Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 37 sviði gefið okkur afar merkilega hluti.“ Jón Viðar nefnir sérstaklega Gunn- ar Bjarnason, sem lengst af var leik- myndateiknari Þjóðleikhússins, en hann notaði alltaf gamla starfsheitið leiktjaldamálari. „Hann hafði mjög mikinn áhuga á stofnun þessa safns og vann að henni með okkur. Því miður féll hann frá skömmu eftir að samtökin, sem voru undanfari Leikminjasafns Íslands, voru stofnuð. Við fengum allt safnið hans, en Gunnar var óvenju hirðu- samur um verk sín. Þá eigum við einnig talsvert eftir Lárus Ingólfsson, sem var fyrsti leik- tjaldamálari Þjóðleikhússins.“ Þjóðardýrgripir – Hverjir eru elstu munirnir í eigu safnsins? „Ég geri nú ráð fyrir að húsgögn Pouls Reumert, konunglegs leikara í Kaupmannahöfn, séu einna elst. Þetta eru afar glæsileg húsgögn, væntanlega frá seinni hluta 19. aldar, þau hafa ekki verið tímasett nákvæm- lega. Húsgögnin voru í einkabúnings- herbergi hans í Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn og sagt er að Friðrik IX konungur hafi gefið hon- um þau, en þeir voru nánir vinir. Hús- gögnin rötuðu hingað til Íslands til fjölskyldu konu hans, Önnu Borg. Börn Geirs Borg, bróður Önnu, gáfu fyrir nokkru safninu húsgögnin. Elstu íslensku leikminjarnar sem þjóðin á eru leiktjöld Sigurðar Guð- mundssonar málara, en þau eru varð- veitt í Þjóðminjasafninu. Það væri gaman að geta séð þau oftar, en því verður ekki komið við nema endrum og eins vegna húsnæðisskorts.“ Brautryðjandinn mikli Jón Viðar segir að starfsemi leik- minjasafna í öðrum löndum sé marg- þætt og Leikminjasafn Íslands leitist við að gera ýmsum þáttum íslenskrar leikhúsmenningar skil eftir því sem tök eru á. „Hér hjá okkur í gömlu heilsu- verndarstöð Reykjavíkur hanga nú uppi leikbrúður Jóns E. Guðmunds- sonar. Þær elstu eru um hálfrar aldar gamlar og þær eru, úr því þú spyrð um það, á meðal hins elsta sem er í eigu safnsins. Leikminjasafnið fékk á annað hundrað leikbrúður Jóns að gjöf fyrir skömmu. Auk þess fylgdu þeim ýmiss konar gögn sem tengdust leikhúsrekstri Jóns, svo sem leiktjöld sem hann málaði fyrir sýningarnar, hljóðrit, blaðaúrklippur og ýmislegt fleira. Það er Leikminjasafninu mikill fengur og heiður að hafa fengið þetta til varðveislu. Brúðurnar eru afar við- kvæmar, það þarf að meðhöndla þær af mikilli varfærni og auðvitað þurf- um við að geta haft þær til sýnis að staðaldri. En það er því miður ekki hægt vegna þess að safnið hefur enn ekkert fast húsnæði. En safnið er að vísu ekki gamalt, einungis fjögurra ára. Við verðum að vona að fyrr en síðar rætist úr hús- næðismálunum.“ Ferill Jóns E. Guðmundssonar var allsérstæður. Hann stofnaði brúðu- leikhús sitt árið 1954 og starfrækti það hátt í 5 áratugi. Hann setti upp fjölmargar sýningar handa börnum og voru þær einkum byggðar á ýms- um þekktum ævintýrum. Með starfi sínu ruddi Jón þeim brautina sem síðar tóku til starfa á þessum vettvangi. Þótt þeir, sem nú hafa tekið við, hafi vissulega komið með nýjar stefnur og strauma inn í listgreinina og vinnubrögðin séu nú önnur, neitar því enginn að Jón hafi verið