Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Andstæðingar Ahmedinejads, forseta Írans, eru á kreiki og hyggjast koma á hann þeim böndum, sem löngum hafa verið á embættinu. Knattspyrna | Ný stjarna vonar af alsírsku bergi brotin hefur stigið fram í sviðs- ljósið með franska landsliðinu í knattspyrnu. Alþjóðamál | Enn má bjarga Búrma frá martröðinni. Föst í fréttaneti | Veröld án Parísar. VIKUSPEGILL» kosningabaráttunni. Sem dæmi má nefna að olíuráðuneytið veitti olíu- fyrirtæki, sem tengist byltingar- verðinum, 1,3 milljarða dollara samning án útboðs, og skipaði mág sinn ráðuneytisstjóra. Efnahagskreppa veldur óánægju Fólk kynni að hafa horft fram hjá slíkum ráðstöfunum í betra ár- ferði í efnahagsmálum. Nú er hins vegar 15% halli á írönsku fjárlög- unum og erlendar gjaldeyrisbirgðir að verða uppurnar þrátt fyrir olíu- uppganginn. Í stað þess að dreifa olíutekjunum til almennings með ódýrum lánum eins og lofað hafði verið hefur ríkisstjórnin verið neydd til að skammta bensín og væntingar um uppsveiflu í efna- hagslífinu hafa vikið fyrir kreppu. Spenna hefur einnig vaxið eftir að Ahmedinejad ákvað að efna kosningaloforð sitt um að fram- fylgja íslömskum boðum og bönn- um í samfélaginu. Í tvö ár hefur lögreglan verið í herferð gegn kon- um og ungu fólki. Í sumar voru rúmlega 150 þúsund konur hand- teknar í Teheran fyrir að vera með „ófullnægjandi slæður“ og gefin voru sérstök fyrirmæli til rakara- stofa um viðunandi hártísku ungra karla. Mótmæli vagnstjóra strætis- vagna, kennara, stuðningsmanna kvenréttinda og námsmanna hafa verið barin niður grimmilegum hætti og tugir manna handteknir. Ljósmyndum og myndskeiðum af lögreglu að berja óbreytta borgara í Teheran og öðrum borgum hefur verið dreift á Netinu. Nú eru andstæðingar Ahmedine- jads hins vegar komnir á kreik og hyggjast koma á hann þeim bönd- um, sem löngum hafa verið á emb- ætti forsetans. Hans helsti keppi- nautur, Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti, sem Ahmedinejad sigraði í forseta- kosningunum, hefur með ótrúleg- um hætti gengið í endurnýjun póli- tískra lífdaga og er kominn aftur fram á sjónarsviðið sem leiðtogi sérfræðingaráðsins, valdamikillar stofnunar, sem velur æðsta leið- toga Írans og getur jafnvel vikið honum úr embætti. Að auki eru íhaldsmenn, sem höfðu spyrt sig við Ahmedinejad, nú farnir að gagnrýna hann op- inberlega. Meira að segja Khame- nei erkiklerkur, sem í stöðu æðsta leiðtoga landsins er einnig æðsti Hnignun Ahmedinejads ERLENT» Reuters Óviss staða Ahmedinejad er óspar á yfirlýsingarnar, en höfundur telur að fjarað hafi undan honum heima fyrir. Stuðningur við forseta Írans vex í múslímaheiminum, en þverr heima Eftir Mehdi Khalaji Verið getur að stuðningurvið Mahmoud Ahmedine-jad, forseta Írans, farivaxandi í múslímaheim- inum vegna harðrar gagnrýni hans á Bandaríkjamenn, en styrkur hans fer þverrandi heima fyrir. Pólitískir keppinautar hans hafa náð sér í nýjar valdastöður og óánægja Írana vegna áframhald- andi hnignunar efnahagslífsins fer vaxandi. Staða forsetans hefur verið veik í íslamska lýðveldinu frá stofnun þess. Endanlegt vald er í höndum æðsta leiðtogans, fyrst Khomeinis erkiklerks og nú Khameneis erki- klerks. Fyrsta forseta íslamska lýðveldisins, Abolhassan Bani Sadr, var vikið úr embætti ári eftir að hann var kjörinn. Alla tíð síðan hefur stjórnin haft litla þolinmæði gagnvart sterkum forsetum og ítrekað sýnt að embætti hans heyri undir æðsta leiðtogann. Miklar væntingar fylgdu kjöri Ahmadinejads fyrir tveimur árum. Hinn nýi forseti hét því að „færa olíuverðið að matarborði allra heimila í Íran“ og láta til skarar skríða gegn spillingu. Þó hófst hann handa við að verðlauna með bitlingum stuðningsmenn sína og félaga úr íslamska