Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LISTAHÁTÍÐ Í GÓÐUM GÍR Það hefur augljóslega orðið mikilbreyting á rekstri Listahátíðarí Reykjavík á síðustu árum. Fyrir tíu árum eða svo snerust fréttir af Listahátíð ekki síst um fjárhags- legar þrengingar og annað slíkt. Skipt var um stjórnanda hátíðarinnar ótt og títt. Dagskráin var upp og ofan. Einkanlega virtist ganga erfiðlega að gera hátíðina að viðburði sem al- mennir menningarneytendur og fólk- ið í landinu yfirleitt tengdi sig við. Stundum tókst að láta borgina lifna við en stundum varð þorri fólks ekki var við að það stæði yfir hátíð í höf- uðborginni. Um þetta var fjallað í fjöl- miðlum þótt vitanlega væri einnig vakin athygli á því sem vel var gert. Hátíðin átti þá og hefur allt frá stofn- un árið 1970 átt þátt í því að flytja hingað til lands mikið af fremsta hæfi- leikafólki heims á sviði menningar og lista. Sömuleiðis hefur hátíðin oft ver- ið mikil innspýting í íslenskt menn- ingarlíf. Innlendir listamenn hafa verið hinn öxullinn í gangvirki hennar enda hlýtur það að vera eitt af meg- inmarkmiðum hátíðar af þessu tagi að virkja og efla listalíf í landinu. Síðustu ár hefur neikvæðum frétt- um af hátíðinni fækkað. Fjárhagsleg- ar kröggur virðast ekki hrjá hana eða stjórnendur hennar. Stöðugleiki er í starfsliði hátíðarinnar en Þórunn Sig- urðardóttir listrænn stjórnandi henn- ar hefur til dæmis gegnt því starfi frá árinu 2000. Dagskráin virðist verða veglegri með hverju árinu. Það fer til dæmis vart fram hjá nokkrum manni í borginni að það stendur yfir hátíð. Risessan mikla á vegum franska götu- leikhússins Royal de luxe mun senni- lega koma mörgum vegfarandanum í listrænt uppnám að þessu sinni. Frá árinu 2004 hefur hátíðin verið haldin árlega og dagskráin hefur orðið þétt- ari og markvissari. Minna er um smærri viðburði en meira af eiginleg- um hátíðarviðburðum. Og líklega hefur dagskráin sjaldan verið jafn áhugaverð og einmitt nú. Koma Helga Tómassonar og San Francisco ballettsins er stórfrétt og einstakt innlegg í danslíf Íslendinga. Koma tveggja af fremstu barítón- söngvara heims, Dmitri Hvorost- ovskys og Bryns Terfels, vekur at- hygli og sömuleiðis tónleikar Gorans Bregovic. Cheek by Jowl er einn af framsæknustu leikhópum Evrópu og myndlistarsýningar um Cobra-hóp- inn, Roni Horn og ekki síst Spencer Tunick eru ákaflega spennandi. Vafalítið liggja miklir möguleikar í þróun hátíðarinnar í framtíðinni. Þar mætti ekki síst hugsa hana sem eins konar útrásarverkefni í menningar- starfsemi. Hátíðin hefur skapað mikil tengsl við erlenda listamenn og menningarstofnanir sem vafalaust má nýta bæði til þess að efla dagskrá hátíðarinnar sjálfrar en einnig til þess að koma íslenskri list á framfæri erlendis. En sem stendur er Listahátíð í góð- um gír og Reykvíkingar og aðrir landsmenn eiga góða daga framund- an. HÆGRI OG VINSTRI? Skoðanakannanir síðustu dagabenda til þess að sjónarmið og viðhorf landsmanna séu að þróast í mjög athyglisverðan farveg. Þjóðin virðist vera að skiptast í tvennt á milli vinstri og hægri í stjórnmálum ef nota má svo gamaldags hugtök. Í síðustu skoðanakönnun Capacent Gallup, sem kynnt var í gær, halda stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur, enn velli en Samfylking og Vinstri grænir fylgja fast á