Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 62
62 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kæri vinur, nú ertu
búinn að fá hvíldina
eftir langa og erfiða
baráttu við sjúkdóminn sem við öll
hræðumst, krabbamein, þú greind-
ist fyrir þremur árum og barðist
fram á síðasta andartak. Okkur líður
svo vel með að hafa fengið að vera
hjá þér síðustu vikuna sem þú lifðir,
við vöktum yfir þér dag og nótt og
vorum hjá þér þegar þú skildir við,
ásamt Indu og Völu og auðvitað
henni Gunnu þinni og börnunum
ykkar sem voru þér svo kær.
Okkur langar að minnast stund-
anna með ykkur Gunnu. Ég var litla
systir systra minna og nýtti mér það
svo sannarlega og geri enn, ég var
svo heppin að fá að vera partur af lífi
ykkar sem unglingur og gat alltaf
leitað til ykkar hvort sem var í sorg
eða gleði og það var ekki sjaldan
sem ég fékk að gista hjá ykkur, fyrst
í Álfheimunum og svo á Bárugöt-
unni, það voru oft skemmtilegir
Jón Magnús
Steingrímsson
✝ Jón MagnúsSteingrímsson
fæddist í Reykjavík
10. júlí 1940. Hann
lést á heimili sínu
13. mars síðastlið-
inn.
Útför Jóns var
gerð frá Hallgríms-
kirkju 21. mars sl. í
kyrrþey að ósk hins
látna.
tímar þá, og svo voruð
þið alltaf til í að lána
mér bílinn ykkar eftir
að ég fékk bílpróf.
Purkey átti allan
þinn hug frá því þú
varst lítill strákur og
þú byggðir ykkur þar
sumarhús sem þið
fjölskyldan notuðuð
mikið. Það varð þér
mikið áfall þegar þú
ásamt pabba þínum
lentir í slysi í Bátsvík-
inni fyrir utan Purkey,
þú komst við illan leik
í land en pabbi þinn fórst. Þótt þú
talaðir ekki mikið um það var þetta
þér ofarlega í huga alla ævi, að geta
ekki bjargað pabba sínum er mikið
áfall og enginn getur ímyndað sér
hvað þetta hefur tekið mikið á þig.
Eftir að ég kynntist svo honum
Magga vorum við oft hjá ykkur í
Skagaselinu, ekki voru þær fáar
ferðirnar í Purkey þegar strákarnir
okkar voru litlir. Við fórum líka
nokkrar ferðir í kringum landið með
tjöldin okkar og það var undantekn-
ingarlaust besta veðrið á landinu
þegar við ferðuðumst saman. Við
gleymum aldrei ferðinni í Hrífunes
sem átti að vera yfir tvær nætur,
eingöngu með stuttbuxur og léttan
fatnað, því það var búið að spá svo
góðu veðri, en þegar við vöknuðum
eftir fyrstu nóttina var komin helli-
rigning og við ákváðum að færa okk-
ur örlítið austar og sjá hvort ekki
væri betra veður, þessi ferð endaði
með því að við keyrðum í 10 klst. í
grenjandi rigningu og þoku austur í
Atlavík og þar vorum við í 25–30
stiga hita í tvo daga og enduðum í
góðu ferðalagi um landið í frábæru
veðri.
Við fórum líka til Minneapolis þar
sem þú og Maggi báruð pokana fyrir
okkur Gunnu, því okkur þótti svo
gaman að versla í Mall of America,
en ykkur var ekki skemmt.
Við Maggi eigum eftir að sakna
þín, Nonni.
Elsku Gunna og börn, missir ykk-
ar er mikill, en minningin um góðan
dreng lifir.
Fjóla.
✝ Herdís RagnaClausen fæddist
á Eskifirði 11. júlí
1924. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands 6.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Herdís Jón-
atansdóttir og Ing-
olf Clausen. Herdís
var þriðja í röð átta
systkina; hin eru
Ellen Fredrikke,
látin, Jóhann Thor-
ger, látinn, Kat-
hinka Emelía Margrét, Jónatan
Sólmundur, Arnheiður Dröfn,
Anna Erla og Alrún Sigurbjörg.
Hinn 24. september 1944 giftist
Herdís Tryggva Sigjónssyni, f. 10.
