Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 59
✝ Þorvaldur Jó-hannesson
fæddist á Arnarhóli
í Gaulverjabæj-
arhreppi 30. mars
1961. Hann varð
bráðkvaddur í
Sarpsborg í Noregi
miðvikudaginn 4.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
hjónin Borghildur
Þorgrímsdóttir og
Jóhannes Guð-
mundsson, þá bú-
andi á Arnarhóli.
Foreldrar Borghildar voru hjónin
Þorgrímur Grímsson og Guðrún
Guðmundsdóttir í Borgarholti í
Biskupstungum, síðast í Odda-
görðum í Stokkseyrarhreppi. For-
eldrar Jóhannesar voru hjónin
Guðmundur Jóhannesson og Ingi-
björg Árnadóttir, sem bjuggu á
Arnarhóli. Systkini Þorvaldar
eru: 1) Ingibjörg, gift Valgeiri
nema, f. 10.11. 1987 og Emil
Brynjar, f. 24.3. 2002.
Þorvaldur ólst upp í foreldra-
húsum á Arnarhóli. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skólanum á Selfossi og vélstjóra-
prófi frá Vélskólanum í Reykja-
vík. Árið 1985 fluttust þau Rósa
og Þorvaldur til Fredrikstad í
Noregi, þar sem Þorvaldur starf-
aði hjá fyrirtækinu Brattås Rør
A/S og frá 1. ágúst 2006 hjá Gass-
nett. Árið 1989 komu þau aftur til
Íslands og áttu heima á Arn-
arhóli. Árið 1995 afréðu þau að
flytjast aftur utan og áttu síðan
heima í Slevik, nálægt Fredriks-
tad. Rósa rak snyrtistofu í nokkur
ár en er nú verslunarstjóri í
barnafataverslun og er meðeig-
andi Lára systir hennar.
Minningarathöfn um Þorvald
var í Selfosskirkju 9. apríl og
hann var jarðsunginn frá Onsøy
kirkju í Noregi föstudaginn 13.
apríl.
Jónssyni, þau eiga
þrjár dætur. 2) Guð-
mundur, í sambúð
með Sigurlínu Rósu
Helgadóttur, þau
eiga tvö börn; áður
eignaðist Guð-
mundur fjögur börn
og Sigurlína þrjú. 3)
Eiríkur, kvæntur Ás-
rúnu Traustadóttur;
þau eiga tvo syni;
Ásrún eignaðist áður
tvær dætur. 4) Þor-
grímur Rúnar, lést
4ra ára. 5) Kjartan, í
sambúð með Katrínu Helgadóttir;
þau eiga einn son, áður eignaðist
hún tvo syni.
Kona Þorvaldar er Rósa Krist-
rún Kristófersdóttir, f. 25.11.
1965. Foreldrar hennar eru Svan-
hildur Sigtryggsdóttir og Krist-
ófer Reykdal Magnússon, búsett í
Noregi. Þorvaldur og Rósa eign-
uðust tvö börn, Svanhildi Diljá,
Segja má að fyrstu kynni okkar
Þorvalds Jóhannessonar frá Arnar-
hóli í Gaulverjabæjarhreppi hafi
verið á Sjúkrahúsinu á Selfossi en
þar fæddumst við, hann 30. mars en
ég degi síðar árið 1961. Við gengum
saman í Barnaskóla Gaulverjabæj-
arhrepps, Barnaskólann á Selfossi
og Gagnfræðaskólann á Selfossi.
Það var á þessum árum sem vinátta
okkar mótaðist. Þorvaldur var glað-
vær og góður vinur, hrekklaus, ein-
lægur og í minningunni er hann
brosandi og léttur í lund. Hann tók
þátt í verkefnum og leikjum í skól-
anum af lífi og sál og ekki spillti að
við deildum sameiginlegu áhuga-
máli á þessum árum en það var út-
varps- og rafeindatækni ýmiskonar.
Við söfnuðum gömlum útvarps-
tækjum og kepptumst við að ná í
sem best tæki og búa til sem best
loftnet, renndum með athygli yfir
stuttbylgjusviðið, hlustuðum á er-
lendar stöðvar en mest þó líklega
Radio Luxembourg og útvarp
Bandaríkjamanna á Keflavíkurflug-
velli. Við rifum lélegustu útvarps-
tækin í frumeindir sínar og notuð-
um partana úr þeim sem efnivið í
annað. Ég gleymi ekki hrifningunni
þegar við náðum að búa til einfalt
útvarpstæki úr einni spólu, loftneti,
jarðsambandi og heyrnartóli og
heyrðum í langbylgjunni. Við lásum
um þetta eins og færi gafst og
spjölluðum. Í þessum málum hafði
Valdi nokkurt forskot. Hann eign-
aðist sérlega gott og næmt stutt-
bylgjutæki og bjó til langt loftnet.
