Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á hugi almennings á lífrænum vörum hefur stóraukist undanfarin ár sem speglast í því að sprenging hefur orðið í sölu hennar hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni Yggdrasli hefur sala á lífrænum vörum þre- faldast á þremur árum svo eftirspurnin er mikil. Margur skyldi ætla að íslenskir bændur sæju tækifærið í slíku en Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur segir málið ekki svo einfalt. „Ég er viss um að miklu fleiri hefðu stokkið á þessi tæki- færi ef ekki væri vegna lélegs baklands af hálfu stjórnvalda,“ segir hann. „Á sama tíma og t.d. stjórnvöld í Noregi hafa sett mikla peninga í að styrkja mark- aðinn fyrir lífræna framleiðslu í landinu hafa stjórnvöld hér heima eiginlega ekki gert neitt. Þau hafa boðið aðlögunarstyrki sem eru svo lágir að þeir ganga ekki út. Þetta er vandamál vegna þess að ef ein- hver ræktandi ætlar að skipta úr þeirri ræktun sem hann er með yfir í lífræna þarf hann að þola samdrátt í nokkur ár, meðan búskapurinn er að aðlagast nýjum framleiðsluháttum. Íslenskur bóndi lifir þessi ár ekki af ef hann ætlar að gera þetta upp á eigin spýtur og þá þarf aðlög- unarstyrki sem gera honum umskiptin möguleg.“ Hættu með Svaninn Á sama hátt hafa fáir íslenskir framleið- endur séð ástæðu til að fá umhverf- isvottun á vörur sínar en ákveðinn kostn- aður er samfara vottunarferlinu. Stefán segir þó fleiri útskýringar á þessu áhuga- leysi. „Ein er mjög almenn og kannski ekk- ert mjög fagleg en ég held að við Íslend- ingar látum engan segja okkur fyrir verkum.“ Raunar hefur þetta líka eitthvað með eftirspurn að gera og kannski erum við Íslendingar einfaldlega ómeðvitaðir og lélegir neytendur? „Okkur virðist vera voða mikið sama, svo fremi sem varan sé ódýr. Margir átta sig ekki á því að ódýrt og hag- kvæmt er ekki alltaf það sama.“ Raunar er dæmi um hið gagnstæða – að fyrirtæki hafi hætt með umhverfisvottun sem það var með áður. Mjöll Frigg fram- leiðir þvottaefnið Maraþon milt sem lengi vel var vottað með norræna umhverf- ismerkinu Svaninum. Í sumar hvarf þetta merki af umbúðum þvottaefnisins en í staðinn er komið merki sem á stendur Ís- lenskt umhverfisvænt. Að baki því er hins vegar engin opinber vottun – merkið er heimatilbúið í verksmiðjunni. Hinrik Morthens, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, segir þrjár ástæður helstar fyrir því að ákveðið var að hætta að merkja þvottaefnið með norræna Svaninum. „Þeg- ar Svanurinn fór að merkja rafhlöður sem umhverfisvænar fannst okkur merkið minna virði en það hafði verið. Í staðinn höfum við tekið upp okkar eigið umhverf- ismerki sem við köllum Íslenskt umhverf- isvænt. Loks kostar hundruð þúsunda á ári á fá þessa erlendu vottun og slíkt er ekki hægt fyrir litla íslenska framleiðendur.“ Hann segir að áður hafi Umhverf- isstofnun veitt íslenskum vörum umhverf- isvottun en vegna reglna EES hafi því verið hætt. „Nú er beinlínis viðskiptahamlandi fyrir íslenskt fyrirtæki að það skuli ekki vera vottun hérlendis. Ég held að áhugi al- mennings á því að kaupa umhverfisvænar vörur sé mikill. Hins vegar á hann ekki að þurfa að borga aukalega fyrir það og þess vegna á íslenska ríkið eða einhver íslensk stofnun að veita þessa vottun neytand- anum að kostnaðarlausu.“ Hann segir vörur fyrirtækisins góðar og oft og tíðum umhverfisvænar enda sé ein- göngu notast við hráefni í þær sem hafi verið vottað í Evrópulöndunum. Þá hafi fyr- irtækið nýlega lagt í mikinn kostnað við að breyta umbúðum þannig að þær séu end- urvinnanlegar og skilji ekki eftir sig eitur- gufur séu þær brenndar. En hvaða öryggi hefur neytandinn fyrir því að varan sé umhverfisvæn ef það er ekki vottað af opinberum aðilum? „Heilindi framleiðandans frá 1923 þegar Frigg var stofnuð því þetta er gamalt og gróið fyr- irtæki,“ svarar Hinrik.  