Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 57

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 57 Hafnarfirði. Í huga margra voru ár- in um og eftir 1970 þau ár þegar gamli Hafnarfjörður tók að breytast hröðum skrefum í þann bæ sem við þekkjum í dag. Björn Árnason var sem bæjar- verkfræðingur í fararbroddi þess- ara breytinga þegar í upphafi starfa sinna hjá sveitarfélaginu. Allan sinn starfsferil hjá Hafnarfjarðarbæ gegndi Björn lykilhlutverki í því að leiða og gera að veruleika þær ótrú- legu breytingar sem orðið hafa í Firðinum á síðustu áratugum. Starf bæjarverkfræðingsins var fjöl- breytilegt og verkefnin stór og smá og óþrjótandi. Það krefst lagni og þolinmæði í samskiptum við ólíka hópa bæjarbúa með ólíkar þarfir og væntingar. Það er vafalaust að oft gustaði um Björn í starfinu en hann var þeirrar gerðar að stefnufesta samfara lagni og sveigjanleiki öfl- uðu honum virðingar. En það var ekki síst í umhverf- ismálum og ytri umgjörð bæjar- félagsins sem Björn Árnason lagði sínar skýru áherslur. Hann var framsýnn í þeim efnum og sá þau ómældu tækifæri sem bæjarfélagið átti í einstökum náttúruperlum og sérstöku umhverfi í upplandi bæj- arsins. Ræktunarstörfin voru hon- um hugleikin og hann lagði þar svo sannarlega sitt af mörkum með því að láta opna leiðir inn á ný rækt- unarsvæði og taka sjálfur virkan þátt í uppgræðslu og starfi Skóg- ræktarfélagsins. Eftir að Björn lét af störfum hjá Hafnarfjarðarbæ í júlí 1995 var það skógræktin og uppgræðslan sem átti hug hans all- an, nú hafði hann óskiptan tíma til að sinna landinu sínu austur í Mykj- unesi. Þar var skógarbóndinn Björn í essinu sínu og hann má sannarlega vera stoltur af því verki öllu. Þar kvaddi hann á sínum unaðsreit. Við samstarfsmenn hjá Hafnarfjarð- arbæ í gegnum ár og áratugi þökk- um samfylgdina og þá hvatningu sem við fengum alla tíð frá dugmikl- um og drífandi hugsjónamanni. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri. Höggvið er skarð í raðir okkar rótarýfélaga í Rótarýklúbbi Hafn- arfjarðar með fráfalli Björns Árna- sonar. Björn var rótarýfélagi til nær 27 ára og ávann sér traust og virð- ingu allra sem með honum störfuðu. Hann var fulltrúi í klúbbnum fyrir starfsgreinina bæjarverkfræði en hann gegndi stöðu bæjarverkfræð- ings í Hafnarfirði til fjölda ára við góðan orðstír. Hins vegar hugsa sennilega flestir til skógræktar um leið og þeir hugsa til Björns í dag en Björn var mikill áhugamaður um skógrækt og var ötull í skógrækt- arstarfi klúbbsins við Klifsholt. Áhugi Björns jókst með árunum og eftir hefðbundin starfslok gerðist hann skógarbóndi að Mykjunesi í Holtum. Greinilegt var að skóg- ræktin veitti honum mikla ánægju og var hann ötull félagsmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar sem heiðraði hann með gullmerki félagsins á síðasta ári. Rótarýklúbb- ur Hafnarfjarðar heiðraði Björn ár- ið 1996 fyrir öflugt starf hans fyrir klúbbinn er hann var gerður að Paul Harris félaga. Ég átti fyrst samskipti við Björn er ég, ungur að árum, keypti gamalt hús í Hafnarfirði og þurfti að leita til Björns. Samskipti mín við Björn voru mér eftirminnileg, enda var rösklega brugðist við erindi mínu. Leiðir okkar Björn lágu svo saman 18 árum síðar er ég gekk til liðs við Rótarýklúbb Hafnarfjarðar og voru kynni mín af Birni alveg í samræmi við okkar fyrstu kynni. Björn var skemmtilegur félagi, hann var bros- mildur og sagnamaður góður og var gaman að hlýða á frásagnir hans sem oftar en ekki tengdust bæj- armálefnum í Hafnarfirði. Skarð Björns verður ekki fyllt þó maður komi í manns stað. Við rót- arýfélagar söknum Björns og minn- umst hans með þakklæti um leið og við færum börnum hans og afkom- endum öllum samúðaróskir okkar. Guðni Gíslason, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.  