Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 25
Þ
órarinn hrærði í spagettísósu.
Manstu eftir Hollendingunum
sem við hittum um daginn?
Þeir sögðu að margir landar
sínir væru orðnir hundleiðir á
rithöfundinum og Íslandsvin-
inum Ayaan Hirsi Ali enda er hún mjög um-
deild í Hollandi þar sem hún settist að á sín-
um tíma sem flóttamaður og varð síðar
stjórnmálamaður.
Auður yppti öxlum. Undanfarið hefur
vestur-er-best-Ali starfað meira í Bandaríkj-
unum og á alþjóðavettvangi en í Hollandi.
Þórarinn samsinnti því en kvaðst hafa lesið
á Jp.dk að hollenska þingið vildi ekki lengur
borga bandarískum lífvörðum hennar laun.
Klúður, sagði Auður. Jafnvel þótt mér
þyki hún taka stórt upp í sig á köflum, þá er
rangt að kasta henni fyrirvaralaust fyrir úlf-
ana. Hún þarf á stöðugri öryggisgæslu að
halda.
Róleg, sagði Þórarinn. Danir vilja ólmir
redda þessu og hafa boðið henni að flytja til
sín með tilheyrandi fríðindum. Hún er hjart-
anlega velkomin til Árósa.
Er það svo einfalt? spurði Auður. Á Jp.dk
las ég einmitt um mögulega lagasetningu á
Þessi indverski bóndi, að nafni Nanu Ram
Jogi, fullyrti að hann ætlaði að eignast fleiri
börn fyrir tírætt. Konur elska mig, sagði
hann.
Hugsi sneri Þórarinn sér aftur að sósunni
og tuldraði: Eins gott að Jogi verði ekki
FÖST Í FRÉTTANETI»
Veröld án Parísar Hilton
Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson
audur@jonsdottir og totil@totil.com
danska þinginu í janúar nk. sem sker úr um
hvort tæplega tuttugu rithöfundar úr röðum
flóttamanna fá að flytja til Danmerkur.
ICORN (Alþjóðanet borga sem taka á móti
flóttamönnum) leitar nú að bæjum sem vilja
bjóða þeim heimili og PEN-samtökin í
London ábyrgjast þá.
Án þess að líta af sósunni sagði Þórarinn
að þeir í Árósum vildu bara Hirsi Ali, jafnvel
þótt það hentaði henni ekki og hana væri
ekki að finna á þessum tiltekna PEN-lista
frá London.
Hvað með börnin í hælisleitendabúðunum
í Danmörku? fussaði Auður þá. Af dönsku
blöðunum að dæma undanfarin misseri hafa
þau mátt þola bága vist. Ef ég man rétt varð
eiginkona Anders Fogh forsætisráðherra fúl
út í hann í fyrra út af aðstæðum þeirra.
Hvað á að gera í málum barnanna?
Ætlarðu að bjarga heiminum fyrir mat-
inn? spurði Þórarinn og smakkaði á sósunni
en svelgdist á henni þegar hann mundi eftir
frétt á Mirror.co.uk. Hraðmæltur sagði hann
henni frá Blygðunarlausa Mikka, fimm-
tugum manni sem væri á góðri leið með að
safna börnum í heilar hælisleitendabúðir því
hann hafði átt sautján börn með fimm kon-
um. Mikki þessi (Mick Philpott á ensku)
heimtaði nú stærri íbúð af breskum yfirvöld-
um – en uppskar lítinn skilning. Blygð-
unarlaus og atvinnulaus! stóð í blöðunum. Á
Mirror.co.uk hafði einnig verið frétt um
elsta föður í heimi, níræðan mann sem eign-
aðist nýverið sitt tuttugasta og fyrsta barn.
dæmdur til að borga fjórfalt meðlag eins og
Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði íslenskum
karlmanni að gera í vikunni. Þá þyrfti hann
að borga áttatíu og fjögur meðlög á mánuði.
Auður dæsti. Ef þessir karlar halda áfram
að fjölga mannkyninu með álíka afköstum
neyðumst við til að flytja á jörðina sem
fannst nýverið. Hún er tuttugu ljósár í
burtu, samkvæmt Guardian.co.uk. Þar með
verðum við öll flóttamenn eins og PEN-
rithöfundarnir og börnin í hælisleitendabúð-
unum.
Við getum flúið þangað þegar heimsstyrj-
öldin sem Bush spáði í vikunni skellur á,
sagði Þórarinn. Í Ekstrabladet.dk stóð að
hann reiknaði með heimsstyrjöld ef Íranar
yrðu kjarnorkuveldi.
Sennilega er best að herma eftir París
Hilton, sagði Auður. Í sama miðli stóð að
hún ætlaði að láta frysta sig eftir dauðann til
að vísindamenn gætu vakið hana undurfagra
eftir þúsund ár.
Hún gæti líka keypt sér geimfar og flutt á
nýju jörðina með kjölturakkann sinn, sagði
Þórarinn og lagði pönnuna á borðið. Þegar
Auður réðst á sósuna mundi hún að blaða-
maðurinn á Ekstrabladet.dk hafði byrjað
greinina á þessa leið: Ímyndaðu þér veröld-
ina án Parísar Hilton!
Eins gott að Jogi verði ekki
dæmdur til að borga fjórfalt
meðlag eins og Héraðsdómur
Reykjavíkur skipaði íslenskum
karlmanni að gera í vikunni.
Höfundar eru heimavinnandi hjón í
Barcelona.