Stúlka, f. 1950, lést sama ár. 5)
Bjarki Elmar, f. 1951, kvæntur
Helgu Haraldsdóttur, þau eiga
fjögur börn. 6) Herdís Tryggvína,
f. 1953, hún er gift Stephen John-
son, þau eiga þrjú börn, 7) Halldór
Ægir, f. 1960, kvæntur Wanvisa
Susee, þau eiga einn son. 8)
Tryggvi Ólafur, f. 1965, kvæntur
Helgu Steinarsdóttur, þau eiga
tvær dætur og fjögur barnabörn.
Þau Herdís og Tryggvi bjuggu
allan sinn búskap á Ránarslóð 8 á
Höfn. Þar sem Tryggvi var sjó-
maður og var löngum stundum að
heiman, var Herdís heimavinnandi
meðan börnin voru að komast á
legg. Seinna vann hún hjá Fisk-
vinnslu KASK. Síðustu árin átti
hún við vanheilsu að stríða og
dvaldi þá á hjúkrunarheimili
HSSA þar sem hún naut góðrar
umönnunar.
Herdís var jarðsungin frá Hafn-
arkirkju 16. mars.
apríl 1918, d. 26. jan-
úar 2000. Hann var
sonur hjónanna Sig-
jóns Halldórssonar
og Sigrúnar Runólfs-
dóttur. Herdís og
Tryggvi eignuðust
átta börn, þau eru: 1)
Inga Guðlaug, f.
1945, gift Friðfinni
Pálssyni, þau eiga
þrjú börn og átta
barnabörn. 2) Linda
Helena, f. 1947, gift
Gunnlaugi Höskulds-
syni, þau eiga þrjú
börn, tíu barnabörn og eitt barna-
barnabarn. 3) Ellen Maja, f. 1948,
var gift Gunnari Sigurðssyni, þau
slitu samvistum. Þau eiga fimm
börn og fjögur barnabörn. 4)
Það eru blendnar tilfinningar sem
fara um huga minn þegar ég hugsa
til þess að nú er hún amma farin frá
okkur. En nú líður henni betur. Og
þau afi nú saman á ný. Það eru ófáar
minningarnar sem koma upp í hug-
ann þegar ég hugsa til baka. Það
fyrsta sem ég sé fyrir mér er afi sem
sat svo oft við eldhúsborðið, alltaf í
sama sætinu og lagði kapal. Og þú
amma að bera fram bakkelsið sem
alltaf var nóg til af. Þú sást nú til
þess að maður fengi nóg að bíta og
brenna. Ég var ekki há í loftinu þeg-
ar ég fékk að fara með þeim afa og
pabba á sjóinn til að sækja silunginn
sem þú steiktir svo að sjóferð lokinni
af þinni alkunnu snilld. Alltaf var
jafn notalegt að koma til ykkar hvort
sem var á meðan við fjölskyldan
bjuggum á Höfn, aðeins í göngufæri
frá húsinu ykkar á Ránarslóðinni
eða eftir að við vorum flutt á Krók-
inn. Og mikil ósköp hvað móttökurn-
ar voru góðar eftir að hafa setið í
bílnum langa leið og hlakkað til að
koma loksins til ykkar. Aldrei var
þess beðið að við bönkuðum upp á,
heldur sá maður alltaf þegar amma
lyfti eldhúsgardínunum og kíkti út.
Og þá leið ekki á löngu þar til þau afi
voru komin út til að taka á móti fólk-
inu og fylgja því inn í eldhús þar sem
mjólkin og kaffibrauðið beið manns.
Dæmigerður dagur byrjaði notalega
þegar maður vaknaði eldsnemma við
sólskin og fuglasöng í trjánum. Og
legði maður betur við hlustir mátti
heyra málin rædd niðri í eldhúsi.
Þegar í stað spratt ég þá á fætur og
dreif mig niður þar sem morgun-
verðarborðið beið tilbúið. Svo sat ég
oft löngum stundum þar sem við
spiluðum eða bara spjölluðum sam-
an um allt milli himins og jarðar.
Ekki er nú heldur hægt að gleyma
því þegar maður fékk að leika laus-
um hala með alla hælaskóna sem þú
áttir, pörin virtust óendanlega mörg.
Það var svo gaman að máta og
þramma um fram og til baka um
ganginn, ég tala nú ekki um ef mað-
ur fékk nú líka kápu eða veski með.