Látum engan segja okkur fyrir verkum Ódýrt og hagkvæmt er ekki alltaf það sama. Teknar voru myndir af innkaupakörfu Lofts og Ísafoldar annars vegar og Lífar leiðbeinanda hins vegar þegar leiðangurinn var á enda. Á myndunum hér að ofan getur að líta það sem kom upp úr körfu Lífar en það var keypt með umhverfissjónarmið í huga. Á efri myndinni eru vörurnar áður en þeirra var neytt en á þeirri neðri eru umbúðirnar eftir neyslu. Sama gildir um neðri myndirnar. Þar eru á ferðinni vörurnar sem Loftur og Ísafold keyptu og svo umbúð- irnar að neyslu lokinni. Takið eftir því hvað ruslið er miklu meira hjá Lofti og Ísafold. Innkaupin finnur til smæðar sinnar. Það er ljóst að hann mun eiga erfitt uppdráttar í þessari versl- unarferð. „Ætli sé ekki nóg að eiga eina,“ ályktar hann. Inn skal haldið. Loftur tekur sér vagn í hönd. Með í för eru börn Lofts og Ísafoldar, Hreinn, 13 ára, og Snæfríður Sól, 7 ára. Þau vilja ekki fyrir nokkurn mun missa af þessari verslunarferð enda taka þau hið nýja vistvæna hlutverk sitt mjög alvarlega. Haldið ykkar striki „Þið skuluð bara halda ykkar striki. Kaupa það sem þið ætluðuð ykkur. Ég fylgist með og kem með valkosti ef ástæða er til,“ segir Líf. „Það er örugglega ástæða til,“ flýtir Ísafold sér að segja. „Við höfum aldrei velt þessum hlutum fyrir okkur.“ „Það er einmitt ágætt. Þá lærið þið bara meira. Ég tek annan vagn og kaupi sambæri- legar vörur við þær sem þið ætlið að kaupa út frá umhverfissjónarmiðum og svo berum við þetta saman,“ segir Líf. „Þurfum við að hafa eitthvað sérstakt í huga áður en við byrjum?“ spyr Ísafold. „Þið skuluð alltaf hafa það hugfast að í hvert skipti sem við kaupum einhvern hlut erum við að ganga á auðlindir jarðar, sama hvers kyns hann er. Með því að kaupa ætíð umhverf- ismerktar vörur þegar þær eru á boðstólum minnkið þið álagið á umhverfið með beinum hætti. Jafnframt hvetjið þið framleiðendur þessara vara og seljendur sem hafa þær á boð- stólum til dáða og leggið ykkar af mörkum til að vörur með umhverfismerki verði fleiri, betri og ódýrari,“ segir Líf. „Hvaða vörur eru þetta?“ spyr Loftur. „Ég er fyrst og fremst að tala um vörur með vottuðu umhverfismerki, s.s. Svaninn, merki Norrænu ráðherranefndarinnar, og Blómið, opinbert merki Evrópusambandsins. Það er líka til þýskt merki sem heitir Blái engillinn og svo Bra Miljöval frá Svíþjóð en þau eru sjald- gæf hér á landi. Öll þessi merki gefa ekki bara til kynna að varan sé umhverfisvæn, heldur felst í þeim ákveðinn gæðastimpill líka. Þær gera með öðrum orðum sitt gagn. Það er þannig séð ekkert mál að framleiða umhverf- isvænt þvottaefni sem virkar ekki.“ Eru umhverfisvænar vörur það sama og lífrænar vörur? „Eru umhverfisvænar vörur það sama og lífrænar vörur? Fyrirgefðu að ég spyr svona eins og kjáni,“ segir Ísafold og roðnar lítið eitt. „Ekki málið. Nei, það er tvennt ólíkt. Ef þið eruð að hugsa um loftslagsbreytingar skipta umhverfisvænar vörur mestu máli. Lífræn ræktun er samt án efa betri fyrir umhverfið en hefðbundin ræktun. Jarðvegur er hvíldur reglulega með skiptiræktun, ekkert skor- dýraeitur, illgresiseitur eða annað eitur er notað og enginn tilbúinn áburður vegna þess m.a. hve auðveldlega hann berst út í ár, vötn og sjó og veldur ofauðgun. Þá eru matvör- urnar án litarefna og vaxhúðar. Rannsóknir á því hvort dýr gera upp á milli matar sem þeim er boðið upp á eru samhljóða. Dýr velja næst- um alltaf lífrænt ræktaðan mat fram yfir hefð- bundinn og apar í dýragarði Kaup- Út í loftið 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.