Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 53
RAUÐAMÝRI 1 - MOSFELLSBÆ 24 ÍBÚÐIR Í LYFTUHÚSI
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13:00-15:00
• Glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir
• Hús klætt að utan, lágmarks viðhaldskostnaður
• HTH innréttingar, AEG tæki, allt fyrsta flokks
• Hiti í gólfum, sérstök hljóðeinangrun milli hæða
• Sérinngangur og sérmerkt stæði í bílakjallara
• Stórglæsilegt útsýni yfir Sundin, Esjuna o.fl.
• Afhending júni 2007
• Verð frá 22,9 millj
Ágústa Hauksdóttir, Freyja Sigurðardóttir, Magnús Emilsson, löggiltir fasteignasalar – Sími 520 7500 – Fax 520 7501 – www.hraunhamar.is
STJARNAN
RE/MAX Stjarnan kynnir:
Atvinnurekstur í eigin húsnæði á besta stað í bænum.
Um er að ræða sjoppu/myndbandaleigu/veitingaaðstöðu sem er staðsett við
eina annasömustu umferðargötu borgarinnar. Fyrirtækið er staðsett í mikilli
íbúabyggð og mörg fyrirtæki í næsta nágrenni meðal annars LSH, Blóðbankinn
og Domus Medica svo fátt eitt sé nefnt. Góð bílastæði og mjög gott aðgengi er
að húsinu.
Miklir möguleikar á að auka veltu umtalsvert. Húsið var allt tekið í gegn sumarið
2006 m.a sprunguviðgert, málað, skipt um þak og rennur og niðurföll ofl ofl.
Einungis kemur til greina að selja húsnæði og rekstur saman.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við
Björgvin í síma 8200747 eða bjorgvin@remax.is
Sumarbústaður í Snæfoksstaðalandi
við Vaðnes
Glæsilegt útsýni – Mikill gróður
Þessi fallegi sumarbústaður er til sölu. Bústaðurinn stendur í landi Skógræktarfélags Árnes-
sýslu við Vaðnes í um 45 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hann er að mestu leyti á einni
hæð en auk þess er steyptur kjallari undir hluta bústaðarins. Á 1. hæð er m.a. stór stofa,
eldhús, bað, 3 herbergi, forstofa o.fl. Í kjallara er inntak fyrir hitaveitu, geymslurými o.fl. Við
bústaðinn er sólpallur (sólpallar) um 150 fm að stærð og þar er heitur pottur og dúkkuhús.
Öll húsgögn í bústaðnum fylgja. Bústaðurinn stendur á 11.000 fm gróinni lóð sem er vaxin
miklum birkigróðri, grenitrjám, öspum, furu, lerki o.fl. Glæsilegt útsýni m.a. yfir Hvítá og land
Skógræktarinnar. (Bústaðurinn stendur milli 2ja golfvalla í um 5-15 mín. akstursfjarlægð).
Þessi sumarbústaður stendur á einu eftirsóttasta sumarbústaðasvæði sunnanlands.
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÉG VARÐ mjög hissa þegar
Steingrímur Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, kærði Fréttastof-
una og Kastljós fyrir útvarpsstjóra
fyrir hlutdrægi vegna þess að
hann fékk ekki að mæta Valgerði
Sverrisdóttur í Kastljósi.
Ég og fleiri hafa lengi verið
þeirrar skoðunar að ef einhver
nyti forréttinda hjá útvarpi og
sjónvarpi væri það Steingrímur og
Vinstri grænir. Þess vegna kom
mér þetta á óvart. Á tímabili kvað
svo rammt að þessu að pólitísk
frétt var ekki sögð í útvarpi eða
sjónvarpi nema leitað væri álits
Steingríms á henni. Oft taldi ég að
frekar hefði átt að leita álits
stærsta stjórnarandstöðuflokksins
eða annarra en Steingríms og
Vinstri grænna. Upp á síðkastið
hefur þetta þó batnað nokkuð.
