Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 54

Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 54
54 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Laufengi 98 - Sérinngangur Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Mjög björt og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í góðu fjölbýlishúsi. Tvö rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi endurnýjað að hluta. Björt og góð stofa með útgangi út á rúmgóðar suðursvalir. Baðherbergi með góðri innréttingu og tengi fyrir þvottavél. Húsið er klætt að hluta til að utan. Verð 19,2 millj. byggingarlóð undir raðhús í úlfarsfelli Frábærlega staðsett byggingarlóð, innst í botnlanga, með samþykktum teikningum fyrir 6 ca. 200 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Lóðin er staðsett neðst í suð- urhlíðum Úlfarsfells og ekkert verður byggt þar fyrir neðan þar sem þetta svæði er skipulagt sem útivistarsvæði. Í gegnum þetta útivistarsvæði rennur svo Úlfarsá. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. HAGAMELUR 10 EINSTÖK EIGN Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Mjög falleg 183,6 fm neðri sérhæð ásamt 20,6 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, tvær stofur, eldhús, svefnherbergisgang, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara eru tvö herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innan. Hér er um að ræða eina af þessum eftirsóttu hæðum í Vesturbænum. 6575 Jörð á Suðurlandi falleg fjallasýn Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Vorum að fá í einkasölu jörð á fallegum stað á Suðurlandi. Jörðin er um 750 ha á stærð. Húsakostur: Tvö íbúðarhús, hesthús fyrir a.m.k. 40 hesta o.fl. Ræktað land er um 20 ha. Fallegt um- hverfi. Falleg fjallasýn. Jörðin hentar fyrir hrossabúskap, skóg- rækt o.fl. Jörðin er í u.þ.b. 110 km akstursfjarlægð frá Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson og Þorleifur Guðmundsson. ÞETTA er dæmi um íslenskan veruleika – samfélag sem mismunar fólki og kynnt var í Kringlunni á laug- ardaginn 14. apríl sl. Þar komu fram ófatl- aðir og fólk með fötlun undir lýsingum þular á hinum ýmsu að- stæðum sem fötluðum er boðið upp á hér á landi. Meðal annars er fötluðum oft gert erfitt að stofna fjölskyldur þar sem þeir missa við það réttindi og hús- næði sem þeim er út- hlutað býður ekki upp á sambúðarform, tekjuskerðingar hindra þá í að vera þátttakendur í at- vinnulífi, mennt- unarmál blindra barna eru í ólestri sem og túlkaþjónusta heyrn- arlausra. Fatlaðir eru að jafnaði fátækari en aðrir í þjóðfélaginu og stór hluti þeirra er hindraður í aðgangi að opinberum stöðum. Hið kerfisbundna óréttlæti sem mætir fötluðum kallar á samstillt átak stjórnvalda og samfélags. Breyta þarf lögum um almanna- tryggingar þannig að þau standi undir nafni og þjóni hlutverki sínu. Við þurfum líka að víkja til hliðar stofnanahugsun sem gegnsýrt hefur málefni fatlaðra. Fatlaðir eru ekki hópur eða hópar. Þeir eru einstaklingar með ólíkar þarfir og vænt- ingar. Á undanförnum árum hefur ein- staklingsmiðuð þjón- usta og liðveisla aukist og er skilningur mjög að aukast um þessi mik- ilvægu mál. Hins vegar gerast breytingarnar allt of hægt. Við erum enn föst í hugmyndum um að lausnin felist í einhverjum kerfum. Kerfi hafa tilhneigingu til að múra sig inni og verjast þjónustuþegum. Frá þessu þarf að hverfa. Nútíminn kallar á sveigjanleika og ein- staklingsmiðaða nálgun sem miðar að því að mæta hinum fötluðu þar sem þeir eru. Mæta óskum þeirra og styðja þá til aukinna lífsgæða. Auknum réttindum fylgja auknar skyldur og með meiri stuðningi og endurhæfingu eru fatlaðir kallaðir til aukinnar þátttöku. Hreyfingar fatlaðra um heim allan leggja höf- uðáherslu á lífsgæði sem inntak í stefnu sinni. Það næst ekki með fé- lagslegri einangrun og búsetustofn- unum fyrir fatlaða heldur sjálfstæðri búsetu með öðrum í samfélaginu. Ekki í jaðri samfélagsins heldur inni í því. Í fimmtán ár höfum við haft lög um málefni fatlaðra sem eiga að tryggja jafnrétti og það er engin ástæða til að bíða í fimmtán ár í við- bót eftir því að þeim verði framfylgt. Kýst þú eitt samfélag fyrir alla? Til hamingju með 67 ára afmælið Sigursteinn R. Másson skrifar um kerfisbundið óréttlæti fatl- aðra Sigursteinn Másson » Í dag missirþú tekjur og réttindi í tilefni dagsins því samkvæmt lög- um ert þú ekki lengur öryrki heldur öldruð. Höfundur er formaður ÖBÍ. smáauglýsingar mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.