Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 61 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, UNNUR RUNÓLFSDÓTTIR, Kambaseli 85, sem lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 12. apríl, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánu- daginn 23. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Birna Valgeirsdóttir, Rúnar G. Guðjónsson, Víðir Valgeirsson, Guðrún Valgeirsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Þráinn Jónsson, Stefanía Runólfsdóttir, Sigurður Runólfsson, Aðalheiður Runólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, ANNA SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis á Bjarnarstíg 5, Reykjavík, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 11. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafn Magnússon, Helga Ívarsdóttir. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Mæður og feður vina verða oft bestu vinir manns. Þannig var því farið um Hönnu Helgadóttur. Hanna var ein af mæðrunum í efri Stigahlíð, sem ásamt eiginmanni sínum Ásmundi J. Ásmundssyni, gerði efri Stigahlíðina svo eftirminnilega í mínum huga. Hugfanginn blaðburðardrengur til nokkurra ára hljóp um í botnlanga- götunum með fallegu húsunum með stóru görðunum. Hanna hélt úti myndarlegu heimili og setti fjölskyldu sína í fyrsta sæti. Það var ekki bara það að vera aufús- gestur á heimili þeirra hjóna heldur einnig sú gjöf sem hún gaf okkur, að leiðbeina um það sem betur mátti fara. Heimilið var opið okkur strákun- um, vinum Magnúsar Þórs. Mörg sokkaboltamótin, pílukastkeppnir og borðtennismót voru haldin dag eftir dag. Mörg kakómjólkurglösin drukkin, brauðsneiðar og kexpakkar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Alltaf komu nýir kexpakkar sem biðu eftir okkur og svo skellti Hanna í vöfflur eða pönnsur. Hanna og Ásmundur voru aldrei hörkuleg við okkur heldur vildu leyfa okkur að leika og sprella innan rammans. Það að geta komið drull- ugur inn eftir fótbolta af Jón Ben túninu eða úr reiðhjólakeppni, skáta- starfi og setið í skjóli vinar síns var gjöf sem fullseint er metin. Þannig urðu foreldrar besta vinarins hluti af lífshlaupi barnsins og unglingsins. Hanna Helgadóttir ✝ Hanna Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 2. sept- ember 1928. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 16. mars. Að eiga skjól innan hundrað metra frá menntaskólanum var ómetanlegt og það nýttum við okkur þeg- ar var dimmiterað. Að leiðarlokum er margt sem ber að þakka fyrir og leið- rétta, það hefði betur verið gert fyrr. Við eigum sökina, vinir Magga, að hafa brotið eitt fallegasta blómið á heimilinu. Við vorum ekki betri skotmenn en það, Maggi var okkur miklu fremri. Með Hönnu er gengin einn af betri einstaklingum sem ég hef kynnst um ævina. Ég og Hrönn sendum sam- úðarkveðjur til Magga og Soffíu, Sigrúnar og Gutta, Röggu, Helga og Ása Palla, barna og barnabarna. Megi Guð veita okkur, hinum syrgj- andi, styrk og stoð. Gunnar Svavarsson Elsku amma mín. Við vorum oft saman í Ásholtinu heima hjá þér, að spila, horfa á sjón- varpið eða borða í kaffitíma. Amma kom oft að sækja mig í skólasund eða á æfingar. Hún fór meira að segja alltaf með mér í píanótíma á þriðju- dögum og beint eftir þá fórum við í Ásholtið. Einu sinni fór ég, fjöl- skylda mín, frændfólk mitt og báðar ömmur mínar saman í sumarfrí til Mallorca. Það var mjög gaman. Amma var alltaf til í að spila eða leika við mig. Þegar ég var lítill fór- um við amma oft saman í Fjölskyldu- garðinn. Það var svo fínt því hvorugt okkar þurfti að borga inn, amma var of gömul og ég of ungur. Rétt eftir jól 2006 veiktist amma með krabbamein og þurfti að