Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
E
nn hefur það gerst,
sumarið er á næsta
leiti. Og enda þótt
vetur konungur sitji
enn að völdum hér
og þar munu tök hans brátt linast
og hann að endingu svífa á braut.
Framundan er dýrlegur tími,
með söng og jarmi og angan og
öllu öðru sem minnir á gróandann,
vöxt, döfnun og þroska. Eða eins
og lesa má í sálminum góða:
Brosir dagur, brosir nótt,
blíða’ og ylur vaka,
skepnur fyllast fjöri’ og þrótt,
fuglar glaðir kvaka,
döggin blikar, grundin grær,
gjörvallt segir fjær og nær:
Sjáið sigur lífsins.
Árið 1900 birtist í Frækorninu
útdráttur úr „Bók minna hugsana“
eftir finnsk-sænska heimspeking-
inn, rithöfundinn og ljóðskáldið
Zakarías Topelius (1818–1898).
Þetta var úr fjórða kaflanum, sem
hafði að geyma óð til ljóssins. Og
vegna umskiptanna, sem nú eru
orðin í almanaksárinu hér á Ís-
landi, langar mig að birta umrædd-
an kafla, því hann er merkilegur og
er á þessa leið:
Já, ég elska þig, þú himinhreina
ljós, endurómi guðs kærleika, sem
upplýsir jörðina og sameinar sund-
urgreinda heima. Enginn glitrandi
gimsteinn, enginn varðeldur, engin
rafurljós skrauthýsanna, engar
flugeldasólir, engin glitrandi ljós
sjónleikasviðanna, eigi hinir fölvu
geislar norðurljósanna, jafnvel eigi
oddaleiftur eldingarinnar, er í
einni svipan sundrar skýjum him-
ins, fær jafnast á við þig, að heil-
næmi ljóma þíns … Ég elska hina
skæru liti þína í litaskiftingum
regnbogans, í morgunsárinu, eða
þá er sólin hnígur í haf sem glóandi
hnöttur. Ég þekki ekkert, sem
skrautlegra er heldur en svartur
skýjaflóki í austri, björt, hnígandi
sól í vestri, iðgrænar hlíðar og drif-
hvítur máfur, er flögrar móts við
hin dimmu ský. Ég ann eigi hinum
gruggugu litum þínum, hinum
öskugráu skýjum og drungalegu
þoku. Mér þykir vænt um morg-
unrökkrið, með því það boðar
dagskomuna. En kveldrökkrið hef-
ir samskonar áhrif á mig og við-
kvæm kveðja. Því fremur næt-
urmyrkrið, þegar það hefir náð
sínu hæsta stigi, og augað veit, að
dekkra verður það eigi, en sú
stund nálgast, þá er ljósið fæðist af
skauti þess. Nóttin er móðurskaut
sköpunarinnar, eins og jólanóttin
er fæðingarstund frelsunarinnar;
en hún er það vegna þess, að alt
æðra líf framgengur af dauða, öll
varanleg gleði af djúpri hrygð og
hin himneska von af huggunars-
nauðri nútíð.
Umskifti dags og nætur eru
auganu hvíld og fullnægir hverf-
lyndi hjartans. Vér mundum eigi
elska ljósið, ef vér hræddumst eigi
myrkrið. Þeir, sem búa nærri
heimskautsbaugnum, hafa hlotið
mikla gjöf þar sem eru langir dag-
ar og langar nætur án afláts.
„Til skiftis laugað í ljósi og nið-
ursökt í nótt, sem lyktar eigi.“
Af því, sem gagnstætt er hvort
öðru, framleiðist táp hér, sem hita-
beltið vantar. Það virðist sem aflið
sofi á vetrarnóttunum, en er það
vaknar aftur til lífsins með vorsól-
inni, er það fært um að sund-
urmola fjöllin. Hversu mjög
skygnist Norðurlandabúinn eftir
hinni fyrstu dagsbrún á himninum,
um hina löngu janúarnótt; hversu
mjög fyllist hjarta hans ang-
urblíðu, er hann lítur hina fyrstu
stjörnu á himinhvolfinu síðari
hluta júlímánaðar, þá er hinir
björtu himinhnettir hafa verið
ósýnilegir í þrjá mánuði!
Ljósið er sála sköpunarverksins,
sem rífur hina hörðu skel efna-
heimsins. Allir efnislegir líkamar:
jörðin, fjöllin, loftið, vatnið, skóg-
urinn, jurtirnar, dýrin og menn-
irnir eru upphaflega sjálfu sér lýs-
andi. Það eru að eins vor eigin
augu, sem eigi eru fær um að skilja
ljós þeirra, sem nú er veikara orð-
ið. En það kemur oft í ljós þá er vér
sízt ætlum, í loftinu, vatninu, í fún-
um trjám, í fosforlýsandi dýrateg-
undum, og, samkvæmt nýjari upp-
götvunum, í augum mannsins,
fingurgómum hans, og hjartagróf.