Fleiri minningargreinar um Björn Árnason bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu á næstu dögum. Okkur hjónin langar að minnast Hrefnu nokkrum orðum. Við munum elskulega, glettna og káta konu, minn- umst gleði endurfundanna, faðmlagsins, brossins í aug- unum og hlátursins. Við þökkum fyrir vikuna góðu, forðum daga í Skorra- dalnum, allar fjölskylduútil- egurnar og aðrar sam- verustundir. Hjartans Hrefna, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Bjössi, Sigurjón, Sveinbjörn, Ingunn og fjöl- skyldur – innilegar samúðar- kveðjur. Valgerður og Halldór Páll. HINSTA KVEÐJA ✝ Hrefna Víkings-dóttir fæddist á Eiðum í Grímsey 4. ágúst 1934. Hún lést á fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 5. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Vík- ingur Baldvinsson bóndi á Eiðum í Grímsey og síðar verkamaður í Húsa- vík, f. 2. mars 1914, d. 2. desember 1981, og Sigurveig Jónsdóttir húsfreyja á Eiðum í Grímsey og síðar í Hrísey, f. 25. apríl 1900, d. 31. janúar 1989. Al- bróðir Hrefnu er Ragnar Vík- ingsson, f. 1. janúar 1936. Hálf- systkin hennar eru Jón Óskar Ermenrekur Frímannsson, f. 13. ágúst 1930, Hulda Reykjalín Vík- ingsdóttir, f. 25. júlí 1937, Vík- ingur Víkingsson, f. 6. mars 1947, d. 31. mars 1964, Jón Oddi Vík- ingsson, f. 30. mars 1952, Brynjar Vík- ingsson, f. 24. júní 1956, og Vilfríður Víkingsdóttir, f. 14. október 1961. Hinn 15. desem- ber 1955 giftist Hrefna Sigurbirni Ögmundssyni sjó- manni frá Vest- mannaeyjum, f. 29. maí 1935, og bjuggu þau í Gríms- ey fjögur fyrstu bú- skaparárin en flutt- ust þá til Hríseyjar þar sem þau bjuggu til ársins 2003 er þau fluttu til Akureyrar þar sem Hrefna bjó síðustu æviárin. Börn Hrefnu og Sigurbjarnar eru Sig- urjón, f. 29. júlí 1955, Sveinbjörn Ögmundur, f. 13. september 1956, og Ingunn, f. 2. júlí 1963. Útför Hrefnu verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma, það var ekki hægt að hugsa sér betri ömmu en þig. Alltaf til staðar þegar þurfti og umhyggjusemin og ástin sem ég fann frá þér var ein- stök. Þú varst elskuð af öllum sem þig þekktu, því fólki gat ekki annað en liðið vel í nálægt þér. Margar af mínum allra bestu æskuminningum eru frá sumrunum þegar við Rakel fengum að fara til Hríseyjar til ykkar afa, stundum nokkrar vikur í senn. Okkur leið allt- af svo vel hjá ykkur og við fengum að gera næstum það sem við vildum, þolinmæði þín virtist endalaus. Og við reyndum alltaf að sýna ykkur hve mikils við mætum ykkur, og lengi var í minnum haft þegar við veittum þér bakstursverðlaunin eft- irsóttu. Þegar við fjölskyldan fluttum suð- ur þá fækkaði óumflýjanlega þeim skiptum sem við hittumst, en þegar við komum norður til ykkar var það alltaf eins og að koma aftur heim. Það var mikið áfall þegar ég fékk þær fréttir í mars að þú hefðir greinst með þennan hrikalega sjúk- dóm. Við reyndum þó öll að vera bjartsýn og halda í þá von að þú gæt- ir lifað með honum. Eins og staðan var orðin, þá er ég mjög þakklát að