Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 1

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 287. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Andrúmsloftið er hlaðið orku – og þú ert á staðnum. >> 80 Leikhúsin í landinu SUNNUDAGUR BJARGA HEIMINUM VERÖLD ÁN PARÍSAR HILTON FÖST Í FRÉTTANETI >> 25 GLEÐILEGT OG FLOTT TÓNLISTARVEISLA Á HEIMSMÆLIKVARÐA FRÁ AIRWAVES >> 81 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Orra Pál Ormarsson HEIMAGERÐUR ostur, kjötafurðir og sultur gætu orðið algengari söluvarningur á íslensk- um býlum í framtíðinni. Bændur vinna nú að því að auka heimavinnslu afurða svo selja megi unnar vörur beint frá býlum. Ætla má að þann- ig dragi úr flutningi gripa og afurða innanlands en talið er að tengja megi 30 prósent losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum framleiðslu og flutningi á mat. Árni Jósteinsson, nýsköpunarfulltrúi Bænda- samtakanna, segir samtökin þátttakendur í norrænu verkefni um að greiða úr regluverki varðandi framleiðslu landbúnaðarafurða á bæj- um. Slík vinnsla er hlutfallslega lítil á Norð- urlöndum þótt þar sé í gildi sama regluverk og t.d. í Austurríki og Þýskalandi, þar sem algengt er að bændur selji vörur sínar beint frá býlum. „Menn hafa séð að túlkunin á lögunum er með nokkuð öðrum hætti þar en gengur og ger- ist í Skandinavíu,“ útskýrir Árni. „Í verkefninu sem nú er hafið verður þessi túlkunarmismunur skoðaður með því að beina athyglinni að þeim tveimur þáttum í rekstri lítilla sláturhúsa sem taldir eru bændum hvað erfiðastir. Annars veg- ar er það kostnaður af dýralæknaþjónustu og hins vegar kostnaður við förgun úrgangs.“ Árni bendir á að um allan heim horfi menn meira til Beint frá býli til neytanda  Um 30% gróðurhúsalofttegunda má rekja til flutnings og framleiðslu á mat  Túlkun reglna hamlar bændum að vinna eigin afurðir heima á bæ  Landflutningar aukast vegna fækkunar afurðastöðva heimavinnslu en áður enda geti bændur aukið tekjur sínar verulega með beinni sölu eigin af- urða. Eins og fram kemur í öðrum hluta umfjöll- unar Morgunblaðsins um loftslagsmál hefur fækkun afurðastöðva, s.s. sláturhúsa og mjólk- urbúa, á undanförnum árum aukið mjög land- flutninga matvæla sem framleidd eru innan- lands. Í HNOTSKURN »Beint frá býli er vöru-merki og félag um sölu af- urða beint frá býlum íslenskra bænda. »Fyrr á árinu gaf félagið úthandbók um heimavinnslu og sölu afurða fyrir bændur. »Bændur sjá aukinn hagnaðí því að fullvinna eigið hrá- efni í stað þess að senda það frá sér. Út í loftið. Loftur og Ísafold. VEFVARP mbl.is  Valdið í veskinu | 10 Áhrif Vesturlanda þverra og öld Asíu er að renna upp, segir fræði- maðurinn Liah Greenfeld. Hún tel- ur umfang hnattvæðingar ofmetið, fremur ráði þjóðhyggja för. Þverrandi áhrif Vesturlanda Stuðningur við forseta Írans fer vaxandi í múslímaheiminum vegna harðrar gagnrýni hans á Banda- ríkjamenn, en styrkur hans fer þverrandi heima fyrir. Ahmedinejad á í vök að verjast Karim Benzema, ný stjarna vonar í franska landsliðinu í knattspyrnu, hefur farið á kostum sem fremsti maður á þessari leiktíð; gert tíu mörk í jafnmörgum leikjum. Alsírska undrið í sviðsljósinu Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is DÍSELLA Lárusdóttir sópran- söngkona, sem komst í úrslit Metropolitan-keppninnar, hefur fengið starfssamning við óperuna og er varamanneskja í hlutverk í óperunni Satyagraha eftir Philip Glass, sem verður sungin á forn- hindí. Hún er fjórði íslenzki óperu- söngvarinn til að fá starfssamning við Metropolitan-óperuna í New York; hinir eru María Markan, Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson. „Ég er alla vega kom- in með tærnar þarna inn fyrir. Svo sjáum við bara til,“ segir Dísella. Í úrslitum Metropolitan-keppn- innar sungu keppendur tvisvar á sviði óperunnar; í fyrra skiptið við píanóundirleik og í seinna skiptið með hljómsveit hússins. Dísella hélt á dögunum sína fyrstu klassísku einsöngstónleika hér á landi í Hlégarði, en hún er fædd og uppalin í Mosfellssveit, og steig fyrst á svið í Hlégarði 5 ára gömul, þegar hún lék álf í Galdra- karlinum frá Oz, sem móðir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, leikstýrði. Dísella segir að í minn- ingunni hafi sviðið í Hlégarði verið stórt og mikið, en svo reynzt lítið og heimilislegt, þegar hún stóð þar fullorðin kona. „Og ég þekkti hvert einasta andlit í salnum. Það var ynd- isleg nærvera.“ Í janúar kemur Dísella fram á sérstökum tónleikum Philadelphia Orchestra og í febrúar heldur hún debúttónleika í New York. | 28 Dísella Lárusdóttir sópransöngkona æfir óperuhlutverk á fornhindí Morgunblaðið/Golli Á uppleið Dísella Lárusdóttir er á hraðferð í tónlistarheiminum. Hún seg- ist samt alltaf vera sama sveitamanneskjan úr Mosfellssveit. Samdi við Metropolitan Hélt debúttónleika í Hlégarði þar sem hún 5 ára lék álf í Galdrakarlinum í Oz VIKUSPEGILL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.