Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 63

Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 63 Elsku Bogga frænka er dáin. Hún háði stutta en hetjulega baráttu við krabbamein sem hún greindist með í nóvember. Bogga gerði sér strax fulla grein fyrir alvarleika sjúkdóms- ins en var staðráðin í að láta hann ekki buga sig, eða eins og hún sagði við mig: „Ég nenni ekki að tala um þetta, þetta verður bara að hafa sinn gang og ég hugsa bara um einn dag í einu.“ Bogga frænka var Strandamaður í húð og hár, kjarnakona sem oft þurfti að berjast áfram í lífinu. Á ár- unum milli 1940 til 1950 fluttu marg- ir Strandamenn til Skagastrandar í atvinnuleit og í þeim hópi var föð- urfjölskyldan mín sem ílengdist hér þótt taugarnar yfir Húnaflóann hafi alltaf verið til staðar. Fyrst settist pabbi að á Skagaströnd, þá nýbúinn að krækja í mömmu, og síðan komu Þórunn amma, Kaja, Hebbi og Bogga með Lólý sína en hún var að hluta til alin upp hjá Þórunni ömmu og Hebba frænda. Bogga eignaðist fjögur börn og var lengst af einstæð móðir og það þurfti kjark og dugnað til að koma barnahópnum upp á þessum erfiðu árum sem oftar en ekki einkenndust af tímabundnu atvinnuleysi sem gerði róðurinn ekki léttari. Oft var lítið um vinnu en Bogga tók alla vinnu sem gafst til að framfleyta sér og börnunum. Bogga fluttist síðan til Reykjavíkur þar sem hún og Hebbi bróðir hennar leigðu saman í mörg ár. Hún vann í eldhúsinu á Landa- koti þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Okkur systkinunum þótti afar vænt um Boggu frænku, hún var alltaf svo kát og hress við okkur, ein- staklega skemmtileg frænka og það var líka gaman að fylgjast með henni þegar hún var að leika á sviði. Í minningunni eru þær ófáar ferðirnar sem við gerðum okkur til hennar og Björg Jóhanna Ólafsdóttir ✝ Björg JóhannaÓlafsdóttir fæddist við Reykja- fjörð á Ströndum 18. október 1924. Hún lést á Líkn- ardeild Landakots- spítala 1. mars síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Laugarnes- kirkju 8. mars. til að smakka bakkels- ið hennar sem var sér- lega gott. Mest spenn- andi jólapakkarnir komu frá Boggu frænku, eitthvað sem hún hafði sjálf búið til, t.d. dúkar með skemmtilegum áprentuðum myndum sem átti að sauma út og gerðu það að verk- um að mér fannst allt í einu gaman að sauma út. Eftir að Bogga flutti til Reykjavíkur heimsótti ég hana oft og gisti jafnvel hjá henni og þá áttum við oft góðar stundir í eldhúshorninu og tókum góðar „spjalltarnir“. Síðastliðin 30 ár hefur Bogga átt góðan félaga og vin, Sturlu Péturs- son, og var ljúft að sjá hvað þeim kom vel saman og voru samstíga í að njóta daganna saman. Ég vil að lokum þakka Boggu frænku minni alla hennar gæsku við mig og mína í gegnum árin og ég sakna þess að geta hringt í hana og spjallað um fjölskylduna og landsins gagn og nauðsynjar. Ég og fjöl- skylda mín vottum Stulla, Lólý og fjölskyldu, fjölskyldu Fúsa, Heiðari og fjölskyldu, og Gunnu og fjöl- skyldu innilega samúð okkar, minn- ing um skemmtilega frænku lifir. Þórunn og fjölskylda, Skagaströnd. Kæra Björg. Mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum um leið og ég minnist þín. Ég þakka þér og sambýlismanni þínum fyrir það hversu vel þið tókuð mér. Kæra Björg, við áttum nokkrum sinnum tal saman um andleg mál- efni, og fór þar saman áhugi okkar á þeim málum. Fannst mér mjög gam- an og fróðlegt að hlusta á þína reynslu af þeim vettvangi og jafn- framt að segja þér frá minni reynslu og áhuga á þeim málum, og þótti okkur báðum mikið til koma um þau efni. Nú þegar þú ert frá okkur farin þakka ég fyrir að hafa fengið að kynnast þér og viðhorfum þínum til lífsins og æðri heima. Ég samhrygg- ist sambýlismanni þínum, börnum og öðrum aðstandendum. Sofðu rótt í Drottins faðmi. Halldór Norðquist. Siggi er látinn. Hann dó í nótt. Ég átti bágt með að meðtaka orðin. Röddin í símanum var Arönku, konu hans. Hann var nýlega orðinn 79 ára, nýkominn frá Kenýa en þangað hafði hann farið með alla fjölskylduna, syn- ina tvo, konur þeirra og börn. Við