Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 34

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 34
matur 34 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ung og efnileg söngkona Alltaf gaman að heyra nýjar raddir, sérstaklega ungar og fersk- ar. Nú er tækifæri til að heyra og sjá sópraninn Dagrúnu Ísabellu Leifsdóttir sem ætlar að syngja burtfarartónleika sína frá Söng- skóla Sigurðar Demetz í kvöld kl. 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Dag- rún hefur verið í söngskóla Sig- urðar undanfarin sjö ár og nú síð- ast undir handleiðslu Gunnars Guðbjörnssonar. Dagrún er ekki óvön að koma fram því hún hefur verið að syngja á sviði síðan hún var sjö ára, en þá steig hún fyrst á stokk með systur sinni í litlu fé- lagsheimili á Hjaltlandseyjum og þær sungu íslensk lög. Síðan hefur hún verið óstöðvandi, verið í fjöl- mörgum kórum og komið víða fram. Í haust heldur hún til Eng- lands í nám við Royal Northern College of Music og verður þar í tvö ár í Post Graduate námi. Í kvöld ætlar hún að syngja nokkur íslensk lög, m.a. Hvert ör- stutt spor við lag Jóns Nordal, en einnig ljóð eftir Grieg og Fauré sem og nokkrar aríur og dúett úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir Teppi til heiðurs Jónasi Gleðjið augun og kíkið á opnun sýningar á bútasaumsverkum sem unnin eru í tilefni af 200 ára fæð- ingarafmæli Jónasar Hallgríms- sonar, í Gerðubergi á morgun kl. 15. Við opnun sýning- arinnar verða veitt verðlaun fyrir besta verkið á sýningunni. Sýningin og sam- keppnin er haldin í samstarfi við Íslenska bútasaumsfélagið. Fé- lagið var stofnað árið 2000 og hefur það markmið að efla áhuga og breiða út þekkingu á bútasaumi. Félagið hefur staðið fyrir sýningum og annað hvert ár hefur verið efnt til samkeppni þar sem unnið er eftir ákveðnum þemum. Tólf bútasaumsteppi bár- ust í samkeppnina að þessu sinni. Auk þess verður hin svokallaða „ferðatöskusýning“ Evrópusam- taka bútasaumsfélaga opnuð í Kaffi Bergi. Þar má sjá 17 teppi frá jafn mörgum löndum sem unnin eru út frá þemanu „Heitt og kalt“. www.gerduberg.is Dýr(s)legur söngleikur Menningarnefnd Ölfuss hefur staðið fyrir tónlistarhátíð í vetur undir yfirskriftinni Tónar við hafið. Síðustu tónleikar vetrar verða haldnir á morgun, laugardag. Í mælt með Við erum öll mjög glöð meðnýja mötuneytið og líðurafskaplega vel. Við lögðumtalsvert á okkur til að þrýsta á um að fá mötuneyti í skól- ann. Það tókst að lokum og nú eru allir í miklu betra skapi en áður því við þurfum ekki lengur að nærast á samlokuruslinu í sjoppunum hér í kring. Auk þess skapar þetta svo skemmtilega stemningu hér,“ sagði Jóhannes Þórðarson, deildarforseti í Listaháskóla Íslands við Skipholt, sem var að gæða sér á afar girnilegu Sumarlegu salati, brauði og viðbiti ásamt fjölda annarra nemenda og kennara við arkitekta- og hönn- unardeildir Listaháskóla Íslands í Skipholti 1 þegar Daglegt líf kíkti í heimsókn fyrir skömmu. Andrúmsloftið í skólanum hefur tekið talsverðum stakkaskiptum eft- ir að vinkonurnar og matgæðing- arnir Margrét Þóra Þorláksdóttir og Andrea Guðmundsdóttir tóku að sér að töfra fram hollmeti fyrir verðandi hönnuði, sem nú sitja á skólabekk í Listaháskólanum, kennara og skrif- stofufólk. Mötuneytið í félagsmiðstöðinni Eldhús var búið til og áhöldum og öðrum tólum til matargerðar var komið fyrir í rými því sem í daglegu tali gengur undir heitinu „105“ og vísar í póstnúmer viðkomandi hverf- is. Þar fyrir var og