fara upp á spítala. Síðan gat hún komið aftur heim í Ásholtið í smátíma. Frændi minn hann Ási Palli flutti heim frá New York og er búinn að vera heima hjá ömmu síðan. Við vorum líka mikið heima hjá ömmu þá. Síðan einn daginn fór ég til ömmu og Ása og kvaddi ömmu. Það var erfitt. Ég mun aldrei gleyma þér og á eftir að sakna þín mikið. Ásmundur Hrafn. Móðurbróður minn Valdimar Björnsson er fallinn frá. Á útfar- arstundu Valda var ég á heimleið yfir Atl- antshafið, nú skýjum ofar en ekki á báruföldum hafsins sem svo oft áður fyrr. Við Valdi frændi urðum báðir þeirra gæfu aðnjótandi að dvelja mörg sumur að Kollslæk í Hálsasveit hjá þeim sómahjónum Andrési Vig- fússyni og konu hans Höllu Jóns- dóttur, en Halla var vinnukona hjá ömmu minni, móður Valda, og með þeim tókst ævilöng vinátta. Vegna aldursmunar vorum við ekki sam- tímis að Kollslæk, en á tímabili lá við að ég legði nokkra fæð á frænda minn, en algengt var að verk okkar, kunnátta og röskleiki væri borinn saman og fór ég ævinlega halloka í þeim samanburði. Í bókinni Engja- fang eftir Magnús Kolbeinsson frá Stóra-Ási segir svo m.a. á bls. 59 er hann fjallar um Kollslæk og ábúend- ur þar. „Flórinn í fjósinu var lagður hellum og reyndar munu básend- arnir hafa verið það líka, en fremri endinn á básunum var tyrfður. Mykjan úr fjósinu var borin á skófl- unni á fjóshauginn, sem var norðan- undir fjósveggnum. Misjafnlega mun krökkum og unglingum hafa gengið að hreinsa flórhellurnar. Einn strákur var mörg sumur á Kollslæk, sem þótti tiltakanlega nat- Valdimar Björnsson ✝ ValdimarBjörnsson fædd- ist í Reykjavík 16. ágúst 1927. Hann lést miðvikudaginn 28. mars síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 4. apríl. inn og vandvirkur við flórmoksturinn, og að honum loknum fór hann ætíð með fjós- skófluna í skurð norð- an við túnið og þvoði hana. Sá hét Valdimar Björnsson frá Ána- naustum, síðar skip- stjóri hjá Eimskip í mörg ár.“ Þessi orð Magnúsar lýsa frænda mínum afar vel. Á árunum 1972 til 1982 nýtti ég sumar- leyfi mín til afleysinga til sjós á m.a. Múlafossi og Laxfossi og þá oftar en ekki undir skipstjórn Valda og Grétars heitins Hjartar- sonar frænda okkar ásamt öðrum góðum skipstjórum á þessum skip- um. Valdi var hörku sjómaður, há- vaðasamur og fylginn sér til allra verka, og sagt var að hann væri sam- tímis „afturá“ og „framá“ gefandi fyrirmæli um losun og lestun sinna skipa. Árið 1985 fékk Valdi blóð- tappa sem m.a. orsakaði hreyfihöml- un og talhömlum, en dugnaður hans og harka fleytti honum yfir margan hallann, en síðustu árin dvöldu þau Steina að Sóltúni í Reykjavík og mátti oft sjá þennan aldna sjómann sitja fyrir utan herbergi sitt, og vant- aði aðeins skipstjórahúfuna til að sjá hann fyrir sér á vaktinni og fylgjast með hvað væri framundan. Milli móður minnar og Valda var góður kærleikur og bauð hann syst- ur sinni nokkrum sinnum með sér í ferð með skipum þeim er hann stjórnað hverju sinni. Ég vil þakka frænda mínum samfylgdina og sendi Steinu og hennar fjölskyldu samúð- arkveðjur, svo og Haraldi móður- bróður mínum sem nú er einn eftir þeirra 13 systkina frá Ánanaustum. Anton Örn Kærnested. Litli bróðir, þú komst eins og bjart- ur sólargeisli inn í fjölskylduna á dimm- ustu dögum hennar. 