samtalinu, sem hér hefur verið vitnað til, og Kolbrún Bergþórs- dóttur (sá blaðamaður Blaðsins, sem setur mest- an svip á blað sitt) átti við hann í Blaðinu í dag, laugardag: „Ég hef verið gagnrýninn á Samfylkinguna vegna þess, að ég tel, að hún hefði getað gert miklu betur. Hún hefði getað verið hvassari og einbeittari í gagnrýni á það stjórnarfar, sem við búum við. Hún hefði þurft að vera virk í því að nýta betur hæfileikafólk innan sinna raða. Með öðrum orðum þá tel ég að hún hafi glutrað niður ýmsum sóknarfærum og um of rekið pólitík á forsendum annarra.“ Þá hafa menn það. Það er kannski skiljanlegt að almennir kjósendur hafi ekki verið ginkeyptir fyrir því að styðja þennan flokk! Stjórnarandstöðuflokkunum hefur gengið illa að festa hönd á málefnum, sem hægt væri að berja á ríkisstjórnarflokkunum með. Það hefur ekki tekizt í umhverfismálum eða stóriðjumálum. Jafnvel eru vísbendingar um að fólk óttist af- stöðu stjórnarandstöðuflokkanna til atvinnumála og telji að komist þeir að, dragi úr atvinnu og at- vinnuleysi láti á sér kræla á nýjan leik. Það má merkja á tali hins almenna borgara að slíkar áhyggjur eru að koma upp hjá kjósendum. Stjórnarandstöðuflokkunum hefur heldur ekki tekizt að koma höggi á stjórnarflokkana í vel- ferðarmálum, málefnum aldraðra og öryrkja. Það hefur heldur ekki tekizt í samgöngumálum. Og allt er þetta skiljanlegt. Við höfum búið við ein- stakt góðæri, sem er ekki allt af okkar völdum eða þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. Að hluta til er það vegna óvenju góðs árferðis út í heimi. Það sem þar gerist hefur mikil áhrif á afkomu okkar hér á Íslandi. Um leið og harðnar á daln- um í efnahagsmálum, hvort sem er í Bandaríkj- unum eða í Evrópu, er hætta á ferðum hér. En þegar hægt er að segja með sanni: Þið haf- ið aldrei haft það svona gott (svo vitnað sé til Harold MacMillans í kosningunum í Bretlandi 1959) og hver og einn einstaklingur veit það af sjálfum sér að það er rétt og satt verður erfitt fyrir stjórnarandstöðu að ná nokkurri fótfestu. Þetta veit Jón Baldvin Hannibalsson og þess vegna kemur hann og segir að það sé lýðræðisleg nauðsyn að skipta um lið. Ætli honum þyki lýð- ræðisleg nauðsyn að skipta um lið í Bretlandi í næstu kosningum og koma Íhaldsflokknum til valda þá? Auðvitað ekki. Ein mynd hræðir kjósendur sennilega meira en flest annað. Það er sú mynd, sem birtist á sjónvarpsskjánum frá Ísafirði á dögunum, þar sem fulltrúar stjórnarflokkanna sátu tveir öðrum megin á sviðinu en hinum megin sátu fjórir fulltrúar stjórnarandstöðuflokka. Þessir fjórir voru ekki trúverðugir landsstjórnendur, þegar fylgzt var með málflutningi þeirra og augljóst að stutt var í meiri deilur á milli þeirra innbyrðis heldur en á milli þeirra sem heildar og fulltrúa stjórnarflokkanna. Íslandshreyfingin segir nú, að fólk eigi að kjósa með hjartanu. Kjósendur finna ýmislegt á sér og þurfa stundum ekki nein málefnaleg rök til þess að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Hvorki Samfylkingu né Vinstri grænum hefur tekizt að koma fram sem sannfærandi stjórn- endur lands og þjóðar. Vinstri grænum þó frekar en Samfylkingu. Fólk finnur með hjartanu að það logar allt í illdeilum í forystu Samfylking- arinnar enda segir fyrrum formaður Alþýðu- flokks í viðtalinu við Blaðið, að „það gladdi mitt kratahjarta ósegjanlega að hlusta á hugsjóna- mann eins og Monu Sahlin, hinn nýja leiðtoga sænskra krata, sem fór með fagnaðarerindið af slíkri einlægni að allir skildu hvað það er að vera jafnaðarmaður og hvers vegna það er þýðing- armikið.“ Eftirtektarvert er, að hér er vitnað til Monu Sahlin en ekki einhverra annarra. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir ári, að núverandi stjórnarflokkar hefðu möguleika á að halda meirihluta sínum á Alþingi. En það er ekki lengur hægt að útiloka að svo verði. »Hvaða tilgangi þjónar það í þessum kosningum að rífast umhugsanlegt álver við Húsavík ef nokkuð ljóst er að hvort það verður byggt eða ekki fer eftir niðurstöðum kosninga þar en ekki eftir því hver úrslit þingkosninganna nú verða? rbréf Morgunblaðið/G. Rúnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.