Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 84

Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 84
SUNNUDAGUR 22. APRÍL 112. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 8 °C | Kaldast 0 °C  Strekkings NA-átt allra nyrst, annars fremur hæg SA-átt. Slydda eða snjókoma f. norðan, þokusúld S til. » 8 ÞETTA HELST» Sammála um gildi þjóðaratkvæðagreiðslu  Formenn allra stjórnmálaflokka á Íslandi segjast vilja þjóðaratkvæða- greiðslu í mikilvægum málum. For- menn stjórnarflokkanna eru þó var- kárir í yfirlýsingum sínum. »Forsíða Grófhreinsun lokið  Grófhreinsun gatna og lóða á Sauðárkróki er að mestu lokið, en hreinsun á svæðinu mun ekki ljúka fyrr en frost verður farið úr jörðu. Ekki hefur verið lokið við að meta skemmdir á húsum og tjón á gróðri. »4 Borgin vill kaupa  Reykjavíkurborg vill kaupa hús- eignirnar sem brunnu í miðborginni sl. miðvikudag. Áform eru um að taka strax til við uppbyggingu og henni á að ljúka á tveimur árum. »2 Humar til Belgíu  Humarhótel hefur verið stofnað á Höfn í Hornafirði með það að mark- miði að flytja lifandi humar utan. Stærstu markaðirnir eru í Frakk- landi og Belgíu. »4 Múr reistur í Bagdad  Nýjasta útspil Bandaríkjamanna til að reyna að stilla til friðar í Bagdad í Írak er að reisa múr á milli hverfa sjíta og súnníta í norðurhluta borgarinnar, en súnnítar í Adham- iya-hverfinu eru ekki ánægðir með gang mála. » Forsíða SKOÐANIR» Ljósvakinn: Biðin eftir barnaefninu Staksteinar: Samfylking tapar… Forystugreinar: Reykjavíkurbréf | Skortur á vatni UMRÆÐAN» Alþjóðleg könnun um traust Atvinnu- og raðauglýsingar Staða skoðanakannana Opið bréf til markaðsstjóra Vífilfells Stétt með stétt? Flugvöllur á Hólmsheiði ATVINNA» KVIKMYNDIR» Myndin Breach fær fjór- ar stjörnur. »75 Í tónlist á sunnu- degi fjallar Árni Matthíasson um söngkonuna Oumou Sangaré sem kemur á Vorblót. »78 TÓNLIST» Kemur frá Malí FÓLK» David Beckham er kyn- þokkafyllstur. »75 TÓNLIST» SÁÁ stendur fyrir Snúr- unni. »77 Sæbirni Valdimars- syni þykir lítið til hrollvekjunnar The Messenger koma og gefur henni tvær stjörnur. »76 Slappur sendiboði KVIKMYNDIR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vopnaður maður í NASA 2. Baldwin biðst afsökunar 3. Fjölskylda fjöldamorðingjans 4. Baldwin hundskammar „ÉG ER svona það sem kallað er þúsundþjala- smiður og þegar maður er að vinna við eitthvert kerfi sem virkar ekki alveg, þá er bara að demba sér í að kippa því í liðinn,“ segir Eiríkur Finnsson matreiðslumaður, en kerfið sem hann vísar til er nýtt tölvukerfi sem hann þróaði fyrir mötuneyti Breiðholtsskóla. Tæp tvö ár eru síðan hann hóf störf í mötuneytinu og hann sá fljótlega að kerfið sem notað var við afgreiðslu skólamáltíða var óhentugt. Nýja kerfið hefur reynst vel og hug- mynd Eiríks var að þróa kerfi þar sem börnin þyrftu ekki að bera neitt á sér. „Sex ára krakkar sem fara heim til sín í þriggja gráða frosti og gleyma úlpunni í skólanum eiga erfitt með að henda reiður á einhverju skírteini,“ segir