Rafmagnsljósið er ekkert annað en
samdráttur hins upphaflega ljóss,
sem bjó í öllum hlutum. Fyr á tím-
um hefir afl þess verið meira, en
það hefir farið minkandi. Fyrstu
bók Móse 1,3 hafa vísindin stað-
fest: ljósið er skapað áður en hinir
fyrstu sólargeislar þrengdu sér í
gegn um þokuna; hinir feikilegu
skógar fornaldarinnar náðu vexti
sínum fyrir rafmagnsljósa-
upplýsingu. Draumur eðlisfræð-
innar um að öll líkamalaus efni,
ljós, hiti, rafmagn, segulmagn,
væri að eins eitt og sama frumafl í
ýmsum myndum, tekur á sig stað-
fastari mynd veruleikans. Og með
því að afl og hreyfingar fylgja öllu
þessu, er eins og væri oss gefið
leyfi til að skygnast inn í hinn
óendanlega vélbúnað sköpunar-
innar, á sama hátt og ef vér litum
inn í sigurverk og sæjum driffjöðr-
ina koma óteljandi hjólum á hreyf-
ingu.
Gleðilegt sumar!
Óðurinn
til ljóssins
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Sumardagurinn
fyrsti heilsaði í lið-
inni viku og boðaði
hækkandi sól, með
tilheyrandi yndisleik
í lífríkinu á komandi
mánuðum. Sigurður
Ægisson fagnar eins
og aðrir íbúar þessa
lands og er hér með
boðskap sem hæfir
tilefninu.
MINNINGAR
✝ Greipur Ket-ilsson fæddist í
Hafnarfirði 17.
ágúst 1916. Hann
andaðist á Sól-
völlum á Eyr-
arbakka 23. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þórunn Jóns-
dóttir og Ketill
Greipsson, bæði
Tungnamenn að
uppruna. Þórunn
var dóttir hjónanna
Jóns Guðmanns Sig-
urðssonar og Vilborgar Jóns-
dóttur á Laug í Biskupstungum.
Foreldrar Ketils voru Greipur Sig-
urðsson, bóndi í Haukadal, og
kona hans, Katrín Guðmunds-
dóttir. Systkini Greips voru:
Greipur, dó ungur, Valdimar, átti
Guðmundu Sveinsdóttur, 3) Katr-
ín, átti Albert Gunnlaugsson, 4)
Sigríður, átti Þórð Bjarnason, og
5) Hrefna, sem dó 16 ára. Ketill
Þóreyjarnúpi í Línakradal. Þau
eignuðust tvær dætur, þær eru
Sigríður, maður hennar G. Egill
Sigurðsson, hún á tvö börn, og
Vigdís, maður hennar Daníel
Kristinsson, þau eiga þrjú börn.
Fyrir hjónaband eignaðist Ragn-
heiður dóttur, Fjólu Guðbjörgu
Ingþórsdóttur, maður hennar er
Gunnar Hannes Reynarsson, hún á
einn son.
Greipur gerðist kornungur leið-
sögumaður ferðafólks, var vörður
við mæðiveikigirðingar á Kili og
við Hlöðufell, var vinnu- og vetr-
armaður á ýmsum bæjum og reri
fimm vertíðar í Garði og Njarðvík-
um, og árið 1950 réðst hann vinnu-
maður hjá Óskari bónda Teitssyni
í Víðidalstungu. Þau Greipur og
Ragnheiður bjuggu búi á Hrapps-
stöðum í Víðidal, Jaðarkoti í Vill-
ingaholtshreppi og Jórvík í Sand-
víkurhreppi. Eftir að þau fluttu á
Selfoss árið 1959 starfaði Greipur
við Mjólkurbú Flóamanna og
Áhaldahús Selfosskaupstaðar.
Útför Greips var gerð frá Sel-
fosskirkju föstudaginn 30. mars
síðastliðinn, í kyrrþey, að ósk hins
látna.
fórst með flutn-
ingaskipi út af
Reykjanesi 37 ára að
aldri. Síðar eignaðist
Þórunn tvo syni, Að-
alstein, með Víg-
mundi Pálssyni, og
Berg, með sambýlis-
manni sínum, Ólafi
Steingrímssyni.
