Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 45

Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 45 Í UMRÆÐUNNI um Íraks- stríðið er gjarnan sagt að stuðn- ingur Íslands við það hafi verið „mistök“. Ef það er réttnefni er brýnt að greina í hverju þau mis- tök lágu, hver ber ábyrgð á þeim og hvernig verður komið í veg fyrir að svipuð mistök endurtaki sig. Opinber klisja Sjálfstæð- isflokksins er á þá leið að ákvörð- unin hafi verið „rétt, miðað við þær forsendur sem lágu fyrir á þeim tíma“. Heyr á endemi – for- sendurnar voru haugalygi og það vissu allir sem voru ekki því áfjáðari í að trúa henni. (Já, það var reynt að segja þeim það en þeir vildu ekki hlusta.) En jafnvel þótt forsendurnar hefðu verið sannar, hefðu þær samt ekki dug- að til að réttlæta stuðning við stríðið! Árásarstríð er ekki bara brot á alþjóðalögum, heldur er það glæpur gegn mannkyni og gerast þeir ekki alvarlegri. Óhætt er að minna á þá Göring og Rib- bentrop, sem voru dæmdir til dauða fyrir undirbúning og fram- kvæmd árásarstríðs. Það var aumkunarvert að hlusta á æsingatal Bush og Blair gegn Írak, hvernig þeir fundu nýjar og nýjar ástæður fyrir stríði – hrökt- ust, með öðrum orðum, úr einu víginu í annað. Með því að þýða þennan málflutning yfir á íslensku og flytja hann hér, misbuðu inn- lendir stjórnarherrar dómgreind almennings. Stjórnarfarið í Írak var auðvit- að ekki til eftirbreytni. Saddam var vinur vina sinna og óvinur óvina sinna, en allir vissu hvað til þeirra friðar heyrði. Það er reyndar meira en nú verður sagt. Slæmt stjórnarfar getur kannski réttlætt byltingu, en það réttlætir ekki árásarstríð. Gereyðingarvopnaeign réttlætir það ekki heldur. (Ætli Banda- ríkjamenn hefðu annars ráðist á Írak ef þeir hefðu í alvöru talið Saddam eiga slík vopn?) Á end- anum hefur Bandaríkjastjórn síð- an sjálf kallað það yfir Íraka sem hún sakaði Saddam um – algeran glundroða, skálmöld, holskeflu hryðjuverka og meira að segja efnavopn. Það var nefnilega ekki Bandaríkjunum sem stafaði ógn af Írak, heldur öfugt. Ásetningur árásarmanna var al- veg hafinn yfir vafa. Það er því ekki hægt að kalla mistök. Þeir hafa eflaust talið að þeir kæmust upp með þetta, að syndaflóðið kæmi eftir þeirra daga. Ætli það hafi ekki líka verið rétt mat? Ætli Bush og Blair muni nokkurn tím- ann sitja á sakamannabekk hjá stríðsglæpadómstól? Nei, það voru engin mistök sem réðu því að ásakanirnar voru byggðar á upplýsingum sem höfðu verið matreiddar handa nytsömum sak- leysingjum (og öðrum, ekki jafn saklausum). Voru mistökin ríkisstjórn- arinnar, að fylgja okkar góðu bandamönnum í blindni? Íslenskir hægrimenn hafa langa reynslu af því að fylgja Bandaríkjastjórn að málum. Hvernig hefði þeim átt að detta annað í hug í þetta sinn? (Okkar eina vörn gegn Sovétríkj- unum var auk þess í húfi.) Gleyptu þeir við gabbi sem 80% þjóð- arinnar sáu í gegn um? Ég veit ekki hvað þeir trúðu miklu í alvörunni. Hitt veit ég, að þessar forsendur voru ekki annað en yfirskin. Aðalástæðan fyrir inn- rásinni var að Bandaríkin gætu náð yfirráðum yfir olíulindum Íraks. Fyrir það þýðir ekki að þræta. Þessar olíulindir verða ómetanlegar þegar hin yfirvofandi olíukreppa skellur á. Þetta var með öðrum orðum spurning um pólitík og hagsmuni, þótt ótrú- legt megi virðast. Það verður líka að við- urkennast, að þær for- sendur standast alveg, þótt færri séu tilbúnir að verja þær op- inberlega. Það er kunnara en frá þurfi að segja hvernig ákvörðunin um stuðning íslenska ríkisins var tekin. Þaulreyndir atvinnumenn í stjórn- málum vita betur hvernig hlutirnir ganga fyrir sig en svo, að hægt sé að kalla það mistök. Það er freistandi að kenna tveim ólánsmönnum um og fría okkur hin sök. En það er ekki svo einfalt. Mistökin voru okkar. Flokkar þeirra sátu nefnilega – og sitja víst enn – með umboði þjóð- arinnar. Vera kann að við síðustu kosn- ingar hafi margir verið bjartsýnir um að Íraksstríðið tæki fljótt af. Nú hefur annað komið á dag- inn. Við getum ekki lengur borið við van- þekkingu. Við erum flækt í martröð, og henni er hvergi nærri lokið. Íslenskir kjósendur, sem fyrir fjórum árum létu blekkjast til að styðja óafsakanlegt árásarstríð, verða nú að velja hvað hið ábyrga er í stöðunni. Viljum við kjósa stjórnarflokkana og samþykkja þannig stuðning við stríðið, eða viljum við hafna herskárri utan- ríkisstefnu og má þennan skamm- arblett af æru þjóðarinnar? Nú höfum við tækifæri til að bæta fyrir mistökin – eða endurtaka þau. Kjósandi, blóð bróður þíns hróp- ar til þín af jörðinni. Íraksstríðið – mistök? Vésteinn Valgarðsson skrifar um innrásina í Írak Vésteinn Valgarðsson » Vera kann að við síð-ustu kosningar hafi margir verið bjartsýnir um að Íraksstríðið tæki fljótt af. Nú hefur annað komið á daginn. Höfundur er sagnfræðingur. Áleitin en grátbrosleg saga þar sem teflt er saman ólíkum heimum. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006. „ . . . hér er á ferð framúrskarandi skáld- saga, sú besta sem Auður hefur skrifað.” KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, BLAÐINU „Skemmtileg, óhefluð og heiðarleg.” POLITIKEN Auður Jónsdóttir edda.is KOMIN Í KILJU Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.