Mig minnir að það hafi náð frá íbúð-
arhúsinu á Arnarhóli og yfir í súr-
heysturninn, síðan var bætt við loft-
netsmagnara. Þannig útbúið náði
þetta tæki þeim evrópskum, afrísk-
um eða jafnvel enn fjarlægari
stöðvum sem hægt var að ná með
góðu móti og það var mikill fjöldi á
þeim árum. Síðan komu CB tal-
stöðvarnar og Arnarhólsbræður
komu sér upp einni slíkri heima. Ég
eignaðist ekki talstöð þá en átti
þeim mun auðveldara með að gera
mér erindi að Arnarhóli til að hlusta
á útvarpið eða tala í talstöðina með
Valda, eða bara spjalla og bralla
eitthvað skemmtilegt. Við bjuggum
einnig til útvarpssenda skv. teikn-
ingu í bók og gerðum tilraunir til
útsendinga. Aftur hafði Valdi for-
skotið því sendirinn hans náðist á
Galtastöðum en minn sendir dró
ekki sömu vegalengd.
Eftir á að hyggja þá þykir mér
ekki ólíklegt að tilraunirnar með út-
varpstækin hafi endurspeglað
ákveðna útþrá sem bjó með okkur
báðum, löngun til að kanna nýja og
forvitnilega heima, löngun til að
brúa bil og gera vegalengdir milli
staða og fólks að engu. Valdi átti
því sinn þátt í því að gera þennan
tíma í sveitinni ógleymanlegan og
það er mikil birta yfir þessum
minningum, svo mikil reyndar að
sólríka daga á sumrin þegar sólin
skín á Flóann og sjórinn merlar í tí-
bránni niðri við ströndina, þá leitar
hugurinn á þessar lendur og minn-
ingar um fréttir frá fjarlægum
heimshornum eða stef í bland við
fjarrænt stuttbylgjusuð úr tækinu
hans Valda gerir vart við sig. Mér
er því mikið þakklæti í huga á þess-
ari kveðjustund og ég sendi mínar
innilegustu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu hans, foreldra, systkina,
vina og ættingja.
Megi Guð geyma Þorvald Jó-
hannesson og minning hans lifa.
Ragnar Geir Brynjólfsson
frá Galtastöðum.
Jæja, þetta var nú alltof snöggt,
of fljótt og óvænt sem kallið kom
hjá vini mínum og jafnaldra Þor-
valdi. Þó dauðinn sé reyndar það
eina sem við göngum að vísu í þessu
lífi var margt ógert og ósagt hjá
duglegum og heilsteyptum fjöl-
skyldumanni á besta aldri sem aldr-
ei kenndi sér meins.
Ég man fyrst eftir Valda á barna-
ballinu í Félagslundi. Mér var strax
starsýnt á hve brosleitur hann var
með Boggu mömmu sinni. Síðar á
fyrsta skóladegi árgangsins 1961
hjá Þórði í Gaulverjaskóla mætti
Valdi með pabba sínum. Við vorum
þá sest inn í stofu á tréstólana í
þessu rammbyggða musteri að okk-
ur fannst. Virðuleg og prúð. En
Valdi kom jafn brosandi opinn og
alls ófeiminn líkt og á jólaballinu.
Það var ekki dauflegur dagur og
á við ævintýri ef leyfi fékkst til að
heimsækja Valda að Arnarhóli. Þar
úði og grúði af bílum allra gerða og
aldursskeiða ásamt rafmagnstækj-
um og tólum af öllum gerðum.
Þessu öllu hafði Valdi ánægju af að
grúska í. Honum dugði ekki að nota
hlutinn, nauðsynlegt var að skilja
samhengið og hvernig hann virkaði.
