Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR S íðan ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar tók við völdum vorið 1991 hafa orðið þvílíkar fram- farir hér á landi, að sá maður sem síðast mundi eftir sér á dögum síðustu vinstri stjórnar yrði eins og úti á þekju í dag. Fjármagnsflutn- ingar eru frjálsir og hlutabréfamark- aðurinn blómstrar, ríkisbankarnir einka- væddir og stóriðjuvæðingin á fljúgandi ferð. Íslenskir fjárfestar eru í útrás. Ný- ir möguleikar blasa við hvarvetna, en auðvitað er ekki allt til sölu. Fjárfestar eru gott orð og innihaldsríkt. Þar sem frjáls samkeppni nýtur sín eru þeir í ess- inu sínu, enda rennur hluti af afrakstr- inum til neytendanna með lægra verði fyrir vöru og þjónustu. En að sjálfsögðu á það ekki við í fákeppni né um nátt- úruauðlindir og þau gæði sem takmörk- uð eru. Nóg er nú. Oftar en ekki eru þessi orð komin fram á varir mínar síðustu daga. Atburðarásin hefur verið hröð og mót- sagnakennd. En eitt hefur þó skýrst í huga mér, sú sannfæring mín, að orku- lindirnar megi ekki vera til sölu né orku- verin, – ekki Landsvirkjun, ekki Orku- veita Reykjavíkur, ekki Norðurorka og ekki Hitaveita Suðurnesja. Við Íslend- ingar búum við ódýra orku, sem skýrir góð lífskjör hér á landi. En orkulindirnar eru ekki ótæmandi. Við skulum ganga vel um þær og hafa þær í vörslu þjóð- arinnar sjálfrar. Við höfum séð það á síð- ustu dögum, að fjárfestar eru ekki endi- lega að hugsa um almannahag í skiptum sínum við ríki og borg, heldur vilja þeir ávaxta sitt pund. Af þeim sökum skall á orkukreppa í Kaliforníu fyrir nokkrum árum. Fjárfestarnir vildu ná sem mest- um arði með sem minnstum tilkostnaði. Reglur, sem tryggja áttu næga orku við hóflegu verði, voru ekki nógu skýrar og aðhald ónógt. Og hinum almenna borg- ara blæddi. Augljóst er, að andstaða við nýjar virkjanir mun fara í áður óþekktar hæðir, ef afraksturinn verður reiddur fram í matadorpeningum. Hið sama á raunar við um jarðnæðið. Framundir þetta hef ég beitt mér fyrir því að ríkisjarðir séu seldar og ber ábyrgð á nokkrum sölum. En síðustu ár og misseri hafa einstakir menn sankað að sér jörðum með skipulögðum hætti, orðið gráðugir. Vitaskuld var tími til kominn að bændur fengju gott verð fyrir jarðir sínar. En á hinn bóginn geta fæst- ir fellt sig við að nær allt jarðnæði á Ís- landi verði í höndum fárra spekúlanta. Þess vegna er ég andvígur því nú, að rík- isjarðir séu seldar í bráð. Það liggur ekk- ert á. Við skulum doka við og sjá hverju fram vindur. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykja- víkur féll eftir sameiningu REI og Geysir Green Energy. Reykjavík Energy Investment skal hið nýja fyr- irtæki heita, enda samningurinn og gögn málsins lögð fram á ensku í stjórn Orku- veitu Reykjavíkur. Það var ekki gott. Það er regla, að útboðslýsingar vega- gerðarinnar vegna verkframkvæmda og verksamningar skuli vera á íslensku við hvern sem er að eiga. Í flókinni samn- ingagerð geta blæbrigði og margbreyti- leiki málsins skipt sköpum um skilning- inn. Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður alþjóðasviðs Háskólans í Reykjavík, ráð- lagði það í morgunútvarpinu á dögunum að ef Íslendingar ættu viðskipti við Dani skyldu þeir tala dönsku til að kynnast þeim en samningarnir ættu að vera á ensku, af því að ella væru Danirnir á heimavelli og hefðu þess vegna betri samningsstöðu. Fjárfestarnir í Geysir Green Energy voru þaulvanir samn- ingagerð á ensku. Það er ekki hægt að hlaupa í það skjól, að enska sé alþjóðlegt viðskiptamál, þegar fyrirtæki borg- arinnar gerir samning við íslenskt fyr- irtæki. Á dögunum sá ég í Reykjavík auglýst eftir starfsfólki á íslensku og ensku. Þar var þessi klausa: „Góð enskukunnátta er skilyrði og einhver íslenskukunnátta er góð, en ekki nauðsyn.