hafa getað verið með þér svona mik- ið á þínum seinasta mánuði í þessum heimi, og það er mér mikils virði að hafa getað sagt þér frá barninu sem við Yngvi eigum von á í október, því ég veit að það gladdi þig að fá þær fréttir. Ég mun passa vel upp á það og segja því frá yndislegu langömmu sinni sem það fær því miður ekki að kynnast. Það er eitt það erfiðasta sem ég hef gert að kveðja þig þegar þú fórst norður á miðvikudaginn í seinustu viku, því ég vissi að það væri í sein- asta skipti sem ég sæi þig. Þegar ég kvaddi þig þá sagðirðu ,,Við sjáumst“, og þú talaðir eins og þú meintir það. Og þú stóðst við það, því nóttina sem þú lést komstu til mín í draumi og gafst mér eitt af þínum góðu ömmuknúsum. Ég mun aldrei gleyma því. Elsku afi, ég get ímyndað mér að þér líði eins og hluti af þér sé farinn, en ég er viss um að amma mun alltaf vera nálægt þér og passa upp á þig. Þið voruð svo góð saman. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, elsku amma mín. Við sjáumst. Þín Ösp. Í örfáum fátæklegum orðum lang- ar mig að minnast ömmu minnar og þakka henni fyrir allar þær lífsins gjafir er hún gaf mér. Amma var ein- stök kona og hef ég oft hugsað um það hversu heppin ég var að kynnast henni og afa og hversu sérstakt það er, hversu notaleg þau hafa alltaf verið í minn garð. Ég man ekki eftir því þegar ég hitti þau fyrst eða hvernig kynni okkar urðu en frá því að ég man eftir mér hef ég kallað þau afa og ömmu. Mér skilst að pabbi hafi kynnst þeim er hann lagði raf- magn í bátinn hans afa. Þegar for- eldrar mínir fluttu svo út í Hrísey hófst mikill og góður vinskapur. Amma var einstaklega hjartahlý og barngóð, það fann ég sem lítið barn og eignaði mér hana sem ömmu. Ein fyrsta minning mín er þegar ég sit við gráa eldhúsborðið í Brekkugöt- unni og amma er að fara með vísuna ,,fagur fiskur í sjó“ ég sagði alltaf: aftur. Amma tók því alltaf með ró- legheitum og vissi sjálfsagt að ein- hvern tímann fengi ég nóg. Hún hafði einstakt lag á börnum og vona ég að ég hafi náð að tileinka mér eitt- hvað af þeirri færni. Alltaf var nóg rúm í hjarta hennar þegar kom að börnum og stolt var hún af sínum barnabörnum og barnabarnabörn- um. Þegar ég kom í heimsókn voru oft dregin fram myndalbúmin og mér sagt hvað væri um að vera í þeirra lífi. Það var alltaf glatt á hjalla þar sem amma var, gjallandi hlátur og lífsgleði hennar var smitandi. Elsku afi, þú hefur misst mikið og votta ég þér innilega samúð mína. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Sigrún Arnardóttir og fjölskylda. Við kölluðum hana ömmu Hrefnu. Sumpart til aðgreiningar frá nöfnu hennar, sonardótturinni, en þó mest vegna þess hve vel hún stóð undir ömmunafninu. Sama hvar borið var niður; gestrisnin, nýbökuðu klein- urnar, hlýr faðmurinn og fagnandi röddin þegar einhver leit inn. Áhugasöm um velferð ömmubarna og sístækkandi hóp langömmubarna lagði hún ötullega inn í sjóð góðra samverustunda og minninga. Höfuð- stóllinn sá rýrnar ekki hversu oft sem í hann verður sótt. Við eigum eftir að tala um hvað hún hefði sagt við þetta eða hitt tækifærið eða hvernig hún hefði hlegið með okkur á galsafengnum stundum. Þannig tökum við anda hennar með okkur áfram þótt sjálf sé hún nú horfin til annarra heimkynna. Ég er einstaklega þakklát minni fyrrverandi tengdamóður fyrir okk- ar góðu kynni sem aldrei bar skugga á. Bjössa afa og aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði. María