Greipur fór á öðru
ári í fóstur til Sig-
urðar Erlendssonar
og Sigríðar Þor-
steinsdóttur í Aust-
urbænum á Vatns-
leysu í Biskupstungum og kallaði
þau jafnan pabba og mömmu. Sig-
urður á Vatnsleysu andaðist árið
1926. Þá var Greipi komið fyrir
hjá föðurbróður sínum, Sigurði
Greipssyni, skólastjóra Íþrótta-
skólans í Haukadal, og konu hans,
Sigrúnu Bjarnadóttur frá Bóli í
Biskupstungum.
Árið 1964 gekk Greipur að eiga
Ragnheiði Guðmundsdóttur, f. á
Enn kveður samferðamaður og
vinur hinstu kveðju, nú Greipur Ket-
ilsson. Hann var mikill vinur vina
sinna, trygglyndur við þá og sveitina
sína, Biskupstungur. Hann kom barn
að aldri að Vatnsleysu í fóstur til föð-
urforeldra minna og dvaldi hjá þeim
allmörg ár, eða frá þriggja ára aldri
til þrettán ára. Eftir dvölina á Vatns-
leysu tók hann órjúfanlega tryggð við
heimilið, sem hélst alla tíð síðan. Þeg-
ar fóstrinu á Vatnsleysu lauk fór
hann til frænda síns, Sigurðar
Greipssonar í Haukadal, en faðir
Greips var bróðir Sigurðar. Æskuár-
in dvaldi Greipur hjá frænda sínum.
Ömmu mína, Sigríði Þorsteinsdóttur,
dáði hann mikið og kallaði hana alltaf
mömmu. Eftir að Greipur hætti að
aka bíl lét hann oft keyra sig í heim-
sókn á bæina á Vatnsleysutorfunni til
að halda tengslum við okkur öll.
Greipur var sérstakur kvistur,
ekki allra, en allavega góður kvistur.
Gott er að minnast þess þegar hann
varð 89 ára og hélt upp á 90 ára af-
mælið sitt til vonar og vara, ef hann
lifði ekki til níræðs. Fékk hann rútu
og fór með alla helstu vini sína inn á
afrétt, koníak eins og hver vildi og
góð gleði, ógleymanleg ferð í Greips
stíl.
Greipur var vel gefinn, þótt hann
bæri það ekki alltaf með sér, minn-
ugur og fróður um marga hluti.
Með Greipi er genginn maður sem
var mjög tryggur sinni sveit, sem
hann nefndi svo, og öllum sínum vin-
um.
Frændsystkinin öll á Vatnsleysu-
bæjunum og Heiði þakka samfylgd-
ina.
Við vottum dætrum hans og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð.
Sigurður Þorsteinsson.
Greipur Ketilsson
✝ Sigríður Júl-íanna Björg Jó-
hannsdóttir, æv-
inlega nefnd Sirrý,
fæddist 15. mars
1940. Hún lést 4.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hulda Aðal-
björg Daníels-
dóttir, f. 11.6. 1919,
d. 21.3. 1991 og Jó-
hann Kristján Lín-
dal Sigurðsson, f.
20.6.1914. Fórst
með togaranum
Júlí, 8.2. 1959. Bræður Sigríðar
að móður eru Eggert Sigurðs-
son, Sævar Gunnarsson og Daní-
el Gunnarsson. Systkin að föður
eru Benedikt, Haraldur, Erling-
ur, Baldur og Guðrún.
Sigríður giftist 3.
nóvember 1962 Sig-
urði Siegfriedssyni,
f. 21. desember
1934, d, 12. maí
2004. Foreldrar
hans voru Siegfried
B. Sigurðsson f.
21.3. 1914, d. 17.2.
1984, og Sig-
urbjörg S. Þor-
bergsdóttir f. 13.4.
1913, d. 18.10.
1982. Sonur Sigríð-
ar og Sigurðar er
Friðjón Hilmir, f.
22.9. 1957. Börn hans eru Úlfar
Máni, f. 6.1. 1977, Sirrý Huld, f.
10.12. 1990 og Karen Ýr, f. 22.5.
1993.
Útför Sigríðar var gerð í kyrr-
þey 12. apríl.
Kær samstarfskona okkar Sigríð-
ur Jóhannsdóttir er nú fallin frá.
Á leikskólanum Hlaðhömrum var
hún alltaf kölluð Sirrý. Sirrý hafði
unnið á leikskólanum frá því að hann
hann var opnaður eða í 30 ár. Hún
var atorkumikil og kom miklu í verk
og gat gengið í öll störf sem falla til á
leikskóla, auk þess að halda skipulagi
á öllum hlutum. Sirrý bar ekki til-
finningar sínar á torg og var orðvör
um menn og málefni.
