Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 31 HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Harður og þ rautseigur þ egar á þarf að halda – mjúkur, lipur og þægilegur í dagsins önn. Að mæta ólíkum þ örfum og bregðast hárrétt við mismunandi aðstæðum; þ etta eru kröfur samtímans. Til afgreiðslu strax. Komdu og reynsluaktu Mitsubishi Pajero. Áræðni Tækni Sólarpanelar eru notaðir til að knýja ísskápa sem geyma lyf. Þorpsbúar Lífið á landsbyggðinni hefur ekki breyst mikið síðustu áratugi. Landið Lífið er ekki alltaf auðvelt í þessu hrjóstruga landi. Afganistan!“ Schreuder talar farsi en málið er talað í norðurhluta landsins, fyrir ut- an hjá hirðingjum, og segist hann vel getað bjargað sér. Hann fer til lands- ins þrisvar, fjórum sinnum á ári, í um tvær vikur í einu. Hann er verk- efnastjóri en sér ekki um daglega umsjón þjálfunarstöðvanna. Kona hans fór með honum í eina ferðina á síðasta ári og var það í fyrsta skipti í þrjátíu ár sem hún kom til landsins. Schreuder segir hana aðeins hafa tekið eftir einum mun á daglegu lífi bændanna. Þeir líti eins út á ökr- unum nema hvað mennirnir séu með farsíma í hönd. „Henni fannst það sláandi. En fyrir utan borgirnar hef- ur lífið þó ekki breyst mikið.“ Schreuder segir uppbyggingu í Afganistans vera enn í fullum gangi. „Þegar ég kom til landsins í fyrsta skipti eftir að talibönunum var komið frá völdum voru mikil vandræði í landinu. Vegakerfið var í molum og illmögulegt að ferðast um. Skemmd- irnar voru miklar og höfðu orðið á löngum tíma. Landið fór 50 ár aftur í tímann og er enn um 30 árum á eftir nágrannalöndum eins og Íran eða Pakistan og hefur lengi verið eitt fá- tækasta land svæðisins.“ Hann rifjar að lokum upp harm- sögu en starfið í Afganistan hefur tekið sinn toll. „Það er mjög gott að talibönunum var komið frá völdum. Við misstum einn af afgönsku verk- efnastjórunum okkar vegna talib- ananna. Þeir tóku hann frá konu sinni úti á götu þegar hann var á leið til vinnu og hentu honum í fangelsi. Fyrstu dagana mátti fjölskyldan fara með mat og föt í fangelsið. En eftir nokkra daga var þeim sagt að þau þyrftu ekki að koma lengur. Þau vissu aldrei nákvæmlega hvað gerð- ist. Ég var í Hollandi þegar þetta kom upp en fór strax til landsins til að reyna að gera eitthvað en ekkert gekk. Maðurinn var myrtur. Það er mjög gott að talibönunum var komið frá völdum. Í gegnum árin höfum við alltaf getað unnið en starfið hefur ekki ver- ið auðvelt og við höfum þurft að glíma við ýmiss konar hernaðarlegar aðstæður og mismunandi stjórn- völd.“ Schreuder sótti Íslendinga heim í annað skipti í ágústlok. Hélt hann fyrirlestur um starf sitt í Afganistan á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum auk þess að ferðast um landið. Athygli vekur hvað þessi Hollendingur er hrifinn af fjalllendi miðað við að heimahagar hans eru óvenjulega flatir. Það eru því ekki grænar grundir sem draga hann og konu hans hingað til lands. „Ég er mjög hrifinn af því að geta skipt um aðstæður. Það er einhver ævintýraþrá í mér,“ segir Schreuder sem ætlaði að nota fríið á Íslandi til að ferðast um hálendið. „Þetta er átta daga ferð. Við höfum komið hingað einu sinni áður en vorum þá ekki með bíl til að komast á hálendið. Núna erum við hinsvegar búin að tryggja okkur fjórhjóladrifinn jeppa og Landmannalaugar eru hátt á óskaferðalistanum. Þær minna mig á Afganistan.“ ingarun@mbl.is » Þeir [talibanarnir] sköpuðu ákveðið ör- yggi því reglur þeirra voru strangar. Ef þú hlýddir þeim ekki var kannski handleggurinn tekinn af þér!“ Í HNOTSKURN »Bram E.C. Schreuderfæddist árið 1946 í Leeuw- arden í Hollandi. Hann út- skrifaðist sem dýralæknir árið 1971 frá Háskólanum í Ut- recht. »Vann í Afganistan í tvö árskömmu eftir útskrift á vegum FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna). »Fékk doktorsgráðu árið1998 en doktorsverkefni hans fjallar um faraldsfræði kúariðu og riðu í kindum. »Hefur starfað í Afganistanmeð hléum síðustu 35 ár, nú síðast við uppbyggingu dýralæknastarfa á vegum DCA (Dutch Committee for Afghanistan). »Nánari upplýsingar umdýralæknaverkefnið er að finna á dca-vet.nl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.