Morgunblaðið - 11.05.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.05.2007, Qupperneq 34
matur 34 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ung og efnileg söngkona Alltaf gaman að heyra nýjar raddir, sérstaklega ungar og fersk- ar. Nú er tækifæri til að heyra og sjá sópraninn Dagrúnu Ísabellu Leifsdóttir sem ætlar að syngja burtfarartónleika sína frá Söng- skóla Sigurðar Demetz í kvöld kl. 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Dag- rún hefur verið í söngskóla Sig- urðar undanfarin sjö ár og nú síð- ast undir handleiðslu Gunnars Guðbjörnssonar. Dagrún er ekki óvön að koma fram því hún hefur verið að syngja á sviði síðan hún var sjö ára, en þá steig hún fyrst á stokk með systur sinni í litlu fé- lagsheimili á Hjaltlandseyjum og þær sungu íslensk lög. Síðan hefur hún verið óstöðvandi, verið í fjöl- mörgum kórum og komið víða fram. Í haust heldur hún til Eng- lands í nám við Royal Northern College of Music og verður þar í tvö ár í Post Graduate námi. Í kvöld ætlar hún að syngja nokkur íslensk lög, m.a. Hvert ör- stutt spor við lag Jóns Nordal, en einnig ljóð eftir Grieg og Fauré sem og nokkrar aríur og dúett úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir Teppi til heiðurs Jónasi Gleðjið augun og kíkið á opnun sýningar á bútasaumsverkum sem unnin eru í tilefni af 200 ára fæð- ingarafmæli Jónasar Hallgríms- sonar, í Gerðubergi á morgun kl. 15. Við opnun sýning- arinnar verða veitt verðlaun fyrir besta verkið á sýningunni. Sýningin og sam- keppnin er haldin í samstarfi við Íslenska bútasaumsfélagið. Fé- lagið var stofnað árið 2000 og hefur það markmið að efla áhuga og breiða út þekkingu á bútasaumi. Félagið hefur staðið fyrir sýningum og annað hvert ár hefur verið efnt til samkeppni þar sem unnið er eftir ákveðnum þemum. Tólf bútasaumsteppi bár- ust í samkeppnina að þessu sinni. Auk þess verður hin svokallaða „ferðatöskusýning“ Evrópusam- taka bútasaumsfélaga opnuð í Kaffi Bergi. Þar má sjá 17 teppi frá jafn mörgum löndum sem unnin eru út frá þemanu „Heitt og kalt“. www.gerduberg.is Dýr(s)legur söngleikur Menningarnefnd Ölfuss hefur staðið fyrir tónlistarhátíð í vetur undir yfirskriftinni Tónar við hafið. Síðustu tónleikar vetrar verða haldnir á morgun, laugardag. Í mælt með Við erum öll mjög glöð meðnýja mötuneytið og líðurafskaplega vel. Við lögðumtalsvert á okkur til að þrýsta á um að fá mötuneyti í skól- ann. Það tókst að lokum og nú eru allir í miklu betra skapi en áður því við þurfum ekki lengur að nærast á samlokuruslinu í sjoppunum hér í kring. Auk þess skapar þetta svo skemmtilega stemningu hér,“ sagði Jóhannes Þórðarson, deildarforseti í Listaháskóla Íslands við Skipholt, sem var að gæða sér á afar girnilegu Sumarlegu salati, brauði og viðbiti ásamt fjölda annarra nemenda og kennara við arkitekta- og hönn- unardeildir Listaháskóla Íslands í Skipholti 1 þegar Daglegt líf kíkti í heimsókn fyrir skömmu. Andrúmsloftið í skólanum hefur tekið talsverðum stakkaskiptum eft- ir að vinkonurnar og matgæðing- arnir Margrét Þóra Þorláksdóttir og Andrea Guðmundsdóttir tóku að sér að töfra fram hollmeti fyrir verðandi hönnuði, sem nú sitja á skólabekk í Listaháskólanum, kennara og skrif- stofufólk. Mötuneytið í félagsmiðstöðinni Eldhús var búið til og áhöldum og öðrum tólum til matargerðar var komið fyrir í rými því sem í daglegu tali gengur undir heitinu „105“ og vísar í póstnúmer viðkomandi hverf- is. Þar fyrir var og er