er félagsaðstaða nemenda og þar fara fram ýmsar umræður, uppákomur, bíósýningar og nemendapartí, sem efnt er til í þessum hluta Listaháskólans, en skólinn er auk þess með starfsemi við Sölvhólsgötu og inni í Laugar- nesi. „Ætli við fáum ekki fimmtíu til sextíu manns í mat í hverju hádegi að jafnaði, en auk þess kemur þó nokkur fjöldi alltaf til okkar í morg- unmat. Við reynum auðvitað að vera á heilsusamlegum nótum við mat- argerðina því það er nákvæmlega það sem unga fólkið vill í dag. Nem- endur jafnt sem kennarar hafa tekið mötuneytinu fegins hendi enda fylgir svona starfsemi félagslegt krydd í þokkabót því á meðan fólkið er að gleðja bragðlaukana fá menn tækifæri til að slaka á og ræða málin í skemmtilegu umhverfi,“ segir Mar- grét Þóra, sem hefur yfirumsjón með mötuneytinu. Skólinn sér um rekstur mötuneyt- isins og kostar hádegisverðurinn 400 til 500 krónur á manninn. „Við bjóð- um upp á súpur, pasta, salöt, fisk, hrísgrjónarétti og grænmetisrétti. Svo getur það dottið í okkur að brjóta þetta upp með grjónagraut og slátri kannski annan hvern mánuð eða pylsuveislum við og við,“ segir Andrea. Líkt og byggingavinna Matargerð hefur í gegnum tíðina verið mikið áhugamál hjá þeim stöll- um og oft er hringt á milli heimila til að skiptast á uppskriftum eða segja frá nýjungum á matarsviðinu. „Mat- seld er fyrir mér mikil slökun, eins konar hugleiðsla bara. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem ég tek að mér heilt mötuneyti og það er engin slökun fólgin í því að elda fyrir sex- tíu manns í einu. Það er auðvitað ekkert nema púlvinna að vera með risastórar ausur í pottum í yfir- stærðum. Kannski er þetta bara stundum eins og að vera í bygginga- vinnu,“ segir Margrét Þóra, sem hefur á undanförnum árum m.a. rit- stýrt bókaklúbbi Vöku-Helgafells „Af bestu lyst“ og komið auk þess nálægt annarri bókaútgáfu og stíl- iseringu á sviði matreiðslu. Þegar Daglegt líf falaðist eftir uppskriftum hjá matseljunum í mötuneyti listnema varð hið sí- vinsæla Sumarlega salat með svína- kjöti og austurlenskri sósu fyrir val- inu, en uppskrift að því hefur m.a. birst í bókaklúbbnum „Af bestu lyst“. Að auki nestaði Margrét Þóra blaðamann með einkar gómsætri uppskrift af nautalundum með Café du Paris kryddsmjöri, í tilefni af því að nú væri hægt að fá úrvals nauta- lundir frá Nýja-Sjálandi á góðu verði í flestum stórmörkuðum. Sumarlegt salat (aðalréttur fyrir fjóra) ½ dl þurrt sérrí ½ dl sojasósa 4 tsk. engiferrót (fersk og rifin) 3 hvítlauksrif (marin) 400 g svínalund ½ dl Hoi-sin sósa 2 msk. púðursykur 2 msk. hvítvínsedik 1 msk. ólífuolía 1 tsk. sesamolía 2 rauðlaukar 1 msk sesamfræ (ristuð) 2 pokar salatblanda 4 ferskjur Blandið saman sérríi, sojasósu, engifer og hvítlauk. Takið frá ½ dl af leginum og geymið þar til síðar. Setjið lundina í plastpoka og hellið Unga fólkið vill hollmeti Morgunblaðið/Ásdís Matseljurnar Vinkonurnar og meistarakokkarnir Margrét Þóra Þorláksdóttir og Andrea Guðmundsdóttir töfra fram gómsæta rétti fyrir listnema og starfsfólk Listaháskólans. Andrúmsloftið í Listahá- skólanum hefur tekið stakkaskiptum eftir að farið var að töfra fram hollmeti fyrir verðandi hönnuði, listamenn og starfsfólk. Jóhanna Ingv- arsdóttir hitti stöllurnar sem standa fyrir breyt- ingunni. Morgunblaðið/Ásdís Aðalrétturinn Sumarlegt salat með svínalundum og austurlenskri sósu og að sjálfsögðu bragðast nýbakað ilmandi brauð vel með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.