Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 287. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Andrúmsloftið er hlaðið orku – og þú ert á staðnum. >> 80 Leikhúsin í landinu SUNNUDAGUR BJARGA HEIMINUM VERÖLD ÁN PARÍSAR HILTON FÖST Í FRÉTTANETI >> 25 GLEÐILEGT OG FLOTT TÓNLISTARVEISLA Á HEIMSMÆLIKVARÐA FRÁ AIRWAVES >> 81 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Orra Pál Ormarsson HEIMAGERÐUR ostur, kjötafurðir og sultur gætu orðið algengari söluvarningur á íslensk- um býlum í framtíðinni. Bændur vinna nú að því að auka heimavinnslu afurða svo selja megi unnar vörur beint frá býlum. Ætla má að þann- ig dragi úr flutningi gripa og afurða innanlands en talið er að tengja megi 30 prósent losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum framleiðslu og flutningi á mat. Árni Jósteinsson, nýsköpunarfulltrúi Bænda- samtakanna, segir samtökin þátttakendur í norrænu verkefni um að greiða úr regluverki varðandi framleiðslu landbúnaðarafurða á bæj- um. Slík vinnsla er hlutfallslega lítil á Norð- urlöndum þótt þar sé í gildi sama regluverk og t.d. í Austurríki og Þýskalandi, þar sem algengt er að bændur selji vörur sínar beint frá býlum. „Menn hafa séð að túlkunin á lögunum er með nokkuð öðrum hætti þar en gengur og ger- ist í Skandinavíu,“ útskýrir Árni. „Í verkefninu sem nú er hafið verður þessi túlkunarmismunur skoðaður með því að beina athyglinni að þeim tveimur þáttum í rekstri lítilla sláturhúsa sem taldir eru bændum hvað erfiðastir. Annars veg- ar er það kostnaður af dýralæknaþjónustu og hins vegar kostnaður við förgun úrgangs.“ Árni bendir á að um allan heim horfi menn meira til Beint frá býli til neytanda  Um 30% gróðurhúsalofttegunda má rekja til flutnings og framleiðslu á mat  Túlkun reglna hamlar bændum að vinna eigin afurðir heima á bæ  Landflutningar aukast vegna fækkunar afurðastöðva heimavinnslu en áður enda geti bændur aukið tekjur sínar verulega með beinni sölu eigin af- urða. Eins og fram kemur í öðrum hluta umfjöll- unar Morgunblaðsins um loftslagsmál hefur fækkun afurðastöðva, s.s. sláturhúsa og mjólk- urbúa, á undanförnum árum aukið mjög land- flutninga matvæla sem framleidd eru innan- lands. Í HNOTSKURN »Beint frá býli er vöru-merki og félag um sölu af- urða beint frá býlum íslenskra bænda. »Fyrr á árinu gaf félagið úthandbók um heimavinnslu og sölu afurða fyrir bændur. »Bændur sjá aukinn hagnaðí því að fullvinna eigið hrá- efni í stað þess að senda það frá sér. Út í loftið. Loftur og Ísafold. VEFVARP mbl.is  Valdið í veskinu | 10 Áhrif Vesturlanda þverra og öld Asíu er að renna upp, segir fræði- maðurinn Liah Greenfeld. Hún tel- ur umfang hnattvæðingar ofmetið, fremur ráði þjóðhyggja för. Þverrandi áhrif Vesturlanda Stuðningur við forseta Írans fer vaxandi í múslímaheiminum vegna harðrar gagnrýni hans á Banda- ríkjamenn, en styrkur hans fer þverrandi heima fyrir. Ahmedinejad á í vök að verjast Karim Benzema, ný stjarna vonar í franska landsliðinu í knattspyrnu, hefur farið á kostum sem fremsti maður á þessari leiktíð; gert tíu mörk í jafnmörgum leikjum. Alsírska undrið í sviðsljósinu Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is DÍSELLA Lárusdóttir sópran- söngkona, sem komst í úrslit Metropolitan-keppninnar, hefur fengið starfssamning við óperuna og er varamanneskja í hlutverk í óperunni Satyagraha eftir Philip Glass, sem verður sungin á forn- hindí. Hún er fjórði íslenzki óperu- söngvarinn til að fá starfssamning við Metropolitan-óperuna í New York; hinir eru María Markan, Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson. „Ég er alla vega kom- in með tærnar þarna inn fyrir. Svo sjáum við bara til,“ segir Dísella. Í úrslitum Metropolitan-keppn- innar sungu keppendur tvisvar á sviði óperunnar; í fyrra skiptið við píanóundirleik og í seinna skiptið með hljómsveit hússins. Dísella hélt á dögunum sína fyrstu klassísku einsöngstónleika hér á landi í Hlégarði, en hún er fædd og uppalin í Mosfellssveit, og steig fyrst á svið í Hlégarði 5 ára gömul, þegar hún lék álf í Galdra- karlinum frá Oz, sem móðir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, leikstýrði. Dísella segir að í minn- ingunni hafi sviðið í Hlégarði verið stórt og mikið, en svo reynzt lítið og heimilislegt, þegar hún stóð þar fullorðin kona. „Og ég þekkti hvert einasta andlit í salnum. Það var ynd- isleg nærvera.“ Í janúar kemur Dísella fram á sérstökum tónleikum Philadelphia Orchestra og í febrúar heldur hún debúttónleika í New York. | 28 Dísella Lárusdóttir sópransöngkona æfir óperuhlutverk á fornhindí Morgunblaðið/Golli Á uppleið Dísella Lárusdóttir er á hraðferð í tónlistarheiminum. Hún seg- ist samt alltaf vera sama sveitamanneskjan úr Mosfellssveit. Samdi við Metropolitan Hélt debúttónleika í Hlégarði þar sem hún 5 ára lék álf í Galdrakarlinum í Oz VIKUSPEGILL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.