félagsaðstaða nemenda og þar fara fram ýmsar umræður, uppákomur, bíósýningar og nemendapartí, sem efnt er til í þessum hluta Listaháskólans, en skólinn er auk þess með starfsemi við Sölvhólsgötu og inni í Laugar- nesi. „Ætli við fáum ekki fimmtíu til sextíu manns í mat í hverju hádegi að jafnaði, en auk þess kemur þó nokkur fjöldi alltaf til okkar í morg- unmat. Við reynum auðvitað að vera á heilsusamlegum nótum við mat- argerðina því það er nákvæmlega það sem unga fólkið vill í dag. Nem- endur jafnt sem kennarar hafa tekið mötuneytinu fegins hendi enda fylgir svona starfsemi félagslegt krydd í þokkabót því á meðan fólkið er að gleðja bragðlaukana fá menn tækifæri til að slaka á og ræða málin í skemmtilegu umhverfi,“ segir Mar- grét Þóra, sem hefur yfirumsjón með mötuneytinu. Skólinn sér um rekstur mötuneyt- isins og kostar hádegisverðurinn 400 til 500 krónur á manninn. „Við bjóð- um upp á súpur, pasta, salöt, fisk, hrísgrjónarétti og grænmetisrétti. Svo getur það dottið í okkur að brjóta þetta upp með grjónagraut og slátri kannski annan hvern mánuð eða pylsuveislum við og við,“ segir Andrea. Líkt og byggingavinna Matargerð hefur í gegnum tíðina verið mikið áhugamál hjá þeim stöll- um og oft er hringt á milli heimila til að skiptast á uppskriftum eða segja frá nýjungum á matarsviðinu. „Mat- seld er fyrir mér mikil slökun, eins konar hugleiðsla bara. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem ég tek að mér heilt mötuneyti og það er engin slökun fólgin í því að elda fyrir sex- tíu manns í einu. Það er auðvitað ekkert nema púlvinna að vera með risastórar ausur í pottum í yfir- stærðum. Kannski er þetta bara stundum eins og að vera í bygginga- vinnu,“ segir Margrét Þóra, sem hefur á undanförnum árum m.a. rit- stýrt bókaklúbbi Vöku-Helgafells „Af bestu lyst“ og komið auk þess nálægt annarri bókaútgáfu og stíl- iseringu á sviði matreiðslu. Þegar Daglegt líf falaðist eftir uppskriftum hjá matseljunum í mötuneyti listnema varð hið sí- vinsæla Sumarlega salat með svína- kjöti og austurlenskri sósu fyrir val- inu, en uppskrift að því hefur m.a. birst í bókaklúbbnum „Af bestu lyst“. Að auki nestaði Margrét Þóra blaðamann með einkar gómsætri uppskrift af nautalundum með Café du Paris kryddsmjöri, í tilefni af því að nú væri hægt að fá úrvals nauta- lundir frá Nýja-Sjálandi á góðu verði í flestum stórmörkuðum. Sumarlegt salat (aðalréttur fyrir fjóra) ½ dl þurrt sérrí ½ dl sojasósa 4 tsk. engiferrót (fersk og rifin) 3 hvítlauksrif (marin) 400 g svínalund ½ dl Hoi-sin sósa 2 msk. púðursykur 2 msk. hvítvínsedik 1 msk. ólífuolía 1 tsk. sesamolía 2 rauðlaukar 1 msk sesamfræ (ristuð) 2 pokar salatblanda 4 ferskjur Blandið saman sérríi, sojasósu, engifer og hvítlauk. Takið frá ½ dl af leginum og geymið þar til síðar. Setjið lundina í plastpoka og hellið Unga fólkið vill hollmeti Morgunblaðið/Ásdís Matseljurnar Vinkonurnar og meistarakokkarnir Margrét Þóra Þorláksdóttir og Andrea Guðmundsdóttir töfra fram gómsæta rétti fyrir listnema og starfsfólk Listaháskólans. Andrúmsloftið í Listahá- skólanum hefur tekið stakkaskiptum eftir að farið var að töfra fram hollmeti fyrir verðandi hönnuði, listamenn og starfsfólk. Jóhanna Ingv- arsdóttir hitti stöllurnar sem standa fyrir breyt- ingunni. Morgunblaðið/Ásdís Aðalrétturinn Sumarlegt salat með svínalundum og austurlenskri sósu og að sjálfsögðu bragðast nýbakað ilmandi brauð vel með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.