Börnin á leikskólanum eiga mjög
góðar minningar um hana, hún var
lífleg í frásögnum og þurfti ekki bæk-
ur til þess að halda athygli barnanna,
hún hafði gaman af að segja sögur frá
eigin brjósti og sögurnar hennar
voru oft sem heill ævintýraheimur
fyrir börnin.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum hana Sirrý, hún hreif börnin
með sér í söng og leik. Hún notaði
mikið látbragð og kisulögin lifa í
minningum barnanna, hún var einnig
þekkt sem konan sem gat galdrað.
Sirrý hafði mikið dálæti á gróðri og
náttúru, hún sá um að garður leik-
skólans liti ætíð vel út og væri vel
hirtur. Hún sá einnig ávallt um að sá
sumarblómafræjum ásamt börnun-
um og döfnuðu blómin mjög vel í
höndum hennar.
Sérstakt dálæti hafði hún á
Krumma, hún fór oft með börnin með
sér út í holtið við leikskólann til þess
að gefa honum brauð og afganga sem
til féllu. Auk þess kunni hún margar
Krummavísur. Eftirminnilegast er
þegar hún söng og lék vísuna um
„Hrafn upp á háum kletti.“
Hrafn upp á háum kletti,
simmsala bimm bamm, bassala
dússaladimm.
Hrafn upp á háum kletti – sat.
Maður með byssu á baki,
simmsala bimm bamm, bassala
dússaladimm.
Maður með byssu á baki – kom.
Hann miðaði á hrafninn,
simmsala bimm bamm, bassala
dússaladimm.
Hann miðaði og hrafninn flaug.
Elsku Sirrý, þú settir sterkan svip
á leikskólann og munum við halda í
heiðri það sem þú gafst okkur í gegn-
um tíðina.
Samstarfsfólk á leikskól-
anum Hlaðhömrum.
Elskuleg Sirrý vinkona okkar,
núna ertu farin frá okkur öllum eftir
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm sem þú greindist með fyrir að-
eins rúmum sjö mánuðum. Já, tíminn
líður hratt, þetta var hörð barátta og
tók verulega á. Þú varst kjarnorku-
kona, full af æðruleysi og sættir þig
við stöðu þína með því að gera alltaf
gott úr henni og varst alltaf glöð og
þakklát fyrir það ef þér leið betur í
dag en í gær. Ég kynntist þér fyrir
rúmum átta árum þegar þið Siggi
þinn fluttuð í hverfið rétt hjá okkur.
Brátt tókst með okkur mikill vin-
skapur þótt nær helmings aldurs-
munur sé á okkur. Þú varst fyrir-
mynd mín; hress, skemmtileg,
ungleg og snör í snúningum. Oft kom
upp í huga minn: svona langar mig að
verða á hennar aldri. Svo vissir þú
svo margt og kunnir líka ráð við öll-
um verkefnum sem að þér voru rétt,
við skiptumst alla okkar tíð á verkum
og þó meira sl. þrjú ár. Garðurinn
þinn var fallegasti garðurinn í bæn-
um og líka margir í kringum þig sem
þú komst nálægt. Við mæðgur flutt-
um úr hverfinu fyrir tæpum sex ár-
um en vinskapur okkar hefur alltaf
haldist og aukist síðustu árin. Okkur
þótti svo vænt um þig og þér um okk-
ur. Oft sagðir þú við mig að þér fynd-
ist eins og þú hefðir eignast dóttur á
fullorðinsárum.
Ég sakna þess að heyra ekki í þér í
síma og að geta ekki komið við hjá
þér í kaffi en við hittumst eða töl-
uðum saman oft í viku og daglega
upp á síðkastið. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa kynnst þér, þú kenndir
mér svo margt og gerðir svo óskap-
lega margt fyrir mig. Elsku Sirrý
mín, takk fyrir allt sem þú sýndir
mér, takk fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir mig og líka fyrir allt sem þú gafst
mér af þér. Við mæðgur eigum marg-
ar minningar um þig og margt frá
þér, því alltaf varstu að skapa eitt-
hvað og alltaf að gleðja okkur með
einhverju sem þú hafðir búið til. Og
það var sérstaklega gaman að gefa
þér gjafir því þú varst alltaf svo ofsa-
lega þakklát. Þú kvaddir þennan
heim með reisn og fórst þar sem þú
vildir fara.
Ég vildi ég ætti vorsins skrúð
að vefja hring um bústað þinn
svo blessuð sólin sérhvern dag
þar sendi heita geisla inn
þeim gjöfum myndu fáir betur fagna.
(I.B.)
Friðjón, dætur og aðrir aðstand-
endur, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð á erfiðri stundu.
Bryndís Anna og Díana Mjöll.
Sigríður Júlíanna
Björg Jóhannsdóttir