Jónsdóttir Mig langar til að kveðja Hrefnu frænku mína með nokkrum þakkar- og minningarorðum, en hún verður borin til grafar í dag. Ég var lítill pjakkur, nýbúinn að missa ömmu mína, heimsótti þig frænka mín, þú umvafðir mig og alla mína bræður. Samt hafðir þú misst svo mikið sjálf þar sem þið amma voruð svo góðar vinkonur. Þú leystir okkur alltaf út með gjöfum þegar við heimsóttum ykkur Bjössa í litla húsið í Hrísey. Best þótti okkur þegar við fengum mackintosh-nammi í poka til að fara með heim. Árin liðu og sambandið var slitrótt en við sáumst þó við og við. Fyrir um mánuði sagði mamma mér að þú værir mjög veik og værir á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Ég fór og heimsótti þig. Þú varst sko ekkert veik, spaugsöm, kát og við spjölluðum heillengi. Ég sagði þér að ég væri að fara til Þýskalands með Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju. Þú varst ekki lengi að draga upp veskið og styrkja mig til fararinnar. Við kvöddumst kát og bjartsýn og þannig ætla ég að muna þig, frænka mín. Ég þakka þér fyrir alla ástúðina og gleðina. Ég veit að amma og afi á Selaklöpp taka vel á móti þér hinum megin og allir góðir vinir sem eru farnir til Guðs. Elsku Bjössi, Sigurjón, Svein- björn, Ingunn og fjölskyldur. Inni- legar samúðarkveðjur frá okkur bræðrum vegna fráfalls Hrefnu frænku. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þinn frændi, Óli Dagur Valtýsson. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Hrefna. Nokkur orð til þín á saknaðar- stundu. Við minnumst þín, frænka kær, frá því í bernsku. Fyrst varstu frænkan í Grímsey sem mamma tal- aði svo oft við í símann. Síðar fluttir þú ásamt fjölskyldu þinni og afa okk- ar til Hríseyjar. Þar hófust kynni og vinátta sem stóð alla tíð. Margs er að minnast en upp úr standa jóladagskvöld fyrrum, en þá kom Selaklapparfjölskyldan ætíð í heimsókn til ykkar og naut gestrisni þinnar og hlýju, sem við alltaf mætt- um þegar við heimsóttum þig í Hrís- ey. Þið frænkur, ásamt fleiri góðum konum í eyjunni tókuð upp á því að spila reglulega saman. Alltaf var glatt á hjalla og ekki skemmdi að heyra dillandi hláturinn þinn. Við er- um þakklát fyrir að hafa þekkt þig og þökkum þér samfylgdina. Hvíldu í friði, elsku frænka. Sigurbirni, börnum og fjölskyld- um þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Óli, Jónheiður og Pálína Björnsbörn frá Selaklöpp, Hrísey. Hrefna Víkingsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA BJARNADÓTTIR, Breiðanesi, Gnúpverjahreppi, sem lést sunnudaginn 6. maí verður jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Sesselja Loftsdóttir, Gunnhildur Loftsdóttir, Björn Árnason, Helga Guðrún Loftsdóttir, Hrafnhildur Loftsdóttir, Ingvar Bjarnason, Loftur S. Loftsson, Kristrún Björg Loftsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og fósturamma, UNA GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Kirkjuvegi 8, Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8. maí. Jarðsett verður frá Víðistaðakirkju mánudaginn 14. maí kl. 15.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs í Hafnar- firði fyrir frábæra umönnun. Guðlaugur Aðalsteinsson, Björk Sigurðardóttir, Róbert Benediktsson, Lára Tryggvadóttir, Hafþór Freyr Víðisson, Birna Steingrímsdóttir, Brynjar Örn Víðsson, Þórhalla Sigurðardóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.