Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 77

Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 77 UNGT fólk í SÁÁ heldur í kvöld tónleika til að fagna sumarkomunni, en yfirskrift tónleikanna er Snúran. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en þeir fara fram í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti 7, og hefjast kl. 20:30. Glæsileg skemmtiatriði eru í boði en þeir sem koma fram eru Haltu Taktkjafti, Bergþór Smári, fyndnustu menn Íslands, Freyr Eyjólfsson, Einar Ágúst og Giant Viking Show. Kynnir kvöldsins verður Auðunn Blöndal. Ungt fólk í SÁÁ er félagsskapur sem stendur fyrir ýmsum uppákomum s.s. skíðaferðum, fjallgöngum, kvikmyndakvöldum, keilu, paint ball og öðru sem fé- lagsmenn langar til að gera saman án áfengis og vímu- gjafa. Öflugt félagsstarf Í tilkynningu frá félagsskapnum segir: „Margar skemmtanir sem ungt fólk sækir eru tengdar neyslu. Þar kemur bæði til lífsmynstur og félagslegur þrýst- ingur á að taka þátt í neyslunni. Þeir sem hafa lent í vanda vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eru oft fé- lagslega einangraðir vegna þess að bata þeirra er hætta búin með slíku skemmtanahaldi og oft eru þess- ar skemmtanir þær einu sem í boði eru. Markmiðið með því að bjóða upp á vímulausar skemmtanir er að sýna unglingum að þeir hafa val, og að margar ákvarð- anir sem virðast saklausar geta reynst hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki þarf að fjölyrða um mik- ilvægi forvarna gagnvart hinum yngri og áhrifa- gjarnari. Vakin er sérstök athygli á því að líklega erum við að sjá aukningu í áfengis- og vímuefnaneyslu ungs fólks að nýju með auknum innlögnum einstaklinga fyrir 20 ára aldur inn á Vog. Nær öll ungmenni sem koma til SÁÁ í meðferð hafa orðið fyrir töfum í skóla vegna vímuefnaneyslunnar og margir hafa flosnað upp frá námi. Nokkur hluti hefur hætt í skóla án þess að ljúka skyldunámi. Þess vegna er mikilvægt að standa fyrir öflugu félagsstarfi í öruggu og vímulausu umhverfi.“ SÁÁ stendur fyrir Snúrunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Strákurinn Auðunn Blöndal verður kynnir á tónleikum sem ungt fólk í SÁÁ heldur til að fagna sumarkomu. www.saa.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka íslands hf. verður haldinn mánudaginn 30. apríl nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvum Kaupþings banka hf. að Borgartúni 19, 4. hæð. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Ársreikningur fyrir liðið starfsár lagður fram. 4. Tryggingafræðileg úttekt. 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins. 6. Kosning tveggja stjórnarmanna og tveggja til vara. 7. Kosning skoðunarmanna. 8. Önnur mál. Stjórn sjóðsins vill hvetja sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.