“ Samfélagið hefur svo sannarlega breyst, en eigandanum er vorkunn. Íslenskt afgreiðslufólk hefur ekki fengist og því hefur hann tekið enskuna fram aðrar erlendar tungur af því að hann skildi hana. En það var af illri nauðsyn, en ekki til að skapa sér yf- irburði eins og tilfellið var um Geysir Green Energy. Nú reynir á nýja meirihlutann í borg- arstjórn Reykjavíkur að hann taki hönd- um saman við sjálfstæðismenn um að ógilda samninginn milli Orkuveitunnar og Geysir Green Energy. Það er sið- ferðileg skylda. Ég tek undir með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Það getur verið í lagi að gera samninga til 20 ára, en ekki einkaleyfissamninga til 20 ára. Þess vegna finnst mér sá þáttur í málinu nánast óhæfa. Um hinn nýja borgar- stjóra vísa ég til þess sem hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum dögum: „Ég hef þroskast mikið.“ Og Björn Ingi. Guð láti gott á vita. Drögum lærdóm af síðustu atburðum PISTILL » Við höfum séð það á síðustu dögum, að fjárfestar eru ekki endilega að hugsa um almannahag í skiptum sínum við ríki og borg. Halldór Blöndal Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is EINAR Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóða- hússins, segir að Íslendingar dæmi útlendinga í landinu gjarnan of hart og þurfi að gefa þeim, sem vilji aðlagast íslensku samfélagi og læra tungu- málið, meiri tíma og tækifæri. „Það eru ekki allir skúrkar frá Bíldudal,“ segir hann og vísar til þess að almennt séu íbúar landsins, sama hvaðan þeir eru, gott og vel þenkjandi fólk. Í Morgunblaðinu á föstudag birtust tvær greinar um for- dóma í íslensku samfélaginu. Önnur greinin var eftir konu frá Litháen sem hefur búið hér í sex ár, og hin eftir pólska konu, sem er í háskóla hérlendis og kennir útlend- ingum íslensku. Í báðum tilfellum er greint frá fordómum Íslendinga gagnvart þeim og löndum þeirra og bent á að öllum sé fyrir bestu að lifa í sátt og samlyndi. Einar Skúlason tekur í sama streng. Hann seg- ir að frásagnir kvennanna komi ekki á óvart, en til þessa hafi útlendingar ekki viljað rugga bátnum með opinberum skrifum. Hins vegar sé gott að þær skuli hafa opnað sig. Það sé liður í því að fræða aðra um stöðuna og viðleitni til að opna augu Íslendinga fyrir alvöru málsins. Íslendingar þurfi að velta því fyrir sér hvað gerðist í íslensku samfélagi ef útlendingarnir vildu ekki halda áfram að koma hingað. Eins sé mikilvægt að fólk átti sig á því að ef hér myndast tvöfalt samfélag, þar sem útlendingar alast upp sem annars flokks borgarar, sé líklegt að glæpir aukist innan þess hóps. Að sögn Einars skiptir fræðslan mestu máli. Hann segir að í fyrra hafi um 4.000 Íslendingar sótt fræðslu til Alþjóðahússins og þeir séu orðnir um 5.000 í ár. Hann haldi auk þess áfram að biðja fjölmiðla um að tala ekki um þjóðerni þeirra sem séu handteknir nema það sé bráðnauðsynlegt og komi fréttinni við. Í því sambandi bendir hann á að almennt sé ekki tekið fram að Íslendingur hafi verið tekinn drukkinn undir stýri og því þurfi ekki að nefna þjóðerni, sé það annað. Reynslan best Þrátt fyrir sýnda fordóma segist Einar reyna að hafa almennt góða trú á fólki og betra sé að byggja upp en rífa niður. „Ég held að fólk sé ekki svo neikvætt að upplagi,“ segir hann og bætir við að hugsanlega hafi örar breytingar á samfélaginu þessi áhrif á Íslendinga um stundarsakir. Þetta sé tímabundið ástand meðan menn séu að átta sig á stöðunni. „Reynslan er langbest og með henni sjá menn að það er allt í lagi að leigja til dæmis Lit- háum eða Pólverjum húsnæði.