frumkvöðull á þessu sviði hér á landi. Jón Viðar segir að brúðuleikhús hafi aldrei notið þeirrar virðingar sem því ber. „Þetta á reyndar við um alla barnamenningu. Til skamms tíma hafa höfundar barnabóka haldið því fram að þeir njóti ekki sömu virð- ingar og aðrir rithöfundar. Hér er vissulega um ákveðna fordóma í garð barnamenningar að ræða og á þeim þarf að vinna skref fyrir skref. Við höfum auðvitað ekki átt neinn H.C. Andersen eða Astrid Lindgren. Þeirri spurningu verður þó seint svarað hversu langt höfundar eins og Guðrún Helgadóttir eða Stefán Jóns- son hefðu náð, hefðu þau skrifað fyrir fjölmennara málsvæði.“ Gildi einkasafna – Við höfum einkum dvalið við leik- munina sjálfa. En hvað um gögn frá leikurum og leikstjórum? „Leikarar og leikstjórar eru afar misjafnlega geymnir á gögn sem þeim tilheyra. Við eigum þó nokkur einkasöfn og vil ég þar fyrst nefna safn Haralds Björnssonar, leikara og leikstjóra. Haraldur var afar fram- sýnn maður og gerði sér snemma grein fyrir því að hann yrði braut- ryðjandi og að því fylgdi mikil ábyrgð. Hann hélt afar vel utanum handrit sín, bæði leikstjóra- og hlut- verkahandrit, ljósmyndir, úrklippur, bækur og hvað eina sem snerti list hans. Hann vissi sem var að ýmsir hlutir eiga til að týnast í leikhús- Morgunblaðið/G.Rúnar Þjóðsögur Það er ekki á hverjum degi sem börn komast í návígi við ævintýrin. Í HNOTSKURN » Samtök um leikminjasafnvoru stofnuð 21. apríl 2001. » Leikminjasafn Íslands varformlega stofnað 9. mars 2003 á 170. afmælisdegi Sig- urðar Guðmundssonar mál- ara. »Safnið er sjálfseignastofn-un. Alþingi styrkir starf- semi þess. Auk þess fær safnið fé úr Safnasjóði og frá fyrir- tækjum. » Settur hefur verið upp ávegum Leikminjasafns Ís- lands gagnabanki íslenskra leikhúsa og leikhúslistamanna þar sem hægt verður að fá upplýsingar um verkefni í öll- um íslenskum leikhúsum frá stofnun Leikfélags Reykjavík- ur til okkar daga. Indlandsglugginn er opinn núna Miðvikudaginn 24. október 2007 kl.8:30-10:00 á Radisson SAS Hótel Sögu P IP A R • S ÍA • 7 20 64 Útflutningsráð og Sendiráð Íslands í Nýju-Delí kynna viðskiptaumhverfi á Indlandi og fyrirtæki segja frá reynslu sinni af starfsemi þar. Dagskrá: • Opnun: Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Nýju-Delí • Viðskiptatækifæri fyrir íslensk fyrirtæki: Fjárfestingar - Orka Anshul Jain, viðskiptafulltrúi sendiráðsins • Reynsla okkar frá Indlandi: Erlendur Geir Arnarson, forstöðumaður samskipta Promens • Viðskiptasendinefnd til Indlands: Guðjón Svansson, forstöðumaður hjá Útflutningsráði • Pallborð: Gunnar Pálsson, sendiherra, Erlendur Geir Arnarson, Promens, Andrés Magnússon, Íslensk-indverska viðskiptaráðinu og Andrea Brabin, Eskimo Models • Fundarstjóri: Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is Viðtalstíma við sendiherra og viðskiptafulltrúa sendiráðsins eftir fundinn má einnig bóka á sama stað. Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir, Útflutningsráði, svanhvit@utflutningsrad.is Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is 
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.