Mikið fannst mér ég fín. Svona eins
og þú, amma mín, sem mér fannst
svo glæsileg þegar þú varst búin að
laga hárið og setja á þig varalit, háls-
festi og lokka í eyrun og komin á hæ-
laskó og í pels. Svo man ég jarð-
arberin sem við sóttum stundum
saman í beðið úti í garði sæt og
fersk, eða þegar ég fékk að koma
með þér út í gróðurhús að vökva rós-
irnar sem ilmuðu svo dásamlega í
sólinni. Á kvöldin vorum við svo oft
samankomin í eldhúsinu og töluðum
saman eða spiluðum og í minning-
unni voru alltaf einhverjir að líta inn
í kaffi, og virtist þá engu skipta
hvort það væri snemma morguns
eða seint að kvöldi.
Elsku Lilla amma og Tryggvi afi,
ég minnist ykkar með söknuði en
umfram allt með gleði og þakklæti
fyrir allar ljúfu stundirnar okkar
saman.
María Dagmar.
Herdís Ragna Clausen
✝
Alúðarþakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
EINARS INGA SIGGEIRSSONAR
dr. rer. hort.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á FB4 á
Landspítala Fossvogi fyrir frábæra umönnun.
Kristín Friðriksdóttir,
Gylfi Magnús Einarsson, Katrín Jónína Björgvinsdóttir,
Valgarð Einarsson, Linda María Stefánsdóttir,
Margrét Ástrún Einarsdóttir, Þórir Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
VALDIMARS BJÖRNSSONAR
skipstjóra,
Sóltúni,
Reykjavík.
Steinunn Guðmundsdóttir,
Marta Guðríður Valdimarsdóttir,
Anna Steinunn Valdimarsdóttir,
Björn Valdimarsson, Sigríður Líba Ásgeirsdóttir,
Guðmunda Valdimarsdóttir, Hafsteinn Viðar Árnason,
Ásta Valdimarsdóttir, Kristján Gunnar Valdimarsson
og barnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUNNARS Þ. JÚLÍUSSONAR,
Holtsgötu 13,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Unnur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Arndal,
K. Helgi Gunnarsson, Sigrún Guðlaug Ragnarsdóttir,
Björn V. Gunnarsson, Guðrún Kr. Óladóttir,
Margrét Gunnarsdóttir, Sigurður V. Jónsson,
Helga Gunnarsdóttir, Jón Júlíusson,
Gunnar J. Gunnarsson, Ágústa Halldórsdóttir,
Hulda Gunnarsdóttir, Ísak J. Matthíasson,
Unnur B. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
AGNESAR AUÐUNSDÓTTUR.
Guðni Auðunsson, Alda Þorsteinsdóttir,
Sonja Hilmarsdóttir, Ómar Kristmannsson,
Erna Hilmarsdóttir, Kristinn Stefánsson,
Auðunn Hilmarsson, Guðbjörg Jóhanna Snorradóttir,
Guðlaugur Hilmarsson, Guðbjörg Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem vottað
hafa hlýhug og samúð vegna andláts okkar elsku-
legu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR HULDU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Hamarsbraut 8,
Hafnarfirði.
Jón Gunnar Stefánsson, Ólína Jóna Bjarnadóttir,
Soffía Stefánsdóttir, Sigurður Bergsson,
Sigurður Hallur Stefánsson, Inga María Eyjólfsdóttir,
Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Gunnar Hjaltalín,
Halldór Ingimar Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS HANNESAR BIERING,
Laufásvegi 17,
Reykjavík.
Hulda Biering, Margeir Gissurarson,
Rannveig Biering,
Jón Gunnar Biering Margeirsson, Sigríður Aradóttir,
Bjarni Margeirsson,
Herdís Biering Guðmundsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
Kristín Sveinsdóttir,
Lára Sveinsdóttir,
Hulda og Kormákur.
Elsku afi minn.
Hvar ertu?
Ég skil ekki alveg þegar
mamma og amma Gunna eru
að segja mér að þú sért far-
inn, en ég veit að þú passar
mig og ég vona að þér líði
betur. Ég mun alltaf geyma
þig í hjarta mínu og ég mun
aldrei gleyma þér, elsku afi
minn.
Þín afastelpa
Viktoría Rán.
Elsku afi.
Nú ert þú engillinn okkar,
við söknum þín mikið.
Þín afabörn
Michael og Emelía Guðrún
HINSTA KVEÐJA