eftir. Og í könnun, sem kynnt var á Stöð 2 í gærkvöldi, eru stjórnarflokkarnir annars vegar og Samfylking og Vinstri grænir hins vegar hnífjafnir að þingmannatölu. Þessi nauma staða bendir tvímæla- laust til þess að stjórnmálin hér séu að þróast í svipaðan farveg og gerzt hefur í mörgum nágrannalanda okk- ar. Forsetakosningarnar í Frakk- landi um síðustu helgi eru mjög skýrt dæmi um þetta. Þar tókust á tvær fylkingar, önnur á hægri kantinum og hin á vinstri. Þar var um að ræða mjög skýrt val. Þessar línur hafa ekki verið svona skýrar á Íslandi síðustu áratugi, kannski að einhverju leyti vegna þeirra átaka, sem stóðu hér í langan tíma um bandaríska varnarliðið, sem nú er horfið af landi brott. Ef í ljós kemur í kosningunum á morgun, að þessi þróun er að verða hér, má búast við að ýmislegt gerist í kjölfarið. Þannig munu einhverjir kjósendur á hægri kanti Samfylking- ar hverfa til stuðnings við Sjálfstæð- isflokkinn vegna þess að þeir telja sig fremur eiga heima þar en í flokki, sem fyrst og fremst horfir til vinstri. Þá má líka gera ráð fyrir, að ýmsir kjósendahópar Frjálslynda flokksins muni hverfa til stuðnings við Sjálf- stæðisflokkinn á ný horfi þeir framan í þann veruleika, að Frjálslyndi flokkurinn ráði úrslitum um að hér verði mynduð vinstri stjórn. Þetta eru einkaframtaksmenn, sem alla tíð hafa átt heima í Sjálfstæðisflokknum en hurfu frá stuðningi við hann vegna þess, að þeim fannst sá flokkur gleyma einkaframtakinu í grasrót- inni og horfa meira til stóru fyrir- tækjanna. Loks má gera ráð fyrir, að vissir kjósendahópar Vinstri grænna, sem þangað eru komnir frá Framsóknar- flokknum, snúi til síns heima, ef lín- urnar skýrast með þessum hætti. Þetta eru kjósendur, sem t.d. skildu ekki áherzlu Framsóknarflokks Hall- dórs Ásgrímssonar á aðild að Evr- ópusambandinu en vilja vafalaust styðja sinn gamla flokk, þegar þær áherzlur eru ekki lengur fyrir hendi. Það þarf ekki að vera neikvætt að stjórnmálabaráttan á Íslandi falli í þennan farveg. En það mun koma mörgum á óvart ef svo verður. Og kallar á ný viðbrögð og ný vinnu- brögð af hálfu flokkanna, ekki sízt Sjálfstæðisflokksins. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Það voru margir sultardroparnirsem féllu þegar áhorfendur biðueftir að ganga um borð í varð-skipið Óðin við Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi til að sjá sýninguna Gyðjuna í vélinni. Fáir fundu samt fyrir kuldanum því spennan fyrir því að sjá hvaða gjörn- ingur biði í skipinu var honum yfirsterkari. Áhorfendum var skipt í fjóra hópa á bryggjunni, nefnda eftir árstíðunum. Ung- ar snótir leiddu síðan hver sinn hóp um skipið og útskýrðu hvað fyrir varð en ýms- ar uppákomur biðu víðs vegar og var hvert skúmaskot vel nýtt. Blaðamanni fannst sýningin mikil upplifun og svalaði um leið vissri forvitni um hvernig er innanborðs í varðskipinu. Það er Vatnadansmeyjafélagið Hrafn- hildur sem hefur sett upp Gyðjuna í vélinni í tengslum við Listahátíð í Reykjavík sem var sett í gær. Sýningin er blanda af leik- sýningu og gjörningi þar sem brugðið er upp táknmyndum af konunni gegnum ár- þúsundir og saga hennar og samhengi viðrað á nýstárlegan hátt. „Við Vatnadansmeyjarnar höfum mikið velt fyrir okkur konunni og þróun á ímynd konunnar í gegnum tíðina,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir sem stofnaði Vatnadans- meyjafélagið Hrafnhildi árið 1991 ásamt Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, Höllu Margréti Jóhannesdóttur, Katrínu Þor- kelsdóttur og Margréti Vilhjálmsdóttur. „Skip er mikið karlaveldi svo við sköp- uðum kvenlíkama í því. Þegar gengið er um borð er gengið inn í heim konunnar, andlega og líkamlega. Á efsta dekkinu er útlitið og hið talaða mál, millidekkið er maginn og næringin, þar er líka fæðingin, tilfinningar, lífið sjálft og sjúkrarými þar sem hjartasár eru læknuð. Á neðsta dekki veltum við fyrir okkur hvaðan við komum, þar erum við með þara og þang, blóð og drullu, drauma og drauga. Í vélarúminu slær svo hjartað, þar er stundin áður en allt gerist,“ segir Sigrún Sól en í lok sýn- ingarinnar er sýnt myndband þar sem má sjá uppruna gyðjunnar. „Við völdum fimm norðurheimskautsdýr; ref, hrafn, náhval, ísbjörn og uglu sem þróast í gyðjur.“ Sýningin er öll hin myndarlegasta enda segir Sigrún Sól hátt í fimmtíu manns vinna að henni á einn eða annan hátt. Þar sem hjartað slær Búningar, tónlist og skúlptúrar skipa stór- an þátt í Gyðjunni í vélinni. Vatnadans- meyjafélagið fékk heldur enga aukvisa til liðs við sig á þeim sviðum. „Ásamt Vatnadansmeyjafélaginu eru listrænir stjórnendur Davíð Þór Jónsson með tónlistina, Þórunn Sveinsdóttir og Ríkey Kristjánsdóttir með búninga og ég með skúlptúra,“ segir Halla Gunnarsdóttir myndlistarkona sem skapaði hjarta kon- unnar í vélarými Óðins. „Ég get ekki hugsað mér skemmtilegri sýningarstað fyrir verkin en vélarrýmið, andstæðurnar þar eru svo miklar, þessar stóru vélar og svo þessar litlu viðkvæmu verur sem eru hvítar eins og postulín.“ Halla segir vélarýmið vera hálfgerða fæðingarstöð. „Þarna inni eru átján skúlptúrar eftir mig og síðan eru fleiri skúlptúrar út um allt skip. Meðal þessara átján eru fimm sem tákna gyðjurnar. Stærsta verkið er hálfur ísbjörn og hálf kona sem er ófrísk, svo eru hrafninn, ref- urinn, náhvelið og uglan öll þarna eins og litlir ungar. Hljóðmyndin í vélarrýminu er líka hjartsláttur sem táknar upphafið.“ Tónlist Davíðs Þórs tengir saman öll rými skipsins en það er einhvers konar hljóð í hverju einasta þeirra sem undir- strikar það sem þar er inni. Í miðrými skipsins er Halla með stóran skúlptúr, sem hún gerði árið 2003, af konu að fæða. „Ég flutti þetta verk frá New York fyrir Gyðjuna í vélinni. Það sýnir fyrstu sekúnduna eftir fæðingu og passar vel inn í sýninguna. Það er staðsett í skutn- um og þegar horft er á það er eins og mað- ur sé að horfa inn í fæðingarveg.“ Halla vinnur mikið með hugmyndina um konuna í sínum verkum, rétt eins og Vatnadansmeyjafélagið. „Mér fannst ofsa- lega gaman að vera beðin um að taka þátt í þessu og vinna í svona óvenjulegu rými.“ Næstu sýningar á Gyðjunni í vélinni eru í kvöld og 17., 18. og 19. maí. Gestir eru hvattir til að mæta vel búnir enda þarf að standa úti og komast bratta stiga. Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur sýnir Gyðjun Kvenlíkami skapaður í skipi Agndofa Fljúg Náhvalur Katrín Þorkelsdóttir. Hrafn Halla Margrét Jóhannesdóttir. Ugla Guðlaug Lúðrasveit Davíð Þór Jónsson sér um tónlist og hljóð í ver Upphafið Halla Gunnarsdóttir í hjarta konunnar umkring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.