Eitt dæmi um fréttaflutning.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra
og formaður Framsóknarflokksins,
flutti frumvarp um allsherjarnýt-
ingu auðlinda Íslands og gat þess
um leið að hann teldi að um þetta
nauðsynjamál gæti orðið þjóð-
arsátt. Þetta var augljóslega stór-
mál sem þurfti að segja frá og það
var gert. Leitað var álits Stein-
gríms og fleiri sem tóku afstöðu.
Steingrímur svaraði með stór-
yrðum um gagnsleysi þessa frum-
varps og móðgun við orðið þjóð-
arsátt.
Áliti Steingríms var síðan út-
varpað og sjónvarpað það sem eft-
ir lifði kvölds. En engar skýringar
komu fram um efni frumvarpsins
sjálfs. Áheyrendur sátu uppi með
það að aðalatriðið væri ekki frum-
varpið, heldur að Steingrímur og
Vinstri grænir væru á móti því og
að þetta væri vont frumvarp.
Mjög oft ber það við að þegar
rætt er við þátttakendur á fundum
og ráðstefnum að þá er rætt fyrst
við Vinstri græna jafnvel þótt þeir
séu ekki aðilar að fundunum, sam-
anber ráðstefnu FUF.
Útvarpsstjóri, sem ég ber fyllsta
traust til enda ættaður vestan úr
Aðalvík, fékk Þórhall Gunnarsson,
ritstjóra Kastljóss, til að svara
kæru Steingríms og í svari sínu
segir hann.
„Ríkisútvarpið er vettvangur
ólíkra skoðana það veit Stein-
grímur Sigfússon manna best.
Enda eru fáir ef nokkrir sem
fengnir hafa verið jafnoft til að tjá
sig um málefni líðandi stundar og
hann.“ Þetta sannar það sem áður
segir og að almannarómur þar um
er réttur.
Eftir að starfsmenn fréttastofu
útvarpsins komust á þá skoðun að
það væri á þeirra verksviði að ráða
yfirmann stofnunarinnar finnst
mér að hlutdrægni hafi aukist og
þá helst í garð framsóknarmanna,
eins og við þá eigi þeir sökótt.
Annars er ég sammála vini mín-
um sem hefur þá skoðun að sumir
menn eru það pólitískir að þeir
geta ekki unnið hjá hlutlausri
stofnun þó þeir séu allir af vilja
gerðir til að standa sig.
Gaman verður að sjá hvernig hið
nýja skipurit Ríkisútvarpsins tek-
ur á þessum málum.
GUNNAR SVEINSSON,
Keflavík.
Pólitískar fréttastofur
Frá Gunnari Sveinssyni
Í BLAÐINU laugardaginn 14. apríl
mátti sjá dálk sem nefnist „Klippt
& skorið“, en þar ritaði Þröstur
Emilsson, fréttastjóri Blaðsins,
stuttar greinar um ýmis málefni.
Þó helst pólitík.
Þar stendur: „Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins stendur nú sem
hæst í Laugardalshöll. Sú ný-
breytni var tekin upp að þessu
sinni að stilla upp fánum með til-
vitnunum í fleyg orð allra for-
manna flokksins gegnum tíðina.
Mörg hver eru ódauðleg og stútfull
af visku. Davíð Oddsson, forveri
Geirs H. Haarde, var þó hvergi sjá-
anlegur, hvorki fáni hans né per-
sóna. Geir flutti kveðju frá Davíð í
setningarræðu […]“
Hið rétta er að við vinstri inn-
gang í salinn í Laugardalshöll voru
tveir fánar með tilvitnunum, annars
vegar í Geir H. Haarde og hins
vegar í Davíð Oddsson, en sú til-
vitnun er frá 1993. Hljómar hún
svo:
„Orðið vonleysi er ekki góð ís-
lenska, því það eitt er góð íslenska
að trúa á landið, fólkið sem það
byggir og framtíð þess. Það gerir
Sjálfstæðisflokkurinn.“
Þetta dæmi er þó því miður að-
eins eitt af mörgum sem sjá má í
fríblöðunum svokölluðu.
GUNNAR GÍSLASON,
Suðurgötu 13, Akranesi.
Stað-
reyndavill-
ur í
íslenskum
fríblöðum
Frá Gunnari Gíslasyni