“ Fólk dæmir útlendinga gjarna of hart Einar Skúlason HÁLSLÓN er nú orðið fullt og vatn farið að renna um yfirfall Kárahnjúkastíflu í farveg Jöklu. Á vef Kárahnjúkavirkjunar kemur fram að með þessu aukist aftur tímabundið rennsli árinn- ar niðri í byggð. Búist er við að rennslið geti orðið allt að 100 rúmmetrar á sekúndu um helgina. Þykir því ástæða til að vara þá við sem eru á ferð ná- lægt farvegi árinnar og brýna fyrir þeim að fara með gát vegna aukins rennslis í ánni. Vatnið sem rennur um yf- irfallið fer í þar til gerða rennu og á enda hennar eru steyptir tappar sem tvístra vatninu áður en það fellur á steyptum stöllum eina 60-70 metra niður í gljúfur Jöklu, neðan við Kára- hnjúkastífluna. Rennslið í Jöklu á yfirfalli Hálslóns ræðst fyrst og fremst af veðurfarinu á næst- unni en það minnkar síðan smám saman þegar raf- orkuframleiðsla hefst í Fljóts- dalsstöð, snemma í næsta mán- uði. Í liðinni viku var byrjað að hleypa vatni í aðrennslisgöngin. Hálslón orðið fullt ÞJÓÐKIRKJAN stendur á tímamótum og biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, telur þau eigi að nota til að horfa til framtíðar þjóðkirkjunnar, að því er fram kom í stefnu- ræðu hans við setningu Kirkjuþings í Grens- áskirkju í gærmorgun. Á þessu ári er liðin öld frá setningu kirkjulöggjafarinnar 1907 og 75 ár frá því Kirkjuráð tók til starfa. Á næsta ári verður fagnað 50 ára afmæli Kirkjuþings og taldi biskup einboðið að þá yrði efnt til veglegs afmælisfundar. Biskup spurði síðan hver væri framtíð þjóðkirkjunnar. „Lifir hún af fækkun meðlima, áskorunina frá vaxandi andtrúarviðhorfum og fjölgun annarra trúarbragða í fjölmenningarlegu samfélagi? Mun henni takast að koma fram sem kirkja með boðskap sem snertir og hríf- ur til góðra verka? Ljóst er að hlutfall þjóð- kirkjunnar af mannfjölda hefur lækkað og mun óhjákvæmilega gera það enn. En styrk- ur hennar þarf ekki að veikjast að sama skapi, meðan kirkjan ber með sér þann innri gömlu konungsboð af hólmi og mun senda út til presta og safnaða til umræðna og við- bragða í byrjun næsta árs. Kirkjuþing myndi síðan fjalla um og staðfesta þær samþykktir. Þar með höfum við eignast kirkjuordinantíu 21. aldar, grundvallarsamþykktir um meg- inatriði kirkjulífs og iðkunar.“ Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, sagði m.a. í ávarpi við setn- ingu Kirkjuþings að þjóðkirkjan réði nú öll- um innri málum sínum og völd kirkjumálaráðherrans um ytri mál hennar væru í raun lítil. „Á vettvangi ríkisstjórnar og við biskup hefur verið rætt hvort við hinar nýju að- stæður í samskiptum ríkis og kirkju sé ástæða til að huga að stöðu þjóðkirkjunnar innan stjórnarráðsins – leggja niður verk- efnalausan kirkjumálaráðherra og færa þjóð- kirkjuna til forsætisráðherra þar sem hún skipaði sess með alþingi og embætti forseta Íslands,“ sagði Björn. auð og afl sem knýr til góðs í samfélagi og menningu,“ sagði Karl biskup í ræðu sinni. Karl hefur í samráði við biskupafund ákveðið að hinn innri kirkjuréttur, kirkju- skipanin, verði til umfjöllunar á prestastefnu og Kirkjuþingi á næsta ári í tilefni af 50 ára afmæli Kirkjuþings. „Hef ég lagt drög að slíkum samþykktum sem leyst gætu hin Hugað að breyttri stöðu þjóð- kirkjunnar í stjórnarráðinu Karl Sigurbjörnsson Björn Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.