byltingarverð- inum og basij-þjóðvarðliðinu, vopn- uðum sveitum, sem smöluðu kjós- endum fyrir hann í Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Gömlu nýlendur Frakkahafa gegnum tíðina veriðduglegar að sjá knatt-spyrnulandsliðinu fyrir frambærilegum leikmönnum og hef- ur Norður-Afríkuríkið Alsír ekki lát- ið sitt eftir liggja í þeim efnum. Um það er Zinedine Zidane besta dæm- ið. Sá ágæti snillingur hafði ekki fyrr lagt skóna á hilluna að ný stjarna vonar af alsírsku bergi brotin steig fram í sviðsljósið, Karim Benzema. Pilturinn, sem verður ekki tvítugur fyrr en í desember, er þegar farinn að láta að sér kveða með landsliðinu – eins og frændur vorir Færeyingar fengu að reyna um liðna helgi. Þá kom Benzema inn á sem varamaður og gerði tvennu. Og þegar Frakkar lögðu Litháa sl. miðvikudag var hann kominn í byrjunarliðið. Benzema hefur þegar verið út- hlutað númeri Zidanes – 10 – hjá fé- lagsliði sínu Olympique Lyonnais en lengra nær samanburðurinn varla. Benzema er allt önnur gerð af leik- manni en Zidane. Hann er framherji af nýja skólanum, hávaxinn, kraft- mikill og flinkur. Menn hafa fyrir vikið frekar tilhneigingu til að líkja honum við Thierry Henry en þeir fé- lagar léku saman í framlínunni gegn Litháum, þar sem Henry skráði nafn sitt í sögubækurnar með því að slá markamet Michels Platinis. Þessum penna þykir þó nær, alltént að sinni, að bera Benzema saman við annan franskan miðherja, Nicolas Anelka, sem hann leysti raunar af hólmi í vikunni. Limaburður þeirra og hreyfingar eru um margt líkar. Þá eru báðir hreint prýðilegar skyttur með báðum fótum og liðtækir skalla- menn í þokkabót. Að færa sig upp á skaftið Benzema er borinn og barnfædd- ur Lyon-búi og ber öflugu unglinga- starfi félagsins fagurt vitni. Hann hlaut eldskírn sína með aðalliðinu veturinn 2004-05 en fyrstu tvö árin hafði hann litlu hlutverki að gegna í firnasterku liði Lyon sem unnið hef- ur frönsku deildina sex ár í röð sem er einsdæmi. Á liðinni leiktíð færði Benzema sig upp á skaftið og gerði 7 mörk í 24 leikjum, þar af 2 mörk í 3 leikjum í Meistaradeild Evrópu. Lengst af hefur hann leikið á vængjunum – er jafnvígur á báðar stöður – í þriggja manna framlínu Lyon en eftir að Norðmaðurinn stæðilegi John Ca- rew gekk til liðs við Aston Villa á Englandi í janúar á þessu ári hefur Benzema í auknum mæli leikið sem fremsti maður. Þar hefur hann farið á kostum á þessari leiktíð og gert tíu mörk í jafnmörgum leikjum, hvert öðru fallegra. Það er ekki ofsögum sagt að Benzema sé skærasta stjarn- an í frönsku knattspyrnunni um þessar mundir og aðeins tímaspurs- mál hvenær stóru liðin á Englandi, Ítalíu og Spáni fara að gera hosur sínar grænar fyrir honum. Hann ætti erindi í allar þessar deildir. En risarnir fá kappann örugglega Alsírska undrið Reuters Snjall Benzema í kröppum dansi í Færeyjum. Sá hlær best sem síðast hlær. Framherjinn ungi Karim Benzema á skotskónum með franska landsliðinu og meisturum Olympique Lyonnais KNATTSPYRNA» Af leikmönn- unum tólf sem léku fyrir Frakk- lands hönd gegn Litháum sl. mið- vikudag eru níu af erlendum upp- runa. Ýmist inn- flytjendur eða synir innflytj- enda. Þeir eru Lassana Diarra (Malí), Claude Makélélé (Kongó), Florent Malouda (Franska-Gínea), Lilian Thuram og William Gallas (Guadeloupe), Éric Abidal (Martinique), Thierry Henry (Guadeloupe/Martinique, sem til- heyra Frakklandi), Karim Benzema (Alsír) og Hatem Ben Arfa (Túnis) Aðeins þrír „Frakkar“ voru í lið- inu: Mickaël Landreau, Jérémy Toulalan og Franck Ribéry. Tveir fastamenn voru fjarver- andi vegna meiðsla, Patrick Vieira (Senegal) og Nicolas Anelka (Mart- inique). Ætli Jean-Marie Le Pen hafi horft á leikinn? Níu inn- flytjendur Hatem Ben Arfa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.