Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 51

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 51 HALLANDI Í FLÓAHREPPI Land á bökkum Hvítár Um er að ræða stórglæsilegt 50 ha. land á bökkum Hvítár, gegnt Vaðnesi. Landið er úr jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Einstakt útsýni er yfir Hvítá. Stutt er í alla þjónustu, á Selfossi eða um 8 km m.a golfvöll og sundlaug. Þarna er hægt að vera í algjöru næði en samt steinsnar frá þéttbýlinu. Fyrir liggur samþykki frá skiplagsyfirvöldum fyrir 31 frístundalóð á bilinu 5.350-9.347 fm auk opinna svæða til útivistar og getur skipulagið fylgt með landinu. Rafmagn er komið á svæðið. Stutt í heitt og kalt vatn. Mjög fallegar göngu- og reiðleiðir. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3 - 800 Selfossi - sími 480 2900 - www.log.is Löggiltir fasteignasalar: Ólafur Björnsson hrl. Sigurður Sigurjónsson hrl. Christiane L. Bahner hdl. Og Steindór Guðmundsson lögg.fasteignasali Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is Sigrún Stella Einarsdóttir löggiltur fasteignasali Mjög fallegt, 183,1 fm einbýlishús á 2 hæðum ásamt bílskúr. Falleg aðkoma er að húsinu og er lóðin ræktuð og hellulögð með 2 sólpöll- um og heitum potti. Hiti í bílaplani. Forstofa, glæsileg gestasnyrting, þvottaherb., 4 svefnherb., stofa, borðstofa, glæsilegt eldhús m. vönd- uðum tækjum, sjónvarpshol og baðherb. Svalir með glæsilegu útsýni. Öll rými á efri hæðinni með kvistum og er hátt til lofts. Sigrún Stella Einarsdóttir lögg. fasteignasali GSM 824 0610 Karl Dúi Karlsson sölumaður GSM 898 6860Sími 575 8585 FALLEGU EINBÝLI MEÐ BÍLSKÚR Í GRAFARVOGI? SMÁRARIMI Falleg 98,4 fm, 4ra herbergja endaíbúð með sérinngang af svölum í nágrenni við Spöngina og Borgarholtsskóla. Þrjú svefnherbergi með góðum skápum. Íbúðin er rúmgóð og vel skipulögð. Suðursvalir. Glæsilegt útsýni er af svölunum yfir borgina. Einnig er glæsilegt útsýni af svalargangi m.a. yfir Esjuna og Snæfellsjökulinn. Góð geymsla er á jarðhæð. Sérmerkt bílastæðir fylgir eigninni. 4 HERB. ÍBÚÐ MEÐ SÉRINNGANGI Í GRAFARVOGI? LAUFRIMI Fallegt og vel skipulagt, 4-5 herb., 126,8 fm endaraðhús á 2 hæðum auk rislofts við Vallarhús í Grafarvogi. Húsið er staðsett innst í götu. Garðurinn er stór, gróinn og skjólgóður. Þrjú svefn., tvö baðherb., rúmgóð stofa og eldhús, gluggi við borðkrók. Stutt er í leik-, grunn-, og framhaldsskóla. Íþróttamiðstöð og sundlaug er í göngufæri. Hús og þak nýlega málað. 4-5 HERB. ENDARAÐHÚSI MEÐ STÓRUM GARÐI? VALLARHÚS Falleg og notaleg, 3ja herb., 66,7 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli, mið- svæðis í Reykjavík. Opið flísalagt eldhús með borðkrók. Parketlögð stofa, rúmgóð og björt. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og er annað þeirra með rúmgóðum skápum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Sameiginlegt þvottaherbergi á jarðhæð. Sérgeymsla í skúr í bakgarði. Nýlegt járn á þaki og skolplögn. GÓÐRI 3JA HERB. ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ VIÐ MIÐBÆ? NJÁLSGATA LEITAR ÞÚ AÐ: HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR Í SÍMA 824-0610 OG 898-6860 OG FÁÐU AÐ SKOÐA OFANGREINDAR EIGNIR. SMÁAFBROT og ólæti borgara á almannafæri hafa fengið mikla og verðskuldaða athygli upp á síðkast- ið. Gerist þetta í kjölfar aðgerða lög- reglustjóra höfuðborgarsvæðisins í miðborginni. Hefur lögreglan tekið af skarið og fylgt eftir lögreglu- samþykktinni af krafti með tilvísan í hug- myndafræði. Sú hug- myndafræði byggist á forvarnarhugsun (bro- ken window theory) og mikilvægi þess að virða heildstætt lög og leik- reglur samfélagsins. Þannig hefur lög- reglustjóri ýtt af stað sjálfsskoðun okkar borgaranna. Miðað við umræðu síðustu miss- era þá er sú sjálfs- skoðun að leiða það í ljós að langflestir sjá að þetta er ekki það samfélag sem við viljum búa við. Því er mikilvægt að kalla eftir heildstæðari og betri lausnum. Hvað er þá til ráða, annað en stöðugar handtökur og sektanir? Hvert ætlum við með þessi mál? Tökum til í okkar eigin garði Með aðgerðum lögreglunnar er verið að fást við afleiðingar vanda og valdbeiting hlýtur að vera neyð- araðgerð sem við verðum að taka al- varlega til skoðunar! Því vakna grundvallarspurningar. Hvernig urðu aðstæður sem þessar til? Hvernig getum við reynt að koma í veg fyrir hegðun sem þessa? Nýlegar fréttir af búðahnupli og veggjakroti ungmenna gefa okkur enn frekar til kynna að sjálfs- skoðun okkar þarf að byrja enn fyrr á ævi- ferlinum. Í raun þarf að fara aftur til fæð- ingardeildarinnar til að kanna hvernig stendur á því að sam- félag okkar lítur svona út í dag en fé- lagsmótun okkar á sér stað alla ævi. Félagsmótun skiptir miklu máli og þá sér í lagi hvernig menning og hvaða gildismat verður til hverju sinni. Mikilvægasta skeið félagsmótunar er á fyrstu æviárum okkar og því mikilvægt að þegar við skoðum hvað er til ráða í dag þá verði hugsað langt fram í tímann og byrjað verði á uppeldi barna okkar. Þannig verður það starf sem unnið er í hverfum Reykjavíkurborgar, þ.e. leik- og grunnskólum, frí- stundamiðstöðvum, heilsugæslu, fé- lagasamtökum og þjónustu- miðstöðvunum, mjög mikilvægt ef við ætlum að breyta menningu okk- ar og háttum. Enn mikilvægara er þó hlutverk foreldra sem ábyrgra uppalenda. Samstarf í nærumhverfi barna um velferð þeirra er því lykill- inn að betra samfélagi enda hefur það verið staðfest með rannsóknum í yfir áratug á t.d. minnkandi vím- efnaneyslu unglinga. Á þessu grund- vallast forvarnarstefna Reykjavík- urborgar. Leitum varanlegra lausna Þegar við gerum mistök er mik- ilvægt að við fáum tækifæri til þess að leiðrétta þau á uppbyggilegan hátt. Við sjálf berum ábyrgð á hegð- un okkar og því þurfa börn og ung- menni að taka þátt í því þegar við vinnum að umbótum. Þjónustu- miðstöðvar í hverfum borgarinnar hafa átt í góðu samstarfi við hverf- islögreglu þegar brotahegðun barna og ungmenna birtist. Þannig hefur verið boðið upp á umbótaverkefni þegar t.d. ungmenni hafa verið stað- in að hnupli og veggjakroti. Hafa þau fengið tækifæri til að vinna í sín- um og málum með ráðgjöf og með markvissum verkefnum bætt fyrir sín brot. Einnig býðst foreldrum að fara á almenn uppeldisnámskeið til að bæta enn frekar færni sína í upp- byggingu barna sinna. Lausn vand- ans felst í því að ráðast að rótum hans heima fyrir og þá í hverfum borgarinnar með uppbyggjandi og félagslegri hugsun og þannig mun samstarfið með lögreglunni verða til þess að árangur náist að lokum í miðborginni. Í upphafi skyldi endinn skoða Ráðumst að rótum vandans segir Óskar Dýrmundur Ólafs- son um ástandið í miðborginni » Lausn vandans felst íþví að ráðast að rót- um hans heima fyrir og þá í hverfum borg- arinnar. Samstarfið með lögreglunni verður til þess að árangur náist. Óskar Dýrmundur Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri þjón- ustumiðstöðvar vesturbæjar hjá Reykjavíkurborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.