Eiríkur. Skólastjóri Breiðholtsskóla, Sigþór Magnússon, er ánægður með frumkvæði Eiríks. Kerfið er hagkvæmt að því leyti að það gerir starfsfólki mötuneytisins auðveldara fyrir að skipuleggja máltíðir og áætla fjölda matar- skammta. Hægt er að skrá inn veikindi og fjar- vistir nemenda og allt bókhald er skilvirkara og fljótlegra. „Foreldrar hafa einnig gagn af þessu kerfi því auðvelt er að fylgjast með mataræði barna sem eru í áhættuhópi og hugsanlega með át- röskunarsjúkdóma,“ segir Sigþór skólastjóri. Það kemur til af því að kerfið skráir ef börn koma og fá ábót og borða vel. Eyrún Torfadóttir, ráðgjafi fyrir skólamötu- neyti hjá Reykjavíkurborg, segir að ef svona kerfi yrði sett upp í fleiri skólum gætu mat- vælafræðingar og jafnvel sálfræðingar nýtt upp- lýsingarnar til að gera kannanir á mataræði barna. | 40 Dellukarl í mötuneyti Eiríkur Finnsson matreiðslumaður hóf störf í mötuneyti Breiðholtsskóla fyrir tæpum tveimur árum og hefur þróað nýtt tölvukerfi sem hentar ungum börnum Morgunblaðið/Ómar Sósur Margir þekkja matreiðslumanninn Eirík af sósunum sem bera nafn hans: E. Finnsson. Í HNOTSKURN »Nýja kerfið virkar þannig að þegar röð-in kemur að nemanda slær hann inn leyninúmer á lítið lyklaborð »Ef búið er að greiða fyrir máltíðir blikk-ar grænt ljós, ef ekki hefur verið greitt er ljósið rautt. »Á skjánum birtast upplýsingar umhvort viðkomandi hafi sérþarfir í mat- aræði. »Kerfið skráir jafnframt hvort börnborða vel af matnum og fá ábót. MEÐLIMIR hljómsveitarinn- ar Sigur Rósar eru byrjaðir að taka upp nýja plötu sem kemur væntanlega út seint á næsta ári. Frá þessu greinir umboðsmaður hljómsveitarinnar, John Best, í við- tali í Morgunblaðinu í dag. Aðdáendur sveitarinnar þurfa samt ekki að bíða svo lengi, því þeir fá nóg að bíta og brenna á árinu, væntanlegar eru frá Sigur Rós DVD-myndir, geisladiskar, bók í tímaritsformi og ljósmyndabók svo fátt eitt sé nefnt. John segir að skýringin á þessum afköstum sé að tekist hafi að ljúka ýmsum verk- efnum sem séu búin að vera á teikniborðinu í talsverðan tíma. Í næsta mánuði tekur hljómsveitin upp nýja skífu með órafmögnuðum útgáfum af lögum, sem hún hefur áður gefið út, í bland við lög sem hafa ekki komið út til þessa. Kvik- mynd um ferð Sigur Rósar um Ís- land í fyrrasumar verður síðan frumsýnd í haust. | 74 Afkasta- mikil Sigur Rós Von á nýrri plötu í lok næsta árs ÞÆR voru einbeittar á svip, Alda Magnúsdóttir og Unnur Benedikts- dóttir úr Korpuskóla sem í gær tóku þátt í fyrstu kokkakeppni grunnskóla Reykjavíkur sem fram fór í Menntaskólanum í Kópavogi. Fulltrúar tíu grunnskóla tóku þátt í keppninni og var verkefni hvers tveggja til þriggja manna nemendahóps að elda aðalrétt á 60 mínútum. Hráefnið í réttinn mátti ekki kosta meira en 1.000 krónur, en auk þess máttu nemendur koma með tvenns konar hráefni, greitt úr eigin vasa, borðbúnað og skraut. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsta kokkakeppni skóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.