Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 73

Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 73 „... svimandi flott danstónlist“ -Newsweek Afríka og Atli Heimir Konono N°1 er stórskemmtileg og óvenjuleg hljómsveit frá Kinshasa, höfuðborg Afríkuríkisins Kongó. Konono N°1 hlaut BBC verðlaunin árið 2006 sem bestu nýliðarnir í heimstónlist og spila með Björk á nýjustu plötu hennar, Volta, sem kom út í vikunni. Miðasalan fer fram á www.listahatid.is og í síma 552 8588, alla virka daga frá kl. 10 til 16. Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð. Miðasala Tónleikarnir byggja á samnefndum geisladiski sem tilnefndur var sem diskur ársins á Íslensku tónlistar-verðlaununum í fyrra. Flutt verða tónverk Atla Heimis Sveinssonar fyrir einleiksflautu og flautu og píanó. Í aðlhlutverki með flautuna er Áshildur Haraldsdóttir: Flytjendur auk Áshildar eru píanóleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir og tónskáldið sjálft; Atli Heimir Sveinsson. „SeiðandiBazombotakturinnnærinnaðhjartarótum.(…)Þessitónlist kemurfráóþekktumstaðoggefurmannivonumaðtilséuókannaðir tónlistarheimarsembíðaþessaðverðauppgötvaðir.“ -Dale Shaw, BBC Port Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhús, kl. 22.00 Miðaverð 2.700 Konono N°1 frá Kongó - í kvöld Tónamínútur – verk eftir Atla Heimi Sveinsson Þjóðleikhúsið, sunnudag kl. 15.00 Miðaverð 2.700 Örfá sæti laus GERI Halli- well hefur lagt frá sér hljóð- nemann að sinni og tekið upp pennann. Breska forlag- ið Macmillan hefur samið við hana um sex barnabæk- ur sem segja frá ævintýrum stúlkunnar Ugenia Laven- der. Ugenia La- vender er níu ára stúlka, persóna sem Halliwell segir að sé byggð á Victoriu Beckham, með fullu sam- þykki Victoriu, en einnig kemur fyrir í bókunum Gordon frændi sem er kokkurinn frægi Gordon Ramsay, en hann gaf víst líka leyfi sitt. Halliwell byrjaði að skrifa bók- ina þegar hún gekk með dóttur sína Bluebell Madonna, sem er nú tæp- lega ársgömul. Geri Halliwell skrifar barnabók ÞUNGAROKKSVEITIN Envy of Nona, sem gaf út plötuna Two Ye- ars Birth fyrir stuttu, hefur skrif- að undir samning við Long Live Crime Records í Los Angeles, og mun fyrirtækið gefa plötuna út í Bandaríkjunum og sjá um kynn- ingarmál þar. Samningurinn hljómar upp á fimm breiðskífur. Sjá og heyra nánar á mys- pace.com/envyofnona. Fimm platna „díll“ CHRIS Martin, söngvari bresku hljómsveitarinnar Coldplay, og unnusta hans, leikkonan Gwyneth Paltrow, munu að öllum líkindum hagnast vel á sölu íbúðar sinnar í TriBeCa-hverfinu á Manhattan í New York. Íbúðin er á þremur hæðum og með sex svefnherbergjum, líkams- ræktarsal, verönd til að sóla sig á uppi á þaki og lítilli sundlaug. Breska dagblaðið Times segir íbúðina metna á sjö milljónir punda, tæpar 900 milljónir króna. Hjónakornin keyptu íbúðina á 4,4 milljónir punda fyrir nokkrum ár- um. Fréttir herma að boðið hafi verið í íbúðina fyrrgreind upp- hæð. Þau Martin og Paltrow hafa hins vegar keypt sér þakíbúð nærri þeirri sem er til sölu, sem kostaði 2,5 milljónir punda og sumarhús í Hamptons fyrir 3 milljónir punda. Þau eru sem sé ekki á flæðiskeri stödd. Martin og Paltrow hagnast vel VILHELM Anton Jóns- son, Villi Nagbítur, er nú í óða önn að leggja lok- hönd á sólóplötu sína sem kemur út í byrjun júní. Platan er klár, búið að hljómjafna hana, og er Villi að hanna umslagið um þessar mundir. Tals- verð natni er lögð í það, tjáði hann Morg- unblaðinu, en hann ákvað á endanum að gera það bara sjálfur, eftir að hafa fengið fjóra mismunandi aðila til hönnunarinnar sem hann hætti svo við að nota, einn af öðrum. Hægt er að streyma fjór- um lögum á mys- pace.com/revwhitedog. Gerðu það sjálfur Morgunblaðið/Ásdís Sjálfur Vilhelm Anton gerir það bara sjálfur. EINS og fram kom í blaði gærdags- ins er Sverrir Bergmann að vinna að nýju efni, en hann hélt tónleika á Dillon í gær og kynnti það þar ásamt sveit. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hefur þessi fyrrverandi for- söngvari Daysleeper m.a. verið að vinna með Ludwig nokkrum Böss að lagasmíðum, en Böss var áður í sænsku sveitinni Ray Wonder sem sótti landið heim árið 1996 ásamt Cardigans en sveitirnar tvær voru þá í forvígi sænska nýbylgjupopps- ins. Böss og Nina Person, söngkona Cardigans, voru þá par á þessum tíma. Eitthvað fléttast Jakob Frí- mann Magnússon þá inn í verkefnið líka. En sjáum hvað setur, alltént má nálgast þrjú lög á myspace.com/ bergmannspace. Böss og Bergmann Morgunblaðið/Jim Smart Nýtt efni Sverrir Bergmann í öðrum heimi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.