Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 78
78 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Krakkadagar í Smárabíó 450 kr.
sýningartímar merktir með grænum lit
SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT
AÐ BJARGA HENNI?
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Vinkona hennar er myrt og ekki er allt sem sýnist
Magnaður spennutryllir með súperstjörnunum
Halle Berry og Bruce Willis ásamt Giovanni Ribisi
Hve langt
myndir þú
ganga?
Ein Svakalegasta
hrollvekja til þessa.
Enn meira brútal
en fyrri myndin.
Alls ekki fyrir viðkvæma.
Stranglega bönnuð innan 18 ára!
Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur
í flottustu ævintýrastórmynd ársins
MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG
FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY"
Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN
Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Aðei
ns ön
nur
bíóm
yndi
n frá
upp
hafi
sem
er bö
nnuð
inna
n
18 á
ra!
Þeir heppnu
deyja hratt
The Hills Have Eyes 2 kl. 5.50, 8, og 10.10 B.i. 18 ára
The Hills Have Eyes 2 LÚXUS kl. 3.40, 5.50, 8, og 10.10
Perfect Stranger kl. 5.30, 8, og 10.30 B.i. 16 ára
Mr. Bean’s Holiday kl. 3, 5, 7 og 9
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 2 og 3.45
Sunshine kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára
TMNT kl. 2, 4 og 6 B.i. 7 ára
School for Scoundrels kl. 1.30 og 3.45
M A R K W A H L B E R G
Shooter kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára
Perfect Stranger kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 4 og 6
TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára
eeee
“Magnþrunginn spen-
nutryllir og sjónarspil sem
gefur ekkert eftir”
- V.J.V. Topp5.is
eee
“Sólskin er vel þess
virði að sjá.”
H.J. MVL
“Besta sci-fi mynd
síðustu tíu ára.”
D.Ö.J. Kvikmyndir.com
eee
Ó.H.T. Rás2
eeee
- Empire
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Eeinn helsti viðburður síð-ustu Listahátíðar var ersuður-afríska söngkonanMiriam Makeba söng í
Laugardalshöll, enda þar á ferð
einn merkasti tónlistarmaður álf-
unnar á okkar tímum þó alltaf sé
varasamt að alhæfa svo. Miriam
Makeba er þekkt sem söngkona en
ekki síður þekkt fyrir starf að
mannréttindamálum, sem hún hef-
ur látið sig varða alla tíð. Önnur
söngkona afrísk, er væntanleg
hingað til lands á næstunni; það er
malíska söngkonan Oumou Sang-
aré, sem syngur á Vorblóti 17. maí
næstkomandi. Hún er einnig þekkt
fyrir framúrskarandi söngrödd en í
heimalandi sínu og víðar í Vestur-
Afríku, er hún einna þekktust fyrir
baráttu fyrir auknum réttindum
kvenna.
Söngfuglinn frá Wassoulou
Oumou Sangaré er fædd í Ba-
mako, höfuðborg Malí, en ættuð frá
Wassoulou-héraði í suðurhluta
landsins, sem sett hefur talsverðan
svip á tónlist hennar. Í Malí eru
héraðs- og þjóðflokkaeinkenni jafn-
an sterk í tónlistinni og oft óhægt
að tala um malíska tónlist. Hún er
líka kölluð söngfuglinn frá Was-
soulou eða söngfuglinn Sangaré,
„Sangaré kono“, í heimalandi sínu.
Wassoulou-tónlist er upprunalega
veiðimannasöngvar við einfaldan
undirleik á „fle“ og „karinyang“
með sterkum arabískum áhrifum.
Sönghefð kvenna er reyndar sterk
í Wassoulou og fjölmargar söng-
konur þaðan hafa notið vinsælda.
Móðir Oumou Sangaré er söng-
kona og framfleytti sér með söng
við brúðkaup og skírnir eftir að
eiginmaður hennar og faðir Oumou
yfirgaf þær mæðgur. Þegar telpan
hafði aldur til söng hún með móður
sinni. Fimm ára gömul var hún
orðin allþekkt í heimasveit sinni,
söng fyrir 6.000 manns í söng-
keppni. Sextán ára gömul var hún
orðin atvinnutónlistarmaður og fór
víða um Malí með ýmsum hljóm-
sveitum.
Nútímaleg og fjörug í senn
Fyrsta breiðskífa hennar, „Mous-
solou“, eða Konur, kom út 1989.
Hún vakti gríðarlega athygli, að-
allega fyrir inntak texta á plötunni,
sem snerust mjög um sjálfsákvörð-
unarrétt kvenna, rétt þeirra til að
velja sér maka, eiga eignir og ráða
sér sjálfar. Eflaust ræður miklu um
einarða afstöðu hennar til kvenrétt-
inda, að faðir hennar tók sér aðra
konu og fluttist til Fílabeinsstrand-
arinnar en fjölkvæni er algengt
meðal malískra múslima. Þá var
Oumou aðeins tveggja ára gömul,
en hún hefur lýst því að fyrstu
minningar sínar séu af móður sinni
að gráta vegna óréttarins sem hún
var beitt.
Tónlistin á „Moussolou“, og öðr-
um plötum Oumou Sangaré líka, er
í senn nútímaleg og fjörug en
stendur að sama skapi á gömlum
merg. Hún er nokkuð á skjön við
helstu hefðir í malískri tónlist,
meðal annars í því að hún fjallar
um hversdagslega hluti og að-
stæður almennings. Platan náði
líka vel til fólks og seldist metsölu.
Ríflega 200.000 eintök fóru af henni
– snældur – í Vestur-Afríku en
ætla má að annað eins hafi verið
framleitt ólöglega sem alsiða var og
er víða í Afríku.
Herhvöt til kvenna
Miklar vinsældir „Moussolou“
vöktu athygli víðar en í Vestur-
Afríku því útgefendur í Vestur-
Evrópu sperrtu líka eyrun. Svo fór
að hún gerði útgáfusamning við
breska fyrirtækið World Circuit
sem frægt er meðal annars fyrir
útgáfu á öðrum Malímanni, Ali
Farka Touré, sálugum. World
Circuit byrjaði á að gefa „Mous-
solou“ út öðru sinni 1991, en síðan
hófust upptökur á næstu plötu, „Ko
Sira“, sem snara má sem Hjóna-
band í dag. Á þeirri plötu er hún
við sama heygarðshornið í herhvöt
til kvenna að krefjast aukinna rétt-
inda, en syngur einnig um sam-
starfsmann sinn sem lést á svipleg-
an hátt í miðjum klíðum; „dauðinn
eirir engum / ekkert fær stöðvað
hann / ekki einu sinni frægðin“.
„Ko Sira“ kom út 1993 og varð
metsöluplata í heimalandi Oumou
Söngfuglinn Sangaré
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson
Framundan er tónlistarhátíðin Vorblót þar sem
fram koma tónlistarmenn úr ýmsum áttum og frá
ýmsum löndum sem allir eiga það sameiginlegt að
vinna innan hefðarinnar í hverju landi fyrir sig.
Frá Malí kemur söngkonan snjalla Oumou Sang-
aré og syngur fyrir okkur 17. maí næstkomandi.
Fréttir í tölvupósti