Einn vordag kom ég í hlaðið og sá
að rykið þyrlaðist milli bæjarhús-
anna. Þá voru bræðurnir Gummi og
Valdi að draga gamlan dreka sem
skyldi nú í gang. Stýrishjólið var
stórt en handleggir Valda ekki
komnir í fulla lengd. Við þurfum því
í eitt skiptið að hjálpast að við að
leggja hratt á stýrið til að lenda
ekki á gömlu skemmunni. Það tókst
að forðast árekstur að mestu. Og
bíllinn hrökk í gang. Auðvitað.
Leiðir okkar lágu oft saman og
margt var brallað. Deildum við m.a.
herbergi í Kópavoginum einn vetur
þegar Valdi hóf nám í vélskólanum.
Oft hlógum við þegar við þurftum
að kasta vatni en gátum það ekki
standandi nema með höfuðið uppúr
kvistherberginu og horfðum þá yfir
Fossvogsdalinn.
Hagleikur hans var einstakur.
Var þar sama hvort var á járn,
timbur eða vélar. Það vafðist ekki
fyrir honum að innrétta vistlega og
snotra íbúð í risinu á Arnarhóli. Síð-
ar er íbúðarhús var reist á Selfossi
var minn maður í essinu sínu og
vann að sjálfsögðu mestallt sjálfur.
Kannski var brosið ekki jafn oft á
vörum og í bernsku, líkt og gengur í
amstri hversdagsins. En geðprýði,
dugnaður og hressleiki var óbreytt-
ur. Þorvaldur var lítið fyrir að ræða
fánýti eða opna á hvað sem var.
Stundum í miðri samræðu kúventi
hann í annað umræðuefni sem hann
taldi frekar umræðuvert. Þetta
stuðaði suma en sýndi einungis
hreinskilni hans. Hann var nefni-
lega aldrei að sýnast eða þykjast
hafa vit á því sem hann þekkti ekki
neitt.
Happið í lífinu var þegar Þor-
valdur kynntist Rósu og aldrei
brosti hann breiðar en þegar hann
kynnti hana fyrir mér. Leiðir okkar
skildu síðar er þau fluttu með Svan-
hildi til Noregs og undu hag sínum
þar vel.
Heimsókn þeirra feðga Þorvaldar
og Emils litla til okkar sl. sumar
verður dýrmæt í minningabankan-
um.
Kæra Rósa og fjölskylda, vinir
okkar í Noregi. Það er í anda Valda
að brosa samt gegnum tárin. Við
Stína og allir í Gaulverjabæ sendum
ykkur samúðarkveðjur.
Valdimar Guðjónsson.
Þorvaldur Jóhannesson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ESTHER SIGURBJÖRG VALDIMARSDÓTTIR,
Kóngsbakka 1,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 11. apríl.
Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðju-
daginn 24. apríl kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á SOS barnaþorp eða
ABC barnahjálp.
Valdimar Viðar Leifsson,
Charlotta Björk Leifsdóttir,
Sigurjón Örn Leifsson, Guðlaug Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma,
HERDÍS ÓLAFSDÓTTIR,
Dvergasteini,
síðast til heimilis á
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést mánudaginn 16. apríl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
24. apríl kl. 14.00.
Elín Hannesdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson,
Helgi Hannesson, Valdís Einarsdóttir,
Guðmundur Hannesson, Margrét Gunnarsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir
og ömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR RÓSMUNDSDÓTTIR,
síðast til heimilis á
Hrafnistu í Hafnarfirði,
lést föstudaginn 23. mars.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey.
Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristinn H. Kristinsson,
Sigurjón H. Sigurðsson,
Theodór Sigurðsson, Ragnhildur G. Júlíusdóttir,
Guðrún Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og amma,
SÓLVEIG GÍSLADÓTTIR
hjúkrunarkona
frá Skógargerði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn
4. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir samúð og
stuðning.
Þorvaldur Kristmundsson,
Urður, Eir og Sigríður Dagný Þorvaldsdætur,
Þorvaldur Skúli, Ingigerður Sólveig og Máni Veigar.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
INGVI BRYNJAR JAKOBSSON
fyrrv. lögregluvarðstjóri
á Keflavíkurflugvelli,
sem lést þriðjudaginn 17. apríl, verður jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Ragnheiður Elín Jónsdóttir,
Eva Bryndís Ingvadóttir,
Þórunn Elísabet Ingvadóttir,
Eyrún Jóna Ingvadóttir,
Aðalheiður Ingvadóttir,
Anna Ingvadóttir,
Erla Ingvadóttir,
Brynjar Ragnar Ingvason,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.