vor- um búnir að þekkjast og vera vinir í 70 ár, eða síðan Siggi fluttist á Hring- braut 96. Við vorum saman í skóla, fyrst í Miðbæjarbarnaskólanum og síðan í Menntaskólanum. Siggi lagði stund á verkfræði, tók fyrri hlutann í Reykjavík og seinni hlutann í Kaup- mannahöfn. Þar kynntist hann Arönku Bugatsch frá Færeyjum, sem varð eiginkona hans og förunautur það sem eftir var ævinnar. Ég man vel þegar þau giftu sig og héldu upp á það hjá tengdaforeldrunum, Hall- grími og Kristínu, en þar var heimili þeirra um hríð. Síðan lá leiðin til Sví- þjóðar og þaðan til Nairobi í Kenýa, Dar es Salaam í Tansaníu, aftur til Nairobi og að lokum til Kanada þar sem bróðir Arönku bjó. Öll þessi ár héldum við sambandi. Í hvert sinn sem við hittumst vorum við sömu strákarnir og ólust upp við Hring- braut og lékum okkur saman. Oft lá leiðin niður í fjöru. Á þessum göngu- Sigurður Hallgrímsson ✝ Sigurður Hall-grímsson fædd- ist í Reykjavík 25. febrúar 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Ottawa í Kan- ada mánudaginn 5. mars síðastliðinn og var útför hans gerð í Ottawa í 11. mars. Í formálsorðum um Sigurð í Morg- unblaðinu á útfar- ardegi hans misrit- aðist nafn konu Sigurðar en hún heitir Aranka. Þá misritaðist einnig nafn eins barnabarns hans. Sonur Hall- gríms Bjarka heitir Björn en ekki Bjoer, eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ferðum spjölluðum við saman um alla heima og geima. Ég man eftir einu atviki þegar við vorum að ganga Kapla- skjólsveginn. Það var kvöld að vetrarlagi. Tunglið fullt. Ég fleytti þá fram þeirri hug- mynd hvort menn myndu nokkurn tíma fara til tunglsins. Það þóttu þá hugarórar. Ég var þá nýbúinn að lesa bókina Úranus eftir Flammarion, sem gef- in var út í Kaupmannahöfn af Fræða- félaginu. Tímarnir breytast og mennirnir með. En eitt hefur ekki breyst. Það eru mannleg sambönd, hvort heldur er vinátta eða ástir, það eru mikil- vægustu hlutskipti hverrar mann- veru. Það var hlutskipti Sigga að vera gott til vina um allan heim og alltaf átti hann ást og atlæti konu sinnar, Arönku. Hún studdi alltaf við bakið á honum í blíðu og stríðu. Ég kveð nú góðan og tryggan vin. En minningin lifir. Ég óska eftirlif- andi konu hans, Arönku og sonunum Bjarka og Sigtryggi ásamt fjölskyld- um alls góðs á komandi árum. Guð blessi ykkur öll. Ásgeir Ingibergsson, Kanada Látinn er í Ottawa í Kanada æsku- vinur minn og skólabróðir Sigurður Hallgrímsson, verkfræðingur, 79 ára að aldri. Við vorum leikfélagar frá 7 ára aldri og Sigtryggur bróðir hans, sem var einu og hálfu ári yngri en þeir voru mjög samrýndir bræður og var ævinlega getið í sömu andrá á æskuárunum. Sigtryggur lést 65 ára að aldri og hafði þá verið ekkjumaður í 9 ár. Kona hans var Ragnhildur Jónsdóttir frá Nýjabæ á Seltjarnar- nesi. Við félagarnir, ásamt vini okkar Ásgeiri Ingibergssyni, áttum skemmtilega æsku og fylgdumst að til stúdentsprófs, vorum heimagang- ar hver hjá öðrum. Ævinlega tóku foreldrar Sigurðar vel á móti okkur félögunum. Hallgrímur Sigtryggsson og Kristín Sigurðardóttir voru Norð- lendingar, hann úr Eyjafirði og hún frá Yztafelli í Köldukinn. Þau létust bæði háöldruð, hann 96 ára og hún tæplega 95 ára. Systir Sigurðar, Vig- dís f. 1936, er gift Lars Nilsson í Märsta í Svíþjóð. Þorsteinn er yngst- ur, f. 1942. Kona hans er Margrét Ásólfsdóttir. Við fórum marga "svaðilförina" saman, t.d. í gönguferð inn á Arnar- vatnsheiði 16 ára gamlir og gengum um Mývatnsöræfi frá Dettifossi að Reykjahlíð í Mývatnssveit er við vor- um 17 ára. Eftir fyrrihlutapróf í verkfræði heima fór Sigurður til Kaupmanna- hafnar í framhaldsnám. Þar kynntist hann eiginkonu sinni , Arönku Bu- gatsch, sem uppalin var í Færeyjum. Móðir hennar var þarlend en faðir hennar austurrískur. Voru þau hjón alla tíð mjög samrýnd, vinmörg og fé- lagslynd. Synir þeirra eru Bjarki og Sigtryggur. Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttu til Malmö í Sví- þjóð fljótlega. Vann hann þar hjá Skånska Sementgjuteriet í nokkur ár en fór svo á vegum Danida, dönsku þróunarhjálparinnar, til Kenya. Þar áttu þau heima í 20 ár alls. Höfuðvið- fangsefnið var hönnun vegakerfisins. Í millitíðinni voru þau tvö ár í Tanz- aníu. Til Ottawa í Kanada fluttust þau 1996 og hafa búið þar síðan. Þar á yngri bróðir Arönku, Richard, heima og Bjarki býr í næstu götu. Sigtrygg- ur er búsettur í Toronto. Þeir eru báðir kvæntir og eiga börn. Sumarið 2005 heimsótti ég Sigurð og Arönku og gisti hjá þeim í góðu yf- irlæti í eina viku. Fóru þau með mig vítt og breitt um nágrennið og báru mig á höndum sér. Sigurður var heilsugóður alla ævi þar til hinsta kallið kom, aðfaranótt 5. mars sl., en þá fékk hann heilablæð- ingu og lifði ekki af nóttina. Þau voru nýlega komin heim úr rúmlega mán- aðarferðalagi til Kenya með stórfjöl- skylduna og hittu þar gamla vini og skjólstæðinga. Höfðu þau bundist starfsfólki sínu þar vináttuböndum og reynst þeim frábærlega vel. Sigurður varð 79 ára hinn 25. febrúar og átti ég langt símtal við hann þar sem hann sagði mér frá vel heppnaðri ferð. Ég flyt Arönku og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðju og þakka áratuga langa vináttu. Sigurður var jarðsettur í Ottawa sunnudaginn 11. mars sl. Hörður Þorleifsson                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% Elsku Árni, það verður skrítið að upp- lifa þetta sumar án þess að þú komir í heimsókn með alla þína hreinskilni og skemmtun. Ég á svo margar skemmtilegar Árni Breiðfjörð Guðjónsson ✝ Árni BreiðfjörðGuðjónsson fæddist í Ytri- Drápuhlíð í Helga- fellssveit 4. júlí 1919. Hann lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 13. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 23. mars. minningar um þig. Alltaf komstu öllum til að hlæja. Það fyrsta sem þú vildir alltaf gera þeg- ar þú komst í sveitina var að taka til í bíl- skúrnum. Alltaf varstu að gera eitt- hvað, settist stundum í bílinn hjá mömmu og beiðst eftir bíltúr- um. Eitt sumar rigndi svo mikið að það log- aði ekki á sígarett- unni en þú fannst fljótt ráð við því, fórst inn í bílskúr og reyktir þar við bensínbrúsana alsæll. Eitt sinn fórst þú með mömmu út í búð og þú leitaðir um alla búðina að súkkulaðirúsínum því þér fannst þær svo góðar, spurðir svo mömmu hvar þær væru en hún svaraði að þær væru ekki til. Svo þegar hún kom að kassanum og var að tína vörurnar upp úr körfunni, komst þú askvaðandi og sagðir hátt og skýrt að þú færir nú aldrei með henni aft- ur í búð, svo hún varð að fara aftur inn í búðina og leita með þér. Og ef einhver tuðaði yfir reyking- unum þínum þá sagðist þú reykja að læknisráði. Ég þakka guði fyrir að hafa átt svona skemmtilegan frænda sem ég gleymi aldrei. Benný. Elsku Snjóka mín. Ég varð fyrir áfalli þegar ég frétti að þú værir dáin. Mér fannst hjarta mitt stoppa Snjólaug Elín Hermannsdóttir ✝ Snjólaug ElínHermannsdóttir fæddist 9. ágúst 1940 á Syðra- Kambhóli í Eyja- firði. Hún andaðist á heimili sínu, La Marina á Spáni, laugardaginn 3. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavík- urkirkju 16. mars. þegar Dóri eiginmað- ur þinn hringdi og tilkynnti mér þessa sorgarfrétt. Þú reyndist mér sem besta móðir. Og ég gat leitað til þín með hvað sem var. Ég gat líka talað um allt við þig. Þú virtist skilja líf- ið svo vel. Þú varst full af hjartagæsku og elskulegheitum. Venjulega var mikill gestagangur hjá ykk- ur hjónum. Þú varst elskuð af öll- um hér í La Marína á Spáni. Mér finnst ég hafa verið svo heppin að kynnast þér. Þú hafðir mikil áhrif á líf mitt. Ég gat ekki annað en elskað þig – þú varst svo heil á öll- um sviðum og hafðir skemmtilegan húmor og lúmskt gaman af því sem fyrir augu bar. Ekki gat ég skilið alla þá þolinmæði sem þú hafðir. Þvílíkt samansafn af þol- inmæði hef ég aldrei á ævi minni séð. Að kynnast svona góðri mann- eskju eins og þér á lífsleiðinni hendir ekki alla. Ég var heppin. Elsku Snjóka mín. Ég mun aldrei gleyma þér, en hugsa um þig á hverjum degi. Takk fyrir að þú varst þú. Sigríður Ingólfsdóttir, La Marína á Spáni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.