12. febrúar dó elsta barnið í fjöl- skyldunni, Sigrún Jóhanna, tæpra sextán ára. Læknirinn, sem kom of seint henni til bjargar, tók mömmu með sér til Hólmavíkur. Heima sátum við mömmulaus í sex vikur, ég tæpra fjórtán ára, Hákon ellefu ára og Sigmundur fimm ára. Það voru langir dagar og nætur þangað til við fréttum að lítill bróðir væri fæddur. Það var klukkutíma gangur á næsta bæ, þar sem var sími. Ég man enn hýrubrosið á pabba, þegar hann sagði okkur fréttirnar. Svo komuð þið mamma heim, á sömu litlu trillunni hans Bjarna í Asparvík, sem kistan hennar Sillu systur hafði verið flutt burt á. Þá var sorg, nú var gleði. Pabbi bar þig upp hólinn, lítinn reifastranga, vafinn inn í sæng. Bræðurnir leiddu mömmu, en ég gekk ein, glaðari en ég hafði haldið að ég gæti nokkurn tíma orðið aftur. Á Kleifum var tvíbýli og þetta vor flutti bróðir pabba og sjö manna fjölskylda burt. Ég veit ekki hvernig næsta ár hefði verið ef þú, með brosið þitt og hjalið, Magnea Katrín Bjarnadóttir ✝ Magnea KatrínBjarnadóttir fæddist í Miðfirði á Langanesströnd 5. október 1929. Hún lést á heimili sínu 31. mars síðastlið- inn. og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 11. apríl. hefðir ekki lýst það upp. Ári seinna fluttum við inn að Drangsnesi og þá hafði lítil fóst- ursystir, Sigrún, bæst í hópinn. Í tvö ár sá ég ykk- ur litlu systkini mín vaxa og dafna en síð- an aðeins í fríum, því þá þótti ekkert sjálf- sagðara en sautján ára manneskja sæi um sig sjálf. Eftir fjögur ár á Drangsnesi flutti fjölskyldan til Skagastrandar og þar voruð þið næstu árin. Átta ára komstu í sveitina til mín í Eyjafjörðinn og varst öll sumur fram að fermingu. Betra barn hefði ég ekki getað hugsað mér og kallaði þig í gamni sátta- semjarann. Eftir að ég flutti til Akureyrar varst þú í tvo vetur hjá mér ásamt Manna vini þínum, og eins þegar þú varst í Iðnskólanum, það var óneitanlega stundum þröng á þingi en þessir vetur ylja mér oft um hjartaræturnar, þegar ég hugsa til þeirra. Svo skildi leiðir að mestu, ég fyrir norðan, þú fyrir sunnan, lífið var þér oft erfitt, hvers vegna? Það vitum við ekki. Síðustu árin voru þér betri, Krossinn var þér mikils virði og þú áttir góðan vin, hann Gústa, sem alla tíð stóð við hlið þína. Þú varst sáttur við lífið, þreyttur eftir að hafa gengið gegn- um erfiðan sjúkdóm og tilbúinn að fara á vit hins ókunna. Þegar ég hugsa heim ert þú allt- af litli bróðir sólargeislinn sem lýsti gegnum dimma daga og næt- ur. Þökk fyrir allar góðu stundirn- ar, þín stóra systir Magnea frá Kleifum. Ég man eftir henni Magneu ömmu frá því ég var smá polli, þegar hún passaði mig. Ég man hvað mér þótti það leið- inlegt að hún átti bara sjónvarp en ekkert vídeó, og þegar ég var að horfa á barnatímann þótti henni hann ævinlega vera svo mikið rugl að hún slökkti á því. Þá varð mað- ur frekar súr á svipinn en þá gladdi hún mann bara með ein- hverju öðru, t.d. með rjómaköku eða einhverju góðgæti. Svo man ég að við amma lékum okkur oft sam- an í feluleik og ég lék mér líka mikið með leggi sem amma hafði átt þegar hún var lítil. Svona lifir hláturinn í minningunni. Amma var trúuð kona og hjartahlý, las reglulega Biblíuna og horfði á Ómega-sjónvarpið, og sótti messur þegar hún gat. En eitt er víst að enginn mátti hjálpa ömmu með neitt nema hún bæði um það, hún vildi gera allt sjálf og móðgaðist eiginlega ef maður bauðst til að hjálpa henni. En svona var hún amma mín bara. Amma sagði allar sínar skoðanir á hlutum, ef henni þótti fötin sem maður var í ljót þá sagði hún það, samt móðgaðist maður aldrei því þetta var hún amma. Það var stutt í það að amma yrði langamma og ég var að verða pabbi, ég talaði við ömmu í símann 29. mars og þá sagði hún mér hvað hún hlakkaði mikið til að fá fyrsta langömmubarnið og spurði hvort allt gengi ekki vel hjá okkur. Langömmubarnið hennar er fætt og fæddist lítill drengur á dán- ardegi hennar, hann Elmar Blær, og ég skal lofa þér því að ég skal segja honum frá ömmu sinni, henni Magneu. Megi hún hvíla í friði. Þinn sonarsonur, Kjartan Benediksson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.